Alþýðublaðið - 26.01.1978, Qupperneq 9
Fimmtudagur 26. janúar 1978.
9
Lftur Lísa Minelli
út eins og sorg-
mæddur hundur
Aðdáendur Liza Minelli í
New York ná ekki upp f
nef ið á sér fyrir reiði. Or-
sökin er leikdómur eins af
þekktustu og jafnframt
einum harðsvíraðsta leik-
gagnrýnanda New York
borgar um leikritið /Jhe
Act" þar sem Minelli fer
með aðalhlutverkið. Gagn-
rýnandinn John Simon
hreinlega rífur bæði leik-
ritiðog Minelli í sig og segir
hana helzt likjast
sorgmæddum hundi.
„Eg hef ætib veriö þeirrar
skoðunar að fröken Minelli ætti að
fá fyrstu verðlaun i hunda-
fegurðarsamkeppni fyrir andlitið
á sér”, segir Simon i leikdómn-
um. En það eru ekki allir á sama
máli og fólk streymir að til að sjá
leikritið.
Simon skýrir álit sitt svolitið
nánar og segir: „... andlit hennar
virðist leitast við að falla i þrjár
áttir. Nefið er á takmörkum þess
að mega kallast þokulúður. Siið-
Hér er sve liur myné af leik-
konunni.
Svona ae'rJohn Simon fröken Lixa Minelli
andi varirnar eru allt of stórar til
þess að geta barizt gegn þyngdar-
lögmálinu og hakan leitast sifellt
viö að draga sig til baka og er oft
á tiðum alveg viö það að hverfa
ofan i hálsinn, — auðsýnilega til
að firra sig allri ábyrgö á þvi sem
fram fer fyrir ofan hana. Þetta
andlitgæti svo sem gengiö eins og
önnur andlit ef bak við það væru
raunverulegir hæfileikar, en allt
sem fröken Minelli hefur til
brunns að bera blaðaskellandi
ákafi og kraftur.”
Þetta eru hörð orð.en þannig er
John Simon. Hann er mjög per-
sónulegur i skrifum sinum, en
virðist þrifast bezt þegar hann er
mest hataður.
Fjölmörg leikhús i New York
hafa neitað að senda honum boðs-
miða likt og öðrum meiriháttar
gagnrýnendum. En þá stendur
hann bara sjálfur i biöröð svo
timum skiptir. Inn skal hann!
„Þá vilég heldur Streis-
and"
Árás hans á Liza Minelli i „The
Act” lýkur á þessum orðum:
„Mestan hluta sýningarinnar hélt
ég út með þvi aö segja viö sjálfan
mig i sifellu: Jæja, þetta er þó að
minnsta kosti ekki Barbra Streis-
and. En þetta breyttist og undir
lokin var ég farin að segja við
sjálfan mig: Bara þetta væri nú
hún Barbra Streisand!”
Það fylgir náttúrlega sögunni
að Simon hefur hingað til ekki
hatazt við aðra leikara meira en
einmitt Barbra Streisand. Hann
hefur fariö enn rækilegar út I út-
litslýsingar á henni en Minelli og
verið enn háðskari.
Mótmæli
Fokreiðir aðdáendur Liza
Minelli hafa mótmælt kröftug-
lega, bæði við „The New York
Magazine”, þar sem Simon vinn-
ur og við hann sjálfan.
Eitt viðtal aðdáanda Minelli við
Simon birtist i blaöinu. Gagnrýn-
andinn réttlætir dóma sina með
þvi að benda á aö andlit og likami
leikara séu hlutar af þvi sem
hann notar til aö ná til áhorfenda.
Leikarar hafi kosið hlutskipti sitt
sjálfir, að selja likama sinn og sál
og eigi þvi ekki einir að dæma um
útlit sitt, áhorfendur þeirra hafi
þar einnig nokkuð til málanna að
leggja.
Útvarp
Þau koma til ókunnrar borgar
Fimmtudaginn 26. janúar kl. 20.40 verður flutt leikrit efstir enska rit-
höfundinn J.B. Priestley, sem nefnist „Þau komu til ókunnrar borgar.”
Þetta er endurflutningur frá árinu 1958. Þýðinguna gerði Ásgeir Hjartar-
son, en leikstjóri er Lárus Pálsson. Með hlutverkin fara Róbert Arnfinns-
son, Helgi Skúlason, Arndis Björnsdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir, Lárus
Pálsson, Kristbjörg Kjeld, Valur Gislason, Hólmfriður Pálsdóttir og Anna
Guðmundsdóttir.
í leiknum segir frá fólki, sem hittist á óþekktum stað, að þvi er virðist
fyrir tilviljun. Þetta er talsvert ólik blanda. Þarna eru kaupsýslumaður,
miðstéttarfólk og verkafólk og hugsjónamaður, sem sennilega á að túlka
skoðanir höfundar. Skuggsýnt er umhverfis i fyrstu, en þegar birtir sést
stór og glæsileg borg, sem enginn kannast við. Ekki er fólkið á einu máli
um, hvort það eigi að fara inn i borgina, enda óvist hvað þar er að finna.
Leikritið er samið á striðsárunum (árið 1943), en þrátt fyrir það, eða
kannski vegna þess, lýsir höfundur bjartsýni sinni á framtið mannkynsins,
ef það nýtir gæði jarðar á réttan hátt. Hann metur manngildi, ekki verð-
gildi.
John Boynton Priestley fæddist árið 1894 i Bradford i Yorkshire. Hann
stundaði nám i Cambridge. Fyrsta bókhans var ljóðasafnið ,,The Chapman
of Rhymes”, sem kom út 1918. Frá þvi um 1930 skrifaði hann einkum leikrit.
Auk þess hefur Priestley starfað sem gagnrýnandi og blaðamaður og haft
mikil afskipti af alþjóðaleikhúsmálum.
Útvarpið hefur flutt eftir hann allmörg leikrit: ,,Gift eða ógift”, ,,Hættu-
legthorn”, ,,óvænt heimsókn”, sem einnig var sýnt i Þjóðleikhúsinu, ,,Tvö-
falt lif” og „Timinn og við”.
Utvarp
Fimmtudagur
26. janúar
7.00 Morgunútvarp Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Morgunleikfimi kl. 7.15 og
9.05. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og
forustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.50
Morgunstund barnanna kl.
9.15: Þórhallur Sigurðsson
les „Marx bragðaref” eftir
Sven Wernström (3)
Tilkynningar kl. 9.30. Þing-
fréttir kl. 9.45. Létt lög miili
atriða. Tónleikar kl. 10.25.
Morguntónieikar kl. 11.00:
Hege Waldeland og hljóm-
sveitin „Harmonien” i
Björgvin leika Sellókonsert
i D-dúr op. 7 eftir Johan
Svendsen, Karsten Ander-
sen stj. / Alicja de Laroccha
og Filharmoniusveit Lund-
úna leika Píanókonsert i
Des-dúr eftir Aram Katsja-
túrjan, Rafael Friihbeck de
Burgos stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veöurfregnir og fréttir.
Tilkynningar. A frivaktinni
Sigrún Sigurðardóttir kynn-
ir óskalög sjómanna.
14.30 „Þaðertil lausn”Þáttur
um áfengisvandamál tekinn
saman af Þórunni Gests-
dóttur, fyrri hluti.
15.00 Miðdegistónleikar
Wilhelm Kempff leikur
Pianósónötu i A-dúr eftir
Franz Schubert. Vinarokt-
ettinn leikur Oktett i Es-dúr
fyrir strengjahljóðfæri op.
20 eftir Felix Mendelssohn.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Tónleikar.
17.30 Lágiö mitt Helga Þ.
Stephensen kynnir óskalög
barna innan tólf ára aldurs.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir, Fréttaauki.
Tilkynningar.
19.35 Dagiegt mál. Gisli Jóns-
son flytur þáttinn.
19.40 Islenskir einsöngvarar
og kórar syngja.
20.00 Heimsmeistarakeppnin i
handknattleik Hermann
Gunnarsson lýsir,frá Arós-
um, siðari hálfleik milli
Islendinga og Sovétmanna.
20.40 Leikrit: „Þau komu til
ókunnrar borgar” eftir J. B.
Priestley. Aður flutt 1958.
Þýðandi: Asgeir Hjartar-
son Leikstjóri: Lárus Páls-
son. Persónur og leikendur:
Joe Dinmore... Robert Arn-
finnsson, Malcolm Stritton
... Helgi’. Skúlason, Cud-
worth ... Valur Gislason, Sir
George Gedney ... Lárus
Pálsson, Alice Forster ...
Kristbjörg Kjeld, Philippa
Loxfield ... Herdis Þor-
valdsdóttir, Lafði Loxfield
Anna Guðmundsdóttir,
Dorothy Stritton ... Hólm-
friður Pálsdóttir, Frú Bat-
ley ... Arndís Björnsdóttir.
22.30 Veðurfregnir. Fréttir.
22.50 Rætt til hlitar.Sigurveig
Jónsdóttir blaðamaður
stjórnar umræðuþætti, þar
sem leitað verður svara við
spurningunni: Stefnir að at-
vinnuleysi meðal mennta-
manna? Þátttakendur:
Guöni Guðmundsson rektor,
Halldór Guðjónsson
kennslustjóri háskólans,
Hörður Lárusson deildar-
stjóri i menntamálaráðu-
neytinu og Kristján Bersi
Olafsson skólameistari.
Einnig rætt við nokkra
stúdenta. Umræðuþátturinn
stendur u.þ.b. klukkustund.
Fréttir. Dagskrárlok.
Skák dagsins
Hvítur leikur og vinnur
Kico-Ballbé, 1955.
Svartur hótar cxb2 + . Hvitum duga þvi engin vettlingatök. 1.
Bc5 + , (ekki 1. Hg8:?, Dxg8!) Dxc5 2. HgS+', Kf7 (Kxg8 3.
Dxg6+ ) 3. Dxg6, Ke6 4. f7 + , svartur gafst upp.
Umsjón Baldur Fjölnisson