Alþýðublaðið - 21.01.1978, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 21. janúar 1978
alþýóu'
(Jtgefandi: Alþýöuflokkurinn.
Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Éinar Sigurðs-
son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, sími 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Augiýsingadeild,
Alþýðuhiísinu Hverfisgötu 10 — slmi 14906. Askriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f.
Askriftaverð 1500krónur á mánuði og 80krónur ilausasölu.
ÚR YMSUM ÁTTUM
framtíð verða minnis-
varði um mannkosti og
þrautsegju þjóðarinnar,
sem byggir þetta land.
Það verður áminning til
þeirra, sem vilja flýja af
hólmi á erfiðleikatímum
og segja ísland aðeins
vera fyrir hrafna og tóf-
ur.
Á þessum tímamótum
ber að flytja þakkir þeim
körlum og konum, sem
stóðu í eldlínununni í
Vestmannaeyjum og á
meginlandinu. Ekki síður
ber að þakka þann
bróðurhug, sem frændur
okkar í hinum norrænu
löndunum sýndu í
náttúruhamförunum og
eftir þær. Alþýðublaðið
flytur Vestmannaeying-
um hamingjuóskir með
mikinn og góðan árangur
og væntir þess, að byggð
megi blómgast í eyjunum
fögru um ókomin ár.
—AG
Mirinisvardi hugrekkis
og óbilandi bjartsýni
Á mánudaginn eru
f imm ár liðin síðan gosið í
Heimaey hófst. Engar
náttúruhamfarir hér á
landi hafa haft jafnmikil
áhrif á líf jafnmargra, að
frátöldum Móðuharðind-
unum 1783. Á einni nóttu
urðu um 5000 manns að
yfirgefa heimili sin og
byggðarlag og mikil rösk-
un varð á öllu þeirra lífi.
Oll þjóðin tók þátt í
þeim erf iðleikum sem að
steðjuðu, og sjaldan
hefur betur komið í Ijós
hve samhentir
Islendingar geta verið,
þegar mikinn vanda ber
að höndum. Viðbrögðin
eru kennslubókardæmi
um þá samkennd, er leys-
ist úr læðingi, þegar þessi
fámenna þjóð stendur
andspænis sameiginleg-
um óvini.
Það, sem gerst hefur á
þeim fimm árum, sem
liðin eru frá þvi að gosið
hófst, er líkast ævintýri.
Heilu byggðarlagi var
hótað algjörri tortímingu.
Ein mikilvægasta verstöð
landsins var nánast
dauðadæmd. En þrátt
fyrir illt útlit, þraut
aldrei kjark og bjartsýni.
Maðurinn bauð náttúru-
öflunum birgin og réðist
jafnvel í það að breyta
straumi hrauns.
Baráttan stóð lengi og
tjón varð gífurlegt.
Hundruð húsa fóru undir
hraun og gjall eða eyði-
lögðust af öðrum ástæð-
um. Þar sem áður voru
græn tún, glæsileg hús og
f agrir garðar, mynduðust
fjöll, hólar og hæðir úr
svörtu hrauni. Eðlilegt
hefði verið, að mönnum
hefðu fallist hendur og
þeir gefið sig örvænting-
unni á vald.Það gerðist þó
aldrei. Endurreisnar-
starfið hófst strax.
Nú, fimm árum síðar,
má sjá árangur, sem er
svo ótrúlegur að vart
hitinn úr hrauninu verið
virkjaður til húshitunar.
Auðvitað hefur allt
þetta kostað mikið fé og
deilur hafa risið vegna
nokkurra þátta uppbygg-
ingarinnar. En þaðer allt
hreint hjóm, ef höfð eru í
huga þau af rek, sem unn-
in hafa verið, — þar sem
kjarkur og dugur hafa
fariðsaman. Endurreisn-
arstarfið í Vestmanna-
eyjum mun um alla
verður lýst með orðum.
Hús hafa verið grafin úr
gjalldyngjunum, þúsund-
um lesta af gjalli ekið úr
görðum, af götum, túnum
og jafnvel Helgafell og
Heimaklettur hreinsuð.
Ný hús hafa verið reist,
ný byggð skipulögð,
höfnin hefur aldrei verið
betri, f lugvöllurinn
endurbættur, nýjar stofn-
anir hafa risið og með
einstöku hugviti hefur
Regn-
bogamál-
ið aldrei
rætt hjá
skipu-
lags -
nefnd!
Athygli hefur vakiö aö sam-
þykkt hafi veriö aö láta reisa
stórt og mikiö kvikmyndahús
Regnbogann viö Hverfisgötu i
Reykjavik, en i húsinu veröa
hvorki meira né minna en 4
sýningasalir þegar allir komast
I gagniö og oft margt um mann-
inn i blóinu og i nágrenni þess.
Eins og a.m.k. borgarbúar vita
er Hverfisgata ein af aöalum-
feröargötum borgarinnar og I
þokkabót mjó. Viö hana eru
sárafá bilastæöi og I nánd viö
Regnbogann er illmögulegt aö
finna bilastæöi nema upp á
gangstéttum eöa i húsasundum.
Hafa bióþyrstir bileigendur þvi
lagt fararskjótum sínum þar
sem þvi verður viö komiö — i
óþökk flestra húseigenda i ná-
grenninu. Hafa húseigendur
sem búa gegnt Regnboganum
við Hverfisgötu brugöiö á þaö
ráö aö setja trégrindur við
gangstéttarnar til aö varna þvi
aö bilum sé lagt fyrir útidyr
húsa þeirra. En nú er spurning-
in þessi: Af hverju sá skipu-
lagsnefnd Reykjavikur ekki
þennan vanda fyrir þegar bygg-
ing Regnbogans var leyfð?
Samkvæmt frétt i Timanum i
gær viröist svo sem máliö hafi
aldrei fyrir þessa nefnd komið!
„Pólitísk umfjöllun"
Frétt Tímans um máliö er hin
athyglisveröasta og er þvi rétt
aö kynna lesendum AB innihald
hennar:
„Helgi Hjálmarsson arkitekt,
en hann á sæti I nefnd þeirri sem
endurskoðað hefur aöalskipulag
Reykjavikurborgar,sagöi i sam-
tali við blaöiö aö hann hefði
aldrei haft neitt um máliö aö
segja,þvi,aö væntanleg bygging
kvikmyndahússins heföi aldrei
komiö fyrir skipulagsnefnd. —
Min skoöun er sú sagöi Helgi
aö þarna hafi stór hlekkur
brugöizt I keöjunni og ómerkari
mál en þetta biómál höfum viö I
skipulagsnefnd fengiö til um-
fjöllunar. Eg fagna aö visu öllu
sem getur oröið til þess aö lifga
upp á gamla bæinn en ég er ekki
sammála þessum vinnubrögö-
um.
Ef máliö kom ekki fyrir
skipulagsnefnd hvernig fór þaö
þá I gegnum borgarstjórn? Hjá
borgarstjóranum Birgi Isleifi
Gunnarssyni fengum við þær
upplýsingar að máliö heföi
fengiö eölilega afgreiöslu i
borgarstjórn. Það kom borgar-
stjóranum reyndar nokkuð á
óvart aö skipulagsnefnd heföi
ekki fengiö málið til umfjöllun-
ar eins og reglur segja fyrir um
og fengust ekki frekari skýring-
ar á þvi.
Bókanir sýna aö mál þetta
hefur veriö afgreitt á methraöa
og ef til vill ekki undarlegt þótt
skipulagsnefnd hafi veriö sniö-
gengin. Beöið er um heimild til
þess aö reka kvikmyndahús á
Hverfisgötu 54 þann 30. sept sl.
Fjóröa október er máliö tekiö
fyrir i borgarráöi og samþykkt,
en óskaö umsagnar umferöar-
nefndar. Sú gefur samþykki sitt
17. okt. og þann 18. er leyfiö um
kvikmyndahússrekstur sam-
þykkt einróma i borgarráöi aö
uppfylltum skilyröum bygg-
inganefndar, heilbrigöisráös og
eldvarnarnefndar. Alit skipu-
lagsnefndar virðist ekki
áriöandi og opnun hússins fer
fram á annan i jólum.
— Mál þetta hefur veriö af-
greitt á undarlegan hátt og
sýnist helzthafa fengiö pólitiska
umfjöllum, sagöi Guömundur
G. Þórarinsson verkfræðingur i
samtali viö Timann. — Ékkert
var leitaö til fagmanna skipu-
lagsnefndar og fbúar i nágrenni
biósins áttu sér einskis von. Slik
málsmeðferð er auðvitað fyrir
neðan allar hellur.”