Alþýðublaðið - 24.01.1978, Qupperneq 7
Þriðjudagur 24. janúar 1978.
7
Kristfn Guðmundsdóttir, formadur Kvenfélags
Alþýðuflokksins í Reykjavík
„Hlutur kvenna
í stjórn-
málabaráttu”
Er viö nú höldum hátiölegt 40
ára afmæli Kvenfélags Alþýðu-
flokksins i Reykjavik,verður mér
hugsað til stöðu Alþýðuflokksins i
islenskum stjórnmálum, svo og
hlutverks kvenfélaga hans i
stefnu og störfum flokksins.
Telja verður að Alþýðuflokkur-
inn eigi nú vaxandi fylgi að fagna
með þjóðinni. Hann hefur fyrstur
flokka haft opið prófkjör, sem
mikill fjöldi fólks hefur tekið þátt
i, hann hefur gert opinberlega
grein fyrir fjármálum sinum,
einnig fyrstur islenskra stjórn-
málaflokka, og likur eru á þvi, að
framboðslista hans að þessu
sinni, skipi ungt og dugmikið fólk
með nýjar og ferskar hugmyndir,
svo og mun fleiri fulltrúar úr
verkalýðshreyfingunni en verið
hefur um langa hrið.
En það sem ég vil leyfa mér að
gera sérstaklega að umræðuefni
á þessum timamótum i sögu
Kvenfélags Alþýðuflokksins i
Reykjavik, er hlutur kvenna i
stjórnmálabaráttunni — bæði
sem frambjóðenda, áróðurs-
manna og kjósenda.
Konur hafa frá upphafi haft
mun minni áhrif á gang stjórn-
mála en fjöldi þeirra gefur til
kynna. Þó að talið sé, að konur
séu um 50% kosningabærra
manna i lýðræðisrikjum heims,
eru stjórnmálaáhrif þeirra marg-
falt minni en karlmanna og nægir
i þvi sambandi aö benda á að kon-
ur eiga langtum færri fulltrúa á
þingi og i sveitastjórnum, bæði
hér heima og erlendis.
Þetta sýnir, svo að ekki verður
um villst, að til þess að gera sig
gildandi i stjórnmálum, og til
þess einfaldlega, að á konur verði
hlustað, verða þær að mynda með
sér félög eða sambönd innan
þeirra stjórnmálaflokka sem þær
aðhyllast. Það verður að segjast
eins og er, — og er það byggt á
reynslunni hérlendis og erlendis-,
og vitna ég i þvi sambandi til álits
forystumanna alþjóðasambands
jafnarmanna —, að karlmenn
hafi hvorki sýnt frumkvæði né
sérstakan áhuga i þá átt að styðja
þær til stjórnmálaþátttöku eða
trúnaðarstarfa á vegum stjórn-
málaflokka.
Kvenfélög Alþýðuflokksins i
Reykjavik og Hafnarfirði höfðu á
sinum tima frumkvæði að stofnun
Sambands Alþýðuflokkskvenna,
en tilgangur með stofnun þeirra
samtaka var sá, að ná til sem
flestra alþýðuflokkskvenna um
land allt, félagsbundinna sem ó-
félagsbundinna, virkja krafta
þeirra og áhuga, i þágu flokks-
starfsins og tengja þær nánari
böndum, þóað fjarlægð skildi þær
að. í þvi sambandi er rétt að
minna á það, að hinn rétti staður
islenskra alþýðuflokkskvennna
eru kvenfélög flokksins, þar sem
þau eru, svo og landssambandið,
og óneitanlega finnst okkur kven-
félagskonum það ankannalegt, að
allmargar alþýöuflokkskonur
skuli telja sig betur komnar i öðr-
um flokksfélögum — hvort sem
það er nú vegna misskilnings eða
fyrir fordildar sakir. Það drepur
flokksstarfinu á dreif, sundrar
einingu þeirra sem að réttu lagi
ættu að standa saman og veldur
margvislegum glundroöa og
skilningsleysi meðal samherja.
Frumkvæðiö að stjórnmála-
starfi kvenna með virka þátttöku
fyrir augum, hefur fyrst og
fremst komið frá samtökum
kvennanna sjálfra. Það er álit
sérfróðra manna, að karlmenn
hafi þegar lagt svo mikið af
mörkum til hinnar pólitisku þró-
unar, að frá þeim sé ekki eins
mikils að vænta i framtiöinni og
konunum, sem enn hafa ekki
fengiö tækifæri til þess aö sýna
hvaö i þeim býr. Má þvi óefað
gera ráð fyrir, aö þær eigi eftir að
koma meö ýmsar þær lausnir á
aðsteðjandi vandamálum sem
karlmönnunum hefur enn ekki
tekist aö koma auga á.
Ef þaö er ekki einmitt hlutverk
jafnaðarmannaflokks eins og Al-
þýðuflokksins, aö rétta hlut
kvenna i opinberu lifi og efla áhrif
þeirra á gang mála innan þjóðfé-
lagsins, þá veit ég ekki hvert kon-
ur eiga að leita. Og sá stjórn-
málaflokkur er alls ekki sannur
jafnaðarmannaflokkur og er þvi
að villa á sér heimildir, sem
bregst þvi hlutverki að efla jafn-
rétti kvenna til móts við karla og
veita þeim brautargengi i sinum
röðum.
Stund konunnar er runnin upp,
einnig i islensku þjóðfélagi. Lyft-
um þvi merki konunnar hátt á loft
i nafni jafnaðarstefnunnar, látum
Alþýðuflokkinn verða fyrstan is-
lenskra stjónmálafl. til þess
að veita konum brautargengi til
jafns við karlmenn. Þá mun eng-
inn leyía sér að kalla hann litinn
flokk lengur, þvi að þá mun hann
vaxa að áhrifum og atkvæðatölu
umfram alla hina, sem ennþá
halda konunum niðri.
Að svo mæltu vil ég óska þess
aö islenskar konur og Alþýöu-
flokkurinn eigi samleið hér eftir
sem hingað til — og það i ennþá
rikari mæli en verið hefur.
Frambjóðendur og stjórn
Alþýðuflokksins þinga
A laugardaginn var haldinn i
Hótel Loftleiðum fundur með
nokkrum efstu mönnum á fram-
boðslistum Alþýðuflokksins við
næstu alþingiskosningar og
stjórn Aiþýðuflokksins.
A þessum fundi var fjallað um
starf og skipulag kosningabar-
áttunnar, ýmsa málafiokka,
samstarf flokks og frambjóð-
enda og fleiri mál. Fundurinn
tókst vel I hvivetna og veröa
fleiri sllkir fundir haldnir á
næstunni.
Þátttakendur voru 20. Þeir
eru á þessari mynd, talið frá
vinstri: Arni Gunnarsson, rit-
stjóri (2. sæti Norðurland
eystra); Hörður Zóphaniasson,
formaöur Fræðsluráðs Alþýðu-
flokksins; Finnur Torfi Stefáns-
son, lögfræöingur (1. sæti
Norðurland vestra); Jón Helga-
son, formaöur Verkalýösfélags-
ins Einingar á Akureyri (3. sæti
Norðurlandi eystra); Bragi
Sigurjónsson, bankastjóri (1.
sæti Noröurlandi eystra);
Eyjólfur Sigurösson, formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðu-
flokksins; Eiöur Guönason,
fréttamaður (l. sæti Vestur-
landskjördæmi),Jóhanna Sig-
urðard. skrifstofum. (3. sæti
Reykjavik) Benedikt Gröndal,
formaður Alþýðuflokksins (1.
sæti Reykjavik); Kristin Guð-
mundsdóttir, gjaldkeri Alþýöu-
flokksins; Sighvatur Björg-
vinsson, alþingismaöur (1. sæti
Vestfjarðakjördæmi); Karl
Steinar Guönason, formaöur
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavikurf^. sæti Reykjanes-
kjördæmi); Kjartan Jóhanns-
son, verkfræöingur fl. sæti
Reykjaneskjördæmi); Vilmund-
ur Gylfason, menntaskóla-
kennari (2. sæti Reykjavik);
Erling Ævar Jónsson, skip-
stjóri (3. sæti Suöurlandskjör-
dæmi); Björn Jónsson, forseti
ASI, ritari Alþýðuflokksins;
Hreinn Erlendsson, verka-
maöur (4. sæti Suöurlandskjör-
dæmi); Agúst Einarsson fram-
kvæmdastjóri (3. sæti Suöur-
landskjördæmi); Bjarni P.
Magnússon, fræðslustjóri
Alþýðuflokksins; og Magnús
Magnússon, fyrrum bæjarstjóri
i Vestmannaeyjum (Suð-
urlandskjördæmi).
Ekki komust allir til fund-
arins.sem boðaðir höfðu verið,
en allir frambjóöendurnir, sem
sátu hann, hafa verið kjörnir i
prófkjOTum flokksins siðustu
mánuöi.