Alþýðublaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 2
Föstudagur 20. janúar 1978
œ-
Kvenffélag Alþýðuflokksins í Reykjavík 40 ára;
Félagsstarfið hefur orðið
til ánægju og lifsfyllingar
— rabbad vid fyrrverandi og núverandi formann félagsins,
þær Sofffu Ingvarsdóttur og Kristínu Guðmundsdóttur
i tilefni af fjörutiu
ára afmæli Kvenfélags
Alþýðuf lokksins i
Reykjavik, leitaði
blaðamaður til tveggja
formanna félagsins —
fyrrverandi og núver-
andi — um upplýsing-
ar.
Frú Soffia Ingvars-
dóttir, sem frá upphafi
var mikill drifkraftur i
félaginu og formaður
þess hátt á þriðja ára-
tug, var fyrst fyrir
svörum.
Soffia Ingvarsdóttir
„V'iltu segja okkur frá upphafi
félagsstofnunarinnar og nokkuð
frá gangi mála, frú Soffia?”
„Félagið var stofnað þann 5.
désember 1937 og þvi þá valin
bráðabirgðastjórn, sem sitja
skyldi til næsta aðalfundar. Þá
voru mikil umbrot i stjórnmál-
unum hér,sem ollu þvi að konur
bundust samtökum um að láta
nokkuð til sin taka i pólitikinni.
Konur i Hafnarfirði höfðu þá ný-
stofnað slikt félag, og ég býst
við, að það, meðal annars hafi
hert á okkur að koma félaginu
hér á laggir.”
„Hvaöa konur beittu sér eink-
um fyrir félagsstofnuninni?”
„Það voru Jónina Jónatans-
dóttir, hin ötula baráttukona,
Þuriður Friðriksdóttir, Guðrún
Pálsdóttir (kona Héðins) Elin-
borg Lárusdóttir, auk min, svo
nokkrar séu taldar. Jónina var
kjörin sem fyrsti formaður
félagsins, þá til bráðabirgða.”
„Var félagið mannmargt?”
' „Félagar voru i upphafi rétt
innan viö 100”.
„En hélzt þessi hópur lengi
samstæður?”
,,Nei, þvi' miður. Þetta var
þegar draga tók að þvi að Al-
þýðuflokkurinn klofnaði og
Soffia Ingvarsdóttir
jf • '• l ' •' ‘ v
míU
Kristin Guðmundsdóttir
sumir flokksmenn gengu til liðs
við kommúnista. Þannig fór
einnig um kvenfélagið, að þær,
sem vildu halda þvi til þeirrar
stefnu, klufu sig út úr, þegar
þær sáu að þær voru i minni-
hluta og gátu ekki ráðið félag-
inu. Það var i reynd mikil blóð-
taka, þvi þar fór tæplega helm-
ingur félagskvenna?”
„En þið hinar hélduö ykkar
striki?”
„Já, og brátt fjölgaði aftur i
félaginu, þó að yrði raunar aldr-
ei fjölmennt. Þangað komu kon-
ur, sem höfðu áhuga — voru
virkar i starfi og það skipti auð-
vitað meira máli en fjölmenn-
mwm
1 tlH'vÍiíf
^
. 40 ára afmælisfagnaður Kvenfélags !i Alþýðuflokksins í Reykjavík
Verður haldinn að HÓTEL ESJU, föstudaginn 2 0. janúar k 1. 20.30.
DAGSKRÁ:
1. Samkoman sett af Sonju Berg formanni afmælisnefndar
2. Ávörp gesta
3. Einsöngur, Magnús Jónsson, óperusöngvari
4. Nokkrar félagskonur heiðraðar
5. Baráttusöngvar
6. Ávarp formanns félagsins Kristínar Guðmundsdóttur
7. Saga félagsins, Helga Möller
Miðar verða seldir á Skrifstofu Alþýðuflokksins kl. 1-5 daglega, hjá Aldísi Kristjáns-
dóttur Bergþórugötu 16, sími 10488, (fyrir hádj hjá Kristínu Guðmundsdóttur
Kóngsbakka 12, |sími 73982 og Sonju Berg, Krummahólum 6, sími 75625 (á kvöldin)
„Eitthvað hafið þið nú fengizt
við fleira en stjórnmálin?”
,,Já. Við beittum okkur strax
fyrir ýmisskonar fræðslustarf-
semi kvenna til munns og
handa. Þar var einkum snúizt
við viðfangsefnum, sem kæmu
húsmæðrum — raunar öllum
konum — vel að hafa meira til
brunns að bera en brjóstvitið
eitt. 1 þessu skyni komum við á
fót fjölda námskeiða, sem voru
vel sótt, raunar eftirsótt. Kven-
réttindi voru og mjög ofarlega á
dagskrá okkar, og við efndum
til fyrirlestrahalds um ýmiss-
konar menningarmál. Þar nut-
um við aðstoðar margra mætra
merkismanna. Skemmtanir
fyrir aldrað fólk voru árvissir
atburðir og þóttu góð nýbreytni
þá, þó nokkuð hafi úr þvi dregið,
þegar fleiri fóru að feta i þá
slóð, m.a. borgarstjórn og stofn-
anir borgarinnar.
Við reyndum einnig eftir
föngum að styrkja ýmis liknar-
mál, meðal annars Barnahjálp
Sameinuðu þjóðanna. Nú og svo
var auðvitað flokksstarfið.”
„Ilvernig gekk ykkur að safna
fé til allra þessara hluta?”
„Það var löngum á orði haft i
flokknum, að við værum nokkuð
auradrjúgar. En það kom vitan-
lega alls ekki af sjálfu sér.
Konurnar voru óhemju dug-
legar við að koma upp margs-
konar skemmtunum og ýmsu
öðru, s.s. hlutaveltum og
bösurum til fjáröflunar. Okkar
stefna var, að vera ætið fremur
veitandi en þiggjandi og liggja
þó ekki á neinum maurum. Féð
var látið ganga til þeirrar starf-
semi, sem okkur var hug-
fólgnust hverju sinni.”
„Svo þið hafiö aldrei oröiö
rikar, sem kallað er?”
„Nei, ekki af hinum „þétta
leir” Hitt er mér óhætt að full-
yrða,v tarfsemi félagsins hafi
orðið félagskonum yfirleitt til
ánægju og lífsfyllingar. Það er
lika rikidæmi, sem mölur og ryð
grandar ekki.”
„Þú varst lengi formaður
félagsins?”
„Já, hátt á þriðja áratug. Ég
tók við þvi starfi, þegar Jónina
Jónatansdóttir hvarf úr þvi að
eigin ósk.”
„Þakka þér fyrir rabbið, frú
Soffia.”
Kristin
Guðmundsdóttir
Og nú var málinu vikið til
núverandi formanns kven-
félagsins, frú Kristinar
Guðmundsdóttur.
„Þið eruð að minnast merkis-
afmælis, kvenfélags Alþýðu-
flokksins, frú Kristin?
,,Já. 1 kvöld verður haldið hóf
á Hótel Esju, til þess að minnast
þess, að kvenfélagið er f jörutiu
ára.”
„Verður þar mikið um
dýrðir?”
,,Ja. Þarna verða kaffi-
veitingar, auk ýmissa skemmti-
atriða. Þar verða 14 félagskonur
sérstaklega heiðraðar fyrir
langt og gifturikt starf, Magnús
Jónsson, óperusöngvari mun
syngja og auk þess munu
félagskonur syngja baráttu-
söngva milli annarra atriða.
Hófið hefst kl. 20.30.
„Já, þið eruð bara
herskáar?”
„Þvi ekki það?”
„Hve margar konur eru nú i
félaginu?”
„Þær eru um 260, og auk þess
höfum við tvo aukafélaga af
„hinu sexinu” sem kallað er!
„Mætti ef til vill spyrja um
nöfn þeirra?”
„Ja. Ég er nú alls ekki
gangandi félagaskrá”.
„Nei, auðvitaö ekki. En eru
aukafélagarnir ntjög virkir i
hópnum?”
„Það er auðvitað svo hvert
mál, sem þaðer virt. Þeir sækja
ekki mikið fundi. Annarr hefur
þó mætt einu s inni og virtist una
sér hið bezta. Hinn hefur aldrei
komið á fund”.
„Hefur orðið einhver umtals-
verð breyting á starfsháttum
félagsins frá upphafi til þessa
dags?”
„Nei, alls ekki veruleg. Hitt er
annað.aðþaðerýmislegt fleira,
sem kallar að nú, og fóik er
meira upptekið en þá var. Það
kemur vitanlega niður á fundar-
sókn”.
„En svo við sláum á léttara
hjal, frú Kristin. Hafið þið nokk-
uð hugsað ykkur að breyta nafni
félagsins i takt við timann og
aðstæðurnar?”
„Þvi þá það? og breyta þvi
hvernig?”
„Nú, væri t.d. ekki hugsanlegt
að breyta nafninu i Starfs-
kraftafélag Alþýðuflokksins?”
„Þú segir nokkuð! Auðvitað
erum við starfskraftur og það
meira að segja góður starfs-
kraftur. En þetta þarf nú frek-
ari athugunar!”
„Auövitað er ekki ástæöa til
að flana að neinu. En i lokin, frú
Kristin. Viltu ekki flytja félag-
inu okkar beztu árnaðaróskir
frá Alþýðublaðinu með þökk
fyrir margháttaöan stuöning
fyrr og siðar. Þakka þér fyrir
rabbið og ykkur heill. Allt er
fertugum fært!”
Félagið minnist afmælis-
ins med hófi á Hótel Esju
í kvöld kl. 8.30