Alþýðublaðið - 26.01.1978, Side 7

Alþýðublaðið - 26.01.1978, Side 7
7 {jfjjfSy jFimmtudagur 26. janúar 1978. SKOÐUN Vilmundur Gylfason skrifar: Gegn útflendum kratapeningum bað hefur ekki veriö neitt leyndarmál, hvorki innan Al- þýðuflokksins eða utan hans, að ég hefi verið þeirrar skoðunar, 'aö leggja beri Alþýðublaðið nið- ur, sé ekki hægt að reka það sem hvert annað fyrirtæki væri. Það var ljóst á miðju siðasta sumri, að samningur sá sem gerður var við Reykjaprent hf. um út- komu blaðsins myndi renna út um áramót og allsendis væri ó- vist um áframhaldandi útkomu blaðsins. Þá virðist ljóst að Al- þýðublaðið er rekið með all- verulegu tapi. Ég lét þá þegar i ljósi þær skoðanir, og mér er ljóst að það var við takmarkaöa vinsældir margra flokkssyst- kina minna, að ef ekki væri hægt að gera samninga við einkaað- ila um útgáfu blaösins, og ef ekki fyndist rekstrargrundvöll- ' ur fyrir blaðið, þá bæri að hætta útgáfu þess og leita annarra úr- ræða. Rökin fyrir þessari tillögu voru og eru ofureinföld: Það er i eðli sinu siðlaust að reka fyrir- tæki með tapi, nema ástæöur séu'þeim mun brýnni og þjóni tilgangi réttlætis i einni eöa annarri mynd. Slíkt gildir ekki um dagblaðaútgáfu á árinu 1978. Alþýðublaöið hefur lengi verið rekið með tapi. Það hefur gert flokknum og forustumönn- um hans erfitt um vik, flækt stjórnmálasamtökin inn i vafa- söm bankaviðskipti, og að minni hyggju stórlega skert skoöana- og athafnafrelsi flokksmanna. Taprekstur dagblaöa er að minni hyggju einhver alvarleg- asta rótin að margrómuðu sam- tryggingakerfi stjórnmála- flokkanna. Þar hittast þeir allir i bræðralagi, en sennilega við takmarkað jafnrétti og enn tak- markaðra frelsi, á dúnmjúkri sæng bankaráðanna og vefjast saman i net þagnar og spilling- ar. Það verður ekki vart ágrein- ings stjórnmálaflokkanna um bankana eða stjórnun þeirra. Glæpamál i bönkunum eru nán- ast sameiginleg vandræðamál þeirra. Vandinn er enn fremur sá, að allur þorri fólks, þar á meöal einlægt stuðningsfólk Al- þýðuflokksins sem þar hefur starfað árum saman, gerir sér enga grein fyrir þvi, þvilikt fjármagn liggur að baki dag- blaðs, þvilikt rosafyrirtæki þetta er orðið. Það er af sú tiöin þegar Ólafur Friðriksson skrif- aði blaðiö nánast einn frá degi til dags. Neyzluvenjur fólks hafa einnig breytzt. Og þar sem ekki er lengur grundvöllur fyrir útgáfu dagblaös, þá á að hætta henni og leita annarra leiða til þess að koma skoðunum slnum á framfæri. Dagleg flokksmálgögn, og hugmyndin sem að baki þeim liggur, eru úrelt fyrirbæri. Hug- myndin er auðvitað sú að reka blaðiö sem almennt og heiðvirt fréttablað, en læða siðan inn á- róðri i formi frétta. Neytendur hafa einfaldlega prótesterað. Þeir hafna sliku formi fram- setningar. Blöð eiga annað hvort að vera almenn, eða hreinpólitisk. Ég get vel skilið það, að fyrir margt fólk, einkum eldra fólk sem árum saman hefur starfað i Alþýðuflokknum, og eytt oft takmörkuðum fristundum sin- um til þess að veita hugsjónum hans brautargengi, verði það tilfinningalegt áfall, ef Alþýðu- blaðið hætti að koma út einn góðan veðurdag. Ég get einnig vel skilið þau rök margra for- ustumanna Alþýðuflokksins að það verði með öllum ráðum að halda blaðinu úti, islenzkar að- stæður séu þannig að stjórn- málaflokkur verði að hafa dag- legt málgagn. Leiðaralestur 1 morgunútvarpi eru einnig þung rök, enda mikið á þann lestur hlustað. Alla vega megi það ekki gerast að blaðiö hætti að koma út rétt fyrir kosningar. En þessi rök réttlæta það samt ekki að fá f járstuðning frá útlendingum til þess að halda blaðinu úti, jafnvel þótt vænir útlendingar séu. Blöð hérlendis eiga i harðri innbyröis sam- keppni og eru sennilega gefin út á mettuðum markaði. Hvert er- um við komin, ef það er ekki at- hugavert aö fá aðstoð úr erlend- um sjóöum til þess að geta boðið betur en keppinauturinn? Sem prinsip er það auðvitað afleitt og fyrir neöan allar hellur. Verjendur kratapeninganna hafa sagt að allir viti aö Mogg- inn sé fjármagnaður fyrir heild- salafé gegn um auglýsingar. Timinn sé fjármagnaður af auö- hringnum sem eitt sinn var hug- sjón og heitir SÍS. Og að enginn viti hvernig Þjóðviljinn sé fjár- magnaður, ekki einu sinni svo- kallaður innsti hringur i flokkn- um. Allt kann þetta að vera satt og rétt. Þetta skiptir bara engu máli. Alþýðuflokkurinn er auk þess hvorki Framsóknarflokk- ur, Sjálfstæðisflokkur eða Al- þýöubandalag. Alþýðuflokkur- inn sem stjórnmálaafl á ekki að þurfa á þvi að halda að rifja upp ávirðingar annarra þegar hann hefur sjálfur stigið yfir vel- sæmismörkin. Þaö hefur verið sérgrein annarra. Kjarni þessa máls er sá að er- lendur styrkur til útgáfu Al- þýðublaðsins, jafnvel þótt um skamman tima sé, rýrir getu Alþýðuflokksins til samfélags- legs aðhalds: þvælir honum inn i samtryggingu. Það er vissu- lega til mikilla bóta og forustu flokksins til nokkurs hróss, að ekki skuli vera neytt leynimakk, heldur umræöur um þessi mál fari fram fyrir opnum tjöldum. En einmitt þess vegna ætti einn- ig að vera hægt að snúa við blaðinu. Dagleg málgögn stjórnmála- flokka eru úrelt og enda ná þau ekki til lesenda nema I mjög takmörkuðum mæli. Mér er ljóst að Alþýðuflokkurinn er fangi kerfis sem hann sjálfur hefur átt dr júgan þátt i að móta. Fölsk útgáfustarfsemi sem er i sára- litlum tengslum við neytendur, en er haldið uppi meö tap- rekstri, bankafyrirgreiðslum og gengur þó ekki, er snar þáttur I gamla samtryggingakefi stjórnmálaflokkanna. En Al- þýöuflokkurinn er einmitt að brjótast út úr þessum vitahring, og hefur stigið mörg spor I þá átt: Til að mynda opinberar fjárreiður og opin prófkjör. Það væri afleitt að fara nú að þvæla sér inn i óvenjanlega fjármála- starfsemi. Fólk veröur að átta sig á þvi, að um langa hrið hefur þessi blaðrekstur verið myllusteinn um háls þeirra, sem hafa verið i forustu fyrir Alþýðuflokknum. Það er sannleikur málsins. Aróðursgildi blaðsins er hins vegar ekki ýkja mikið. Rekstur Alþýðublaðsins hefur neytt for- ustumenn, fjölmenna sveit for- ustumanna, til þess að standa i bankaviðskiptum sem ætti að vera fyrir neðan virðingu stjórnmálaflokks. Þetta er miklu alvarlegra mál heldur en framtið Alþýðublaðsins. Subbu- skapurinn i bankakerfinu stafar ekki sizt af þvi, að stjórnmála- flokkarnir eru meira eða minna háðir þvi, og duga þess vegna ekki til þess aðhalds, sem þeim ber að hafa. Þessa þróun verður að stöðva og Alþýðuflokkurinn á að verða til þess að stöðva hana. Það verður ekki gert með þvi að þiggja gjafir erlendis frá. Það verður gert með þvi að haga sér eftir þvi sem aðstæður leyfa. Al- þýðuflokkurinn hefur ekki efni á þvi að gefa út dagblað. Þess vegna á Alþýðuflokkurinn ekki aö gefa út dagblað. Þegar Þjóð- viljinn hefur gagnrýnt erlenda kratapeninga, þá hefur Þjóð- viljinn rétt fyrir sé. Mér er sagt að kommar hygg- ist á Alþingi leggja til frumvarp um blaðrekstur, sem gangi meðal annars út á það að ekki megi nota útlenda peninga viö blaðrekstur. Slikt frumvarp ber að styðja, einnig frumvörp um upplýsingar um upplög blaða, og hvers konar frumvörp um aukna upplýsingaskyldu. Leiðir fyrir Alþýðublaðið eru tvær. Það hefur lengi verið vitað og það hefði átt að hegða sér i samræmi viö það. 1 fyrsta lagi að afhenda blaðið einstklingum sem mynduðu félag um rekstur þess, og fengju af þvi hagnaö eða tækju á sig tap. Ef sú leið hefur ekki verið fær, þá hefði átt að leggja blaðið niður, en þess i stað leita annarra leiða til þess að koma skoöunum sinum á framfæri. Það er gersamlega úrelt að stjórnmálaflokkur sem slikpr standi i blaðaútgáfu. Og endá er það samfélaginu bein- linis hættulegt eins og dæmin sanna. Það hleður undir vafa- sama fjármálamenn, sem starfa siðan i skjóli flokkanna og flokkarnir veröa brátt ger- samlega varnarlausir. Þetta er þess vegna vond þróun. Það þarf að vera samhengi i tilverunni. Alþýðuflokkurinn á i rikari mæli en verið hefur að taka upp sjónarmið neytenda og framsýnni bænda i landbúnað- armálum. Það er auðvitað sið- litið að hvetja bændur til fram- leiðsluaukningar og greiða sið- an offjár til þess að geta komið þessum varningi á markaö er- lendis. Það er álika siölitið að fá erlenda peninga til þess að greiða niður fyrirtæki, sem gengi ekki annars. Það verður að leita nýrra leiða. Tillögur Björgvins Guðmundssonar í borgarstjórn: TVEIR NYIR SKUT- , TOGARAR FYRIR BUR! Miklar umræöur hafa orðiö um tillögur borgar- stjórans í Reykjavík um atvinnuuppbyggingu í höf- uðborginni. Bent hefur verið á/ að hann hafi tekið upp margar af þeim tillög- um, sem fulltrúar minni- hlutaflokkanna hafa lagt fram á síðustu árum, en meirihlutinn hefur fellt miskunnarlaust. Við afgreiðslu fjárhags- áætlunar Reykjavikur- borgar um miðjan þennan mánuð lagöi borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, Björgvin Guðmundsson, fram álykt- unartillögur um ýmis mál, þar á meðal atvinnumál. Þessar tillögur hans fara hér á eftir: . Atvinnumál. Borgarstjórn Reykjavikur lýsir áhyggjum sinum vegna hinnar óhagstæöu þróunar, er átt hefur sér staö i at- vinnumálum höfuðborgar- innar undanfarin ár. Einkum telur borgarstjórn hnignun framleiðslugreina i borginni sýna hve alvarlegt ástandið er. Borgarstjórn álitur nauðsyn- legt að gera þegar á þessu ári róttækar ráðastafanir til þess að snúa óheillaþróun- inni i atvinnumálum borgar- innar við. 1 þvi sambandi bendir borgarstjórn á eftir- farandi: 1. Bæjarútgerð Reykjavikur verði efld verulega. Keyptir verði 2 nýir skut- togarar af minni gerðinni. Hraöað verði endurbótum á fiskiðjuveri BÚR og breytingum á Bakka- skemmu. Hafinn verði undirbúningur að kaupum eða byggingu nýs fullkom- ins frystihúss fyrir BÚR. Bætt verði aðstaða fyrir útgerð einkaaðila i Reykjavik. Sköpuð verði fullnægjandi aðstaða fyrir smábáta. 2. Borgin reisi iðnaðarhús- næði (iðngarða) fyrir smærri iðnfyrirtæki, sem ekki hafa fjárhagslegt bol- magn til þess að reisa sjálf atvinnuhúsnæöi. Borgin leigi iönfyrirtækjum hús- næðið. Skipulagt verði iðn- aðarhúsnæði fyrir léttan iðnað i ibúðarhverfum. 3. Reykjavikurborg hafi frumkvæði að þvi að koma á samstarfi Slippfélagsins i Reykjavik hf. og stál- miðjanna i borginni um stofnun skipasmiðastöðv- ar og skipaverkstæðis. Ef þörf krefur leggi borgin fram hlutafé i nýtt fyrir- tæki úm þessa starísemi. Slikri starfsemi i borginni verði þegar ákveöinn stað- ur. M.a. verði athugað, hvort borgin eigi ekki að kaupa skipalyftu ásamt framangreindum aðilum, svo unnt verði að taka upp i Reykjavik hin stærstu kaupskip okkar Islendinga og framkvæma á þeim flokkunarviðgerðir. II. Húsnæðismál. Borgarstjórn er ljóst, að margir eiga við mikil hús- næðisvandræði að striða i Reykjavik. Hér er einkum um að ræða hina lægst laun- uðu, barnmargar fjölskyld- ur, einstæðar mæður, ör- yrkja og aldraða, en einnig ungt fólk, sem er að byrja búskap. Borgarstjórn telur nauðsynlegt að gera ráðstaf- anir til lausnar vanda þessa fólks með byggingu leigu- ibúða og ódýrra sölúibúða. Borgarstjórn samþykkir þvi eftirfarandi: 1. að hefja byggingu 100 leiguibúða á þessu ári. íbúðirnar verði leigðar efnalitlu fólki og ungu fólki, sem er að byrja bu- skap. Leigutimi verði tak- markaður. 2. að hefja undirbúning að byggingu 150 2ja og 3ja herbergja söluibúða fyrir ungt fólk, sem er að hefja búskap svo og fyrir aldr- aða, öryrkja og einstæðar mæður. 3. að hefja nú þegar undir- búning að nýrri 4ra ára áætlun um byggingu verkamannabústaða i Reykjavik. Verði þar gert ráð fyrir hækkun framlags pr. ibúa, þannig að fram- lag borgarsjóðs til bygg- ingar verkamannabústaða stóraukist og geri kleift að auka verulega byggingar verkamannabústaða 1978 — 1982. III. Málefni aldraðra og lang- legusjúklinga. Staða aldraðra og langlegu- sjúklinga er mjög slæm i Reykjavik. A undanförnum áratugum hefur borgar- stjórn ekki sinnt málefnum þessa fólks og hefur það þvi einungis getað leitað dvalar Frh. á 10. siöu

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.