Alþýðublaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.09.1977, Blaðsíða 3
Ma^HT* Föstudag ur 30. september 1977 Kvikmyndahátíð í Reykjavík I febrúar: Leitað út fyrir rammann sem kvikmyndahúsin hér setja kvikmyndaunnendum — heiðursverðlaun í boði fyrir íslenzka kvikmyndagerðarmenn „Það er ef til vill öðru fremur tilgangur þess að við efnum til kvikmynda- hátiðar/ að við viljum minna á kvikmyndun sem listgrein/ enda tel ég< per- sónulega# að ekki sé van- þörf á, sagði Thor Vil- hjálmsson, rithöfundur, á biaðamannafundi/ sem Listahátið í Reykjavík efndi til í gær, til að kynna fjölmiðlum hug- mynd um kvikmyndahá- tið í tengslum við Lista- hátíð 1978. Kvikmyndahátíð þessi, sem verður hin fyrsta er haldin hefur verið hér, mun standa dagana annan til tólfta febrúar næst- komandi. Upphaflega var ætlunin að hún stæði nú i haust, en þar sem undirbúningstimi reynist ekki nægur, var henni frestað. Astæður til þess að kvik- myndahátiðin er skorin frá Listahátiðinni sjálfri i timasetn- ingu, kváðu forráðamenn henn- ar vera helztar þær að kvik- myndasýningarnar myndu taka upp Háskólabió, sem er mikil- vægur samkomustaður á Lista- hátið, svo og þá skoðun manna, að heppilegt væri að lýsa ofur- litið upp skammdegið og menn- ingardeyfð eftirjólamánaða með innsýn i veröld þessarar listgreinar. Þvi miður hefur hún ekki til þessa fundið náð fyrir augum stjórnvalda hér, þeirra er styrkjum og sjóðum ráða, en úr gæri nú bætzt. Á blaðamannafundinum i gær kom fram, að ætlunin er að fá hingað til sýningar tiu erlendar myndir, allar nýlegar, og haga vali þeirra þannig að þær gefi sem breiðasta yfirsýn. Reynt verður að fá hingað myndir frá löndum og heimshlutum sem við höfum ekki til þessa átt bein mennipgartengsl við, til dæmis Iran, einhverjum Afrikurikjum og Suður-Ameriku. Myndirnar verða valdar með hliðsjón af þvi að þær hafi ekki áður verið sýndar hér og ekki virðist liklegt að þær verði tekn- ar til sýningar i kvikmyndar- húsum landsins. Þá stendur til að fá hingað til lands þekkta leikstjóra, mynda- tökumenn, eða aðra frumkvöðla kvikmyndagerðar i dag og verð- ur reynt að efna til fræðslufunda og/eða umræðufunda um kvik- myndagerð með þeim. Tveir sunnudagar koma inn i þann tima er kvikmyndahátiðin stendur og er ætlunin að fá góð- ar barnamyndir til sýningar á þrjúsýningum að hefðbundnum sið þá daga. Einnig verður efnt til sérsýningar á laugardögum klukkan þrjú og verða þá sýnd- ar popp-tónlistarmyndir. Sú hugmynd hefur komið fram að efna til sýningar i and- dyri Háskólabiós, þar sem kvik- myndasýningarnar verða, og kynna þar tæki þau er notuð eru við kvikmyndagerð. Bæði verði þar um gömul tæki að ræða, svo og ný og fullkomin. Þá er ætlunin að gera is- lenzkri kvikmyndagerð nokkur skil. Sýndar verða islenzkar A blaðamannafundinum i gær. Frá vinstri: Friðrik Friðriksson, Thor Viihjálmsson, Davið Oddson, og Hrafn Gunnlaugsson. Thor og Hrafn skipa nefnd þá er sér um Kvikmyndahátiðina fyrir hönd Listahátiðar, Friðrik er ritari nefndarinnar, en auk þeirra hafa kvikmyndagerðarmenn Iátið nefndinni tvo ráðgjafa i té, þá Þránd Thoroddsen og Gisla Gestsson. 16mm kvikmyndir i Tjarnarbæ, en þar er nú komin upp mjög fullkomin aðstaða til sýningar á þeim. Veitt verða sérstök heið- ursverðlaun, að upphæð 200 þús- und krónur, þeirri islenzkri kvikmynd er bezt verður talin, að þvi tilskrldu að einhver þeirra teljist verðlauna verð. Komið hefur til tals að fá þá er- lendu gesti er sækja hátiðina til að skipa dómnefnd. Allar islenzkar kvikmyndir koma til greina, þvi þessi þátt- ur hátiðarinnar er ekki bundinn við nýjar eða nýlegar kvik- myndir. Loks hefur verið farið fram á það við islenzka sjónvarpið, að það geri á þessum tima nokkur skil sinni eigin framleiðslu á kvikmyndum og sjónvarpsleik- ritum og að sögn forráðamanna hátiðarinnar hefur verið tekið vel i það. A fundinum i gær kom það ennfremur fram, að haft hefur verið samband við mennta- málaráðherra, Vilhjálm Hjálm- arsson, og hann beðinn að beita sér fyrir þvi að frumvarpið um Kvikmyndasjóð, sem legið hef- ur i láginni nokkuð lengi, verði borið fram og gert að lögum, ekki siðar en á þessum tima. Ekki töldu forráöamenn há- tiðarinnar timabært i gær að skýra frá myndavali, né heldur hverjir erlendir gestir kæmu til greina. Flóamarkaður kattavina Kattavinafélagiö held- ur flóamarkaö að Hall- veigarstöðum sunnudag- inn 2. október kl. 15. Þar veröa skartgripir frá verzluninni Æsu, margt annað verður á boðstóln- um bæði gamalt og nýtt. Ágóðinn mun renna til varanlegs gistiheimilis fyrir ketti í Reykjavík. Þá má geta þess að kötturinn Vestmannaeyja-Gosi Guðrúnar A-Simonar mun kikja inn á flóa- markaðinn. Gosi er stór hvitur fress af dönsku bergi brotinn. Tollverðir hvattir til að fella sátta- tillöguna Fjölmennur fundur i Tollvarða- félagi íslands s.l. mánudagskvöld samþykkti ályktun þar sem toll- verðir eru hvattir til að fjöl- menna til atkvæðagreiðslu um sáttatillöguna i kjaradeilu BSRB og rikisins og fella hana. Segir enn fremur i ályktuninni að þar sé áengan háttkomið tilmóts við þá viðurkenndu staðreynd, að kjör opinberra starfsmánnaséu mun lakari en kjör fólks i hliðstæðum störfum á hinum frjálsa vinnu- markaði. Þá telur fundurinn frá- leitt, opinberir starfsmenn sætti sig við tveggja ára gildistlma samningsins án þess að ákvæði séuum að hann megiendurskoða, komitilröskunar á kauplið samn- ingsins vegna aðgera stjómvalda eða launabreytinga á hinum frjálsa vinnumarkaði. —ARH Kvikmynda- sýningar hjá Menningar- stofnun Banda- ríkjanna Kvikmyndasýningar verða einu sinni i viku, alltaf á þriðjudögum klukkan 17.30 og 20.30 i húsi Menningarstofnunarinnar að Neshaga 16 i Reykjavik. 1 októbermánuði verða á dag- skrá körfuknattleiksmyndir sem þótt hafa góðar, til dæmis „The Celts are back”, „Basketball to- day” og „1975 masters golf tournament”. Einnig verður sýnd mynd er ber heitið „Wild and wonderful world of auto racing”. 1 november verður meðal ann- ars sýnd myndin „Saul Bellow-- the world of the dangling man”, en sem kunnugt er hlaut rithöf- undurinn Saul Bellow Nóbels- verðlaun i bókmenntum nú siðast er þeim var úthlutað, og Dangling man er heiti einnar af þekktustu bókum hans. Nánari upplýsingar eru fáan- legar i sima 19900. Honum var bjargað til megin- landsins, þegar gaus i Eyjum. Hann hefur viða komið við á ferli sinum: verið i sjónvarpi i Finnlandi og á Islandi, komið fram á Hótel Sögu og i Háskóla- biói. Kattavinafélagið var stofnað i febrúar á s.l. ári. Það hefur haft sitthvað fyrir stafni frá stofnun, meðal annars starfrækti það gistiheimili fyrir ketti frá þvi april s.l. og var eftirspurn eftir gistirúmum meiri en framboð. Rikharðúr Jónsson myndhögg- vari gaf Kattavinaf éiaginu tcikningu af sofandi ketti. Nú hefur félagið gefið út kort með teikningunni og fæst það i bóka- verzlunum. Snar þáttur í framþróun íslensks iðnaðar: flugffrakt FLUGFÉLAG LOFTLEIDIfí LSLAMDS «P| ítfíVeljnm íslenskt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.