Alþýðublaðið - 18.01.1978, Blaðsíða 2
2
Miðyikudagur 18. janúar 1978
Finnland, menning
þess og þjóð
A morgun fimmtudaginn 19.
janúar kl. 20.30, flytur Fil. mag.
Ritva-Liisa Elomaa, frá finnska
utanrikisráðuneytinu erindi i
Norræna húsinu. Erindið fiallar
um Finnland i dag, menningu
þess og þjóð. Með erindinu
verða sýndar litskuggamyndir.
Finnsk menning er um margt
ólik annarri norrænni menn-
ingu. Slavnesk áhrif að austan
hafa haft þar mikil áhrif. Enn-
fremur hefur það sitt að segja
að i Finnlandi eru talaðar tvær
þjóðtungur, finnska og sænska.
Sænskumælandi hluti þjóöar-
innar er miklu fámennari og fer
sifellt fækkandi. Þó hafa menn-
ingarleg áhrif hans verið mjög
mikil, einkum á sviði bók-
mennta.
Ritva Liisa Elomaa er blaða-
fulltrúi við finnska utanrikis-
ráðuneytið og sér um kynningu
á kvikmyndum, tónleikum og
annarri menningarstarfsemi
sem ráðuneytið beitir sér fyrir.
§40 ára afmælisfagnaður Kvenfélags
fllþýðuflokksins í Reykjavík
Verður haldinn að HÚTEL ESJU, föstudaginn 20. janúar kl. 20.30.
DAGSKRÁ:
1. Samkoman sett af Sonju Berg formanni afmælisnefndar
2. Ávörp gesta
3. Einsöngur, Magnús Jónsson, óperusöngvari
4. Nokkrar félagskonur heiðraðar
5. Baráttusöngvar
6. Ávarp formanns félagsins Kristínar Guðmundsdóttur
7. Saga félagsins, Helga Möller
Veizlustjóri
verður
Helga
Einarsdóttir.
Miðar verða seldir á Skrifstofu Alþýðuflokksins kl. 1-5 daglega, hjá flldísi Kristjáns-
dóttur Bergþórugötu 16, sími 10488, (fyrir hádj hjá Kristínu Guðmundsdóttur
Kóngsbakka 12, sími 73982 og Sonju Berg, Krummahólum 6, sími 75625 (á kvöldin)
Verð miða er
kr. 2000,-
Kvenfélag Alþýðuflokksins
alþýðu-
blaðið
Ritstjórn Alþýðublaðsins
erí Síðumúla 11 - Sími 81866
Fjármálaráðherra um gildis-
töku staðgreiðslukerfis skatta:
Ekkert maelir
gegn gildis-
töku um næstu
áramót
Eins og komiö hefur
fram í fréttum hafa marg-
ir látið í Ijósi efa um að sú
ráðagjörð ríkisvaldsins að
taka upp staðgreiðslukerf i
skatta um næstu áramót
nái fram að ganga vegna
ónógs undirbúningstíma,
Matthías Á Mathiesen
en þetta er viðamikið verk,
sem krefst skipulagningar
i nánara samstarf i um inn-
heimtu bæjar- og sveitar-
féiaga á flestum stöðum á
landinu,en verið hefur til
þessa.
Sem kunnugt er hefur rikis-
skattstjóri sjálfur látið i ljósi
nokkurn ugg, vegna þessa máls,
en i samtali við Alþýðublaðið nú
nýlega minnti hann á þau stór
felldu mistök, sem til dæmis Dön-
um urðu á við breytingu skatta-
greiðslufyrirkomulags i þessa átt
og stöfuðu af ónógum undirbún-
ingi málsins. Reyndist þar nauð-
synlegt að koma á endurgreiðslu-
stofnunum, vegna óteljandi leið-
réttinga og ágalla, sem i ljós
komu.
Alþýðublaðið hafði i gær tal af
Matthiasi A. Matthiesen og spuröi
hvað undirbúningi liði. Ráðherra
sagði að unnið væri að málinu ó-
sleitilega, en hér ræddi um mikið
starf. Þessi ásetningur hefði þeg-
ar komið fram i stefnuræðu for-
sætisráðherra og væri nú verið að
undirbúa gerð frumvarpsins i
ráðuneytinu, en óvist væri enn
hvenær það yrði lagt fram. Væri
það unnið i samvinnu við formenn
fjárhagsnefnda beggja deilda og
héldu yfirmenn þeirra stofnana
rikisins, sem þessi mál snertu,
með sér reglulega starfsfundi.
,,Enn tel ég ekkert það hafa kom-
ið fram, sem mælir gegn þeirri
fyrirætlun, að þessi breyting geti
tekið gildi um næstu áramót”,
sagði fjármálaráðherrann að lok-
um.
AM
&
listaskáld
Þessir herramenn heita
Keith Armstrong (t.v.) og
Peter Mortimer frá Norð-
ur-Englandi, en þeir eru
Ijóðskáld og rithöfundar og
ætla að leyfa landanum að
njóta verka sinna á Kjar-
valsstöðum kl. 20.30 í
kvöld. Félagarnir munu
einnig koma fram í MR á
föstuHagskvöld og trúlega
einnig . AH, fyrir eða eftir
helgina. Keith og Peter
voru hér á ferð fyrir
tveimur árum og lásu þá
m.a. upp snjöll ádeilu-
kvæði á brezka Ijónið og
fengu prýðis móttökur. A
blaðamannafundi í gær
léku þeir félagar á alls
oddi og létu háðsglósur og
brandara rigna yfir við-
stadda, þannig að óhætt er
að mæla með samkomu
þeirra i kvöld, verði hún í
svipuðum dúr! Þá kom
fram á fundinum, að ann-
ar þeirra, Peter Mortimer,
vinnur nú að gerð óhemju
langrar skáldsögu — ef til
vill þeirra lengstu sem
skrifuð hefur verið. Fjall-
ar hún um ævi James Jer-
ame yngri og koma við
sögu u.þ.b. 400 persónur í
400.000 orða verki! Skáldið
kvað aðalpersónuna nú
vera 21 árs gamlan og orð-
in vera komin yfir 100.000.
Hann gerir ráð fyrir að
gera út af við James yngri
um sjötugt, þannig að ófá-
ar stundir og pappírsarkir
eiga enn eftír að fara í
samningu þessa einstaka
ritverks!
— ARH. Mynd: Ammen-
drup