Alþýðublaðið - 06.01.1978, Qupperneq 1
Stjómarmönn-
um Dósagerð-
arinnar var alls
ókunnugtum
hjálpsemi
Hauks við
forstjórann
,, Ég teldi ástæðu til að
gera rannsókn á málum
Landsbankans sjálfs, —
hvernig stendur á að þeir
láta manninn sitja á
sama stað i áraraðir,
þegar sagt er að þeir hafi
haft grun á honum í lang-
an tima? Við í stjórn
Rannsakið málefni
Landsbankans Björgólfur
— Rekstrarfjárskortur hjá fyrirtækinu vegna húsakaupa
Dósagerðarinnar höfum
lagt öll mál hreint fyrir,
spyrjið rannsóknardóm-
arann, já, og Jónas
Haralz!
Þannig fórust Björgólfi
Guðmundssyni orð i viðtali við
Alþýðublaðið i gær, en á fundi
stjórnar Dósagerðarinnar ný-
lega var samþykkt að leggja öll
gögn opin fyrir rannsóknardóm-
ara til athugunar.
í stjórn Dósagerðarinnar
sitja sem aðalmenn fyrir hönd
Sölustofnunar lagmetis, sem á
25% eignarhlut, þeir Gylfi Þór
Magnússon og Kristján Jónsson
frá Akureyri, en Eysteinn
Helgason til vara. Aðrir aðal-
menn i stjórninni eru svo þeir
Jóhann Ólafsson, Björgólfur
Guðmundsson og Tryggvi Jóns-
son og er Eyjólfur K. Sigurjóns-
son þeirra varamaður.
Núverandi forstjóri er Jóhann
Ólafsson, sem áður var formað-
ur stjórnar, eða til 1. des. sl. og
gerðist Björgólfur fyrrum for-
stjóri, þá stjórnarformaður.
Björgólfur starfar nú hjá Haf-
skip hf.
Samkvæmt viðtali og upplýs-
ingum fengnum hjá stjórnar-
mönnum hjá Dósagerðinni er þó
alljóst orðið að Björgólfur hefur
útvegað ýmsa fyrirgreiðslu hjá
forstöðumanni ábyrgðardeildar
Landsbankans, Hauki Heiðari,
án vitundar samstjórnarmanna
sinna, sem i engu gátu séð að
þar væri neitt tortryggilega til
komið, öll gögn með réttum
stimplum og áritunum bankans.
Hvað sem þessari leynd liður er
samt ekki hægt að vita að svo
stöddu hvort um ókjör á þessum
fyrirgreiðslum hefur verið aö
ræða.
t samtali við Gylfa Þór
Magnússon kom fram að stór-
Eramhald á bls. 10
Endurskodun f
bankakerfinu
öll í ólestri?
Endurskoöun i banka-
kerfinu er yfirleitt ekki í
höndum manna sem hafa
til aö bera sérþekkingu eða
sérmenntun á sviöi endur-
skoöunar.
Reglur um endurskoðun i
innlánastofnunum eru úr-
eltar.
Framkvæmd endurskoð-
unar i innlánastofnunum
er ekki í samræmi við það
sem hægt er að kalla góða
endurskoðunarvenju.
Alþýðublaðið leitaði í
gær svara við fáeinum
spurningum hjá Sveini
Jónssyni, forstöðumanni
bankaeftirlits Seðlabanka
íslands. Sjá bls. 3.
■ ■■
í dag er þrettándi og siðasti dagur jóla
Framkvæmdastjóri Járnblendiverksmiðjunnar:
860.000 i — auk hlunninda í mánadarlaun! Sjá baksíðu
Árskaupiö hærra en samkvæmt
Samið á Vestfjörðum:
ASI-samningum
Verka lýðsf élögin á
Vestfjörðum sömdu um
miðnættið í fyrrinótt við
mótaðila sína, og gildir
samningurinn fyrir öll
verkalýðsfélögin vestra
nema þrjú, sem eru aðilar
að aðalkjarasamningi
Alþýðusambands islands.
— Þetta voru nú engin
ósköp, enda vildum við
ekki sprengja ramma-
samninginn, sagði Pétur
Sigurðsson, forseti
Alþýðusambands
Vestfjarða, þegar blaðið
ræddi við hann í
gærmorgun.
— Við sömdum um
hækkun á áfangahækkun-
inni í janúar, 7.800 krónur í
stað 5.000 eins og gamli
samningurinn hljóðaði upp
á, auk viðbótahækkunar
semnemur 1.500 krónum á
alla taxta.
Auk þessa kemur svo 3.500
króna hækkun á alla taxta I marz-
mánuði, f staö áfangahækkunar 1.
júli, sem við höföum samið um
áður.
Þessar hækkanir verkalýðs-
félaganna á Vestfjöröum þýöa, að
fram að miðju ári veröur kaup
verkafólks vestra hærra en þeirra
sem taka kaup samkvæmt samn-
ingi Alþýöusambands tslands.
Frá miðju ári verður kaupið hins
veg^r það sama hjá báðum aðil-
um. En þegar allt er tekið með f
reikninginn þýöa þessir samn-
ingar á Vestfjöröum, að tima-
kaupiö er sem nemur 3.20 krónum
hærra á alla taxta allt áriö, aö
meðaltali.
Pétur sagðist ekki vera neitt
sérstaklega ánægöur með þessa
samninga, en hins vegar hefði
það verið mat samninganefndar
verkalýðsfélaganna, aö meiri
árangri væri ekki unnt aö ná
nema með átökum, sem vart
hefðu borgaö sig.
Samningarnir verða bornir
undir verkalýðsfélögin til
afgreiðslu i kvöld, en eins og fyrr
segir eru öll verkalýðsfélögin
nema þrjú aöilar að þessum
samningi. Þau þrjú sem ekki eru
aöilar að honum eru félögin á
Þingeyri, Reykhólum og I
Tálknafirði.