Alþýðublaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1977, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 17. nóvember 1977 Slaaiö ' Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. " ~ ' " -----‘i Rekstur: Reykjaprent hf. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftarsimi 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftarverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónúr I lausasölu. .. --- Sundrungarstarf Þjóðviljamanna Alþýðublaðið hefur vakið athygli á þeirri andverkalýðssinnuðu iðju Þjóðviljans, að bera þær óskir fram í tima og ótíma að Alþýðuflokkur- inn hverfi af sjónar- sviðinu. Þetta eru enn óskiljanlegri og fárán- legri vinnubrögð, þegar þess er gætt, að Þjóð- viljinn hefur áður reynt að hvetja alla verkalýðs- sinna til samstöðu. Þjóðviljinn hefur gert mikið úr því, að Alþýðu- flokksmenn hafi í próf- kjöri um síðustu helgi hafnað eina frambjóð- andanum, sem á rætur að rekja til verkalýðs- hreyf ingarinnar. Hann gleymir hins vegar að minnast á það, að kjöri náði ung kona, sem starfað hefur og starfar í verkalýðshreyf ingunni. Það má einnig benda Þjóðviljanum á ummæli Björns Jónssonar, for- seta Alþýðusambands (slands, um Benedikt Gröndal, formann Alþýðuf lokksins, er hann viðhafði í sérstöku próf- kjörsblaði. Þar segir Björn meðal annars, að hinn nýi formaður flokksins hafi þegar í upphafi haft forystu um að breikka og styrkja f lokksf orystuna með auknum tengslum við verkalýðshreyfinguna og yngri kynslóðina í f lokknum. Björn getur þess, að innra starf flokksins hafi tekið stakkaskiptum og samvinna við verkalýðs- samtökin, sem hafi verið vanrækt, hafi orðið nánari og betri en um langan aldur. Flestir munu teysta betur orðum forseta Alþýðusambands Islands í þessum efnum enorðaskaki Þjóðviljans. Það væri heldur ekki úr vegi að menn kynntu sér framboðslista Alþýðu- bandalagsins, sem jáegar hafa séð dagsins Ijós, og könnuðu hve margir frambjóðenda Alþýðu- bandalagsins í efstu sætum, eru rótfastir í verkalýðshreyf ingunni. Vart myndi það vekja mikla undrun þótt í Ijós kæmi, að þar væru fleiri atvinnupólitíkusar en fulltrúar verkalýðshreyf- ingarinnar. Þetta nöldur og þessi sundrungariðja Þjóðvilj- ans er vatn á myliu and- stæðinga verkalýðshreyf- ingarinnar. I stað þess að stuðla að auknu og betra samstarfi þeirra afla í þjóðfélaginu, pólitískra og faglegra, sem bera hag verkalýðshreyfing- arinnar og launþega al- menntfyrir brjósti, rekur Þjóðviljinn fleyg í raðir þeirra. Væntanlega verður þetta sundrungarstarf hugmyndaf ræðinga Alþýðubandalagsins stöðvað. Þá fá kannski raddir hinna raunveru- legu fulltrúa verkalýðs- hreyf ingarinnar innan Alþýðubandalagsins að heyrast. Lítið hefur orðið vart við skrif þeirra á síðum Þjóðviljans; anda- gift hugmyndafræðing- anna tröllríður þar húsum. Þar deila þeir um hvort Alþýðubandalagið eigi fremur að halla sér að Sovétríkjunum eða Evrópukommúnismanum. Tilgangur verkalýðs- baráttunnar týndist í kóf i hugmyndaf ræðilegra deilna. Alþýðubandalagið þolir ekki annan verka- lýðsflokk við hlið sér, flokk, sem stendur á traustum grunni hins lýðræðislega sósíalisma, jaf naðarstef nunni. Alþýðubandalagið þolir ekki þá breytingu, sem hefur orðið á Alþýðu- flokknum og eindreginn vilja hans til að efla og styrkja launþega- hreyf inguna í landinu. En Alþýðubandalagið ætti að gera sér það Ijóst, að með sundrungarstarf inu á pólitíska sviðinu, veikir það hina faglegu baráttu verkalýðsins. —AG UR VMSUIWI ÁTTUIM Jakobsharmur og Alberts Þríðjudaginn 15. þ.m. skrifar Jakob V. Hafstein lögfræðingur grein I VIsi, þar sem hann tekur upp hanskann fyrir vin sinn Albert Guömundsson. Telur Jakob að ráðist hafi verið að Albert með lúalegum og ósæmilegum hætti, og þykir hart að þar sé á ferðinni hans eigið málgagn, sem vonlegt er. Beinir hann skeytum sinum þess vegna að VIsi. Nú er það ekki nema mann- legt og sjálfsagt að taka svari vinar sins að vissu marki, og verður ekki ráðist á Jakob fyrir þær sakir. Aftur á móti verður Jakob að játa það, að það er ekki nema eðlilegt og nauðsyn- legt, að menn sem gera sjálfa sig út sem landsfeöur, séu undir smásjá þegnanna, sem vonandi láta ekki bjóða sér allt, ef út I það er farið. Þvi skyldi ég halda mér saman, ef ég er óánægður með þann sem ég kaus yf ir hausinn á mér, og finnst hann ekki standa I því stykki sem hann hafði áður lofað? Þegar þannig lagað gerist verð ég reiður og skamma viðkomandi þeim skömmum sem mér finnst hann eiga skilið, og skilji hann það ekki heldur, verð ég enn reiðari og skrúfa þá skammirnareftilvillenn fastar saman. Ég er ansi hræddur um, aö það sé akkúrat þetta sem gerst hefur. Eöa finnst Jakobi það ekki segja vissa sögu, að það skuli einmitt vera Vlsismenn sem gengiðhafa fastast fram i róginum um Albert? Mér finnst það segja mjög augljósan og einfaldan sannleik og ég er viss um að Jakobi V. Hafstein finnst það llka. Samt sem áður skal ég játa það, að það er miskunnarlegt að reyna að koma vini sinum tilhuggunar áþennanhátt, þóaðlþessu máli eins og sumum öðrum, séu varnavopnin ekki hafin hátt frá fósturjörðinni. Jakob V. Hafstein bendir á i fyrsta lagi: Ef dagblaðið Visir hyggst vilja stuðla að velgengni Sjálfstæðisflokksins sem ég vona fastlega að blaðið vilji, og fylgja hinni raunverulegu stefnu og lifsskoðun okkar sjálf- stæðismanna, þá skora ég á rit- stjórann að „LOKA” sem allra fyrst fyrir rógskrif þau um Al- bert Guðmundsson alþm., sem að undanförnu hafa svert siður blaðsins. Svo mörg eru þau orð. Ég get ekki betur séð en aö Vlsir hafi alltaf viljað stuðla að velgengni Sjálfstæðisflokksins. 1 gegnum árin hefur það verið á allra vitorði og ekkert leyndarmál, að þaö eru sjálfstæðismenn sem mestan parteiga i Visi og stýra honum. Og þess vegna kom rógurinn svona sterkur I Vlsi.Út úr þessu les égvissa sögu, og þaö er ég alveg sannfærður um að Jakob V. Hafstein gerir llka, þótt hann ef til vill játi það ekki. I ööru lagi segir Jakob: Sannleikurinn ersá aðenginnaf forystumönnum Sjálfstæðis- flokksins hefur á undanförnum stjórnarárum verið jafn trúr, heill og staðfastur um grund- vallarstefnu flokksins og lifs- SANN mestu fylgi og trausti að fagna i röðum sjálfstæðismanna hér i; borginni og viðar. Allt frá „sandkorni” blaðsins, mindasiðum þess, Svarthöfða Jakob V. Hafstein lögfræðingur svarar gagnrýninni á Albert Guðmundsson og segir m.a. að það sýni og sanni kjark þessa mikla dugnaðarmanns, að hann hafi ekki farið dult með andstöðu sína gegn stefnu ríkisstjórnarinnar i efnahagsmálum og sú stað- reynd skipi honum sérstakan og sterkan sess í röð- um forystumanna Sjálfstæðisflokksins. í þessu blaði, dagblaðinu Visi afa að undanförnu birst hin ótrú- ;gustu ummæli um einn litrik- sta og ötulasta forystumanna, jálfstæðisflokksins, Albert Guð- nundsson, alingismann og or ga rs t jórn ar m en n. Þann nann, sem tvimælalaust á hvað (sem sterkur grunur leikur á um að sé ekki hinn „sanni Svart- höfði”) lesendabréfum og upp i myndskreyttar áróðursgreinar blaðsins, hefur verið reynt að lit- ilsvirða og rægja Albert Guð- mundsson, alþm. á mjög lúalegan og ósæmilcgan hátt. Minna mátti skoöun og einmitt Albert Guðmundsson. Auk þess höfum viö vitað að áhrifa og vinsælda Alberts Guðmundssonar hefur gætt langt Ut fyrir flokksrað- irnar. Þannig er nú það allt saman. Sé hér átt viö trúmennsku, heilindi og staðfestu Alberts I Armannsfellshringdansinum, þá er auðvitaö engu við þetta aö bæta. Menn bera auðvitað sjálfum sér vitni og hafa alltaf gert. Og hvað liður vinsældum Alberts Ut fyrir flokksraðirnar, þá er það vitað mál að Albert er umfram allt I fyrirsvari fyrir kaupmannastéttina, sem hefur eins og allir vita takmarkað heiðarleika orð á sér, hvernig sem á þvl stendur, og það dylst engum að það eru viðar kaup- menn en i Sjálfstæðisflokknum. Þess vegna hefur Albert áunnið sérgálgavinsældirhjá einum og einum utan Sjálfstæðisflokks- ins. í þriðja lagi: Albert Guðmunsson alþm. hefur alls ekki farið dult með það að hann styddi ekki stefnu núverandi rikisstjórnar i efnahagsmálum, o.s.frv. Þetta sýnir bara að það er engin tilviljun, að öll rógburðar- súpan birtist i Vísi, en eitthvaö minna I öðrum blöðum. I sambandi við lið fjögur, þá getur það vel verið að þeir vin- imir Jakob V. og Albert G. hafi rætt þetta mál fyrir tveimur mánuðum. Ég sé bara ekki að það breyti nokkru. Og mér finnst það ekki lagfæra æði- bunuganginn neitt að tveir menn eru um hann en ekki einn. Og hvers vegna I ósköpunum fékk Jakob V. Hafstein dcki vin sinn ofan af þessum áformum strax þá? Er honum kannski ekki eins leitt og hann lætur? í fimmta og siðasta lagi segir Jakob V. Hafstein: í vitund þúsunda sjálfstæðismanna er Albert Guðmundssonalþm. einn hinn allra sannasti sjálfstæðis- maður sem við eigum völ á að velja og styðja tilaukins frama og valda I forystusveit flokks- ins. Við höfum reynslu fyrir þvl að hann lætur aldrei hags- muni flokksins okkar vikja fyrir persónulegum ávinningio.s.frv. Eitthvað virðast menn ósam- mála um það innan Sjálfstæðis- flokksins að Albert sé þar snjallastur, eins og Jakob hlýtur að hafa áttað sig á, af róg- skrifunum um hann I hans eigin málgagni, Visi. Aftur á móti finnst mér aö Albert geti vel verið þeirra snjallastur. Og hvað þvi' viðvlkur að hann láti ekki hagsmuni flokksins vlkja fyrir persónulegum ávinningi, þá get ég ekki séö að Albert sé I veraldlegum efnum á þvi nástrái, að hann þurfi nokkuð á persónulegum „ávinningi” að halda i bili. Og hvað baráttu- visuna i lok greinarinnar varðar, þá er hún ekki einungis grátkonuleg (eins og reyndar greinin öll hjá Jakobi) og flöt, heldur einnig slælega ort, og trúi ég að heiður skáldsins verði þeim mun lengur uppi, sem vlsunnar er sjaldnar minnst. En til ýmislegs er jú gripið ,,i nátt- myrkri við nöturlega llðan”. Eins og annað skáld orðaði það. Að endingu þetta: Albert er enginn greiði gerður með þvi að persónulegir vinir hans hasist fram og grátiyfir honum i blöð- in. Það hefur sjálfsagt verið vel meint, en aðferöin er bara röng, — þvi miöur. ö B

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.