Alþýðublaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 6
Föstudagur 30. september 1977
Minning:
Gunnar Vagnsson,
framkvæmdastjóri
baö er mikill sjónarsviptir aö
Gunnari Vagnssyni viB lát hans
á bezta aldri. begar svo
svipmiklir menn hverfa frá
ábyrgBarstörfum, hvarflar aö
manni aö efast um hiö forna
orðtæki, aö maöur komi i manns
staö. Aö minnsta kosti ekki
þegar i staö.
Ferill Gunnars sem embættis-
manns var glæsilegur. Hann
varö ungur bæjarstjóri á Siglu-
firöi, en siðar lá leiö hans til
ráðuneytis i Reykjavik, þar sem
honum var fljótlega sýndur
mikill trúnaður og falin tor-
leysustu verkefni.
briðji og mesti kaflinn i
embættisferli Gunnars var við
Rikisútvarpið. Islendingar hafa
einir þjóða faliö leiðtogum i
menningarmálum og listum
yfirráð útvarps. Aörar þjóöir
láta slikar stofnanir heyra undir
simamálaráðherra og lita
þannig meir á tækni en
menningarhlið málsins. Svo
kom þó, aö Rikisútvarpið varö
að stórfyrirtæki þar sem marg-
visleg deilda- og verkaskipting
kom til sögunnar, ekki sizt er
sjónvarpið bættist hljóðvarpið.
Við hlið beggja þátta var settur
framkvæmdastjóriyfir stjórnun
og fjármál stofnunarinnar og
var sú staða vandskipuð, er hún
fyrst kom til sögunnar. bá varð
Gunnar Vagnsson fyrir valinu,
og hefur reynsla áranna sýnt, að
það var farsælt val, gott fyrir
Rikisútvarpið og þarmeð
þjóðina alla, sem varla hefur
meiri dagleg not af nokkurri
annarri stofnun.
Ég mun þó ávallt minnast
Gunnars sem félaga og vinar.
Hann var jafnaðarmaður að trú
alla tið, og aldrei var byrði
embættanna svo þung, að hann
gæfi sér ekki tima til að leggja
fram drjúgan skerf i félags-
málum Aiþýðuflokksins. Hann
var ljúfmenni, gáfaður, fróður
og reyndur, og var alltaf gott og
gagnlegt að spjalla við hann,
leita ráða og velta fyrir sér
vandamálum. Persónulega hef
ég mikið misst við fráfall hans,
og þvi skil ég, hvað lagt er á
fjölskyldu hans og aðra vini.
Fyrir hönd Alþýðuflokksins
kveð ég Gunnar með þökk og
virðingu og votta aðstandendum
hans dýpstu samúð.
Benedikt Gröndal
Gunnar Vagnsson, fram-
kvæmdastjóri fjármáladeildar
Rikisútvarpsins lézt i Reykjavik
að kvöldi s.l. föstudags. Hann
hafði átt við nokkra vanheilsu
að striða, en engum hafði dottið
i hug að íeiðir myndu skilja svo
skjótt.
Kynni okkar Gunnars voru
stutt en góð. baú hófust,, þegar
hann tók við vandasömu starfi i
Rikisútvarpinu fyrir allmörgum
árum. Áður höfðu þó leiðir okk-
ar legið saman á sameiginleg-
um vettvangi i Alþýðuflokkn-
um, þar sem Gunnar tók virkan
þátt og lagði meira af mörkum
til framgangs jafnaðarstefn-
unnar, en flestum mun kunnugt
um.
Það var enginn hægindastóll,
sem Gunnar Vagnsson settist i,
þegar hann tók við fjármála-
stjórn Rikisútvarpsins. Stofnun-
in er stór á landsvisu, starfs-
menn margir og vandamálin
eftir þvi. Eriliinn var ótrúlega
mikill og oft mátti sjá ljóst i
glugga Gunnars eftir að aðrir
starfsmenn héldu heimleiðis á
kvöldin.
Ég er ekki i nokkrum vafa
um, að Gunnar hefur i þessu
starfi lagt hart að sér og það átt
þátt i ótfmabæru andláti hans.
Sem formaður i Starfsmannafé-
lagi Rikisútvarpsins og fulltrúi i
launamálanefndum átti ég mik-
il samskipti við Gunnar. Þvi er
ekki að neita að stundum sló i
brýnu, en alltaf og undantekn-
ingalaust gréri um heilt á
nokkrum kiukkustundum eða
hluta úr degi. — Virðing min
fyrir Gunnari fór vaxandi eftir
þvi sem árin liðu og ég gerði
mér grein fyrir hinum mikiu
mannkostum hans.
Hann reyndist starfsfólki Rik-
isútvarpsins mikil hjálparhella.
A sama tima og hann varð að
berjast við margvisleg fjár-
hagsleg vandamál stofnunar-
innar, reyndi hann eftir megni
að greiða götu starfsmannanna.
Margar ferðir fór hann f fjár-
málaráðuneytið til að tala máli
þeirra, en um þessi erindi sin
ha/ði hann ekki mörg orð.
Gunnar Vagnsson var einn af
þeim mönnum, sem allra vanda
vildi leysa. Slikir menn eiga
sjaldan margar tómstundir, og
starf þeirra fyrir aðra, slitur
þeim út meira en góðu hófi
gegnir. Auk starfsins hjá Rikis-
útvarpinu vann Gunnar mikið
fyrir iþróttahreyfinguna og
gegndi fjölmörgum trúnaðar-
störfum, sem ekki verða rakin
hér.
Það er stór hópur karla og
kvenna, sem nú minnist Gunn-
ars Vagnssonar með þakklæti
og virðingu. Ég færi aðstand-
endum hans samúðarkveðjur.
Árni Gunnarsson.
Það kom yfir mig eins og
reiðarslag er ég heyrði um lát
vinar mins og góða félaga,
Gunnars Vagnssonar. Raunar
hafði hann verið veikur undan-
farið, en virtist nú á góðum
batavegi, og leit svo sannarlega
út sem hann myndi yfirvinna
sjúkdóminn að fullu. Hann var
tekinn til starfa á ný, og nokkr-
um dögum áður vorum við sam-
an á fundi, og þá var hann hress
og glaður.
Gunnar var fæddur að Horni i
Arnarfirði i Vestur-lsa-
fjarðarsýslu, og voru foreldrar
hans Vagn Þorleifsson og
Kristjana Sigriður Jóhannsdótt-
ir, er þar bjuggu. Hann gekk i
Gagnfræðaskólann i Reykjavfk
árið 1936, eftir að hafa stundað
nám að Hrafnseyri 1934-35, og
útskrifaðist sem viðskipta-
fræðingur frá Háskóla íslands
árið 1945. Gunnar gegndi mörg-
um og fjölbreyttum ábyrgðar-
störfum um æfina, bæði i at-
vinnu og félagsmálum, en siðast
starfaði hann sem fjármálafull-
trúi Rikisútvarpsins, en það
starf tók hann að sér eftir að
hafa verið fulltrúi i iðnaðar-
málaráðuneytinu.
Enda þótt Gunnar væri mjög
störfum hlaðinn, hafði hann
alltaf tima til þess að sinna
ýmsum félagsmálum, en á þeim
hafði hann brennandi áhuga, og
það var á þeim vettvangi sem
okkar leiðir lágu saman. Kunn-
ingsskapur okkar náði langt aft-
ur i árin, þróaðist jafnt og þétt,
og varð siðan að góðri vináttu.
Það hófst með þvi að við sátum
saman við bridgeborðið, fyrst
sem andstæðingar en siðar sem
samherjar um fjölda ára skeið.
Arið 1968 var stofnaður lions-
klúbbur sem hlaut nafnið
FREYR, og þar lágu einnig
saman leiðir okkar Gunnars. Li-
ons klúbbarnir hafa að mark-
miði að láta eitt og annað gott af
sér leiða, þeir afla fjár til þess
að styrkja þá sem misst hafa
sjónina eða liða af sjóndepru og
leitast við að aðstoða aðra þá
sem eiga viö sjúkleika að striða,
á ýmsan máta, svo sem með
kaupum á lækningatækjum eða
annarskonar hjálp. Viss verk-
efni önnur, sem ætluð voru til
umbóta, voru á dagskrá hjá
Lionskl. Frey, og gerðist punn-
ar þar félagi og vann ötulléga að
hugðarmálum klúbbsins. Hann
gegndi þar ýmsum trúnaðar-
störfum og fórst allt vel úr
hendi, svo sem vita mátti, og tók
þar við formannsstörfum haust-
ið 1976, en lét af þvi starfi nú i
september mánuöi, eins og lög
klúbbsins gera ráð fyrir.
Þarna, sem annarsstaðar, kom
ljóslega fram hans rólega yfir-
vegun á málefnum, svo og rök-
visi og hæfileikarnir til þess að
finna beztu lausn á hverju
vandamáli, enda voru klúbb-
félagar þess fullvissir að velferð
félagsskaparins yrði vel borgið i
hans höndum.
Við klúbbfélagar þinir mun-
um sárlega sakna þin, Gunnar,
og við þökkum þér af alhug fyrir
þau ágætu störf sem þú lagðir af
mörkum i þágu Freys, og minn-
ing þin sem við munum geyma,
hvetur okkur til dáða i framtið-
inni.
Gunnar var félagi i spila-
klúbbi sem Krummaklúbbur
heitir, allt frá stofnun hans. Þar
að og henni var skipt i þrjár
deildir. Hann gerðist
framkvæmdastjóri fjármála-
deildar og staðgöngumaður út-
varpsstjóra i forföllum hans eða
fjarveru. Það liggur i hlutarins
eðli, að starfið er kröfuhart,
erilssamt og ábyrgðarmikið, og
við það bætizt, að þann tfma,
sem Gunnar gegndi þvi, þurfti
hann að móta það og stofnunin i
senn að hefja mikla uppbygg-
ingu, verjast áföllum og glima
við mörg og torleyst vandamál.
Þegar Gunnar réðst til starfa,
var starfsfólkið honum ókunn-
ugt, þvi að hann kom að nokkru
leyti af öðrum vettvangi en það
þekkti bezt, en við vissum öll, að
hann var ágætlega menntaður á
sinu sviði og bjó að langri og
praktiskri reynslu i opinberri
þjónustu og félagsmálum. En
hann tók starfið þeim tökum og
var þannig gerður, að hann öðl-
aðist árreynslulitið hylli og
traust samstarfsmanna sinna
og varð þvi fljótt einn þeirra,
sem sjálfsagt og nauðsynlegt
þótti að leita i smáu og stóru, af
þvi að við vissum lika, að hann
leit alltaf á sig sem einn úr
hópnum.
Auk hinna „æðri fjármála” og
framkvæmda, sem Gunnar var
naut hann virðingar og vináttu
allra fyrir sina hæglátu og um
leið glaðlegu framkomu. Frá
félögum hans þar flyt ég beztu
kveðjur með þakklæti fyrir
óteljandi ánægjustundir.
Ég færi Sigriði, eiginkonu
Gunnars, svo og börnunum og
öðrum ástvinum, innilegustu
samúðarkveðjur, og bið þeim
allrar blessunar i framtiðinni.
ólafur Þorsteinsson.
Kveðja frá Starfsmannafélagi
Rikisútvarpsins.
Starfsfólk Rfkisútvarpsins á
Skúlagötu 4 kveður Gunnar
Vagnsson með söknuði og þakk-
látum huga. Um ellefu ára skeið
vann það undir sama þaki og
hann, og svo snögglega hefur
hann nú verið kvaddur á brott,
að fyrir fáeinum dögum hefði
þviþótt með ólikindum, að hann
yrði horfinn úr hópnum svo
fyrirvaralaust. Fáir voru þeir
dagar, sem hann var ekki á sin-
um stað, og samstarfsmenn
hans urðu þess naumast varir,
að hann tæki sér nokkurn tima
orlof eða hvild frá störfum.
Glaður, ötull og villaus gekk
hann að störfum og virtist
lengst af svo heilsuhraustur, að
veikindi hvörfluðu sizt að sam-
starfsmönnum hans, þegar
hann átti i hlut. Þeim kom það
þvi nokkuð á óvart, þegar hann
kenndisér meins snemma sum-
ars, en vonuðu af heilum hug, að
úr myndi rætast. Allt virtist
benda til þess, að þær vonir
rættust. Hann af aftur setztur i
stólinn sinn og farinn að greiða
úr flækjunni, kappsamur og
hress i bragði. En svo var þá
orðið áliðið dags, að ekki liðu
nema tvær eða þrjár vikur, unz
klippt var á Iifsþráð hans.
Gunnar Vagnsson hóf störf
hjá stofnuninni i kjölfar skipu-
lagsbreytinga, sem gerðar voru
á starfsemi hennar og tóku gildi
árið, sem stjónvarpið var stofn-
kjörinn tilaðsinna, fylgdu starfi
hans sjálfkrafa meiri og minni
samskipti við starfsfólkið, bæði
sem félagsheild og einstaklinga.
Eins og verða vill, hefur það
sjálfsagt ekki ætið gert sér svo
glögga grein fyrir þvi sem
skyldi, hve erfitt og vandasamt
það hefur oft verið að sigla þar
milli skers og báru og þjóna
tveimur herrum: gæta réttar og
hagsmuna stofnunarinnar ann-
ars vegar og starfsfólksins hins
vegar. Hann gerði sér hins veg-
ar glögga grein fyrir þvi, að i
viðasta skilningi fer þetta sam-
an. Fáum eða engum úr starfs-
mannahópnum mun nú blandast
hugur um, að Gunnar hafi borið
hag þeirra og velferð fyrir
brjósti og viljað veg þeirra og
stofnunarinnar sem mestan.
Hann sýndi það i verki með vei-
vild sinni og dugnaði, og þvi skal
honum tjáð þökk þeirra og
hlýhugur að leiðarlokum.
Ekki skulu höfð um það mörg
orð, i hverju þetta birtist, en öll-
um sem til Gunnars leituðu, var
hann reiðubúinn að veita þá
úrlausn, sem hann mátti, og
gilti það jafnt um einstaklings-
bundinn vanda og óskir og
áhugamál starfsfólksins alls.
félagsstarfi þess og á mann-
fundum var hann tillögugóður
og gladdist með þvi á góðu
dægri, enda hlýr, spaugsamur
og glaðlyndur að eðlisfari, þó að
hann gæti verið fastur fyrir,
þegar við átti. Hann endurskoð-
aði lengi reikninga starfs-
m ann af éla gsin s , breytti
uppsetningu þeirra i skýrara
horf og lagði félaginu oft svipað
lið, þegar til hans var leitað, og
vékst æfinlega vel við, þegar um
það var beðið. Slikt þykir*
kannski ekki tiðindum sæta, en
það segir sina sögu um lipurð
hans og góðan vilja, þegar þess
er gætt, hve hann var oft önnum
kafinn, bæði á vinnustað sinum
og utan hans.
Nú situr hann ekki lengur á
sinum stað og svarar i simann.
Skýrslurnar og talnadálkarnir
hlaðast upp á borðinu hans.
Reiknisvélin þegir, og það kem-
ur i hlut annarra að taka við
þeim flóknu og vandasömu
verkefnum, sem voru daglegt
viðfangsefni hans. Hann var
vikingur til vinnu og dró ekki af
sér, kappsamur, glöggur og
fljótvirkur, ör í skapi að eðlis-
fari, en sáttfús og vinhlýr, svo
að gott varð að starfa i návist
hans.
Nú finnst okkur, að gaman
hefði verið að kynnast mannin-
um Gunnari Vagnssyni betur en
tóm gafst til i dagsins önn. En
við héldum, að dagar hans yrðu
svo miklu fleiri, að við gætum
það seinna. Eitthvað svipað
vonaði hann lfka sjálfur, þvi að
hann hafði orð á þvi, að veik-
indafriið i sumar hefði öðrum
þræði orðið sér hálfgert
ævintýri, þvi að hann hefði þá
loksins fengið tima til að láta
ýmislegt eftir sér, sem honum
vannst ekki timi til að sinna
endranær.
Hann var af vestfirzku
alþýðufólki kominn i ættir fram
og varðveitti bjarmann úr lifs-
reynslu þess og viðhorfum og
sameinaði hana haldgóðri
menntun og dugnaði, samfélag-
inu öllu til góðs. 1 einkalifi sinu
var hann gæfumaður, barst ekki
á og lifði kyrrlátu og heilbrigðu
lifi. Hann sameinaði i fram-
komu sinni hógværð og einurð
og kunni þvi hvarvetna að koma
fram á eðlilegan og óþvingaðan
hátt, en sóttist hvorki eftir veg-
tyllum né metorðum að fyrra-
bragði. Utan starfs sins átti
hann sér ýmis áhugamál, sem
spegluðu skapgerð hans, upplag
og lifsviðhorf. Hann var öðrum
til fyrirmyndar og röskleik, lip-
urð og drenglund.
Samstarfsfólk hans kveður
hann með virðingu og trega og
vottar ástvinum hans samúð.
F.h. Starfsmannafélag
Rikisútvarpsins
Hjörtur Pálsson.
„Vegir skiljast.
— Alltferýmsarleiðir
inn á fyrirheitsins lönd.
Einum lifið arma breiðir,
öðrum réttir dauðinn hönd.
Einum flutt er árdagskveðja
öðrum sungið dánarlag.”
1 dag kveðja ættingjar og vin-
ir, Gunnar Vangsson, fjármála-
stjóra Ríkisútvarpsins, sem á
sviplegan hátt er hrifinn brott,
fyrir aldur fram, frá miklu
óunnu starfi i þágu þjóðar sinn-
ar, frá eiginkonu og stórri fjöl-
skyldu.
Enda þótt við vinir Gunnars
gerum okkur ljóst, að söknuður
okkar er á engan háttsambæri-
legur við hinn sára trega og sorg
konu, barna og nánustu ætt-
ingja, setur okkur þvi hljóða við
þessa helfregn.
Það verður undarlegt tóm i
lifi manns, þegar vinur, sem
hefur verið manni samferða i
skóla, stjórnmálastarfi og fé-
lagslifi i nær tvo áratugi og sið-
an samstarfsmaður I nær ára-
tug og alla tið síðan traustur og
ráðhallur vinur, er skyndilega
horfinn Ur þessu lifi.
Þannig lágu leiðir okkar
Gunnars Vagnssonar i lifinu
saman i áratugi og þótt fundum
okkar bæri sjaldnar saman hin
siðustu ár, var alltaf jafngott að
leita til hans, ef vandi eða
áhyggjur steðjuðu að.
Allt frá þvi ég kynntist Gunn-
ari, er ég hóf nám i Háskölanum
1941, var hann jafn heilsteyptur
og trúr lifsskoðun sinni. Það
sem vakti fyrst athygli mina
var, að hann talaði yfirleitt ekki
um sig sem Alþýðuflokksmann
heldur sem „jafnaðarmann”.
Það var orð sem ég kannaöist
vel við frá æskustöðvum minum
og hafði i minum huga nær
kristilegan blæ. Ég komst við
nánari kynni að þvi, að þetta
heiti á lifsskoðun Gunnars var
ekki sprottið af neinni tilviljun,
heldur byggt á þrauthugsuðum
grunni. Þannig var einnig hans
daglega lif. Hann hugsaði alltaf
Framhald á bls. 8