Alþýðublaðið - 07.01.1978, Page 12

Alþýðublaðið - 07.01.1978, Page 12
alþýðu- blaðið tltgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Sfðumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að - Hverfisgötu 10, slmi 14906 — Áskriftarslmi 14900. . , LAUGARDAGUR 7 JANÚAR 1978 Krefjast nokkurra milljóna í skadabætur: Fylkingin aetlar í mál vid Reykjavíkurborg Fylkingin, samtök trotskýista, á húseign og tilheyrandi lóðarrými að Laugavegi nr. 53A i Reykjavik, en hér er um að ræða baklóð. Undan- farið hefur einkaaðili einn staðið að byggingu skrifstofu- og verzlunar- húss á annari lóð, skáhalt framan við Fylkingarhúsið við Laugarveginn, en sá hinn sami hefur fengið lóð við hliðina hjá borg- inni, i skiptum fyrir aðra lóð, og hyggst hann reisa þar annað verzlunar- stórhýsi. Að sögn Ragnars Stefánssonar, jarðskjálftafræðings, virðist svo sem að forkaupsréttur á lóðinni framan við Fylkingarhúsið hafi - fallið niður með nýjum skipulags- reglum frá þvi húsið komst i eigu Fylkingarinnar og að ekki sé sjáanlegt að byggingin verði stöðvuð, nema með þvi að Fylk- ingarmenn legðust fyrir vélskófl- umar i grunninum! — Auðvitað er ógeðfellt að fá þarna svona kinverska múra sem loka mann af, sagði Ragnar, en þetta á við mörg önnur hús sem standa á baklóðum þarna. Fylk- ingin er félagasamtök með tals- vert umfangsmikla starfsemi og til dæmis er illt ef á að Utiloka okkur frá þvi að geta komið bilum heim að húsinu vegna tilvonandi stórhýsis. Auk þess veldur bygg- ingin þvi að illmögulegt verður að selja húsið, ef út i það yrði farið. Við munu þvi lögsækja borgina vegna byggingu þessa húss og bera skaðabótakröfu upp á nokkrar milljónir, en þau mál komast ekkialvegá hreintfyrren formlega hefur verið veitt bygg- ingarleyfi á lóðinni. Við höfum Húsið bakatil lengst til hsgri er f eigu Fyikingarinnar. Lengst til vinstrier nýreist verzlunar-og skrilstofuhús, en nú er ætlunin að byggja annað álika þar sem gamla húsið á miðri myndinni stendur- Mynd—GEK rættþessimál við borgarstjóra og fleiri aðila hjá borginni, en þrátt fyrir það er ekki horf á öðru en staðið verði við fyrri áform, sagði Ragnar Stefánsson. —ARH Handrit af Al- þingisbókum 1667-1762 komin heim úr Fiskesafni Komin er til Islands veg- leg gjöf Fiskesafns til Þjóðskjalasafnsins. Hér ræðir um Alþingisbækur 1667-1762 og er þetta mikill fengur fyrir safnið, sem fyrir á bezta safn Alþingis- bókanna allra stofnana. Það var Vilhjálmur Bjarn- ar, bókavörður við Fiske- safnið, sem gjöfina af- henti, en hann hefur dvalið hér að undanförnu í boði islenzkra stjórnvalda. Gjöfin var afhent í gær við hátíðiega athöfn. Handrit þessi taka til 37 ára Al- þingisbókarinnar á árabilinu 1667-1762. Frá nokkrum árum eru fleiri en eitt handrit. Handrit þessi eru alls á 594 heilum og 6 hálfum blöðum. Mörg handrit- anna eru með hendi og/eða staö- festingu Alþingisskrifara á hverj- um tima og eru þvi vafalaust bein Utskrift úr frumriti Alþingisbók- arinnar, en önnur eru annars kon- ar eftirrit. Reglulegt Alþingisbókhald hefst árið 1631, er ráðinn var fast- ur Alþingisskrifari, en byrjað var að prenta Alþingisbókina i lok 17. aldar. Pretun hennar er þó raun- ar slitrótt fram yfir 1740: og meira að segja eru skörð i hina prentuðu árganga fram til 1773. Frumrit Alþingisbókanna, er að- eins varðveitt frá 1766 og fram til loka Alþingis árið 1800. Hins veg- ar eru viða til i söfnum og jafnvel enn i einkaeign ýmist staðfest eða óstaðfest eftirrit Alþingisbókar- innar, eftir að Alþingisskrifari kemur til sögunnar 1631. Þessi eftirrit eru misjafnlega heilleg, bæði vegna varðveizlu og eftir þvi, hverju hver embættismaður eða einstaklingur, sem eftirritin fékk i hendur, þurfti á að halda i það og það skiptið. Hið aldna og virftuiega Safnahús við Hverfisgötu, sem hýsir Þjóöskjaiasafn tslands, fær Alþingisbækurnar til varftveizlu, en þaft á mesta safn Alþingisbóka allra stofnana. Alþingisbókin er gerðabók Al- þingis. Mest fer þar fyrir alþing- isdómum, konungsbréfum, til- skipunum ýmsum og þinglýsing- um. Engin stofnun á jafnmikið safn af handritum Alþingisbóka og Þjóðskjalasafn Islands, enda hef- ur Utgáfa Alþingisbóka Islands, allt frá þvi að Sögufélagið hóf prentun þeirra árið 1912, verið unnin i meiri eða minni tengslum við Þjóðskjalasafnið. Það er þvi Þjóðskjalasafninu mikið fagnað- arefni, hvenær sem þvi bætist nýtt Alþingisbókarhandrit, hvað þá þegar þvi er færð slik stórgjöf sem þessi. Hvert og eitt þessara handrita þarf svo að rannsaka til að sjá, hvaða gildi þau hafa til að komast að hinum upphaflega Al- þingisbókartexta. Vilhjálmur Bjarnar komst svo að orði við afhendingu handrit- anna, að hún væri vottur þeirrar vináttu, sem rikti milli Banda- rikjanna og Islands, milli Cornell- háskóla og tslands og þá sérstak- lega milli hins islenzka Fiske- safns og safna á tslandi. Þjóð- skjalavörður þakkaði Vilhjálmi Bjarnar þessa rausnarlegu gjöf og bað hann tjá þakkir forráða- mönnum Cornell-háskóla, sem samþykktu gjöfina, og ekki sizt Fiske-safninu, sem bæði fyrr og siðar hefur unnið stórvirki i þágu islenzkrar bókfræði, bókmennta- sögu og sagnfræði. Lausnin er fundin: Fyrir hönd Novosti... Eins og fram hefur komið i Alþýðublaðinu hefur útgáfu Frétta frá Sovétríkjunum nú ver- ið breytt. Á blaðið að koma út hálfsmánað- arlega i dagblaðabroti. Upp kom, að siik breyting á útgáfu Frétta frá Sovétrikjun- um striðir gegn landslögum, þar sem útgefendur slikra blaöa verða að vera islenzkir. Þess vegna hefur málið verið i athug- un hjá utanrikis- og dómsmála- ráðuneytunum, þar sem nú hef- ur fundizt lausn á vandamálinu. Framvegis mun standa i blað- hausnum rtJtgefandi og ábyrgð- armaöur fyrir hönd Fréttastofu Novosti: Maria Þorsteinsdóttir. Þar með er útgefandinn orðinn islenzkur og allt klappað og klárt. — hm. Skýrsla um Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar: Tveim árum á eftir áætlun í fyrrakvöld var lögð fram á fundi borgar- stjórnar skýrsla um út- tekt, sem gerð hefur verið um Félagsmála- stofnun Reykjavíkur- borgar. Skýrsla þessi er samin i framhaldi af tillögu, sem borgar- fulltrúi Alþýðuflokksins, Björgvin Guðmundsson, flutti i nóvember árið 1974. 1 tillögunni fólst, að gerð skyldi Uttekt á Félagsmála- stofnun Reykjavikur, i þvi skyni að gera endurbætur á starfsemi hennar. Tillagan var siðan samþykkt á fundi borgarstjórnar i marz 1975 og borgarráði og Félagsmála- stofnun falið að annast slika út- tekt, en hagsýslustjóra siðan fengið það verkefni að mestu. Þessari úttekt ætti að ljUka fyrir árslok 1975, en það var ekki fyrr en um siðustu áramót að henni lauk, — tveimur árum eftir áætl- un. Þegar skýrslan var lögð fram i fyrrakvöld, fylgdi Markús örn AntonssonhenniUrhlaði, en siðan var henni visað til 2. umræðu siðar, án frekari umræðna. 40% Kækkun gjaldskrár - er á óskalisfa Pósts og síma Fyrir gjaldskrárnefnd liggja nú beiðnir nokk- urra opinberra fyrir- tækja um hækkanir á gjaldskrám/ en beiðni Pósts og síma mun þó stærsta málið. Er þar óskað eftir 40% hækkun á gjaldskrá/ en áður hafi fyrirtækið óskað eftir mun meiri hækkun. Hækkunarbeiðnin var endurskoðuð eftir 500 milljón króna niður- skurð á framkvæmda- áætlun fyrirtækisins. Innflutn- ingur notadra bifreiða háður leyfum Ákveöið hefur verið að hér eftir verði inn- flutningur á notuðum fólksbifreiðum háður innflutnings- og gjald- eyrisleyfum. Þetta kemur fram í frétt frá Viðskiptaráðuneytinu. Eftir sem áður verður heimiil innflutningur á bifreiðum þeirra sem flytjast búferlum til landsins. Jaf nframt hef ur verið ákveðið að framvegis verði unnt að flytja inn sykur og rúgmjöl án leyfa. — ES.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.