Alþýðublaðið - 10.12.1977, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.12.1977, Qupperneq 4
Laugardagur 10. desember 1977 SuSjd* 4 Ctgefandi: ÁlþýOuflokkurinn. u Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgöarmaöur: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurös- í í son. Aösetur ritstjórnar er I Slöumúla 11, simi 81866. Kvöldsími fréttavaktar: 81976. Auslýsingadeild, • ‘ J Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — sfmi 14906. Áskriftar- og kvartanasími: 14900. Prentun: Blaöaprent h.f. | , * Askriftarverö 1500 krónur á mánuöi og 80 krónur I lausasölu. ,' J Stefnan í gjaldeyris- málum er haftastefna Leifar þess haftakerfis, sem íslend- ingar bjuggu við um ára- bil, eru galdeyrismálin. Það getur varla verið umdeilanlegt að brýna nauðsyn ber til þess, að auka frelsi í gjaldeyris- málum og koma þannig í veg fyrir það brask og svik, sem nú tíðkast í allri meðferð gjaldeyris. Síðustu daga og vikur hefur komið í Ijós, að ís- lendingar eiga hundruð milljóna króna í gjaldeyri i erlendum bönkum. Rannsókn stendur nú yf ir vegna g jaldeyrisvið- skipta við kaup á skipum erlendis frá, og leikur grunur á, að þar haf i ver- ið stungið undan veruleg- um fjárhæðum í erlend- um gjaldeyri. Það hefur lengi verið vitað, að íslenzkir inn- f lytjendur fá umboðslaun greidd í erlendum gjald- eyri og að hann hefur ekki allur komið til skila f íslenska banka. Gjald- eyrisskil vegna þjónustu við erlenda ferðamenn á íslandi hafa verið könn- uð, svo og skil á gjaldeyri vegna leigu á íslenzkum laxveiðiám. Allir vita, að svarta- markaðsbrask með erlendan gjaldeyri er algengt. Maður, sem þekkir mann, getur út- vegað gjaldeyri á bak við tjöldin. í tengslum við varnarliðið er stundað gjaldeyrisbrask. Og allt eru þetta afleiðingar þeirrar haftastefnu, sem ríkt hefur i gjaldeyris- málum hér á landi. Það er þess vegna orðið mjög tímabært að stjórn- völd taki öll gjaldeyris- málin til endurskoðunar í þeim tilgangi að auka frelsi manna til kaupa og sölu á gjaldeyri. Hafta- stefnan er arfur gamalla stjórnarhátta, sem eng- inn íslendingur kýs að búa við. 4 Nýjar reglur um heim- ild til að opna gjaldeyris- reikninga í íslenzkum bönkum er viðurkenning á því óf remdarástandi, sem hér ríkir. Þessi breyting ein sér nær þó skammt og er í eðli sínu mjög umdeilanleg. En eins og málum er háttað, er hún góðra gjalda.yerð. Það er hins vegar Ijóst, að frelsi í gjaldeyrismál- um er vandmeðfarið. Margir myndu t.d. kjósa að eiga fé sitt í sterkum erlendum gjaldmiðli á meðan gengi íslenzku krónunnar er eins fallvalt og raun ber vitni. En einhvern meðalveg hlýtur að vera hægt að finna á milli algjörs frelsis í gjaldeyrismálum og þeirrar skömmtunar og haftastefnu, sem nú ríkir. Ástandið í gjaldeyris- málum undanfarna ára- tugi hefur beinlínis hvatt menn til lagabrota, þótt slík brot verði á engan hátt afsökuð. Núverandi viðskipta- og bankamála- ráðherra hefur í orði og verki viðurkennt, að þörf er breytinga. Þau gjald- eyrissvik, sem nú eru að koma i dagsins Ijós, verða honum vafalaust hvatn-- ing til frekari endurskoð- unar á öllu gjaldeyris- kerf inu. Væntanlega rennur sá dagur upp, áður en langt um líður, að (slendingar geti gengið inn í banka og keypt erlendan gjaldeyri fyrir íslenzkar krónur, án þess að vera háðir skömmtunarkerf inu. Þá mun varla standa á því, að þeir menn, sem fá greiðslur í erlendum gjaldeyri, flytji þærkrðn- ur til landsins. Eins og áður hefur sannast eru höft til þess fallin að hvetja menn til þess að f ara á bak við lögin. —ÁG I hringidunni Eyjólfur Sigurðsson skrifar: Ríkisstjórhin verð ur að segja af sér Þessi mánuður sem nii er ný liðinn hefur verið viðburðarlk- ur. Kannskesá mánuður á árinu sem staðfestir betur en nokkuð annað hvernig ástandið er oröið i þessu stjórnlausa þjóðfélagi. Verðbólgudraugurinn tútnaði út, þannig aö sjaldan áður hefur hann þrifist betur Iannan tima á Islandi, heldur en þessa siöustu daga. Vextir hækkuðu, landbúnað- arafurðir hækkuðu, kaup hækk- aði,álagningarprósenta hækkaöi og útseld vinna mun hækka næstu daga i framhaldi af kaup- hækkununum. Það er ekki furða þótt nokkrir ráðamenn þjóöarinnar séu þeir fyrstu til aö fá atkvæði i keppni dagblaðsins Visis um mann árs- ins. Geir forsætisráðherra, Gunnar iönaðarráðherra og Halldór samgöngu- og landbún- aðarráðherra hafa þegar hlotið atkvæði. Það gengur svo langt aö almenningur er farinn aö gera grin að þeim sem fara meö stjórnartaumana. Það sem er alvariegast við þetta allt sam- an, er að þaö mun að öllum likindum dragast til vors, að möguleiki verði á aðgerðum sem hægt gætu á þessari þróun. Þaö er ljóst aö um engar ráð- stafanir verður að ræða fyrir kosningar. Stjórnin hefur þegar gefist upp, og stendur úrræða- laus gagnvart veröbólgu og annarri óáran sem herjar á þessa þjóð. Mikið hefur undanfarið verið rætt um ástand i fjármálum þeirra Afrikuþjóða er hafa átt viðskipti við okkur, ZAIRE og NIGERIU. Zaire hefur ekki get- að greitt okkur skreið er við seldum þeim á siðasta ári, og Nigeria getur ekki staðiö við samninga um kaup á skreið er við höfðum gert við þá. NU er það mjög vafasamt hvort við erum i sjálfu sér betri ef við litum á okkur sjálf. Þjóðin er sögö skulda sem svarar 600 þúsund á hvert mannsbam, og fara þær skuldir hækkandi. Lánstraust okkar hefur þó ekki fariö svo langt niður á viö, að okkur sé nauösynlegt að óska eftir endurskoðun á timasetn- ingu skuldadaga, eins og Zaire varð að gera fyrir nokkrum dögum. Ennþá er talið að betra sé að eiga hjá okkur heldur en Afriku- þjóðum, sumum hverjum að minnsta kosti, þrátt fyrir að við skuldum liklega hærri upphæð á hvert mannshöfuð á Islandi, en þeir svörtu i Zaire. En við telj- umst vist til siðmenntaöra menningarþjóða en ekki þeir. En skyldum við standa undir þvi mikiö lengur að skipa sess með virtustu þjóðum veraldar, ef við höldum áfram að syndga upp á framtiðina, með enda- lausri frestun á þvi, að snúast gegn vandanum, og taka sifellt erlend lán til að forða okkur yfir hverjahindrun.Það er einsmeö okkur og aöra, við verðum aö greiöa skuldir okkar. A Alþingi hafa tvö mál borið hita umræðna i haust. Annars vegar Zetan og Islenzkt mál almennt, og hins vegar breyting á kosningarétti og kjördæma- skipan. Ég veit ekki hvemig á þvi stendur, en það virðist eins og allir þingmenn forðist að ræða það vandamál sem hæst stend- ur, efnahagsmálin, og I sam- hengi við það, framkvæmdir hins opinbera, og aðhald I rikis- búskapnum. Haldið er áfram við fram- kvæmdir við Kröflu án þess að séð verði, hvort not verði af þeirri framkvæmd um fyrirsjá- anlega framtið. Nýjustu fréttir: „vantar nýjar holur til þess að vélarnar geti snúist með lág- marksafköstum”. „Hundurinn” sem sagt var aö Norðlendingar vildu ekki fá, er kominn norður, og farinn að lýsa upp í skammdeginu, og knýja vélar framleiðslunnar á Norðurlandi. Þegar búið,aö af- sanna þá kenningu, að ekkert gæti bjargaö rafmagnslausu Noröurlandi, nema virkjun á staðnum sjálfum. Framkvæmdir við Málm- blendiverksmiðju i fullum gangi, en tiðindi berast utan úr heimi að takmarkaður markað- ur sé fyrir framleiðslu þá, sem sú verksmiðja á að framleiöa. Það er allt á eina bókina lært, mistök á mistök ofan, og það grátlegasta við þetta allt sam- an, að fáir en valdamiklir menn stóðu fyrir þessum fram- kvæmdum, en vilja nú ekki kannast við að hafa átt frum- kvæðið. Hvort sem mönnum likar það betur eða ver, þá er nauðsynlegt að núverandi rikisstjórn segi af sér og boðaö sé til nýrra kosn- inga, og það ekki seinna en i mars eða apríl. Þjóðfélagið þol- ir ekki lengur aðgerðarleysi nú- verandi valdhafa, og ljóst er að ekki veröur snúist við vandan- um fyrr en eftir kosningar. Rey nsla áratuga ersú að gripi ekki rikisstjórnir fast I taumana þegar þær taka við völdum, þá veröuralltstjórnarfariði þeirra höndum stöðug undanlátssemi sem endar meö efnahagslegu hruni, eins og sannast hefur á þeim tveim rikisstjórnum er fariö hafa með völd frá árinu 1971. lagsnefnd samþykkti í gær: 10% hækkun álagningar — gegn mótmælu \ gærj /kkti >ækkun 0%, mei rúa ati ddama væöum m ega. Hafna 40% fremst hækka alla álagningu jafnt, án tillits til misræmis sem nú er fyrirhendi. Launþegafuiltrúarnir telja nú engin efni til að yfirfæra stór- fellda fjármuni frá almennum atvinnurekstri til verzlunarinn- ar, og heldur ekki sannanlega þörf, og greiða þvi atkvcbi gegn framkominni tillögu verðlags- stjóra.” Hæstu innlá Ivextir 'ar launþega I veró- ■^ru BJÖrn ^nnui yM&l

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.