Alþýðublaðið - 20.01.1978, Blaðsíða 7
Föstuelagur 20. janúar 1978
7
gar hann vaknaði?”
na og taóisma Mao formanns og Hó, frænda í Hanoi
stofnun Kommúnistaflokks
Islands áriö 1930 að hafa verið
alvarleg mistök.
Samkvæmt þeim hlýtur
grundvallarafstaða forystu-
manna þess flokks, sem siðar
uröu forystumenn Sósialista-
flokksins og enn siöar Alþýöu-
bandalagsins, túlkun þeirra á
sósialismanum, afstaða þeirra i
alþjóðamálum, viöhorf þeirra til
Sovétrikjanna, skilningur þeirra
á jnarxismanum og stuðningur
þeirra við hann að vera byggð á
bkki aðeins röngu mati heldur
iglgerri kórvillu i skoðunum.
Samkvæmt þeim hlýtur mál-
flutningur Þjóðviljans allt frá
„byltingarsinnaðri túlkun hans á
marxismanum” til bióthátiðar-
söngvahans umaftökur, ofsóknir
og yfirgang ráðstjórnar að vera
hyldjúpur misskilningur.
Samkvæmt þeim fordæma
höfundar alla fortið blaðsins, sem
þeir skrifa i og flokksins, sem þeir
aðhyliast.
Samkvæmt þeim biðja þeir
fólk vinsamlega að forláta þetta
allt saman — fyrirgefiö Þórbergi
trúgirnina, fyrirgefið Einari
sannfæringuna; fyrirgefið okkur
Brynjólf og Hauk Björnsson,
Hendrik og séra Gunnar, Arsæl
og Kristin Andrésson, Jóhannes
úr Kötlum og Laxness ungan..
fyrirgefið okkur Þjöðviljann i 30
ár. Svo skulum við byrja upp á
nýtt.
önnur niðurstaða þessara
skrifa erhér var lýst er rökleysa.
Meistarinn trúgjarni
Þessi fordæming á fortiðinni og
hennar fólki kemur viðar fram i
Þjóðviljanum en undir rós. Hver
var t.d. sá spámaöur, sá „agent”,
sem aldrei brást — jafnvel ekki
eftir að HKL sló hælum i rass i
miðri eyöimörkinni sem fyrir-
heitna landið var hinúm megin
við, hljóp frá söfnuði sinum, sem
hann hafði dregið þangað og lofað
leiðsögn á leiðarenda, tók strikið
heim að Hliðum undir Steina-
hliöum, lagðist þar undir kál-
garðsvegg og fór að lesa taó.
(M.ö.o.: „Hvað skyldi Egill
Skallagrimsson hafa sagt um
a-tarna?”) Hver var ætið tilbúinn
að trúa og ávallt viðstaddur til að
vitna? Hvaða andans jöfur
„bilaði” ekki einu sinni i „Ungó”,
hvað þá heldur i „Tékkó”?: Þór-
bergur Þórðarson.
I sunnudagspistli sinum i Þjóð-
viljanum þann 8. janúar s.l.
minnist Arni Bergmann meistara
Þórbergs. Hvernig? Með góð-
látlegu háði. Sjálfur Þórbergur er
nú orðinn að skotskifu fyrir háð
og spé Þjóðviljans sökum þess,
eins og Arni Bergmann segir,
hversu trúgjarn Þórbergur var.
Að sögn Arna lét hann ljúga sig
fullan f Sovétrlkjunum um
ástandið þar, kom svo, eins og
auli aftur til Islands til þess að
vitna ámóta og herkerling og bar
á borð fyrir islenzka alþýðu
(einkum og sér i lagi lesendur
Þjóðviljans) lýsingar á Sovétrikj-
unum, sem Arni Bergmann full-
yrðir að sérhver Rússi myndi
hafa glott að hefði hann heyrt.
— Hann lét ljúga sig fullan og
endurtók það siðan allt með ótta-
legum aulahætti, blessaður karl-
inn. En þar fyrir utan var þetta
bezti karl; já bezti karl. —
Sú er eftirskrift Þjóöviljans
sunnudaginn 8. janúar árið 1978
um Þórberg Þóröarson. Hvert
skyldi þá áiitið vera á minni
Arni Bergmann:
En m.a.o. Var ekki einhver Arni
Bergmann leiddur sem vitni
um uppreisnina i Ungverja-
landi...?
spámönnum, sem létu ekki
platast af slóttugum Rússum
heldur t.d. af aulahættinumi
honum Þórbergi? Þannig for-
dæmir Þjóðviljinn ekki aðeins
fortið sina, heldur einnig fólkiö
sitt.
En meðsl annarra orða: Var
ekki einhver Arni Bergmann,
sem var við nám austan tjalds
fyrir allmörgum árum og kynnt-
ist af eigin raim þvi skipulagi,
sem blessaöur karlinn hann Þór-
bergur lýsti svo oft i Þjóðvilj-
anum? Mig rekur minni til að
leitað hafi verið til einmitt Arna
Bergmanns sem sjónarvotts að
miklum tiðindum, sem urðu
austur þar með beiðni um að
hann, sem átti að vera öðrum
landsmönnum kunnugri á þeim
slóðum, leiddi okkur i allan sann-
leik um hvað þarna var að gerast.
Hér mun hafa verið um aö ræða
WNN
uppreisnina i Ungverjalandi.
Einhverja umsögn gaf Árni i út-
varpinu ef mig misminnir ekki.
Þvi miður get ég ekki til hennar
vitnaö, þvi ég hef hana ekki við
höndina. E.t.v. væri Arni fáan-
legur til þess að prenta frásögn
sina iÞjóðviljanum? Égveit ekki
betur, en hún sé enn til i segul-
bandasafni hjá útvarpinu.
Þvi hef ég áhuga á þessu, að
þetta er eina frásögnin, sem ég
man að Arni Bergmann hafi látið
landsmönnum sinum opinberlega
i té af ástandinu austan tjalds á
meðanhannhaföi betriaðstöðu til
þess að kynna sér það en aörir
tslendingar. Aö sjálfsögðu fyrir
utan greinarstúfa i svokallaöri
Rauðri bók, en þaö er nú varla
marktækt framlag þvi þaö mun
hafa verið birt að Arna for-
spurðum og i óþökk hans. Og svo
skulum við bera saman frásagnir
Arna og vitnisburði þess trú-
gjarna manns, Þórbergs Þórðar-
sonar, svo hvor geti búið að sinu.
Eitthvað kvikt
á Njálsgötunni
Sagt er um banakringluna, að
mörg sé á henni matarholan.
Sama á við um sunnudagsblað
Þjóðviljans þann 8. janúar s.l.
Tveimur blaðsiðum fyrir aftan
matarholu Arna Bergmanns var
önnur. Hvorki var það hola
Karíusar né hola Baktusar heldur
hola Magnúsar Kjartanssonar.
Og enn er þar vikið að sama
málinu, þótt meðólikumhættisé.
Upphaf þess máls er, aö þann
28. desember ritaði Ólafur nokkur
Jónsson, sem er vitavörður,
Magnúsi til i Þjóðviljanum og
vildi ræða við hann um Jónas frá
Hriflu og sósialisma. ólafur haföi
vandaö sig og horfði með sýnilegu
tilhlakki fram á „fræðilegar
umræður um sósialisma frá
sjónarmiði byltingarsinnaðrar
túlkunar á marxismanum” við
Magnús Kjartansson. Hliðstæður
slikra skrifa eru legió úr sögu
Þjóðviljans og þóttu löngum með
allra merkilegasta efni í þvi
blaði.
Skyldi Olafur Jónsson, vita-
vörður I Svalvogum, ekki hafa
orðið hvumsa þegar hann las
svarið. A dauða sinum gat hann
átt von, en varla þvi, að Austri
Þjóðviljans, hugmyndafræðingur
islenzkra kommúnista um langan
aldur og æðsti prestur Þjóðvilja-
klikunnar, værilika lagstur imdir
kálgarðsvegginn i Hliðum undir
Steinahliðum og farinn aö lesa taó
yfir öxlina á HKL. 1 svari
Magnúsar eru nefnilega gamli
Marx, Engels, Lenin og þeir
félagar allir fjarri góðu gamni.
Taó er komið i staðinn. Magnús
segir, að sjálf dialektiska efnis-
hyggjan séskiigetið afkvæmi taó!
Hó sálugi, frændi i Hanoi, taó-
isminn holdi klæddur”! Taó sé
meira að segja inntakið i dæmi-
sögum Maó heitins formanns, og
hana nú! 1 leiðinni lætur Magnús
þessgetið, að kenningu þessa taó,
árgala sósialismans, hafi hann
lagt stund á allar götur siðan
hann læröi endur fyrir löngu að
lesa á bók. Fer nú að f júka I skjól-
in hjá vitaverðinum i Svalvogum,
sem liklega þekkir fræðin ekki
svona langt aftur og vantar þvi
auðs jáanlega nokkrar árþúsundir
i undirstöðuna. Jafnvel langar
utanbókarlærðar romsur upp-
fullar af rökköldum selstsemvis-
indum úr hugmyndafræðiritum
hinna byltingarsinnuöu túlkenda
marxismans, sem lengihafa þótt
góð latina i Þjóðviljanum:
„Hugsum okkur, að við stönd-
um við gluggann á herberginu,
sem forðum var auglýsingaskrif-
stofa Þjóðviljans ... og sjáum
ungan mann ganga eftir götunni.
Við myndum báðir segja: Þarna
er ungur maður að ganga eftir
Njálsgötunni. Ef taóisti (Maó, Hó
frændi og co. — innskot
greinrhöf.) stæði hins vegar hjá
okkur segöi hann: Þarna er
gönguhreyfing á Njálsgötunni i
gervi ungs manns. Þetta er ekki
orðaleikur, heldur gerólikt
sjónarmið. Þessa kenningu er
m.a. að finna hvarvetna i dæmi-
sögum Maós.... Hreyfingin er lyk-
illinn aö öllu.”
Magnús Kjartansson:
Og Hó, frændi minn i Hanoi,
taóisminn holdi klæddur...
Þarna hefurðu það og meira
færðu ekki, kalfótur góður i Sval-
vogavita. Ætlir þú að ræða sósíal-
isma við Magnús Kjartansson þá
væri betur aö þú áttaöir þig fyrst
ámannaferðum um Njálsgötuna.
Þangað til þér hefur skilizt aö
ungur maður bar á ferð er alls
ekki ungur maður þar á ferð
heldur „gerólikt sjónarmiö” þá
skalt þú ekki vera að steyta görn
eða að flækjast um i gamla
bænum svona yfirleitt. Þaö segir
Maó, formaður þinn. Það segir
þér Hó, frændi þinn. Eða svo
segja Magnús Kjartansson og
Þjóðviljinn.
A þessu stigi er umræðan um
sósialisma i Þjóðviljanum á þvi
herrans ári 1978. Með þvi að
skrifa svona er ekki bara verið að
biðja forláts á fortiðinni, heldur
verið að flýja hana á haröa-
hlaupum.
Ekki gráta
alþýðuflokksmenn
Saga nútimastjórnmála á
tslandi er skammvinn. Margir
þeirra eru enn hérna megin
grafar, sem stóðu að stofnun
Kommúnistaflokks Islands, Þjóö-
viljans, Sósialistaflokksins og
Alþýðubandalagsins og höfðu
ávallt að leiðarljósi sömu grund-
vallarafstöðu i stjórnmálum —
,,þá byltingarsinnuðu túlkun á
marxismanum”. Þetta fólk er
ekki aðeins ofan jarðar enn,
heldur enn i dag öflugur kjarni i
flokksfélögum Alþýðubanda-
lagsins og ’útgáfufélagi Þjóð-
viljans. Forystumenn þessa hóps
— mennirnir, sem visuðu veginn
og predikuðu gegn „borgaralegu
þingræði auðvaldsins” en fyrir
„skilyrðislausri afstöðu með
Sovétrikjunum” — eru auk þess
sumirenn i ábyrgðar-og forystu-
störfum fyrir Alþýðubandalagiö,
aðrir nýhættir að eigin ósk, hylltir
af flokkssystkinum. Þessi hópur
hefur haft frekar hljótt um sig að
undanförnu. M.a. vegna þess, að
honum hefur verið tjáð, að tima-
bundnar kringumstæður væru
þannig að ekki væri rétt vegna
fylgisöflunarsjónarmiöa að hann
léti á sér bera að sinni. Hans timi
kæmi siðar.
Skrif þeirra, sem þessi hópur
myndi nefna „endurskoðunar-
sinnana” á Þjóðviljanum, hljóta
aö koma illilega við kaunin á
honum. Eins og áður sagði eru
þau fordæming á störfúm þessa
fólks, samtökum þess, skoðunum
þess, samþykktum þess — háð og
spé um leiðtoga þess og sann-
færingu þess.
Ekki grátum við Alþýðuflokks-
menn þótt islenzkir kommúnistar
og „sósialistar” fái smá-kennslu
um kosti „borgaralegs þingræöis
og lýöræðis auðvaldsrikja” eða
sagöan sannleika um Sovétrikin I
Þjóðviljanum. Við hörmum það
,ekki heldur þótt flokksbræðurnir
hæðist i flokksblaðinu að trúgirni
þeirra, hlæi að spámönnum
þeirra, dragi dár að „dialektiskri
efnishyggju” þeirra og geri Hó,
frænda þeirra, að „taóismanum
holdi klæddum”. Þetta eru allt
saman gamlar kratalummur,
utan sú siðasta, sem Þjóðvilj-
anum er meira en velkomið að
koma á framfærivið rétta aðila.
Þó er smálegt, sem mig langar til
þess að fá aö vita. Þeirri spurn-
ingu fylgir svolitill formáli.
,,&*á ekki djöfsa...?”
Bóndi nokkur, sem við skulum
nefna Jón, var dýravinur hinn
mesti, en orðlagður fyrir
flumbrugang og fljótfærni. A
heimili hans var köttur, mikið
uppáhaldsdýr. Með árunum
gerðist kötturinn hrumur og þar
kom, að nauðsynlegt þótti að
stytta honum aldur. Ekki treyst-
ist Jón til verksins, en leitaði
hjálpar nágranna. Vísaði Jón
granna sinum á köttinn, þar sem
hann lá undir bæjarvegg, léöi
honum byssu og hvarf svo inn i
bæ. Þar sat Jón sem á nálum og
beið, þvi vænt þótti honum um
kisa sinn.
Eftir litla stund gekk nágranni í
bæinn og hafði lokið verkinu. Jón
spurði tiðinda. Granninn lét vel
af, sagðist hafa hitt á köttinn sof-
andi og skotið umsvifalaust þann-
ig að kisi hefði aldrei orðið var
viö, hvað til stóð. Spratt þá Jón
bóndi úr sæti sinu og spurði flum-
ósa: „En brá þá ekki djöfsa,
þegar hann vaknaði?”
Hinir gamaltryggu fylgismenn
Þjóðviljans og Þjóðviljaflokk-
anna „þeir byltingarsinnuðu túlk-
endurmarxismans”, virðast hafa
rumskað við hávaðann i evrópu-
kom mahvellsprengjum Þjóð-
viljans. Það smálega, sem mér
leikur forvitni á að vita, er nokk-
urn veginn það sama og vakti
fyrir Jóni bónda:
„Brá þá ekki djöfsa, þegar
hann vaknaöi?”.
Sighvatur Björgvinsson