Alþýðublaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 1
\ FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 203. tbl. — 1977 — 58. árg. Ef blaðið berst ekki kvartið til Alþýðublaðsins í síma (91) 14900 í lagi að bíða eftir greiðslum frá Afríkubúum „Maturinn sem við seljum þeim er hvort eð er rusl” //Sannleikurinn er sá/ að við vissum hvaða áhætta var tekin i sam- bandi við greiðslu fyrir saltfisk þann er við flutt- um til Zaire, en tókum þó þann kost að selja f iskinn þangað þrátt fyrir það, fremur en að henda hon- um. Staðreyndin er sú að þetta er rusl, úrgangs- fiskur, sem hvergi ann- ars staðar á innangengt á markað. Nú liggjum við með töluvert magn af úr- gangsfiski, sem við get- um ekki flutt til Zaire enn, en á þessu ári höfum við sent þangað um þrjú hundruð tonn, sagði Val- garður ólafsson, hjá Sölusambandi fiskfram- leiðenda, í viðtali við Alþýðublaðið í gær. ,,Það eru á milli tvö hundruð og tvö hundruð og fimmtíu milljónir islenzkra króna, sam- kvæmt núverandi gengi, sem við eigum útistand- andi þarna, sagði Val- garður ennfremur, og er- um þar á sama báti og aðrir þeir er flytja salt- fisk til Zaire. Raunar er- um við betur staddir en f lestir aðrir, þvf þeir eiga jafnvel inni greiðslur frá árinu 1975. Þannig stendur á þessu, að á árinu 1976 fengu allir saltfiskinn- flytjendur bankaábyrgð fyrir greiðslum hjá Þjóð- arbanka Zaire, en ekki evrópskum bönkum. Nú liggja þessir peningar þar og bíða þess að komast til okkar." ENN FLEIRI VERÐ- HÆKK- ANIR 1 fyrradag afgreiddi verð- lagsnefndá fundi sínum fjórar hækkanabeiðnir og var engri þeirra synjað Enn fleiri beiðn- ir munu liggja fyrir nefndinni, en þær voru ekki teknar fyrir að þessu sinni. Að sögn Kristjáns Andrés- sonar á rikisstjórnin eftir að staðfesta beiðnirnar, þannig að þær verða ekki opinberaðar að svo stöddu. Var búizt við að stjórnin myndi fjalla um hækkanirnar á fundi sinum i gær.eða i dag og má þvi búast við að áðurnefmdar hækkanir taki gildi innan skamms. —JSS „Eigum hrun á hættu vegna óheiðarlegrar samkeppni” - Efta-samningurinn þverbrotinn á okkur, segir Davíd Scheving Thorsteinsson „Það er enginn vafi á þvi, að ef aðlögunartími okkar vegna aðildarinn- ar að EFTA verður ekki framlengdur og ef tolla- lækkunum þeim er koma eiga til fram- kvæmda nú um áramót- in verður ekki seinkað, þá eigum við stórlega á hættu að framleiðslu- fyrirtæki hér hrynji nið- ur, jafnvel að fram- leiðsla okkar hrynji hreinlega i rúst, sagði Davið Scheving Thor- steinsson, formaður Félags islenzkra iðnrek- enda, i viðtali við Alþýðublaðið i gær. „Staðreyndin er þvi miður sú, sagði Davið ennfremur að allar þær þjóðir sem aðild eiga að EFTA-samningnum, utan við tslendingar og liklega einnig Svisslendingar, þverbrjóta samn- inginn. Norðmenn til dæmis, styrkja iðnað sinn sem nemur eitt hundrað og sextiu þúsund milljónum islenzkra króna á þessu ári og Sviar eru enn verri. Siðan eru þessar niðurgreiddu vörur, þvi þetta er ekkert annað en niðurgreiðsla, fluttar hingað inn og okkur gert aö keppa við þær. Við eigum það sem sagt á hættu að hjá okkur hrynji allt i rúst, vegna óheiðarlegrar samkeppni frá þjóðum þeim er við höfum gert þennan samning við.” —HV Prófkjör í Reykjavík um helgina Prófkjör Alþýðu- flokksins vegna borgarstjórnarkosn- inganna i Reykjavik fer fram nú um helg- ina. Kosið verður á þremur stöðum, i Fáksheimilinu fyrir i- búa Breiðholts og Árbæjarhverfa, í Síðu- múla 37 fyrir ibúa aust- an Snorrabrautar og í Iðnó fyrir ibúa vestan Snorrabrautar. Á laugardag verða kjörstaðir opnir frá kl. 1 til 7 og á sunnudag frá kl. 10 til kl. 7. Fram- bjóðendur eru: Björg- vin Guðmundsson, Bragi Jósepsson og Eyjólfur Sigurðsson, allir i fyrsta sæti, og Elias Kristjánsson og Sjöfn Sigurbjörhs- dóttir, bæði i annað sæti. Rétt til að greiða at- kvæði i prófkjörinu hef- ur hver sá, sem lög- heimili á i Reykjavik og er orðinn 18 ára 2. október 1977, og er ekki flokksbundinn. Kjósandi merkir með krossi við nafn þess frambjóðanda sem hann velur i annað eða bæði sætin. Niðurstöð- ur prófkjörsins verða bindandi ef frambjóð- andi hlýtur minnst 1/5 hluta þeirra atkvæða sem framboðslisti flokksins i Reykjavik hlaut i siðustu borgar- stjórnarkosningum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.