Alþýðublaðið - 24.01.1978, Side 12

Alþýðublaðið - 24.01.1978, Side 12
Útgefandi Alþýöuflokkurinn Hitstjórn Alþýöublaösnins er aö Siöumúla 11, slmi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. alþýöu hlaðið Prófkjör Framsóknar: Einar og Guðmundur í fyrsta og öðru sæti — Þórarirm Þórarinsson, fallinn miðað vid óbreytta þingmannatölu Framsóknar — Kristján Benediktsson í fyrsta sætið í borgarstjórn ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 1978 Þegar blaðið fór í prentun i nótt höfðu eftirfarandi tölur borist frá talningu úr prófkjöri Fram- sóknarmanna vegna al- þingiskosninga. Mögulegt er að tölur þessar breytist eitthvað örlítið. Einar Ágústsson, utanrikis- ráðherra, hlaut fyrsta sætið i prófkjöri framsóknarmanna, vegna fyrirhugaðra alþingis- kosninga. Einar fékk 2256 at- kvæði til fyrsta sætis og 4715 at- kvæði alls. Guðmundur G. Þór- arinsson hlaut 2587 atkvæði i 1. og 2. sætið samanlagt og þar með 2. sætið á framboðslistan- um. I 3. sætið kom siöan, mörg- um á óvænt, Þórarinn Þórarins- son, alþingismaður, með 1931 atkvæði, (samanlagt úr 1.2 og 3.) en samtals hlaut Þórarinn 2501 atkvæði. 1 4. sætið leyti sið- an Sverrir Bergmann með sam- tals 2985 atkvæði. Næstur, samkvæmt atkvæða- magni/kom Kristján Friðriks- son, iðnrekandi með samtals 2688 atkvæöi. L tlu munaði að Kristjáni tækis' að velta Þór- arni niður i 5. sætið þar eð litlu munaði á atkvæðamagni þeirra til 3. sætis. Kristján fékk þar 1925 atkv. á móti 1931 atkv. Þór- arins. Varð þetta til þess að at- kvæði þeirra voru talin sérstak- lega . Svo fór þó að lokum að þingmaðurinn hafði iðnrekandann undir. Þórarinn er þó fallinn út af þingi, miðað við að Fram- sóknarflokkurinn verði áfram með tvo þingmenn úr Reykja- vik. 1 prófkjörinu var kosið um fjögur sæti. Kjósendur áttu að merkja meö tölustöfum við fjóra menn, hvorki færri né heldur fleiri. Alþýðublaðið náði tali af Einari'Ágústsyni siðdegis i gær, en þá var endurtalningu at- kvæða ekki lokið að fullu. Af þeim sökum kvaðst Einar ekki vilja tjá sig um niðurstöðu próf- kjörsins, að öðru leyti en þvi að hann væri ánægður með sinn hlut og bað hann blaðið að koma á framfæri þakklæti til þeirra sem hefðu stutt hann i prófkjör- inu. — Ég er mjög ánægður með þessa niðurstöðu sagði Guð- mundur G. Þórarinsson verk- fræðingur, en hann hlaut annað sætið i prófkjörinu til Alþingis- kosninganna. Sérstaklega kvaðst hann ánægður með þátt- tökuna i prófkjörinu og taldi hann hana bera vott um að staða Framsóknarflokksins væri sterk um þessar mundir. — Mina útkomu i þessu próf- kjöri þakka ég fyrst og fremst miklu skipulagi og gifurlegri vinnu bæði vina og stuðnings- manna. Eins og menn kannski vita þá var flokksvélin hér i Reykjavik á móti mér og af þeim sökum er þetta jafnvel enn meiri sigur fyrir mig en beinar tölur gefa til kynna.— Kristján Benediktsson, borgarráðsmaður, hreppti efsta sætið i prófkjöri framsóknar- manna vegna fyrirhugaðra borgarstjórnarkosninga i Reykjavik. Kristján hlaut 2534 atkvæði til fyrsta sætis, en 4106 atkvæði aíls. Annað sætið féll i hlut Gerðar Steinþórsdóttur. Hún hlaut 2023 atkvæði annars sætis (samanlagt úr fyrsta og öðru), en 4002 atkvæði alls. Eirikur Tómasson, aðstoðar- maður dómsmálaráðherra, hreppti þriöja sætið. Hann fékk 2695 atkvæði til þess sætis (samanlagt úr fyrsta, öðru og þriðja), en 3164 atkvæði alls. Fjórða sætið kom i hlut Valde- mars Kr. Jónssonar hann hlaut samtals 2528 atkvæði. Ekki var kosið til fleiri sæta, en næstir komu að atkvæða- magni i 5. sæti Jónas Guð- mundsson,listmálarim.fl., með 2215 atkvæði og i 6. sæti Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi, með 2018 atkvæði. Fall Alfreös er hátt, þar eð Framsóknar- flokkurinn hefur tvo menn i borgarstjórn. Talið hafði verið að baráttan um annað sæti á listanum yrði milli Alfreðs og Eirfks Tómassonar. Svo fór þó ekki. Kjósendur i prófkjörinu felldu Alfreð, en veittu Gerði það brautargengi sem nægði henni til annars sætis. Kom ýmsum þetta mjög á óvart. ES Selur ríkið hlutabréf í Slippstöðinni og Þormóði ramma? Nefndin ,,um minnkun rikis- umsvifa” gerist nú æði um- svifamikil. 1 áfangaskýrslu sinni er þess getið aö á næstunni muni nefndin meta, hvort æski- legt sé aö seld verði hlutabréf rikisins i ýmsum fyrirtækjum, til dæmis i Slippstööinni á Akur- eyri og i Þormóði ramma á Siglufirði. Þá er á næstunni að vænta umsagnar nefndarinnar um Ferðaskrifstofu rikisins og Bifreiðaeftirlit rikisins. ES Ólafur Jóharmesson: Bodar skýrslu um stödu dómsmála — og frumvarp um heildarlöggjöf fyrir banka Ólafur Jóhannesson, dóms- og bankamálaráöherra, boðaði á þingi i gær, að hann muni á næstu dögum leggja fram frum- varp um heildarlöggjöf fyrir rikisbankana og einnig að hann muni leggja fram á næstunni greinargerð um stöðú dóms- mála i landinu. Þessar upplýsingar komu fram, þegar ráðherrann svaraöi fyrirspurn frá Sighvati Björgvinssyni um Landsbanka- málið svokallaða, en frá þvi er nánar greint á öðrum stað I blaðinu. Ólafur tók fram, að banka- málafrumvarpið væri samiö áö- ur en f jársvikin i Landsbankan- Ólafur Jóhannesson um komust upp, en þess mætti þó geta aö i frumvarpinu væru mun itarlegri ákvæði um endur- skoðun en i núgildandi lögum. Auk þess er þar að finna heimild til að ráða sérstaka starfsmenn aö bönkunum, sem hafi það hlutverk að fylgjast meö öllu þvi sem þeir kjósa i rekstri bank- anna — eftir nánari reglum sem bankaráð setur. Um væntanlega dómsmála- skýrslu hafði ráðherrann fá orð, en tók þó fram að i henni væri svonefnt Alþýðubankamál tekið til umræðu, en I fyrirspurn Sighvats Björgvinssonar um Landsbankamálið, var vikið að þeim drætti sem oröið hafi á rannsókn Alþýðubankamálsins. Útflutningur garns til verksmiðjuframleidslu erlendis: Pétur Eiríksson, forstjóri Álafoss: Skadar ekki íslenzk an ullariðnað — 1600 kr. fást fyrir garnkílóiö erlendis, 1200 kr. hérlendis Pétur Eriksson, forstjóri Alafossverksmiðjanna kvað fyr- irtækið hafa flutt út garn til ýmissa landa allt frá árinu 1968, þá er blaðamaður Alþýðublaðsins innti hann þessa i gær. Hann sagöi það einnig rétt vera að út- flutningur væri m.a. hafinn til S- Kóreu. Um 35% framleiðslu verk- smiðjanna á garni væru flutt út til sölu á erlendum mörkuðum, en helstu kaupendur þar eru versl- anir. Nokkur hluti er þó seldur erlcndum ullarvöruframleiðend- uin. Það magn sem flutt hefur vcrið út siðustu ár er um 50 tonn. Litlar breytingar hafa verið á þeirri stærð og er ekki gert ráð fyrir neinni verulegri söluaukn- ingu á næstunni. Auk Alafoss mun Gefjun einnig hafa staðið að nokkrum útflutningi. Að áliti Péturs hefur þessi út- flutningur garnsins ekki valdið islenskum útflutningi fullunninna ullarvara nokkrum skakkaföllum og ætti ekki að koma til með að gera það. Astæðuna fyrir þvi hversvegna islenskir útflytjendur ullarvara þyrftu ekki að óttast neina samkeppni af hálfu erlendra aðila kvað Pétur vera gæði og verð hinnar islensku framleiðslu. Viöskiptavinir versl- ana þeirra er seldu islensku vör- una væru efnafólk er leggði áherslu á gæöi ekki siður en vöru- merki og framleiðsluland. Sala erlendu vörunnar ætti fremur að verða til þess að auglýsa þá islensku upp en ekki valda henni samkeppni. Álafoss eða aðrir út- flytjendur islenskra ullarvara þyrftu þvi ekkert að óttast. A erlendum mörkuðum hafa islenskir útflytjendur garns feng- ið um 1600 krónur fyrir hvert kiló garns er þeir seldu, hér heima mun verðið vera 1200 kr. kilóið að sögn Péturs. Hér er þvi um tals- verðan mun að ræða og þvi sala islensk garns á erlendum mörk- uðum drjúg tekjulind jafnframt seljendum sem gjaldeyrissjóð- um. Pétur gat þess og tii gam- ans að þá er 1455 krónur fengjust fyrir hvert kiló fullunninna ullar- ábreiðna fengjust sem fyrr sagði 1600 krónur fyrir hvert kiló garns. Það er þvi augljóst mál eftir umsögn þeirra Péturs og Hjartar að dæma að skiptar skoðanir eru um sölu islensks ullargarns til erlendra aðila og þá sérstaklega til erlendra verksmiðja. En vænt- anlega munu málin skýrast á næstu mánuðum. J.A. Skerðir samkeppnisað- stöðu íslenzku vörunnar — segir Hjörtur Eiriksson, deildarstjóri Þá er blaðamaður Alþýðublaðsins hafði samband við Hjört Eir- íksson, dei Idarst jóra Iðnaðardeildar SIS á Akureyri og spurði hann álits á garnsölu Álafoss til Suður-Kóreu sagðist hann lítið geta sagt um þessi mál að sinni. Hann tók þó skýrt fram að útf lutningur þessi á garni til verksmiðjuf ram- leiðslu fullunninna ullar- vara væri mjög svo nei- kvæður fyrir íslenzkan vef naðariðnað. Hann sagði Álafoss vera að láta vinna fyrir sig vörur erlendis sem síðar skertu samkeppnisaðstöðu islenzku vörunnar. Að vísu kvað hann ekki enn komna reynslu á þetta fyrirbæri en þegar liði á árið myndu málin skýrast betur. Hann sagði sárt að vita til þess að þegar verið væri að reyna að byggja upp þennan iðnað hérlendis þá kæmu inn- lendir aðilar til skjalanna og spilltu fyrir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.