Alþýðublaðið - 10.12.1977, Síða 6

Alþýðublaðið - 10.12.1977, Síða 6
6 Laugardagur 10. desember 1977 HSSm' ÚR LEIKHÚSINU Jónas Jónasson skrifar • * ....... i ■ "■■■■ Alveg dásamlegt Þótt sá sem hér ritar, sæki leikhúsin vel, er hann alls dvan- ur gestum sem koma að láta dansinn duna, eða þegar orð eru bundin tónlist og nefnd ópera. Skrifarinn hefur haft ánægju af þvi að sjá islenska dansflokkinn skipulega vinna að eigin þroska og er þessfullviss að dansmennt er i sókn hérlendis, gestaleikj- um hefur farið fjölgandi og is- lenskir leikhópar hafa farið er- lendis, sumir meira að segja vittum álfur að segja afgangn- um af veröldinni að islendingar geti leikið. Við höfum af fátækt okkar gefið stórheimi það besta sem viö eigum, söngvarar hafa sungið á útlensku á útlenskum fjölum og i USA dansar islensk- ur ballettmeistari Helgi Tómas- son og er talinn i flokki betri dansara i veröldinni. Tvö kvöld i röð var okkur boð- ið að sjá gestahóp frá Finnlandi, Raatikkoflokkinn, sem var myndaður fyrir fimm árum og hefur náö þvi að vera nú, talinn einn sá besti á Norðurlöndum. Heimsókn dansara lír austur- álmu frændþjóða, er árangur aukinna menningarskipta Norðurlanda, en nú er mark- visst unnið að eflingu tengsla frændþjóðanna á þvi sviði. Það olli mér vonbrigðum, hve strjállega var setinn salur og svalir Þjóðleikhússins fyrra kvöldið, þegar sýndur var leik- dans byggður á sögu Vaino Linna. Flokkurinn hafði lengi haft áhuga á þvi verki og taldi að atburðir i öðru bindi skáld- sögunnar Undir pólstjörnunni, mundi henta þeim best. Sögu- þræðinum var þjappað saman og unnið úr, efni i dansgerðina. Leikdansinn er raunsæ túlkun á örlögum íbúanna i litla bænum Pentinkulma i Tavastalandi i borgarastriðinu 1918. Inn I hann fléttast harmsaga ungra elsk- enda. Fyrst og fremst haföi flokkurinn i huga að uppfylla kröfur leikdansins en sýna finnskan veruleika. Tónlistin er að nokkru unnin i hópvinnu, en Kari Rydman er skráöur fyrir henni i leikskrá. Sýningartimi var 90 minútur, sem liöu i fögnuði þeirra sem á horfðu. Dansar eru þarna ekki i ætt við einhvern ákveðinn stil, flokkurinn beitir allri hugsan- legri gerð hreyfinga, nútima- dansi, jassballett, klassiskum ballett og látbragðsleik, en hef- ur samt þróað sinn eigin stil undir leiðsögn Marjo Kuusela. Þetta var stórfengleg sýning, dansarar allir afbragð, hvort heldur I sólódansi eða hópdöns- um, mikill léttleiki, jafnhliða krafti og einlægni i tjáningu. Daginn eftir sýndi flokkurinn leikdans i þrem þáttum og er hann byggður á skáldsögu Hall- dórs Laxness, Sölku Völku. Maria Wolska dansar Sölku, en túlkaði lika aðal kvenhlut- verkið, Elmu í Vandalausu fólki. Salka Valka er lengri dans og afar vel gerður. Allir dansarar erujafnframtfrábærir leikarar, túlkunarmáti þeirra óvenju lif- andi og sannfærandi. Ahorfendur voru nú mun fleiri og I lokin var gestum þökkuð hingaðkoma og flutningur mik- illar listar. Leikskrá segir okkur að Raa- tikko dansflokkurinn hafi á ör- fáum árum getið sér gott orð og flestir spái honum heimsframa. Eftir að hafa séð sýningar flokksins, þarf engan sérstak- an spámann til þess. Héðan fylgja þakkir, og orð sem ég heyrði frá eldri konu sem sat i bekk fyrir aftan, hún hvislaði að engum sérstökum: Alveg dásamlegt! Siðan klauf lófatak loftið og kom þvi á lang- varandi titring. Og þetta var al- veg dásamlegt. 8. des. 1977 Jónas Jónsson KVIKMYNDIR Þorsteinn Úlfarsson skrifar Varalitur Háskólabió: Varalitur (Lipstick) Bandarisk, gerð 1976, Techni- colour, breiðtjald, stjórnandi: Lamont Johnson. Þarna er á ferðinni allra sæmilegasta mynd ekki sist fyrir þá sök að-hún er sennileg allt að enda. Það er kannski helst sýknun Chris af morð- ákæru sem gæti verið heldur mikil bjartsýni, og þó. Varalitur fjallar um ljós- myndafyrirsætu sem er nauðgað og eftirleik þess. Þaö kemur f ljótlega í ijós að réttar- höldin eru miklu mun verri en nauðgunin og að sjálfsögöu sleppur nauðgarinn sýkn saka úr réttarsalnum. Þessi mynd á erindi til allra ekki sist fyrir það aö hún er mannleg og hún fjall- ar um þann rétt sem hver manneskja hefur en það er rétturinn til að segja nei. Það má deila um hvort myndin er vel gerö og þá kannski frekar hvort hún er rétt gerð. Ég býst við að þeir sem að henni standa hafi orðið að gera hana þannig úr garði að hún trekkti að áhorf- endur. Persónulega fannst mér myndin aðeins of yfirborðs- kennd og ekki kafað nógu djúpt i sálfræði — og félagslegu hliðar málsins. En myndin kemur boð- skapnum til skila og þá má segja að tilgangnum sé náö. Myndin er athyglisverð og áhrifamikilog heldur athyglinni vakandi til enda. Manni leiðist sem sagt aldrei. Hún er sæmi- lega leikin þó Margaux Hemingway sé fremur léleg sem aöalpersóna myndarinnar en hún er sæt og vel vaxin og tekst einhvernveginn að vekja samúð meö sér hjá áhorfandan- um. Varalitur er þvi i stuttu máli góður afþreyjari og þó heldur meira en afþreying og vil ég hvetja sem flesta til að sjá myndina þviþað eru nokkuö góð kaup að fjárfesta í biómiða i Há- skólabió þessa dagana. „Soldið útfríkuð i end- ann.” Laugarásbió: Varömaðurinn (The sentinel), bresk-bandarisk, gerð 1977, Technicolour, Panavision, stjórnandi: Michael Winner. Ég verð nú að segja að ég skil litið i-þessum upphrópunum og slagorðum sem eru gegnum- gangandi I erlendum dómum um The sentinel. Til dæmis er ég ekki sammála þvi að þar sem Exorcist hætti taki Sentinel viö eða að ef maður vilji hafa mar- tröð I hálft ár þá skuli maður fara og sjá Sentinel. Þótt mynd- in sé að mörgu leyti ágæt þá er töluvert langt i það að hún standi undir svona fullyrðing- um. Söguþráðurinn er meö ólikindum og þróun efnisins næsta ósennileg. Það er t.d. fremur óliklegt að inngangur helvitis sé rækilega merktur i múrsteinsbyggingu i New York. Þetta er inngangur vítis og þér sem hér inn gangið skuluð gefa upp alla von og byrja að gnista tönnum og veina. Annað sem ég ekki skil er (beint úr prógramminu): „Glæsilegt hús hefur skömmu siðar komið i stað gamla stein- hússins og ungfrú Logan sýnir ungum hjónum eina ibúðina. Þegar þau fara sjá þau ein- hverja veru við glugga. Það er Alison, háöldruð með kross i hendi og blind af gláku.” Það er þrennt þarna sem ekki kemur heim og saman. 1. Hvernig getur ung og falleg kona orðið háöldruð á jafnskömmum tima og það tekur að koma upp húsi? 2. Hvernig stendur á þvi að ung- frú Logan sýnist ekki deginum eldri en þegar hún var að sýna Alison húsið þegar hún fékk leigt? 3. Hvar var Alison á meðan gamla húsið var rifið og það nýja byggt og hvað var gert við hlið vitis á meðan? Það sem má færa myndinni til tekna er að hún er þokkalega gerð tæknilega og ágætlega leikin. Sem sagt sæmileg af- þreying sem ékki er hægt að taka alvarlega og „soldið út- frikuð f endann.”

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.