Alþýðublaðið - 18.01.1978, Síða 4

Alþýðublaðið - 18.01.1978, Síða 4
4 Miðvikudagur 18. janúar 1978 Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Síðumúla 11, slmi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu. „Gott er að hafa tungur tvær...” „Gotter að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri." Stefnu Fram- sóknarflokksins í ufan- rikismálum verður ekki betur lýst. Utanríkis- ráðherra flokksins skrifar undir og sam- þykkir yfirlýsingar um- aðgerðir gegn minni- hlutastjórn hvítra manna í Suður-Afríku en við- skiptaráðherrann heimil- ar óheft viðskipti við þetta sama land. Fyrstu tíu mánuði síðasta árs keyptu ís- lendingar vörur frá Suð- ur-Afríku fyrir rösklega 225 milljónir króna. Þetta er helmings aukning á vörukaupum frá sama tímabili 1976. Hins vegar hefur minnihlutastjórnin i Suður-Afríku ekkert keypt frá íslandi, enda lítill hagur í því og engar gjaldeyristekj ur til vopnakaupa svo berja megi á svörtum meiri- hluta. Á fundum utanrikis- ráðherra Norðurlanda hefur margoft verið ítrekuð nauðsyn þess að herða til muna aðgerðir gegn ógnarstjórn hvíta minnihlutans í Suður-Af- riku. Á fundi utanríkis- ráðherranna i Helsinki í september síðast liðnum var mál þetta enn á dag- skrá. Þar var ákveðið að skipa nefnd, er hefur það hlutverk að kanna hvernig auka megi efna- hagslegan þrýsting gegn Suður-Afríku stjórn. Á þeim fundi var íslenzki utanríkisráðherrann. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hafa verið sam- þykktar margvíslegar ályktanir um efnahags- legar þvinganir, nú síðast i desember. íslendingar hafa samþykkt þessar ályktanir en halda samt áfram að verzla við Suður-Af ríku. Þótt þessi verzlun sé ekki mikil á hei msmælikvarða er verknaðurinn hinn sami. Fyrir hagnaðinn af þess- ari verzlun getur stjórn Suður-Afríku keypt nokkrar byssur til að beita gegn svarta meiri- hlutanum. Þessi tvískipta utan- ríkisstefna Framsóknar- flokksins er undarleg svo ekki sé meira sagt. Ungir Framsóknarmenn hafa lýst andstöðu sinni við minnihlutast jórnina í Suður-Af ríku og þeir ættu einnig að lýsa andstöðu sinni við utanríkisstefnu eldri mannanna í flokkn- um. Alþýðublaðið vill nú skora á viðskipta- ráðherra að virða í verki þá utanrikisstefnu sem utanríkisráðherrann mótar á alþjóðavett- vangi, og stöðva þegar í stað öll viðskipti við Suður-Af riku. Annað er ósæmilegt eftir allar þær yfirlýsingar sem utan- ríkisráðherra hefur tekið þátt í að semja og hefur samþykkt. Það er von blaðsins að á næsta ári sýni hagskýrsl- ur að islendingar hafi engin viðskipti átt við stjórn hvítra manna í Suður-Afríku, sem kúgar mikinn meirihluta svartra manna í landinu. Að öðrum kosti er islenzk þjóð að viðurkenna hin herf ilegustu brot á mann- réttindum og lýðræði, manndráp og pyntingar í blóra við afstöðu lang- flestra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna. —ÁG OR YMSUM ÁTTUM O, þér njósnara fjöld Þvi verður aldrei neitað að Island er merkilegt land, Islendingar merkileg þjóð og hvort tveggja er hiö mikilvæg- asta I heimspólitikinni. Svo er i það minnsta aö sjá og heyra af islensku stórpressunni, sem telur rikisútvarp mogga og þjóðvilja, en i þeim miðlum birtast alltaf öðru hvoru fregnir, að sjálfsögöu bæði greinagóðar og grundvallaðar, af mikilvægi lands og þjóðar fyrir framtið veraldar. A forsiðu Þjóðviljans i gær birtust okkur enn á ný sannanir þess mikilvægis, sem við nærumst að nokkru á. Þar var sumsé birtur iisti yfir þá njósn- ara leyniþjónustu heimsvalda- sinnanna i vestri, sem starfað hafa hérlendis. Listinn var fenginn frá ekki ómerkari heimildamönnum en V-Þjóð- verjum. Raunar tekinn upp úr skrá einni, sem þeir hafa gefið út yfir þrjú þúsund njósnara CIA i hundrað og tuttugu löndum. 1 ljós kemur að einir fimmtán hafa starfað fyrir CIA i Reykjavik. Með einfaldri reikningskúnst má fá þá niður- stööu aö þessir fimmtán eru núll komma fimm prósent af þess- um þrjú þúsund. Þvi hefur hálfur af hundraði starfað á Islandi, sem hlýtur að vera vel yfir meðaltal, enda sjáum við að ef hundrað og tuttugu er deilt i þrjú þúsund verður útkoman ekki nema tuttugu og fimm. Það er þvi ljóst að CIA telur Island með mikilvægustu löndum. Fyrir utan allt annað má svo geta þess að i skrá þessari er ekki minnst á alla þessa ihalds- kurfa, sem allir vita að eru á mála hjá CIA. Ef marka á vinstri upplýsingar um hægri menn, sem að sjálfsögðu er eðli- legt að gera ef útkoman verður skemmtileg, má reikna með að CIA hafi i það minnsta eina sjötiu og sjö gamla sjálfstæðis- menn, fjórtán hlutlausa, og svo slatta af erlendum málaliðum ótilgreindum, starfandi hér á hverjum tima. Dæmið verður þvi iskyggilegt og best að gæta tungu sinnar i strætó. Þá sjáum við það. Bregst bogalistin Annars bregst Þjóðviljanum illa bogalistin og uppáhalds- listin sin i þesari frétt. A listanum yfir CIA njósnarana getur að lita einn, sem gæti verið af íslenskum ættum. Það er Valdemar nokkur Johnson (sem gæti verið að uppruna Jónsson, Jóhannsson, Jó- hannesson, Jónasson eða eitt- hvað annað og gæti svo lika verið dulnefni fyrir Guð- mundsson). Þykir undirrituðum málgagni sósialisma og verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis illa brugðið, að það skuli ekki færa okkur heim sanninn um hvað i þessu býr. Þótt manngreyið hafi ef til vill aldrei átt ættingja í heildsala- stétt hérlendis, já jafnvel þótt hann sé alls ekki af islenskum ættum, þá hefði nú verið mögu- leiki að leiða getum að sliku og gera úr gott mál. Til dæmis hefði mátt leiða getum að skyldleika milli hans og núverandi formanns Varðar, en ef sá hinn sami (sem tók við af þeim sem Þjóðviljinn gat flækt i Landsbankamálið) reynist þannig flæktur i starf- semi CIA hérlendis, þá fer kannske að fækka formanna- efnunum hjá Verði. Þá væri vel. Ójá. Þarna brást Þjóðviljinn illa. Ver en nokkur hefði trúað. En, hvað um það, við vitum nú nöfn á að minnsta kosti fimmtán CIA-njósnurum og nú er bara að leita frekari gagna, svo bófa- hasarinn geti haldið áfram. —hv

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.