Alþýðublaðið - 05.01.1978, Blaðsíða 2
2
Dýrtíð víðar
en hérlendis
Þorskur á fimmtán hundr-
uð krónur hvert kílógramm
Þaft er vist viftar en hérlendis
sem verftlag hefur risiö og þanizt
þannig að ýmsum þykir nú nóg
um. Svo er i þaft minnsta aö sjá af
frétt í blaðinu Aktuelt, sem gefift
er út i Danveldi.
Þar er þann 29. désember 1977
fjallað um þorskverð-Danir hafa
þann sið að eta þorsk um áramót,
þá væntanlega með góðum sósum
og fleiru, þvi þeir eru flestir hinir
mestu sælkerar, að þvi er sögur
herma. Nú leizt þeim þó ekki
meir en svo á blikuna, þvi kilóið
af þorski var verðlagt á allt að
fimmtán hundruð krónum
islenzkum. Kom fram i fréttinni
að verð þetta væri mest til komið
vegna skorts á þorski á mark-
aðinum.
Þvi má reikna með að ára-
mótabitinn hafi verið Dananum
dýr. Jafnvel dýrari en steikin var
okkur.
Kvennadeild Reykja-
vikurdeildar Rauða
Kross íslands afhenti
Landspitalanum veg-
lega gjöf þann 29.
desember. Hér var um
að ræða hjartagæzlu-
tæki, móðurstöð fyrir
hjartagæzlukerfi. Stöðin
samanstendur af
sveiflusjá og skrifara.
Til
íslands?
Annemarie Lorentzen,
launa- og verðlagsmála-
ráðherra Noregs (56
ára) mun trúlega verða
útnefnd sendiherra Nor-
egs á íslandi, að þvi er
norsk blöð skýra frá.
Útnefningin mun þá eiga
sér stað nú i janúar, eftir
að frúin hefur yfirgefið
ráðuneyti Odvars
Nordli.
Skrifarinn fer i gang og
skrifar niður mynd af
hjartslætti sjúklinga,
þegar hjartslátturinn
verður óreglulegur.
Þetta hjartagæzlukerfi mun
vera meðal fullkomnustu slfkra
kerfa, sem völ er á og mun tækið
kosta liðlega 4 milljónir.
Þá hefur Kvennadeildin einnig
gefið 350.000 krónur til bókasafns
sjúklinga Landspitalans.
Annemarie Lorentzen
Annemarie Lorentzen hefur
gegnt ráðherraembættinu i 2 sið-
astliðin ár. Aður gegndi hún ráð-
herraembætti i stjórn Tryggve
Bratteiis á árunum 1973-76. HUn
hefurverið fulltrúi Finnmerkur á
norska stórþinginu siðan 1969.
Fimmtudagur 5. janúar 1978
SSSS"
Finnski dansarinn Matti Tikkanen
Á þrettándanum, n.k.
föstudag veröur sjötta
sýning á Hnotubr jótnum í
Þ jóöleikhúsinu og að sínu
leyti einskonar ný frum-
sýning þar sem miklar
breytingar verða á hlut-
verkaskipan. Þá dansar
Auður Bjarnadóttir í
fyrsta skipti hlutverk
Plómudísarinnar með
finnska gestinum Matti
Tikkanen sem dansar
prinsinn dísarinnar. Hlut-
verk Snædrottningar og
snækóngsins dansa þá
einnig í fyrsta sinn Ásdís
Magnúsdóttir og Þór-
arinn Baldvinsson.
Ýmsar fleiri hlutverka-
breytingar verða, t.d.
dansar Helga Berhard nú
forystuhlutverkið í
Blómavalsinum. Misti
McKee Judy í fyrsta
þætti, ólafía Bjarnleifs-
dóttir í indverska dansin-
um og Guðmunda
Jóhannesdóttir í
rússneska dansinum.
Viðbúið er, að siðar verði aðr-
ar breytingar á hlutverkaskipun
i Hnotubrjótnum. Misti McKee
og Matti Tikkanen munu dansa
snævaratriðið, Helga Bernhard
og örn Guðmundsson hafa einn-
ig æft það og Ólafia Bjarnleifs-
dóttir hlutverk plómudisar-
innar.
Finnski dansarinn Matti
Tikkanen er nú i fyrsta skipti
gestur Þjóðleikhússins og
Islenzka dansflokksins. Hann er
i hópi fremstu dansara
Norðurlanda og hefúr verið
aðaldansari finnsku óperunnar,
óperunnar i Zurich, Deutsche
Oper am Rein, og Houston
Ballet i Bandarikjunum og verið
gestur i LondonFestival Ballet,
San Fransisco-óperuna, á Salz-
burgarhátiðinni, i Ballet Russe
de Monte Carlo, i Genece og i
Ráðstjórnarrikjunum. Hann
hefur farið með aðalhlutverk i
flestum helztu sigildu ballett-
verkum eins og t.d. Svanavatn-
inu, Þyrnirósu, Hnotubrjótnum,
Rómeó og Júliu, Don Quijote,
Coppeliu og yngri verkum eins
og Þrihyrnda hattinum,
Petruska, Les Biches, Dapnis
og Klói, Othello, o.s.frv. Hann
hefur starfað með danshöfund-
um eins og Brigit Cullberg,
Serge Lifar, Nicholas Berizoff,
Rudolf Nurejev o.s.frv.
Hnotubrjóturinn hefur fengið
feikna góðar viðtökur og hver
miði verið seldur á sýningarnar
og svo er einnig á sýninguna á
föstudag. Athygli skal vakin á
þvi, að aðeins geta orðið tvær
siðdegissýningar á þessari sýn-
ingu, sem er ætluð fyrir alla
fjölskylduna. Sýningar geta
heldurekki verið nema frameft-
ir janúar vegna gestanna sem
taka þátt i Hnotubrjótnum.
Háskóla-
tónleikar
Háskólatónleikar verða
haldnir í Félagsstofnun
Stúdenta við Hringbraut
laugardaginn 7. janúar kl.
17. Jónas Ingimundarson
píanóleikari leikur þrjár
sónötur eftir Beethoven,
Tunglskinssónötuna. Wald-
steinsónötuna og sónötu op.
m, sem er síðasta píanó-
sónatan sem Beethoven
samdi. Tónleika þessa átti
að halda 17. des. sl., en
þeim varð að fresta.
Tónleikarnir hefjast núna
kl. 5 síðdegis og verður svo
um þá Háskólatónleika
sem eftir eru í vetur.
Aðgangur er öllum heimill
og kostar 600 kr.
Jónas Ingimundarson