Alþýðublaðið - 24.01.1978, Síða 6

Alþýðublaðið - 24.01.1978, Síða 6
6 Þriöjudagur 24. janúar 1978. Glæsileg afmælishátíd Kvenfé- lags Alþýduflokksins f Reykjavík Kvenfélag Alþýðu- flokksins I Reykjavík minntist40 ára afmælis sins með glæsilegri og fjölmennri samkomu i Hótel Esju á föstudags- kvöld. Þar var hvert sæti skipað, og þangað komu fulltrúar viða að af landinu. Rakin var saga félagsins, ávörp flutt og mikið sungið. Varð af þessu góð skemmtun og fróðleg samkoma. Félaginu bárust heilla- óskir og gjafir og aldr- aðar baráttukonur voru heiðraðar. Nánar verður sagt frá afmælishófinu siðar, en hér eru birt tvö ávörp, sem flutt voru: ávarp Kristinar Guðmundsdóttur, for- manns félagsins, og ávarp Ásthildar ólafs- dóttur, formanns Kvenfélags Alþýðu- flokksins i Hafnarfirði. Ásthildur Ólafsdóttir, formadur Kvenfélags Alþýöuflokksins í Hafnarfiröi: hvort það sé ekki brot á öllum jafnréttislögum að þau séu til. Það er sjaldnar minnzt á alla karlaklúbbana og karlafélögin og þeirra rétt til að lifa. Það er nefnilega þar sem annars staðar, að ekki er sama Jón og Séra Jón. Ég er sjálf ein þeirra, sem ekki er neitt yfir mig hrifin af hvorki kvenfélögum né karlafélögum. Ég hefi oft rætt um að það sé bæði úrelt og fjarri hugsunarhætti nú- timans að hafa sérfélög með tilliti til kynferðis manna. Mér finnst að menn eigi að skipa sér i félög eftir áhugamál- um og málefnum, en ekki eftir þvi hvort menn eru karlar eða konur. Ég get engan veginn skilið að konur og karlar skuli ekki vinna saman að áhugamálum sinum, t.d. i ýmsum mannúðar- og góð- gerðarfélögum. Og hvað með pólitisku félögin? Eigum við að stia þar i sundur kynjum, eigum við að fylkja unga fólkinu sér og gamla fólkinu sér? Við skyldum þó aldrei öll vera i sama bátnum, þegar allt kemur til alls? Félagshreyfingar og þjóðfélög, mannleg hugsun og lifnaðarhætt- ir, allt er þetta breytingum háð og þróast og þroskast vonandi frá einu timabili til annars. Og ég held að enn eigi bæði kvenfélög Alþfl. og félög ungra jafnaðarmanna allverulegan til- verurétt. Við erum ekki tilbúnar að ganga á jafnréttisgrundvelli i al- gert samfélag með körlunum og hasla okkur þar völl með sama öryggi og málgleði og þeir. Ekki ennþá!! En sá timi kemur og von- andi fyrr en seinna. Alþýðuflokkskonur hafa ýmist verið fáar eða engar i bæjar- stjórnum og á Alþingi, i flokks- stjórnum eða mikilvægum nefnd- um. 1 Hafnarfirði hefur t.d. að- eins ein kona setið i bæjarstjórn I 4 ár samfleytt, og áttum við þó 5 menn i bæjarstjórn i yfir 20 ár — og nú i nokkra mánuði höfum við áttkonu fyrir bæjarfulltrúa af þvi aö örlögin höguðu svo til að tveir bæjarfulltrúar okkar fluttu burt úr bænum. En konurnar i kvenfélögum flokksins hafa stutt flokkinn dyggilega á liðnum árum. Þær hafa safnað peningum, sem runn- ið hafa i flokksstarfið. Þær hafa viða verið undirstaðan i flokks- starfinu. Og þær hafa kannski oft- ar en menn grunar verið drjúgar i persónulegum áróðri og árang- ursrikari málflytjendur Alþýðufl. og jafnaðarstefnunnar, en þeir sem hærra hafa haft á málaþing- um og mannafundum. En á fund- um okkar hefur skort pólitiska umræðu og almennari þátttöku I umræðum um þjóðfélagsmál. A þessu þarf að verða gagnger breyting, ef við viljum að mark verði tekið á okkur og við höfum einhver áhrif. En ég vil taka það skýrt fram að enda þótt ég telji að við i fram- tiðinni eigum öll að starfa saman i einu félagi, vinna öll saman að áhugamálum okkar á grundvelli jafnréttis og jafnaðar, þá þýðir það ekki það, að ég vilji hverfa til karlmannasamfélagsins og karlafélaganna eins og þau eru i dag. Nei, við konurnar höfum þar hlutverki að sinna og verk að vinna. Viö þurfum að gera karla- samfélagið manneskjulegra og betra, karlafélagið hlýrra og við- felldnara. Okkur konum er stund- uð hrósað fyrir ástúð, bliölyndi umburðarlyndi og umhyggju. Eiginleikar sem eru taldir góðir heima fyrir, en ekki ef maður ætl- ar að komast áfram i þjóðfélag- inu. En þessa eiginleika þurfum við að flytja með okkur inn i sam- félagið, inn i bæjarstjórnir og inn á Alþingi. Við þurfum að skafa skrápinn af karlmönnunum, hörkuna og miskunnarleysið, sem stundum hafa af misskilningi orð- ið einkennismerki karlmennsk- unnar. Þá verður lifið fegurra og mannheimur betri. Kvenfélagið okkar var stofnað fyrir 40 árum. I kjölfar þeirra stofnunar sigraði Alþýðuflokkurinn i mjög tvísýn- um bæjarstjórnarkosningum hér i Hafnarf. eftir að hafa tapað fyrir Sjálfstæðisflokknum i alþingis- kosningum - nokkrum mánuðum áður. Og þannig þurfum viö að vinna nú, bæði hér og annars staðar. Við eigum og þurfum alls staðar að vera i sókn. Framundan eru bæði sveitarstjórna- og alþingiskosn- ingar. Sóknin til nýrra sigra er hafin og enginn má liggja á liði sinu. Agætu kvenfélagskonur. Sýnið mér ofurlitla þolinmæöi enn, þvi að nú er tekið að siga á seinni hlutann á þvi, sem ég ætla að segja hér i kvöld. Ég er hér með ofurlitla gjöf til ykkar frá Kvenfélagi Alþfl. i Hafnarfirði. Þetta er fundarham- ar sem Sveinn ólafsson mynd- skeri hefur smiðað. Og eins og klukkan frá ykkur er táknræn okkur Alþfl. konum i Hafnarfirði, þá vona ég að einnig geti þessi fundarhamar talað til ykkar táknmáli sinu. Höfuð hans er mótað af al- heimsmerki jafnaðarmanna hendinni og rósinni. Það minnir á takmark og hlutverk jafnaðar- stefnunnar og tilganginn með starfi okkar. Og með fundarhamrinum skal halda uppi stjórn og reglu á fund- um og mannþingum, gæta þess að réttur hvers og eins fundarmanns sé i heiðri hafður. Ég vil nú biðja formanninn ykkar — hana Kristinu okkar — að koma hingað til min og veita þessari gjöf viðtöku ásamt heilla- óskum og baráttukveðjum frá okkur konunum i Kvenfélagi Alþfl. i Hafnarfirði. Og áður en ég sleppi henni Kristinu héðan frá mér vil ég minna á það sem sagt var forð- um, að lengi getur maður á sig blómum bætt. Þess vegna Kristin vil ég afhenda þér þennan blóm- vönd til félagsins ásamt afmælis- óskum og árnaðaróskum frá Sambandi Alþýðuflokkskvenna en stofnun þeirra samtaka er að mestu leyti þitt verk að öllum öðrum ólöstuðum, án þin væri Samband Alþfl.kv. sennilega ekki enn stofnaö. Og I þeim samtökum eruð þið stór og mikilvægur þátt- ur, sterkur þáttur I þvi órjúfandi bandi vináttu og hugsjóna sem tengir okkur saman Alþýðu- flokkskonur um land allt. Megi gifta og gróska fylgja ykkur og starfi ykkar um alla framtið. Ég flyt ykkur öllum hjartanleg- ar þakkir fyrir ánægjulegar sam- verustundir og samvinnu bæði fyrr og siðar, ásamt innilegum hamingjuóskum frá Kvenfélagi Alþýðuflokksins i Hafnarfirði. Við Alþýðuflokkskonurnar i Hafnarfirði hyllum ykkur i dag fyrir 40 ára starf fyrir jafnaðar- stefnuna og Alþýðuflokkinn. Jafnframt heitum við á ykkur að herða enn sóknina og sigurvilj- ann, þvi aö enn erum við skammt á veg komnar á leiðinni til fyrir- myndar þjóðfélagsins. Máltækið segir að allt sé fertug- um fært og við Alþýöuflokksfélög- in bæði i Hafnarfirði og Reykja- vik skulum sýna og sanna i náinni framtið sannleiksgildi þessara orða. Þá vil ég nota tækifærið til þess að þakka ykkur bæði hamingju- óskir og ágæta gjöf, sem formað- ur ykkar Kristin Guðmundsdóttir færði okkur kvenfélagskonunum i Hafnarfirði þegar við áttum 40 ára afmæli hinn 18. nóv. sl. Gjöfin ykkar, ein forláta klukka, prýðir nú einn vegginn i félagsheimili okkar i Alþýðuhús- inu i Hafnarfirði. En þessi klukka er ekki aðeins augnagaman og stofuprýði. Hún hefur bæði i minum huga og margra annarra félagskvenna margvislega og fjölþætta merk- ingu. Hún segir okkur hvaö tim- anum liður, hvað klukkan er hverju sinni, minnir okkur á að timinn biður ekki eftir okkur og þess vegna verðum við að nota vel hverja stund og þau tækifæri sem hún býöur upp á. Klukkan minnir okkur lika á það hversu nauðsynlegt er að fylgjast meö timanum og á það, að aldrei má slaka á, heldur sækja fram i tim- ans rás, jafnt og þétt. Ef klukkan hikar eða stanzar, þá bregst hún hlutverki sinu, þá verður hún á eftir timanum. Það sama á við um okkur. Viö megum hvorki hika né stanza, ef viö vilj- um vera trúar hlutverki okkar, ef við viljum ekki verða á eftir tim- anum, eftirbátar annarra. Og eins og timinn sem klukkan er tákn fyrir er eilifur, eins skal samhugur okkar og ykkar, sam- vinna og samverustundir engan endi taka. Þaö er stundum rætt og ritað um það nú á þessum jafn- réttistimum, hvort kvenfélög eigi yfirleitt nokkurn rétt á sér og „Við þurfum að gera karla samfélagið manneskjulegra"

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.