Alþýðublaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER Ritstfórn Alþýðublaðsins er f Sídumúla 11 Sími (91)81866 Verðlagsnefnd samþykkti f gær: 10% hækkun álagningar — gegn mótmælum fulltrúa launþega I gærmorgun sam- þykkti Verðlagsnefnd hækkun álagningar um 10%, með atkvæðum full- trúa atvinnurekenda og oddamanns, gegn at- kvæðum fulltrúa laun- þega. Þessi 10% hækkun kemur ofan á alla álagn- ingarflokka, en auk þess voru gerðar nokkrar fleiri „lagfæringar" til hækkunar, á einstaka álagningarf lokkum. Fulltrúar launþega i verö- lagsnefnd mótmæltu þessum úrskurði og itrekuðu þá kröfu sina, að gerð yrði sérstök athug- un á áiagningarreglum og sýnt fram á að raunveruleg þörf væri á hækkun. Þessi krafa hefur oft verið borin fram áður en jafnan verið hafnað af meirihlutanum á þeirri forsendu að slik athug- un væri óraunsæ og ekkert út úr henni að hafa. Þegar samþykkt meirihluta verðlagsnefndar og oddamanns lá fyrir, létu launþegafulltrú- arnir bóka eftirfarandi: „Launþegafulltrúarnir I verö- lagsnefnd hafa hreyft þeirri hugmynd að fram fari sérstök athugun á leiðréttingum til hækkunar, þar sem álagning er hugsanlega ekki nægileg til að mæta rekstrarkostnaöi. Þessi Launþegafulltrúarnir telja nú engin efni til að yfirfæra stór- fellda fjármuni frá almennum atvinnurekstri til verzlunarinn- ar, og heldur ekki sannanlega þörf.og greiða þvi atkvæöi gegn framkominni tillögu verðlags- stjóra.” Fulltrúar launþega i verð- lagsnefnd eru Björn Jónsson, forseti ASI, Jón Sigurðsson, sjó- maður, Asmundur Stefansson, hagfræöingur ASl og Einar Óalfsson, fulltrúi BSRB. Það skal tekið fram, að þessi samþykkt verðlagsnefndar á eftir að fara fyrir rikisstjórnina til samþykktar, — eða höfnun- ar(!). -hm hugmynd virðist ekki eiga næg- an stuðning i nefndinni, en meirihluti hennar vill fyrst og fremst hækka alla álagningu jafnt, án tillits til misræmis sem nú er fyrirhendi. Hvaifjarðar- Ifnan: Kostar um 1353 millj. króna, full- frágengin Sem kunnugt er, var í fyrradag hleypt straumi á Hvalfjarðarlínu Lands- virkjunar, og hefur hún nú verið tengd byggðar- línunni við Brennimel í Hvalfirði. Hvalfjarðarlínan sjálf er 59 km. löng frá Geit- hálsi að Brennimel að Járnblendiverksmiðj- unni. Þegar hafa verið reistir 165 turnar af 181. Kostnaður við Hvalfjarðarlin- una er talin veröa um H40 milljónir króna I lok þessa árs, að þvi er segir f frétt frá Lands- virkjun. Er þá með talinn 20 milljóna króna kostnaður við spennustöðina á Brennimel. A næsta ári er svo áætlað að verja um 60 millj. króna til end- anlegs fráganga á linunni og um 153 millj. króna til fjármögnun- ar á hluta Landsvirkjunar i spennistöðinni á Brennimel, og er þá gert ráö fyrir að ljúka framkvæmdum við hana. Alls er þvi áætlað, að Hval- fjaröarlinan kosti um 1353 millj. króna, að meðtöldum hluta Landsvirkjunar i sepnnistöö- inni, en án vaxta. Enn fremur kemur fram, aö Hvalfjaröarlfnan og byggöalin- an, sem tengjasti áðurnefndri spennistöðvið tírennimei, verða báöar reknar með 132 kv. spennu þar til spennistöðin er fullgerð. Þá verður spennan á Hvalfjarðariinunni hækkuö i 220 kv. Meö þessari samtengingu hafa skapazt aðstæður til að mæta fyrst um sinn raforkuþörf Norölendinga með raforku frá Landsvirkjun. -JSS í gær tók borgarstjórinn I Reykjavik, Birgir ísleifur Gunnarsson, fyrstu skóflustunguna að húsi þvi sem hér sézt, Félagsmiðstöð i Árbæjarhverfi. Sjá frétt á baksiðu Reykjavíkur- deild R.K.Í. Afhendir nýja sjukra bifreið 1 gær afhenti Reykjavikurdeild Rauða kross íslands Slökkvi- stöðinni nýja sjúkrabifreið. Bif- reiöin er af gerðinni Chevrolet Custom de Luxe. Hún er búin fullkomnustu tækjum til sjúkra- flutninga, svo sem tæki til súr- efnisgjafar, sogtæki, blóðþrýst- ingsmæli o.fl. Þaö var formaður Reykja- vikurdeildarinnar, Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir, sem af- henti Gunnari Sigurössyni vara- slökkviliðsstjóra bifreiðina til umsjár. Er þetta fimmta bifreiðin, sem deildin festir kaup á. -JSS Landsamband stangaveidimanna: Asókn erlendra veiði manna til vandræða Nýlega var haldinn í Borgarnesi aðalfundur Landssambands stangar- veiðifélaga, en aðild að því eiga 29 stangveiði- félög og sátu 80 fulltrúar frá þeim fundinn. Gestir fundarins voru þeir dr. Guömundur Pétursson for- stöðumaður Tilraunastöðvar HI i meinafræði og Einar Hannes- son fulltrúi veiöimálastjóra, og fluttu þeir báðir fróöleg erindi. Meðal mála sem bar á góma á fundinum, voru vandamál stangveiðiiþróttarinnar hér- lendis. Snérust umræður eink- um um ásókn erlendra veiði- manna i islenzkar stangveiðiár, en sem kunnugt er, hafa þeir margar beztu veiðiárnar um hásumarið. A fundinum komu fram ýms- ar hugmyndir um, hvernig ætti aö bregðast við þessum vanda, svo sem með þvi, að leita eftir betra samstarfi viö veiðiréttar- eigendur um lausn þessa rétt- indamáls, að islenzkir stanga- veiðimenn fái forgang i sinu eigin landi. Einnig kom fram þaö sjónar- miö , að hið opinbera, sem á miklar jarðeignir og viðáttu- mikil veiðisvæði, láti islenzka veiðimenn njóta þeirra. Loks var á fundinum gengið til stjórnarkjörs, og var Karl Ómar Einarsson einróma end- urkjörinn formaður. Aörir i stjórn eru Jón Hjartarsson rit- ari, Friörik Sigfússon gjaldkeri Bergur Arin Björnsson vara- form., Birgir G. Jóhannsson meðstjórnandi, Sigurður I. Sig- urðsson, Rósar Eggertsson og Matthias Einarsson. —JSS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.