Alþýðublaðið - 01.02.1978, Qupperneq 12
alþýðu-
i n hT'Tf'
Útgefandi Alþýöuflokkurinn
Ritstjórn Alþýöublaösnins er aö Siöumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900.
MIÐVIKUDAGUR
1. FEBRLJAR 1978
Skýrsla dómsmálaráðherra lögð fyrir Alþingi í gær:
493 málum var ólokid í
dómskerfinu 1. okt. 1977
Áfengis- og/eða umferðarlagabrot.................... 104
Fjársvik ........................................... 48
Líkamsárásir ........................................ 28
Þjófnaðir ........................................... 13
Nytjataka ......................................... 12
Skjalafals ......................................„ 12
Verðlagsbrot ......................................... 6
Likamstjón af gáleysi................................. 6
Tollalagabrot ..................................... 6
Fikniefnamál ........................................ 6
Fjárdráttur ........................................ 3
220. gr. almennra hegningarlaga ...................... 3
Manndráp af gáleysi ................................. 3
Eignaspjöll .......................................... 3
Brot gegn opinberum starfsmanni við skyldustörf ., 1
Brot gegn farbanni .............................., 1
Brot gegn lögum um sauðfjárbaðanir ................... 1
Skírlífisbrot ........................................ 1
Fiskveiðibrot ........................................ 1
Hilming ............................................. 1
Hótun um refsiverðan verknað ......................... 1
Manndráp ............................................. 1
í gær lagði dómsmála-
ráðherra fram á Alþingi
skýrslu um meðferð
dómsmála. í skýrslunni
eru upplýsingar um þau
mál sem kunna að vera
til meðferðar hjá
dómstólum landsins og
kemur þar fram að þann
1. október siðast liðinn
var fjöldi þessara mála
samtals 493.
Skýrsiunni er skipt
niður i f jóra liði, A, B, C,
og D. í lið 1 eru einka-
mál sem dómtekin voru
fyrir 1. júní 1977 og voru
ódæmd þann 1. október
siðast liðinn. í lið B eru
einkamál sem þingfest
voru fyrir 1. október 1975
og voru ódæmd 1. októ-
ber siðastliðinn. í lið C
eru sakamál sem voru
ódæmd 1. október siðast
liðinn, þar sem ákæra
hafði verið gefin út fyrir
1. janúar 1977. i lið D eru
sakamál sem kærð voru
fyrir 1. april 1976 og var
ólokið 1. október siðast
liðinn. í siðast talda
flokknum eru eingöngu
þau mál, þar sem brot
gat hugsanlega varðað
fangelsi.
Um fjölda mála i
hverjum einstökum lið
er það að segja að
SkipUng máia I C lift eftir afbrotum.
ekkert mál var til með- :
ferðar hjá dómstólum
sem féllu undir A lið.
Undir B lið skýrslunn-
ar falla 113 mál sem
skiptast þannig milli
ára: 1966: 1, 1967: 1,
1969: 5, 1970: 6, 1971: 3,
1972: 14, 1973: 14, 1974:
28, 1975: 40. Þess má
geta að um 67 mál undir
þessum lið eru til af-
greiðslu hjá embætti
yfirborgardómarans i
Reykjavik.
Samtals falla 239
sakamál undir C lið
skýrslunnar og er skipt-
ing þeirra eftir brotum
sýnd á meðfylgjandi
mynd.
Undir D lið skýrslunn-
ar falla 141 mál, en þar
af hefur þegar verið
kært i 61 máli á árinu
1977. Á meðfylgjandi
mynd sézt hvernig þessi
mál skipast eftir brot-
um. Eru þá fyrst talin
upp þau mál sem ákært
hefur verið i, en siðan
þau sem ekki hefur verið
gefin út ákæra i.
—GEK
t þeim tnálum sem ákært hefur verið i er skipting þessi eftir
brotum:
a. Líkamsárásir ....................................... 21
Þjófnaðir ........................................... 10
Fjársvik ........................................... 9
Skjalafals ......................................... 9
Brenna ............................................. 2
Nauðgun ............................................ 2
Líkamstjón af gáleysi .............................. 2
Fjárdráttur .......................................... 2
Hilming .............................................. 1
Umioðssvik .......................................... 1
Særa blygðunarsemi ................................... 1
Eignaspjöll .......................................... 1
Kynferðisafbrot gegn barni............................ 1 .
Manndráp ............................................. 1
220,4 gr. almennra hegningalaga ...................... 1
Nauðung .............................................. 1
Trufla flugstjóra við stjórn flugvélar............... '1
Skilasvik ............................................ 1
Árás á opinberan starfsmann vegna skyldustarfa 1
Manndráp af gáleysi .................................. 1
Áfengis- og tollalagabrot............................. 1
Gripdeild ............................................ 1
Brot í opinberu starfi ............................... 1
b Önnur mál skiptast þannig:
Þjófnaður ........................................... 26
Fjársvik ........................................... 22
Likamsárásir ....................................... 14
Fjárdráttur .......................................... 4
Bókhalds- og skattalöggjöf............................ 3
Áfengislög ........................................... 2
Nauðgun .............................................. 2
Innbrot ............................................ - 2
Röng notkun mælitækja ................................ 1
Taka burt eða ónýta innsigli ....................... 1
Fjárhættuspil eða veðmál ........................... 1
Gjaldeyrisbrot ...................................... 1
Eignaspjöll .......................................... 1
Gripdeild ............................................ 1
Líkamstjón af gáleysi ................................ 1
Brot i opinberu starfi ............................... 1
Strok úr fangelsi .................................... 1
Skjalafals .......................................... 1
Skírlífisbrot ...................................... 1
Hilming .............................................. 1
Skipting mála i D lift eftir afbrotum.
Kvikmyndin „Póker>y
„Tómur áróður
á stéttina”
— segja leigubílstjórar í Keflavfk ja
Þá er AB hafði sam-
band við Bifeiðastöðina
Ökuleiðir i Keflavik og
spurðist fyir um rétt-
mæti þess er fram kom i
kvikmyndinni „Póker”
hvað varðar starfsháttu
leigubilstjóra, varð fyrir
svörum Sigtryggur
Kjartansson bilstjóri.
Sigtryggur, sem stundað hefur
leigubifreiðaakstur i Keflavik sl.
24 ár kvað það er fram kom i
kvikmyndinni löngu liðna tið og
þvi eins og nú væri ástatt tóman
áróður gegn stétt þeirra leigubil-
stjóra. Hann sagði þaö af og frá
að um nokkurt smygl væri að
ræða lengur ofan af velli, né
heldur daglangar ökuferðir fyrir
ýmsa hærri setta bandariska
starfsmenn á Keflavikurflugvelli.
Sigtryggur áleit að hámarki sinu
hafi smyglið og þénusta leigubif-
reiðastjóra við Bandarikjamenn
náð skömmu eftir komu hersins
hingað til Iands 1951, eða um
1956—1957. En þá hefðu verið
kaldari gæjar, eins og hann orð-
aði það, i akstrinum.
Þá er haft var samband við bil-
stjóra á Aðalstöðinni i Keflavik
höfðu þeir sömu sögu að segja og
Sigtryggur, smygl og þvi um likt
væri eiginlega algjörlega úr sög-
unni. Þeir sögðu Björn Bjarman,
höfund bókar þeirrar er handrit
kvikmyndarinnar er gert eftir,
hafa starfað sem leigubilstjóri i
Keflavik og þvi ekki óliklegt aö
sagan væri byggð á raunveruleg-
um staðreyndum.
Að öðru leiti fannst bilstjórun-
um svo sem ekkert við myndina
að athuga og reyndar atriöið i
kirkjugarðinum, þar sem þotur
varnarliðsins yfirgnæfa söng út-
fararkórsins, mjög sannfærandi.
Aftaistöftin, önnur leigubflastöft-
in á Keflavikurvelli.
ABmynd KIE
í raun og veru má segja að
kvikmyndin sé fremur sagnfræði-
leg en það að hún greini frá nú-
timanum, enda er hún byggð á
atburðarrás bókar útgefinni á
siðasta áratug. Það má kannski
telja höfuögalla kvikmyndar-
innar að timi atburðarrásarinnar
er ekki skýrt afmarkaður.
TTÓhád framboð I Breiðholti”
„Orðmn þreyttur á
að vera símsvari...”
— segir Gunnar
Þá er AB hafði sam-
band við Gunnar Eyjólfs-
son leikara í gær og
spurði frétta af svo köll-
uðu óháðu framboði í
Breiðholti, kvað hann allt
slikt vera tóma vitleysu.
Gunnar sagðist i þessu
sambandi vera orðinn
þreyttur á að vera sím-
svari fyrir óánægða
Eyjólfsson
menn úr ýmsum flokk-
um.
Reyndar hefðu hugmyndir
verið á kreiki um framboð i
Breiðholti , sagði Gunnar, en
það heföi verið fyrir löngu,
löngu siðan og þá á vegum
Alþýðuflokksins og þvi fram-
boðið alls ekki óháð, en ekki
hefði oröið af neinu sliku. Að
lokum kvaðst hann vilja gera
sem minnst úr þessu máli
Mál Páls Líndal fyrir Borgarrád:
Borgarrád íhugar skýrslu
borgarendurskoðenda
1 gær var skýrsla borgar- hefði fengið hjá Borgarráði.
endurskoðanda varðandi mál Sagði Birgir að borgarráð hefði
Páls Lindals fyrrum borgarlög- skýrsluna nú til athugunar, en
manns lögð fyrir borgarráð. engin bókun hefði verið gerð i
Alþýðublaðið snéri sér til ráðinu hennar vegna i gær. Aö-
Birgis Isleifs Gunnarssonar spurður kvað borgarstjóri að
borgarstjóra og spurðist fyrir reynt yrði aö flýta afgreiðslu
um hvaða afgreiðslu þetta mál þessa máls eftir föngum.-GEK