Alþýðublaðið - 06.01.1978, Page 2

Alþýðublaðið - 06.01.1978, Page 2
2 Föstudagur 6. janúar iQ7« Fjárhagsvandræði Fjölbrauta skóla Suðurnesja: Verda slegin lán hjá sveitarfélögunum? — Við höfum ekki fengið meira fé en ljóst varð við aðra umræðu, þannig að við höfum ekki nema helining þess fjármagns sem rikið þarf að leggja fram til stækkunar á skólanum, segir Jón Böðvarsson skóiameistari Fjöl- brautaskóla Suður- nesja i samtali við Suðurnesjatiðindi, er hann var spurður um stöðuna i fjármálum skólans að lokinni fjár- lagagerð. Fjölbrautaskólinn býr nú við mjögþröngan kost i Keflavik, t.d. eru aðeins 6 kennslustofur af 22 i eigin húsnæði skólans, en afgang- urinn i leiguhúsnæði út um hvipp- inn og hvappinn i Keflavfk og Njarðvik. Gefur þvi auga leið, að aókallandi verkefni biða i byggingarmálum skólans, ekki sist með það ihuga að á næsta ári fjölgar nemendum úr 500 i 700. Sú fjölgun kallar á 8 nýjar kennslu- stofur og samkvæmt viðtali Jóns Böðvarssonar við Alþýöublaðið i október s.l. er hvergi fáanlegt húsnæði fyrir þær. Sagði skóla- meistari ennfremur i sama við- tali, að ef ekkert f jármagn fengist til skólans, þá muni hann leggja til að skólinn verði lagður niður. Jón Böðvarsson segir, að nú sé fyrirsjáanlegt að skólinn lendi i miklum erfiðleikum næsta haust, nema sveitarfélögin hlaupi undir bagga og leggi fram meira fjár- Framhald á bls. 10 Beat-dansfyrirdömur. v Sérstakir eftirmiðdagstímar fyrirdömursemviljafágóðar ® " hreyfingar. DnnssHDii SIMI 2□ 34 5 DMISSHðll Síðasti innritunardagur á morgun Innritun daglega frá 10-12 ogl349fsímum 20345,38126,74444, 24959. KENNSLUSTAÐIR: Reykjavík Brautarholt 4 Drafnarfell4 Félagsheimili Fylkis Kópavogur Hamraborg 1 Kársnesskóíi Seltjarnarnes Félagsheimilið Hafnarfjörður Góðtemplararhúsið Kennum alla samkvæmisdansa, nýjustu táningadansana, rokk og tjútt Ábending um snjómokstur Maður einn hafði sam- band við blaöið og benti á, að borgaryfirvöld hafi ekki sinnt því að hreinsa gangstéttir og göngustiga við umferðarljósin á Laugarvegi móts við Sjónvarpið, en það gerði mörgum ibúum blokka öryrkjabanda lags Is- lands þar i grenndinni erfitt um vik. Maðurinn kvaðst hafa slasað sig i hálku á þessum slóðum fyr- ir tveimur árum og benti hann þá borgaryfirvöldum á, að sinna betur gangvegum við blokkir Oryrkjabandalagsins og Laugarveginn. Siðan hafi þetta verkefni verið vel af hendi leyst þar til nú. Er þessari ábendingu hér með komið á framfæri. Reykjavík: Opið prófkjör framsóknarmanna 20. og 21. jan. Prófkjör Framsóknarflokksins til undirbúnings alþingis- og borgarstjórnarkosningum hér i Reykjavik fer fram dagana 20. og 21. janúar nk. Prófkjörið verður opió öilum fiokksbundnum fram- sóknarmönnum i Reykjavik 16 ára og cldri og auk þess öðrum stuðningsmönnum flokksins á kosningaaidri. 1 raun er þvi próf- kjörið opið öllum þeim sem kosn- ingarétt hafa. 1 viðtali við Þráinn Valdemars- son, framkvæmdastjóra flokksins kom fram að röð frambjóðenda á próskjörslistana var ákveðin með útdrætti. Þessir eru i prófkjöri vegna Alþingiskosninga: Guðmundur G. Þórarinsson verkfr. Sigrún Magnúsd. kaupm. Brynjólfur Steingrímss. trésm. Einar Agústsson ráðh. Geir V. Vilhjálmss. sálfr. Kristján FriÓrikss. forstj. Þórarinn Þórarinss. alþingism. Jón Aðalsteinn Jónass. kaupm. Sverrir Bergann læknir og i prófkjöri vegna borgar- stjórnarkosninga: Valdimar Kr. Jónss. próf. Gerður Steinþórsd. kennari Páll R. Magnússon, húsasmiðam. Kristinn Björnsson sálfr. Björk Jónsd. húsmóðir Alfreð Þ.Þorsteinss. borgarf. Eirikur Tómasson lögfr. Kristján Benediktss. borgar- ráðsm. Jónas Guðmundss. rith. Hver kjósandi á að merkja við fjóra frambjóðendur, hvorki fleiri né færri. Við siðasta prófkjör fram- sóknarmanna i Reykjavik máttu þeir einir taka þátt sem flokks- bundnir voru. Þráinn sagði að enn væri ekki búið að ákveða fjölda kjördeilda og staðsetningu kjörstaða, en það yrði væntanlega gert innan skamms. Sýning á verkum dr. Halldórs Hermanns- sonar í Landsbóka- safninu I dag 6. janúar á aldarafmæli dr. Halldórs Hermannssonar, hefst á vegum Landsbókasafns i anddyri Safnahússins við Hverf- isgötu sýning á verkum hans, en Halldó. '’ann sem kunnugt er þrekvirR. sviði islenzkrar bók- fræði með samningu og útgáfu skránna um Fiske-safnið svo- nefnda i bókasafni Cornell-há- skóla i Iþöku i Bandarikjunum. En það er mesta safn islenzkra rita og rita varðandi tsland i Norður-Ameriku. Með ritgerðum þeim um fjölbreytt efni, er hann birti um áratugaskeið i safnverk- inu Islandica, og greinum, er prentaðar voru i ýmsum erlend- um timaritum, vann hann ásamt með bókaskránum ómetanlegt Framhald á bls. 10 Dr. Halldór Hermannsson. Eftir málverki Halldór Psturssonar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.