Alþýðublaðið - 06.01.1978, Síða 12

Alþýðublaðið - 06.01.1978, Síða 12
alþýöU' blaðíö Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er aö Síðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Áskriftarslmi 14900. FOSTUDAGUR 6. JANÚAR 1978 Jón Sigurdsson, framkvæmdastjóri Járnblendiverksmiöjunnar: Med 860 þús. laun á mánuði — auk ýmissa hlunninda framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar hefur 350.000 + vísitölubætur frá júnímánuði Föst mánaöarlaun Jóns Sigurössonar# fram- kvæmdastjóra Járn- blendiverksmiðjunnar á Grundartanga og fyrrum ráðuneytisstjóra i Fjár- málaráöuneytinu munu um þessar mundir nema um 864.000 krónum á mánuöi. Samkvæmt upp- lýsingum stjórnar Járn- blendiverksmiðjunnar var Jón Sigurðsson ráð- inn gegn föstum mánað- arlaunum að upphæð 325.000 krónum, upphæðin var miðuð við launa- grundvöll í maímánuði 1977. Auk þess þiggur hann 227.500 krónur í fasta yfirvinnugreiðslu, sú upphæð er einnig mið- uð við launagrundvöll maímánaðar 1977. Þetta gera samtals 550.500 krónur. 1 samningnum er gert ráð fyrir að launin breytist með breytingu á launum i hæstu launaflokkum samkvæmt samningi rikisins og BHM. Á skrifstofu BHM fengum við þær upplýsingar að hækkun i qjstu launaflokkum háskólamanna mai-desember nemi 56,27%. Það er þvi ljóst að laun fram- kvæmdastjórans eru ekki langt frá þvi að vera um 860.000 krón- ur á mánuði. Auk þessa er i ráðningar- samningnum gert ráð fyrir að Jóni skuli frjáls afnot af bifreið i eigu Járnblendifélagsins, sima- afnot, risna og afnot af ibúð á Akranesi. Erfitt er að meta þessi hlunnindi til fjár en ljóst er að þau hækka launin allnokkuð. Föst mánaðarlaun fram- kvæmdastjóra Kisiliðjunnar, Þorsteins Ölafssonar, voru i júni á siðastliðnu ári ákveðin 350.000 krónur + visitölubætur frá þvi i júnimánuði, og er upp- hæðin þvi að öllum likindum all- miklu hærri i dag. Framangreindar tölur koma fram i svörum stjórna þessara tveggja fyrirtækja við fyrir- spurnum frá Iðnaðarráðuneyt- inu vegna umræðna um þessi mál á Alþingi fyrir skömmu. Járnblendif ramkvæmda- stjórninn t svari stjórnar Járnblendi- verksmiðjunnar kemur fram að laun framkvæmdastjórans eru ákveðin með einstaklings- bundnum ráðningarsamningi milli hans og stjórnar verk- smiðjunnar. í bréfinu tekur stjórn verk- smiðjunnar það fram, að al- gengast sé að fara með slika samninga sem trúnaðarmál og lýsir þeirri skoðun sinni að þessi regla ætti einnig að gilda hjá fé- laginu hvort sem viðkomandi laun geti talizt há eða lág. Hins vegarhafi stjórnin samþykkt að verða við ósk ráðuneytisins um þessar upplýsingar, en tekur jafnframt fram að vart geti tal- izt æskilegt að laun starfs- manna þessa fyrirtækis, fremur enn annarra, séu gerð að um- talsefni á opinberum vettvangi. Þá er lögð á það áherzla að samningurinn gildi til óákveðins tima með gagnkvæmum upp- sagnarfresti og sé þar ekki um að ræða sambærilegt starfsör- yggi eða eftirlaunarétt á við það sem nú gildi um rikisstarfs- menn. Innifalið i framangreindum mánaðarlaunum Jóns Sigurðs- sonar er föst yfirvinnugreiðsla sem nemur 227.500 krónum. Greiðsla þessi kemur fyrir áætl- aðar 70 yfirvinnustundir á mán- uði. Ekki á framkvæmdastjór- inn rétt til neinnar annarrar greiðslu fyrir yfirvinnu eða ferðatima, og i svari stjórnár- innar er gert ráð fyrir þvi að þessir 70 yfirvinnutimar verði unnir i mánuði hverjum og að öllum likindum meira til. Framkvæmdastjóri Kis- iliðjunnar í svari stjórnar Kisiliðjunnar kemur fram að frá upphafi hef- ur verið reynt að miða við að laun framkvæmdastjóra fyrir- tækisins væru i samræmi við laun framkvæmdastjóra Aburð- arverksmiðjunnar. Svo sem framan er frá greint nema þessi Framhald á bls. 10 Æ, þar fór illa. Þessir tveir voru á lelð um Armúlann I gscr og I hálkunni gettu þeir sln ekki nem skyidi. Engar upplýsingar aö venju hjá sakadómi Fjögur fyrirtæki í höndum sömu aðila í rannsókn Bankar, útibúf umboðs- skrifstofur, sparisjódir og innlánsdeildir 167 á öllu landinu i yfirliti um banka, sparisjóði og innláns- deíldir kaupféiaga fyrir janúar 1978, sem banka- eftiriit Seðlabanka is- lands gefur út, kemur fram að þessum stofn- unum er raðað niður á 167 staöi. Af bönkum er Landsbanki islands efstur á 29 stöðum, sparisjóðir eru 43, en innlánsdeildir 34. 1 Reykjavik á Landsbankinn auk aöalbanka 6 útibú, en 15 úti um land. Umboðsskrifstof- ur eru 7. Búnaðarbankinn rekur 5 úti- bú f Reykjavik auk aðalbanka, og á 12 útibú utan Reykja- víkur. Umboösskrifstofur eru 5. Útvegsbankinn á i Reykja- vik 2 útibú, auk aöalbanka og 7 annars staöar á landinu. Umboösskrifstofa er ein. Samvinnubankinn á einnig 2 útibú i Reykjavlk, 11 útibú úti á landi og 2 umboösskrifstof- ur. Verzlunabankinn á 3 útibú i Reykjavik, auk aðalbankans og á útibú i Keflavik, auk um- boðsskrifstofunnar i umferö- armiöstöðinni. Iðnaöarbankinn á aöal- banka sinn og 3 útibú I Reykjavik og 3 útibú úti á landi. Alþýöubankinn rekur aöeins bankann aö Laugavegi 31. Sparisjóöir eru loks 43 tals- ins, en umboösskrifstofur kaupfélaga 34. Engar upplýsingar er að hafa hjá sakadómi að venju og bera menn þar við möguleika á að slíkt gæti skaðað málsrannsóknina, en dulúð yfir öllum máls- rannsóknum hérlendis er með eindæmum. Þótt dóm- kerfið verði auðvitað og eigi að ráða öllu um slíkt, liggur oft við að upplýs- ingaleyndin sé um of, sbr. mál Geirfinns og fleira af því tagi, og líkist oft meir hefð en sjáanlegri nauð- syn. Þjóöviljinn skýrir frá þvi i gær aö nöfn sömu manna tengjast mjög fjórum fyrirtækjum, sem nú eru I rannsókn, vegna fyrir- greiöslu Hauks Heiöars, en þau eru Dósagerðin hf, Bláskógar hf, Olafsfell hf og Hansa hf. Þannig er Hallgrimur Fr. Hall- grimsson (hjá Skeljungi) tengdur Dósageröinni, en Þóra dóttir hans og kona Björgólfs Guðmundsson- ar Dósageröinni, Hansa, Blá- skógum og Ölafsfelli. Daviö Guö- mundsson, bróöir Björgólfs er nefndur viö Bláskóga, Hansa og Ólafsfeli, en Björgólfur Guö- mundsson sjálfur á hlut aö stjórn allra fyrirtækjanna fjögurra. Vekja þessi ættartengsl þá hug- mynd aö hér geti ekki veriö um tilviljunarkennd útdeilingu fyrir- greiöslunnar aö ræöa. AM Ósamið við ríkis- og bæjarstarfs- menn: afgreiddar í febrúar Enn eiga 15 félög rík- isstarfsmanna eftir að ganga frá samningum um sérkröfur sínar, i framhaldi af samning- um BSRB og ríkisvalds- ins. Að sögn Baldurs Kristjánssonar starfs- manns BSRB, er hér nánast eingöngu um að ræða samningsatriði um færzlur milli launa- f lokka, en samið var um allar almennar kjara- kröfur opinberra starfs- manna i samningum í október sl. Að sögn Baldurs hafa félög- in frest til 9. þessa mánaðar til að skila kröfum sinum tii Kjaranefndar, sem siðan mun að öllum likindum fá rikis- valdinu þær til skoðunar i svo sem vikutima. Hins vegar á nefndin að vera búin að skila ákvörðun i þessu máli fyrir febrúarlok. Akvörðun Kjara- nefndar um sérkröfur félag- anna er endanleg og verður ekki áfrýjað. Auk þessara félaga rikis- starfsmanna, eiga öll félög bæjarstarfsmanna einnig eftir að ganga frá sinum sérkröf- um, og er liklegt að þær verði samferða kröfum rikisstarfs- manna i gegnum Kjaranefnd. Vil ekki segja... Alþýðublaðið hafði i gær samband við Hjúkrunarfélag Islands og spurðist fyrir um, hvernig sérkröfumálin stæðu Framhald á bls. 10

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.