Alþýðublaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 4
4 Föstudagur 30. september 1977 SKfö" Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Kekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Arni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er I Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýöuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverö: 1300 krónur á mánuöi og 70 krónur i lausasölu. VILLIDÝRIÐ f UMFERÐINNI Mörg og alvarleg um- ferðarslys hér á landi valda öllum sívaxandi á- hyggjum. Menn leita or- sakanna og ráða til að spyrna við fótum. Margt hefur verið gert til að vekja athygli almennings á hættunum i umferðinni, umferðarf ræðsla hefur verið aukin, lögreglan hert tökin og fjölmiðlar aukið áróðurinn. En allt kemur fyrir ekki. Áhrif hverrar herferðar hafa fjarað út á skömmum tíma. Jafnvel myndir og tölur um hroðalegar af- leiðingar bif reiðaslysa virðast ekki koma að gagni. Umferðarslysin valda þjóðfélaginu gífurlegu fjárhagslegu tjóni, svo ekki sé talað um þá sorg og kvöl, sem dauði o'g limlesting valda. í raun og veru er hægt að f lokka umferðarslysin hér á landi undir þjóðarböl. — Þetta er því alvarlegra þegar þess er gætt hve mikilvæg bifreiðin er ís- lendingum. Bifreiðin er hagkvæmt og þægilegt samgöngutæki, sem við óbreyttar þjóðfélagsað- stæður, verður í náinni framtíð lífsnauðsynleg. En í höndum okkar hef- ur bifreiðin orðið að mannskæðu villidýri, spellvirkja og hryðju- verkamanni, sem engum hlífir, börnum eða full- orðnum, körlum eða kon- um. Slóð hennar er blóði drifin. Og hvers vegna er þetta, eitt mesta undra- tæki nútímans, orðið að þessum vágesti? Hver og einn getur svarað þessari spurningu. Akið um götur Reykjavfkur og takið vandlega eftir aksturs- lagi margra bifreiða- stjóra. Farið um þjóðveg- ina og gerið slíkt hið sama. Það verður vart komist hjá því, að sjá á- rekstur eða umferðar- slys, ef ekið er um götur Reykjavíkur hluta úr degi, eða ef ekið er nokk- ur hundruð kílómetra eft- ir þjóðvegum landsins. Útlendingar, sem til ís- lands koma frá milljóna- þjóðum, eru sammála um, að umferðin í Reykjavík sé slikt myrk- viði, að sá sem hætti sér inn í það, geti fullt eins búist við að komast ekki út aftur. Það er ekki af því, að reglur skorti né umferðamerki, heldur vegna tillitsleysis, kæru- leysis og hins hraða akst- urs. Það mun ekki fjarri sanni, að götur í borgum og bæjum og þjóðvegir á (slandi, geti alls ekki tek- ið við þeirri miklu mergð bíla, sem um þá fer. Hætturnar aukast í réttu hlutfalli við meiri hraða, og vafalaust heyrir það fremur til undantekninga en hitt, að ekið sé á rétt- um hraða, þegar laganna verðir eru úr augsýn. En getur ekki verið, að það sé einmitt hin aukna spenna og kapphlaup i þjóðfélaginu, sem er hinn raunverulegi sökudóigur. Maður, sem vinnur of mikið og ekki fær næga hvíld, getur ekki verið góður ökumaður. Maður, sem er þrúgaður af pen- ingaáhyggjum, getur varla einbeitt sér að akstrinum. Og allir eru alltaf að flýta sér. Akið rólega og lítið í kringum ykkur og sjáið allan as- ann. Menn böðlast áfram einsog naut í flagi, það er flautaðog hnefum brugð- ið á loft. Þessi fyrirgang- ur getur munað 2-3 mín- útum frá einum stað til annars, en hann getur líka skilið á milli lífs og dauða. Um leiö og við horfum á æðið i hinum, erum við bara að lita i spegil. —AG rrDAGUR IÐNAÐARINS” í REYKJAVÍK ER í DAG í dag er „Dagur iðnaðar- ins" haldinn hátíðlegur í Reykjavík, og er hann há- punktur iðnkynningar sem verið hefur i höfuðborginni að undanförnu. Dagskrá hans er í stórum dráttum þannig, að kl. 12.30 leikur Lúðrasveit Reykjavíkur við styttu Skúla fógeta, en kl. 13.00 er lagður blóm- sveigur að styttunni. Siðan mun borgarstjórinn, Birgir ísl. Gunnarsson flytja á- varp. Kl. 14.00 hefst fundur um iðnaðarmál að Hótel Sögu. Þar verður staða iðnaðarins og framtíð hans til umræðu og er Sigurjón Pétursson, borgarráðs- maður, fundarstjóri. Ávarp á fundinum flytur iðnaða rráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, en einnig flytja ræður borgar- stjóri og Gunnar J. Frið- riksson. Að ræðunum lokn- um verða almennar um- ræður, en aðgangur að fundinum er öllum heimill Flugeldasýning í Laugar- dalnum Iönkynningu í Reykjavík lýkur svo n.k. sunnudagskvöld og verð- ur þá einnig formlega slitið ári is- lenzkrar iðnkynningar. Fer at- höfnin fram við Laugardalshöll og hefst með leik Lúðrasveitar verkalýðsins ki. 22.00. Kl. 22.30 flytja ávörp þeir Albert Guð- mundsson og Hjalti Geir Krist- iánsson, formaður verkefnisráðs Islenzkrar iðnkynningar. ’En sið- an slitur iðnaðarráðherra iðn- kynningarári. Að þvi búnu verður fáni iðnkynningar dreginn niður. Kl. 2^.45 verður svo fjölbreytt og mikil flugeldasýning sem fram fer á Laugardalsvelli. Or einum sýningarbásnum á iðnsýningunni i Laugardalshöll

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.