Alþýðublaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 10.12.1977, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 10. desember 1977 söir Frá Siglufirdi Útflutningsverdmætasköpun 2.5 milljónir á hvert mannsbarn — von á nýjum togara Alþýðublaöiö hringdi til Hinriks Aöalsteinssonar/ skólastjóra á Siglufirði og innti hann eftir helztu tíðindum þaðan úr kaupstaðnum. Hinrik sagði að saman færi þessa dagana afbragðs atvinnu- ástand og góðviðri, sem haldizt hefði undanfarinn hálfan mánuö, og breytti þar litlu um, þótt litillega hefði nú tekið að snjóa, en slíkt blöskrar mönnum ekki þar um slóðir. Hið ágæta atvinnuástand, sem framtaki vinstri stjórnarinnar bæri mestað þakka,hefði breytt mörgu til annars og betri vegar á Siglufirði en áöur. Afli togaranna, Sigluvikur og Stál- vfkur, hefði verið mjög góður og væri afli Stálvikur nú 2789 tonn en Sigluvikur 2734 tonn. Þá heföi Stapavik landað 14000 tonnum af loðnu. Væri þetta aflaverð- mæti 612 milljónir alls til nóvembcrloka, en heildarafla- verðmæti á Siglufirði til nóvem- berloka á fyrra ári var 420 milljónir, svo hér ræðir um mikla aukningu. I nóvember var loðnuafli orðinn 132 þús. lestir af loðnu og fengust úr aflanum 19.295 tonn af mjöli og 17.100 tonn af lýsi. Útflutningsverðmæti þessa var 3.2 milljarðar og i nóvember lok var heildarútflutningsverðmæti um 5 milljarðar. Er útflutnings- verðmæti á Siglufirði þvi um 2.5 milljónir á mannsbarn. Hafnarframkvæmdir standa yfir á Siglufirði við nýja togara- bfyggju og unnið er að miklum byggingaframkvæmdum hjá Þormóði ramma, en þar er nýr vinnslusalur að komast undir þak. Togskip h.f. hefur fest kaup á nýjum togara frá Frakklandi og er ætlunin að þetta skip, sem ekki er enn vist hvenær kemur til Siglufjarðar, verði endur- byggt og lagfært i Hollandi. Snjó festi loks á Siglufirfti i gær, eftir hálfsmánaðar góftviftriskafla Barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar Herför gegn slysum barna á heimilum Barnadeild Heilsu- verndarstöðvarinnar i Reykjavikhefur ákveðið að beita sér fyrir auk- inni fræðslu og vekja athygliá helztu orsökum slysa á börnum á heim- ilum og benda á leiðir til úrböta. Af þessu tilefni hefur Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur látiö prenta blað með minnisatriðum um slysavarnir vegna barna, þar sem upp eru taldir helztu slysa- valdar. Hjúkrunarfræöingar Heilsuverndarstöðvar Reykja- vfkur munu ræöa um þessi atriöi i heimsóknum sinum til foreldra ungbarna. Með aukinni velferð á undan- förnum áratugum og meö tilkomu sýklalyfja og ónæmisaðgerða, hefur baráttan gegn mörgum alvarlegum smitsjúkdómum gef- ið gdðan árangur og dauðsföllum af völdum smiðsjúkdóma fækkað verulega en á sama tima hefur dauðsföllum af völdum slysa fjölgað. Aukin tækni og vélvæðing nú- tima þjóðfélagsins og aukin notk- un hættulegra efna, hefur gert umhverfi barnsins margbrotnara .og hættulegra lifi þess og heilsu. Slys valda nú fleiri dauðsföllum en nokkur sjúkdómur og á vissu aldursskeiði valda slys jafnmörg- um dauðsföllum og ailir sjúkdóm- ar til samans. Alvarlegustu slysin eru yfirleitt þau, sem eiga sér stað i umferö- inni en flest slysin eiga sér stað á heimilunum. Oryggi barnsins á fyrsta aldursári er algerlega háð um- hugsun og vernd þeirra fullorðnu, en með uppeldi og þjáifun lærir barnið smám saman að þekkja og forðasthætturnar.Með einföldum aðgerðum má oft gera umhverfið hættuminna. Markmiðið með þessum áróðri er ekki að breyta svo umhverfi barnsins, að það hindri eðlilegan þroska þess og hreyfingarþörf, heldur að auka árvekni foreldr- anna og annarra sem hugsa um barnið og umhugsun um þessi mál og benda á skyldur og ábyrgð þjóðfélagsins á umhverfi barns- ins. Flest slys er unnt að fyrir- byggja, en þekking um hætturn- ar, góð athygli og fyrirhyggja er nauösynleg. Reykjavíkurborg og Sumargjöf: Samningur tilbúinn hefur ekki verið undirritaður — Samningurinn er nokkurn veginn tilbúinn, en ekki hefur verið ávkeðið hvenær hann verður undirritaður. Ég geri ráð fyrir að það verði einhvern tima milli jóla og nýárs, þá verður efnt til blaða- mannafundar til að kynna innihald hans, sagði Birgir ísleifur Gunnarsson borgar- stjóri, þegar Alþýðu- blaðið innti hann eftir hvað undirritun samn- inga milli Reykjavíkur- borgar og barnavina- félagsins Sumargjafar liði. Sagðist borgarstjóri ekki ætla, að umtalsverðar breytingar yrðu gerðará rekstri barnaheimilanna þegar borgin tæki við honum. Félagsmálaráð hefði með stjórn- ina aö gera, eins og áður, og skip- uð yrði sérstök nefnd á vegum þess, þar sem ættu sæti fulltriíar frá ráðinu, starfsfólki barna- heimilanna svo og Sumargjöf. Væri þess fastlega vænzt að hin góða samvinna sem veriö hefði við Sumargjöf héldist áfram. — Það verður reynt að auka dagvistunarrýmið eftir þvf sem tök eru á i náinni framtið, sagði borgarstjóri, en hversu mikið verður byggt er ekki hægt að segja til um fyrr en eftir af- greiðslu fjárhagsáætlunar, sem verður seinni hlutann i janúar. —JSS Erfið glíma Nýtt leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs í deiglunni Hekla með VW í 25 ár Tuttugu og fimm ár eru nú liðin síðan Hekla h.f. tók við innflutningi Volkswagen bifreiða hingað til lands. Á þessum aldarfjórðungi hafa verið fluttir inn 12.135 bílar þessarar tegundar, en á siðasta ári nam innflutningur- inn 364 bilum. í tilefni þessa innflutningsaf- mælis Heklu h.f. eru nú staddir hér á landi tveir fulltrúar verk- smiöjanna þeir Wolfgang Daiber og Ian D.H. Mentiply. A fundi sem haldinn var meö fréttamönn- um fyrir stuttu kom m.a. fram að frá upphafi hafa Volkswagen - verksmiðjurnar framleitt um 21 milljón eintök af „bjöllunni” 'svo- kölluðu, en þaö er sjálfsagt sú tegund Volkswagen sem Islend- ingar þekkja best. Framleiðslu þessarar tegundar hefur nú veriö hætt I Evrópu, en þess I stað aðal- lega stunduö I útibúum verk- smiðjunnar I Mexico. A fundinum kom fram að Volkswagenverksmiðjurnar eru nú sem óðast að rétta úr kútnum eftir taprekstur undanfarinna ára. Sagöi fulltrúi verksmiðjunn- ar, W. Daiber, að áriö 1974 hefði tapíð numið um 1 milljón þýzkra marka og heföi þá litlu mátt muna að verksmiðjan yröi gjald- þrota. Hann bætti þvl hins vegar viö að eftir tveggja ára taprekstur hefði velgengni þriðja ársins nægt til að jafna stööu fyrirtækisins, sem eins og fyrr segir mun vera aö rétta úr kútnum svo um mun- ar. — GEK i viðtali sem Alþýðu- blaðið átti i gær við Karl Árnasori/ forstöðumann Strætisvagna Kópavogs, kom fram að hið nýja leiðakerfi vagnanna, sem nú er í deiglunni, er bæði erfitt viðfangs að semja og yrði óumflýjanlega aII- kostnaðarsamt. Sú áætlun strætisvagnanna, sem nú gildir, tók gildi þann 7.12 ’74 og hafði þá liöið eitt .og hálft ár, frá þvi hún var hönnuð. Þannig er löngu kominn timi til endurskoðunar og er þá m.a. á að lita, að bærinn hefur stækkað mikiö og eins hafa ýmsir þættir ekki staöizt, svo sem sá að þróun miðbæjarins hefur ekki gengið eins ört og ráð var fyrir gert, en staðsetning miðstöðvar vagnanna i Kópavogi þar, miðaðist að nokkru við þennan þátt. Nú eru 5 og 6 vagnar I förum sem ak 12 min. fresti og miðast þjónustan .yrst og fremst við það að koma fólki á milli Kópavogs og Reykjavikur og öndvert, en nærri mun liggja að jafn margir Reyk- vikingar starfi i Kópavogi og Kópavogsbúar i Reykjavik. Mikil þörf er þó á að bæta þjónustuna innanbæjar og á það ekki slzt við -um austurhlutann, en þar hafa risið talsverð iðnaðarhverfi. Ein- ungis stofnkostnaður vegna þeirrar breytingar hlyti að nema um tiu milljónum. „Bærinn hér er vægast sagt erfiður i laginu," sagöi Karl Arnason,” og ný áætlun, sem eng- inn veit enn hvenær tekur gildi, er mjög vandasöm. Reksturinn á strætisvögnunum má heita okkar togaraútgerð hér, og er ekki létt- ur. Eins og aðrir slikir aðilar eig- um við i striði við einkabilinn, sem stöðugt sækir á. Hann gerir okkur lika óhægt um vik, þegar kemur að áformum um að láta vagnana ganga niður I miöbæ, eins og áður var. Þótt við höfum okkar skiptimiðasamvinnu við SVR, væri slikur akstur mörgum hagkvæmur, en hætta á ýmsum truflunum i hinum mikla um- ferðarþunga á þeirri leið. Ef til vill kallar þessi breyting og á fjölgun vagna, en enn er þessari hönnun leiðakerfisins ekki langra komið en það, að vandi er aö slá neinu föstu enn. AM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.