Alþýðublaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 20. janúar 1978 Myndin er úr Týndu teskeiðinni eftir Kjartan Ragnarsson, cn verkið var frumsýnt i september og hefur verið sýnt 26 sinnum við ágæta aðsókn. Aðsóknarmet í ÞJódleikhúsinu f vetur: 45.000 gestir á 125 sýningum! Tala sýningargesta í Þjóðleikhúsinu í vetur er komin í 45.000 á 125 sýning- um og er það met í leikhús- inu. 9 leikverk eru í gangi á vegum Þjóðleikhússins, ýmist á stóra sviðinu, litla sviðinu, í skólum eða í leik- för um landið og um næstu helgi bætist hið tíunda við, barnaleikritið öskubuska. Þá standa yfir æfingar á einu af stórverkum heimsbókmennt- anna, ödipús konungi eftir Sófó- kles í íslenzkum búningi Helga Hálfdánarsonar og einnig á gam- anleiknum A sama tima að ári .eftir Bernard Slade, sem frum- sýndur verður utan Reykjavlkur. Þá eru aö hefjast æfingar á Kátu ekkjunni eftir Léhar. Er áætlað að frumsýning á þvi verki verði 22. marz, aö þvi er segir i frétt frá Þjóðleikhúsinu. Þess má geta að sýningum á Hnotubrjótnumlýkur nú um helg- ina vegna brottfarar gesta-dans- aranna, og eru sýningar þá alls orðnar 14 og tala sýningargesta liklega hærri en að nokkurri list- danssýningu til þessa. — ARH (NemendafunduTTSÍyndBsta^ og handfðaskélans: Varðvertið gömul hús í Reykjavík Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt á nemendafundi i Mynd- lista- og handiðaskólanum i gær- dag. Vegna þeirra hugmynda, er borgarráö hefur samþykkt á skipulagi „Hallærisplansins” og nærliggjandi svæðis, viljum við taka fram eftirfarandi: Undanfarin ár hefur það gerzt æ tiðar, að gömul hús eru látin vikja fyrir peningakössum verzl- unar- og skrifstofuveldisins. Þessir glerkassar hafa risið upp i berhögg við umhverfi sitt og meira hefur veriö hugsað um hagkvæmni fjárgróöans en sjálf- sagða fegrun umhverfisins. Gömul hús i gamla miðbænum og vesturbænum eru miskunnar- laust sett undir fallöxi þeirra manna, sem frekar hafa peninga- hagsmuni að markmiði en varð- veizlu menningarlegrar arfleifö- ar feðra vorra. 1 stað vinarlegra lftilla húsa handverks, sem löngu er horfið, risa kaldir og miskunnarlausir steinkassar: i stað lifandi tjáa og blóma — svört malbikuö bila- stæði. Það vekur furðu, aö þessir kassar skuli ekki settir niður I þá verzlunar- og viöskiptakjarna, sem verið er að skipuleggja i nýrri hverfum borgarinnar, þar sem þeir hæfa umhverfinu. Það er einnig furðulegt, hversu litlu skattgreiðendur borgarinnar virðast fá ráðið um fjármuni sina. Við neitum aö hafa syndir sam- tiöarinnar, sem eru menningar- fjandsamlegar, á samvizkunni og varpa oki þeirra yfir á herðar barna okkar. Við skorum þvi á rikisstjórn og borgaryfirvöld að hætta frekari niðurrifsaögerðum og taka ákvörðun um að varðveita gömul hús i Reykjavik. 3 c Verðlaunarithöfundur Nordurlandaráðs 1978 j Gaf verðlaunin baráttusamtök- um fyrir ný-norsku Samtökin „Norsk Mállag", sem berjast fyrir því að ný-norska verði hið viðurkennda rikismál í Noregi, hafa tvær ástæður fyrir því að gleðjast yfir því að norski rithöfundurinn Kjartan Flögstad fékk bók- menntaverðiaun Norður- landaráðs fyrr í þessum mánuði. 1 fyrsta lagi glöddust menn yfir þvi aö norksur rithöfundur varð fyrir valinu, en i öðru lagi glödd- ust menn yfir þeirri yfirlýsingu Flögstads, að hann myndi gefa Norsk M&llag alla verölaunaupp- hæðina — 2.8 milljónir Isl. kr.! Kjartan Flögstad er virkur féiagi i Norsk Mðllag og skrifar á ný- norsku. Hann hóf feril sinn 1968, þá 24 ára, og gaf út táknræn ljóö. 1972 kom smásögusafniö „Fang- liner” og 1974 skáldsagan „Rasmus”. Þar skrifar hann um daglegt lif verkafólks til sjós og lands og byggir þar á eigin reynsiu. Fræðimenn I bókmennt- um hafa talið þessa stefnu Flög- stads til nýraunsæisstefnu. Skáldsagan „Dalen Portland”, sem bókmenntaverðluan Norður- landaráðs voru veitt fyrir, fjallar um alþýðufólk I daglegu striti, eins og þær fyrri. Þar sýnir Flög- stad jafnvel enn betur en fyrr hæfni slna til að „frysta” hið dag- lega lif I skáldsögu. Hann notfærir sér málýzkur, stjórnmannamál, klisjur úr kvikmyndum og orð- skrlpi, sem ganga manna á milli, til aö krydda frásögnina. Tryggvi Emilsson næstur Inge Knusson skrifar I sænska blaðiö Arbetet, að úthlutunar- nefndin hafi valið á milli Kjartans Flögstads og Tryggva Emils- sonar, þegar endanlega var ákveðið hver hlyti hnossið, en bókin Fátækt fólk eftir Tryggva var annað ritverkið sem ísland lagði fram. Knutsson segist heldur ekki vera undrandi yfir þvi, að nefndarmenn hafi velt Kjartan Flögstad — verft- launarithöfundur Norfturlanda- ráfts 1978 talsvert fyrir sér hvort Tryggvi væri ekki bezt að verölaununum ■kominn. —ARH AUGLÝSING UM INNLAUSN VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA í 2.FL. 1965 OG NÝJA ÚTGÁFU SPARISKÍRTEINA í 1.FL.1978 Lokagjalddagi verðtryggöra spariskírteina í 2.fl. 1965 er 20. jan. 1978 og bera skírteinin hvorki vexti né bæta við sig verðbótum frá þeim degi. Fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs hefur á grundvelli fjárlaga þessa árs ákveðið útgáfu á verðtryggðum sþariskírteinum í 1,fl. 1978 að fjárhæð 1000 millj. kr. Athygli handhafa spariskírteina frá 1965 er vakin á þessari útgáfu með tilliti til kaupa á nýjum spariskírteinum, en sala þeirra hefst 14. febrúar n.k. Handhafar skírteina frá 1965geta hins vegar fráog með 20. þ.m. afhent skírteini sín til Seðlabank- ans, Hafnarstræti 10, gegn kvittun, sem bankinn gefur út á nafn og nafnnúmer og staðfestir þar með rétt viðkomandi til aö fá ný skírteini fyrir innlausnarandvirði hinna eldri skírteina. Bankar og sgarisjóðir geta haft milligöngu um þessi skipti til 14. n.m. auk þess sem nýir kauþendur geta látið skrifa sig fyrir skírteinum hjá venjulegum umboðs- aðilum til sama tíma. Er fyrirvari settur um að færa niður pantanir, ef eftirspurn fer fram úr væntanlegri útboðsfjárhæð. Kjör hinna nýju skírteina verða þau sömu og skirteina í 2.fl. 1977. Þau eru bundin fyrstu 5 árin. Meðaltalsvextir eru um 3,5% á ári, innlausnarverð skírteina tvöfaldast á lánstímanum, sem er 20 ár, en við það bætast verðbætur, sem miðast við þá vísitölu byggingarkostnaðar, sem tekur gildi 1. apríl 1978. 20.janúar 1978 SEÐLABANKI ISLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.