Alþýðublaðið - 05.01.1978, Side 3
3
ggr Fimmtudagur 5. janúar 1978
Skagaströnd:
Læknislaust í
11 ár áSkaga-
strönd
Veftur eru ekki alltaf jafn blift á Skagaströnd og þegar þessi mynd var tekin. Yfir vetrarmánuöina geta
samgöngur teppzt svo dögum skiptir.
Nú um 11 ára skeið
hefur verið læknisiaust i
Ska gas tran darl æknis-
héraði, eða frá árinu
1966 er Lárus Jónsson,
sem siðastur gegndi
læknisembætti þar,
fluttist brott. Þá hafði
Skagaströnd verið sér-
stakt læknishérað frá
árinu 1954.
Skagstrendingar og
aðrir Skagamenn hafa
allt frá þvi að seinasti
læknirinn hvarf af
staðnum sent hvert
áskorunarbréfið á fætur
öðru til alþingismanna
fjóðungsins og land-
læknis um að fá aftur
lækni á staðinn, en
ávallt verið tjáð að eng-
inn fengist til að sinna
starfinu.
Soffia L. Lárusdóttir á Skaga-
strönd sendi okkur bréf þar sem
hún rekur mál þetta. HUn getur
þess aö áriö 1973 hafi veriö sam-
þykkt ný lög um heilbrigöisþjón-
ustu á Alþingi, sem m.a. geröu
ráö fyrir þvi aö Höföahéraö sam-
einaöist Blönduóslæknishéraöi.
Þaö fyrirkomulag útilokar búsetu
læknis á Skagaströnd. Fyrir
áeggjan heimamanna lögöu þing-
menn héraðsins fram tillögu um
að i lögunum yrði gert ráð fyrir
heilsugæzlustöö á Skagaströnd.
Tillagan féll á einu atkvæöi.
Næstaár varálika tillaga svæfð i
nefnd. Soffia telur aö þar meö séu
læknismál þar nyrðra komin i
svipaö horf og var fyrir 1954 þeg-
ar baráttan fyrir sérstöku læknis-
héraði á Skagaströnd stóð yfir.
1 október 1975 skipaöi heilbrigð-
isráðherra nefnd sem endurskoða
skyldi lögin frá 1973. Nefndin hef-
ur ekki enn skilað áliti um heil-
brigðismál landsbyggöarinnar og
að sögn Soffiu hafa engin svör
borizt við beiðni Skagstrendinga
um heilsugæzlustöð þar á staðn-
um.
Soffia tekur fram að læknis-
þjónusta sú sem Skagstrendingar
njóta nú sé góö svo langtsem hún
nær.En vetrarveður geti oröiö
slik, að þaö geti oröiö margir dag-
ar yfirveturinn sem læknirkemst
ekki þangað frá Blönduósi, þótt
um lif eða dauöa væri aö tefla. Og
jafnerfitt væri aö fara með sjúkl-
ing á sjúkrahús á Blönduósi i slik-
um veðrum. _......
Styrkir Vísinda
sjóðs auglýstir
lausir til um-
sóknar
Styrkir Vísindasjóðs
árið 1978 hafa verið aug-
lýstir lausir til umsókn-
ar og er umsóknarfrest-
ur til 1. marz.
Sjóðurinn skiptist í
tvær deildir: Raunvis-
indadeild og Hugvís-
indadeild.
Raunvisindadeild annast styrk-
veitingar á sviði náttúruvisinda,
þar með taldar eðlisfræði og
kjarnorkuvisindi, efnafræði,
stærðfræði, læknisfræði, liffræði,
lifeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlis-
fræði, dýrafræði, grasafræði,
erfðafræði, búvisindi, fiskifræði,
verkfræði og tæknifræði.
Hugvisindadeild annast styrk-
veitingar á sviði sagnfræði, bók-
menntafræði, málvisinda, félags-
fræði, lögfræði, hagfræði, heim-
speki, guðfræði, sálfræði og upp-
eldisfræði.
Hlutverk Visindasjóðs er að
efla islenzkar visindarannsóknir
og i þeim tilgangi styrkir hann:
1 Einstaklinga og visindastofn-
anir vegna tiltekinna rann-
sóknarverkefna.
2 Kandidata til visindalegs sér-
náms og þjálfunar. Kandidat
verður að vinna að tilteknum
sérfræðilegum rannsóknum til
þess að koma til greina með
styrkveitingu.
3. Rannsóknastofnanir til kaupa
átækjum,ritum eða til greiðslu
á öðrum kostnaði við starfsemi
er sjóðurinn styrkir.
Umsóknareyðublöð, ásamt
upplýsingum, fást hjá deildarit-
urum, i skrifstofu Háskóla Is-
lands og hjá sendiráðum Islands
erlendis. Umsóknir skal senda
deildariturum, en þeir eru Guð-
mundur Arnlaugsson rektor
Menntaskólanum við Hamrahlið,
fyrirRaunvisindadeild, og Bjarni
Vilhjálmsson þjóðskjalavörður
Þjóðskjalasafni Islands, fyrir
Hugvisindadeild.
EFLIÐ ALÞÝÐUFLOKKINN -
ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
GREIDENDUR
vinsamlega veitið eftirfarandi
erindi athygli:
Frestur til að skila launamiðum
rennur út þann 19. janúar,
Það eru tilmæli embættisins til
yðar, að þér ritið allar upplýsingar
rétt og greinilega á miðana og
vandið frágang þeirra. Með því
stuólið þér að hagkvæmni í opin-
berum rekstri og firrið yður
óþarfa tímaeyðslu.
RÍKISSKATTSTJÓRI