Alþýðublaðið - 10.12.1977, Side 3

Alþýðublaðið - 10.12.1977, Side 3
La'ugardagur 10. desember 1977 0 Dularfullt þrystingsfall Þeim brá heldur en ekki i brún hjá Kaupfélagi Árnesinga siðast iiðinn mánudag, er þeir komu úr hádegis- mat. Á planinu fyrir framan eina kaup- félagsbygginguna stóð nýr og glæsilegur korn- flutningabill félagsins nýkominn úr sinni fyrstu ferð frá Reykjavik með fullfermi af korni. Við bilinn stóð bilstjórinn og var hann eitthvað að bjástra við korndælu bilsins, hafði hann sett dæluna i gang án þess þó að tengja hana, þ.e.a.s. hún var ekki að dæla. Þaö sem vakti óhug kaup- félagsmanna var að sjá aö tankur bifreiðarinnar haföi lagst saman að ofan og virtist hann viö fyrstu sýn ónýtur. Ekki eru menn á einu máli um hvað þarna hafi gerst en ljóst er aö einhvers konar þrýstingsfall hefur orðið i tanknum. Eru einkum uppi tvær skýr- ingar annars vegar sú, að heitt loft sem barst inn i tankinn þegar hann var fylltur i Reykjavik, hafi dregist saman þegar tankurinn kólnaði með fyrrgreindum af- leiðingum, en tankurinn var al- gjörlega loftþéttur. Aðrir halda að komið hafi fram einhvers konar bilun i dæliútbún- aði bilsins þannig aö dælan sem bilstjórinn hafði sett I gang, hafi lekið og þannig dælt lofti úr tanknum án þess að hún hafi nokkurn tima verið tengd. Bilstjóri bilsins hefur alfarið neitaö þvi að hafa tengt dæluna i misgáningi. ~ Um skemmdirnar á tanki bils- ins er það að segja, að þærreynd- ust ekki eins alvarlegar og i fyrstu var haldið. Billinn var settur á verkstæði seint á mánudagskvöldið og var 'viögerð lokið um klukkan 7 á þriðjudagsmorgun. Skýringin á þvi hve snöggir kaupfélagsmenn voru að laga tankinn er sú, að þegar til kom var hægt að ýta út flestum plötun- um sem dældasthöfðu, en einung- is þurfti að skipta um plötur i tveimur öftustu hólfum tanksins. Um leið og þessi viðgerð var framkvæmd voru settar lofttúður á tankinn þannig að nú eiga atvik af þessu tagi ekki að geta endur- tekið sig. —GEK OPIÐ TIL KL.6! Raunhæfasta kjarabótin er hagstætt vöruverð. Sé um að ræða vandaða islenska framleiðslu er hagnaðurinn tvöfaldur. Við bjóðum úrval vandaðra, íslenskra húsgagna. Gjörið svo vel og berið saman verð, gæði og greiðslukjör, Strax í dag TM-húsgögn Síðumúla 30 Sími: 86822

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.