Alþýðublaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið (Jtgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn Aiþýöublaösnins er aö Siöumiila 11, slmi 81866. Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarslmi 14900. Auglýsingadeild blaösins er aö FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1978 Álitsgerð Náttúruverndarráðs: Gegn virkjun Dynjandisár! Bóndadagurinn er f dag Þorrabakkar og þorratrog — Litið við í Nausti og Múlakaffi Náttúruverndarráð hefur lýst sig andvigt virkjun Dynjandisár úr Eyjavatni i Dynjandis- vog i Arnarfirði og vísar til þess ,,gildis sem Fjallfoss og umhverfi hefur fyrir landsmenn og Vestfirðinga sérstak- Alþýðublaðið hafði i gær samband við Frið- rik Pálsson hjá Sölu- sambandi íslenzkra fiskframleiðend'a og innti hann eftir hvort einhver tiðindi væri að hafa af saltfisksölumál- um. Friðrik sagði að litil hreyfing væri á þessum málum á þessum árs- tima og fáu við það að bæta, sem fyrr hefur komið fram i fjölmiðl- um. Hvað stærsta mark- aðinn, Portúgal, varð- lega”, eins og segir orð- rétt i bréfi ráðsins til Rafmagnsveitna rikis- ins um málið. í áliti Náttúruvernd- arráðs um hugmyndir um virkjun Dynjandisár segir svo um nefndan foss: aði, væri nú beðið átekta og reynt að fylgjast með hverju fram vindur í landsmálum þar. Þessi mál eru annars mjög viðkvæm og Sölusam- bandið hefur sem kunn- ugt er reynt að ýta undir bættan viðskiptagrund- völl við þetta land, með þvi að reyna eftir megni að þrýsta á um aukin viðskipti, til dæmis með kaupum á veiðarfærum frá Portúgal, sem getið hafa sér gott orð, svo og skóiðnaður þeirra. „Það mun samdóma álit manna, aö Fjallfoss sé einn af 5—10 fegurstu fossum á íslandi. Myndir af honum hafa víöa birzt og frægö hans flogiö meö þeim. Fossarööin (Fjallfoss, Hunda- foss, Strokkur, Göngumannafoss, Hrisvaösfoss og Sjóarfoss) i Dynjandi eru ein hin sérkennileg- asta og tilkomumesta sem þekk- ist á blágrýtissvæöum landsins. (Itsýni til fossins fyrir botni Dynj- andivogs af þjóöleiöinni noröan Arnarfjaröar, gerir hann aö eftir- minnilegu náttúrufyrirbæri hverjum þeim sem þá leiö fara. Fagurt umhverfi hans eykur enn áreisn fossins. Hugsanleg skerö- ing þessa vatnsfalls og umhverf- ishanser þvi augljóslega mikiö tjón fyrir alla sem unna náttúru landsins og þeim dýrgripum sem hún geymir...” „....Gildi fossins er þannig fyrst og fremst feguröargildi fyrir landiö I heild og fyrir Vestfirði sérstaklega. Hann er f tölu ómæl- anlegra þjóöarverömæta meö svipuðum hætti og helgustu sögu- slóðir landsins, listaverk okkar mestu snillinga i myndlistum og bókmenntum og þær byggingar sem öölazt hafa þann sess i sögu þjóöarinnar, aö viö viljum ekki án þeirra vera”. Þá kemur og fram i áliti Nátt- úruverndarráös, aö i samtölum viö Vestfiröinga um málið hafi komið fram, aö „flestir sem hafa tjáö sig um máliö hafa taliö óhæft aö taka fossinn til virkjunar. Eftir aöRafmagnsveitur rikisins geröu afstööu NáttUruverndarráös kunna i sumar sem leiö, hefur ekkert boriö á óánægju á Vest- fjöröum meö þá afstööu, svo aö Náttúruverndarráöi sé kunnugt”. —ARH Enn eru á athugunarstigi skipakaup frá Portúgal og fl. Portúgalir hafa i saltfiskkaup- samningum undanfarin ár bent á aö vöruskiptajöfnuöur þeirra og íslendinga væri þeim óhagstæöur og munu ætlazt til endurbóta þar á, þótt þeir hafi sýnt skilning á aö slikt hlýtur aö taka sinn tima. Skuld Zaire viö Islendinga, sem nemur um 250 milljónum, stendur enn óhögguö. Hefur veriö reynt að ná þessu fé meö ýmsu móti, en sýnilegur árangur enn lítiil, þótt enginn efi sé á aö varan greiöist. Innborgunarskylda saltfiskselj- enda viö Braziliu stendur enn og gerir sölu þangaö heldur óálit- lega, en sem kunnugt er er selj- endum gert aö leggja söluand- viröi inn á þarlendan banka, þar sem þaö stendur vaxtalaust I 360 daga, uns greiösla og innborgun er reidd af hendi. Gerir þetta aö verkum aö saltfiskurinn er ó- hemju dýr vara 1 Brazillu. Hvaö leit aö nýjum mörkuöum varöar, sagöi Friðrik aö þar væri mjög óhægt um vik, þvi neyzlu- venjur væru víöast mjög I föstum skorðum. AM I dag er bóndadagurinn og Þorri þar með hafinn. Þá er siður að draga upp úr súrtunnum góðgæti á borð við bringukolla, hrúts- punga og lundabagga, en hangikjötskrof ofan úr rjáfrum, svo ekki sé minnzt á að hákarl er graf- inn upp, vel verkaður. Viö hringdum til matsveinanna á Múlakaffi i gær og spurðum hvernig salan gengi á þorrabökk- um þeim, sem menn þar hafa hlotið gott orö fyrir. Lárus Lofts- son varö fyrir svörum, og sagöi hann að undirtektir væru mjög góöar. Þeir i Múlakaffi laga allan sinn þorramat sjálfir, undirbún- ingur hófst þegar I haust, matur lagður I mjólkurmysu og þannig frá öllu gengiö aö sælgætiö væri i bezta ástandi á þessum tima. Hver bakki kostar 1600 krónur og á honum kennir margra grasa, en hann er ætlaður fyrir tvo. A bakk- anum er hangikjöt, hákarl, harö- fiskur, flatkaka, smjör, rófu- stappa, salat, blóðmör, lifrar- pylsa, hrútspungar, bringukollar, sviöasulta, lundabaggi og súrt hvalrengi. Lárus taldi að þeir mundu selja ekki færri en 6000 þessara bakka, svo vinsældir þeirra leyna sér ekki. Enn fremur sjá þeir um þorraveizlur i Reykjavik og jafnvel Uti á landi. „Þorramaturinn þykir mér, þjóðlegur og góður." Þannig hljóöar botninn i al- kunnri auglýsingarvisu frá Veit- ingahúsinu Nausti, sem var fyrst islenzkra veitingahúsa til aö bjóöa upp á sérstaka þorrarétti. A Nausti voru líka á sinni tiö veitt verölaun þeim sem etiö gat upp úr hinum veglegu þorratrogum og vöktu mestu matgoggarnir þjóöarathygli á sinni tlö. NU mun þessi siður af lagöur. Viö hringdum á Naust og spurö- um Orn Baldursson, matsvein, hvernig þeir fögnuöu þorra á þeim staö nú. örn sagöi aö fyrstu þorratrogin yröu borin fram á há- degi i dag og kostaði trogiö 4.345 kr. fyrir manninn. Ekki vantar að riflega er skammtað og eftir at- hugun blaöamanns er þarna aö finna allt þaö úrval, sem hugsan- lega getur átt heima i þorra- veizlu. Orn sagöi aö þeir heföu til reiöu tvær geröir af trogum og færi þaö aö sjálfsögöu eftir hve margir settust aö snæöingi, hvort trogiö væri notaö. Hann bjóst viö að vinsældir þessa gamla siöar þeirra brygöust ekki fremur en endranær, einkum kæmu menn um helgar, til að gera sér gott af krásunum. — AM Beðið átekta í saltfisksölu- málum gagn- vart Portúgal * 74093 atvinnuleysisdagar á Islandi 1977 — fjöldl atvinnulausra mestur f janúar og desember Samkvæmt skrá um atvinnulausa á íslandi árið 1977, kemur fram að atvinnuleysisdagar á árinu voru 74093, og voru þeir að vonum flestir i Reykjavik, eða 15310. Fjöldi atvinnulausra á skrá var mestur i desember, eða 817, en næst flestir voru skráðir i janúar- mánuði, 637. Fæstir voru á at- vinnuleysisskrá i júlí, eöa 133. Taka ber fram að þessar tölur eru miðaðar við kaupstaði alla og kauptún, auk Reykjavikur. í Reykjavik voru flestir á skrá i mai, eöa 302, og á þaö rót aö rekja til þess fjöldaskólafólks, sem þá kemur fram á vinnumarkaðinn. 1 skýrslunni eru taldir 65 staöir og er þar að finna 11 staði, þar sem enginn var skráður atvinnu- laus og enginn atvinnuieysisdag- ur talinn á árinu. Þessir staöir eru Bolungarvik, Garöakaup- staður, Borgarnes, Patreksfjörö- ur, Sandgerði, Hellissandur, Þingeyri, Suöureyri, SUðavik, Hvammshreppur og Gerðahrepp- ur. — AM ♦

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.