Alþýðublaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 4
4
Föstudagur 20. janúar 1978
alþýóu* Utgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Arni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80 krónur i lausasölu.
BRÚ YFIR
ÖLFUSÁRÓSA
Fyrir þingkosningarn-
ar haustið 1959 var eitt
aðalbaráttumál Unnars
Stefánssonar, frambjóð-
anda Alþýðuf lokksins í
Suðurlandskjördæmi, að
gerð yrði brú yfir Ölfusá
við Öseyrarnes. And-
stæðingum flokksins þótt
þetta hin mesta fásinna
og geðru lítið úr hug-
myndum Unnars, og
höfðu þær að gamanmáli.
í málflutningi sínum
lagði Unnar á það á-
herzlu, að í framhaldi af
hafnargerð í Þorlákshöfn
myndi þessi brú þjóna
Eyrarbakka og Sokkseyri
vel, byggðarlögum, sem
um langan aldur hafa
verið afskipt um hvers-
konar þjónustu. Ennfrem-
ur myndi hún þjóna
sveitunum í nágrenni
þessara byggðarlaga og
jafnvel Selfossi.
Nú er þetta baráttumál
Unnars Stefánssonar orð-
ið eitt mikilvægasta
framfaramál Suður-
landskjördæmis og raddir
úrtölumannanna þagnað-
ar. — Magnús Magnúss.,
fyrrum bæjarstjóri í
Vestmannaeyjum gerir
þetta mál að umræðuefni
í síðasta tölublaði
Brautar innar, blaði
Alþýðuf lokksmanna í
Vestmannaeyjum.
Hann segir þar, að síð-
an Unnar Stefánsson
barðist f yrir þessu merka
máli, hafi miklum fjár-
munum verið varið til
hafnargerðar í Þor-
lákshöfn og þar sé nú
komin ágæt höfn. l fram-
haldi af því, og til að geta
búið íbúum sínum svipuð
lífskjör og önnur
byggðarlög við sjávarsíð-
una, hafi Eyrarbakki,
Stokkseyri og Selfoss
bundizt samtökum um
smíði og rekstur skuttog-
ara.
Magnús leggur á það
áherzlu, að ef Þorláks-
höf n eigi að koma þessum
byggðarlögum að fullu
gagni, og ef nýi skuttog-
arinn og önnur fiskiskip
frá þessum stöðum eigi
áð skila þeim arði, sem
vænzt er, sé nauðsynlegt
að gera brú við Óseyrar-
nes. Magnús segir, að
auðvitað séu mörg að-
kallandi verkefni óleyst I
samgöngumálum lands-
ins og svo muni verða um
fyrirsjáanlega framtíð.
En fá verkefni séu brýnni
en þessi brúarsmíð og fá
verkefni séu jafn þjóð-
hagslega hagkvæm.
Þótt aðeins sé litið á
sparnað við flutning á
fiski frá Þorlákshöfn til
annarra byggðarlaga,
miðað við það sem nú er,
og flutning á útflutnings-
vörum þaðan, kemur í
Ijós, að sparnaðurinn
slagar hátt upp i að
standa undir fjármagns-
kostnaði mannvirkisins
og er þá allt annað hag-
ræði af brúnni ótalið.
Ekki má heldur gleyma
því, að við óbreytt ástand
þessara mála má alltaf
búast við stórslysum á
mönnum og miklu fjár-
hagslegu tjóni, eins og at-
burðir seinni ára sanna.
Hiklaust má fullyrða,
að fáar eru þær sam-
göngubætur hér á landi,
sem betur standa undir
f jármagnskostnaði,
hvernig sem á málið er
litið. Samgönguráðherra
hefur talið hagkvæmt að
hefjast handa við brúar-
gerðina, þegar lokið er
brúargerð yfir Borgar-
fjörð, en slíka bið þolir
framkvæmdin ekki.
Nú er tilvalið tækifæri
fyrir ríkisvaldið að bæta
að nokkru fyrir van-
rækslusyndir liðinna ára-
tuga gagnvart þessum
byggðarlögum með því að
hefja strax undirbúning
að brúarsmíðinni.
—ÁG
ÚR YMSUM ATTUM
Bjargi sér
riu hver
sem betur
getur
Þegar framsóknarmenn
héldu seinast prófkjör hér i
Reykjavík til undirbúnings
þingkosningum vann Einar
Ágútsson efsta sætið. Af ein-
hverri riddaramennsku lét Ein-
ar Þórarni Þórarinssyni sæti
sitt eftir og komst sjálfur inn á
þing sem annar maður.
Nú er hins vegar hart i ári hjá
framsóknarmaddömunni bless-
aðri. Hvilubrögðin með ihaldinu
hafa gert hana heldur óásjálega
útlits og illt umtal rætinna
tungna hefur varpað rýrð á
mannorð hennar. Það er þvi
hver sjálfum sér næstur. Ridd-
aramennskan fyrir bi og Einar
vill sjálfur i fyrsta sætið i þetta
sinn.
En i fyrsta sætinu getur ekki
verið nema einn maður. Það
verður þvi gaman að fylgjast
með atganginum i prófkjörinu
nú um helgina.
Ungur
rnaðurá
uppleið
Einn af kandidötum Fram-
sóknarflokksins til borgar-
stjórnar Reykjavikur heitir Ei-
rikur Tómasson (Árnasonar al-
þingismanns og forstjóra
Framkvæmdastofnunar rikis-
ins) vikapiltur Olafs Jóhannes-
sonar. Eirikur þessi er lögfræð-
ingur að mennt og hefur prikað
upp metorðastigann eftir hefð-
bundnum leiðum: fyrst framað-
ur i félagslifi i menntaskóla og
siðar i Háskólanum. t kompanii
ungra framsóknarmanna hefur
hann skilað drjúgu verki, verið i
varastjórn SUF, veitt forstöðu
Félagsmálaskóla Framsóknar-
flokksins, sem er utan við skóla-
kerfi Vilhjálms og er nú skrifari
hjá SUF. Þá hefur Eirikur
starfað við Timann, fyrst sem
almennur blaðamaður, en siðar
sat hann löngum i blaðamanna-
stúkunni i fundarsölum borgar-
stjórnar Reykjavikur, skráði
þimgfréttir Timann og lét sig
dfeyma. Nú hefur Eirikur
ákveðið að láta til skarar skriða
ög láta drauminn verða að veru-
leika. Hann er nú i framboði til
tiorgarstjórnar og ætlar að
stinga sætinu undan Alfreð. En
hvað ætlar hann Eirikur að
gera, ef/þegar hann verður
kominn á þægilegan stað i
valdapiramida Reykjavikur-
borgar? Jú, svör við þvi er að
finna i litlum bæklingi i sjúkra-
samlagsskirteinisbroti, sem
hann lét dreifa um Reykjavik á
dögunum. A bls. 3 i stuðnings-
skirteini Eiriks stendur skrifað:
„Lesandi góður!
Ég vil nota þessar örfáu linur
til að kynna þér þau markmið
sem ég hyggst beita mér fyrir
náði ég kjöri i borgarstjórn
Reykjavikur.
Markmið þessi eru:
Á" Að útrýmt vcrði húsnæðis-
skorti þeim sem nú ríkir hér i
Reykjavik.
Styðjum
EIRÍK
I BORGARSTJÖRN
Á- Að unnið verði skipulega að
uppbyggingu atvinnufyrirtækja
i borginni, einkum iðnfyrir-
tækja.
^ Að séð verði fyrir dagvistun-
arþörf i borginni.
"Á Að umferð um borgina verði
gerð greiðari og dregiö úr um-
ferðarþunga, sérstaklega í
gamla miðbænum.
"Á Að aukinn verði stúðningur
við frjáls félagasamtök og
stuðlað að þvi að ný féiij'g taki til
starfa.
Á- Að hagsmunir neytenda ■
verði látnir sitja i fyrirrúmi
þegar tcknar eru ákvarðanir
sem þá varða.
Á- Að borgin verði gerð líflegri
og skemmtilegri."
Þvi miður gafst Eiriki ekki
ráðrúm til að tiunda hvernig
hann ætlaði að ná þessum
markmiðum, sem verða að telj-
ast i háleitara lagi. En ansi
hefði verið gaman að heyra um
hvernig hann ætlar að gera
borgina „liflegri og skemmti-
legri” og enn frekar hvernig
hann ætlar að greiða úr umferð-
arflækjum i miðbænum. Má
eiga von á þvi að hann bregði
sér út i umferðarbendur á föstu-
dagseftirmiðdögum með hvita
hanska og kylfu og leiðbeini
ökuþórum borgarinnar i eigin
persónu!? —ARH