Alþýðublaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 3
i Föstudagur 3. febrúar 1978 3 Flokkstjórnin boðar til fundar mánudaginn 6. febrúar kl. 17 í löno uppi. U mræðuefn i: 1. Efnahagsmál Benedikt Gröndal Hverníg skíptíst andvírðí 'híl ún st_ Vt^SS VERKSMIÐJAN Innkaupsverð bílsins erlendis. FLUTNINGUR Fluningsgjald, uppskipun, vátrygging, bankakostnaður o. fl RÍKIÐ Aðflutningsgjöld og söluskattur. INNFLYTJANDI Álagning og standsetning. HEILDARVERÐ TIL KAUPANDA 100% Ríkiö hirdir 60% af út- söluveröi bíla Bílgreinasambandið telur, að fréttir um bíla- innflutning á síðasta ári hafi eigi ætíð verið alls kostar réttar og stundum villandi. Ef tirfarandi upplýsingar sendi Bil- greinasambandið frá sér um þessi mál. Heildarbifreiðainnflutningur árið 1977 er 7776 bifreiðar, það er rétt yfir meðaltal áranna 1971-1977. Þessi f jöldi á langt i land með að ná þeim fjölda, sem fluttur var inn árið 1974, sem var met- ár. Bilgreinasambandið telur eðlilegt, miðað við þaö að i land- inu eru tæplega 80 þúsund bif- reiðar, að meöal innflutningur sé 8-10 þúsund bilar á ári. Einnig hefur komið fram, að aukning á innflutningi vörubif- reiða hafi verið mikill. Þetta er alrangt þar sem svokallaðir pick-up bilar, sem ekki er hægt að telja til vörubila eru með- taldir. A árinu ’77 voru aðeins fluttir inn 122 vörubilar, en með- altal áranna ’71-’77 var 188 bil- ar. Þessi endurnýjun er allt of litil, þar sem 60% vörubila nú eru eldri en 10 ára, en samsvar- andi tala frá 1969 var 44%. Með- alaldur vörubila i dag eru tæp 13 ár. Bilgreinasambandið telur, að staðreyndin sé sú, að það sé þjóðhagslega mikið vandamál, hve mikið er af gömlum vöru- bifreiðum i gangi i landinu. Þess má að lokum geta, að tolluraf vörubifreiðer 30%, 25% innflutningsgjald auk sölu- skatts. Til rikisins rennur meira en 40% af útsöluveröi vörubif- reiðarinnar. Af fólksbifreiðum er tollur 90% og innflutnings- gjald 50%. Þannig fara tæp 60% af útsöluverði bifreiðanna beint til rikisins. Meistaramót TBR Meistaramót TBR i tviliðaleik og tvenndarleik verður haldið i TBR húsinu, sunnudaginn 19. febrúar og hefst mótið kl. 14 sið- degis. Keppt veröur i tviliöa- og tvenndarleik i eftirtöldum flokk- um karla og kvenna: Meistaraflokki, A-flokki og B- flokki. Þátttökurétthafa allir, fæddir 1962 eða fyrr. Þátttökutilkynn- ingar þurfa að hafa borizt til félagsins fyrir 15. febrúar. Ungur leikari hlýtur — Sigurdur Sigurjónsson VtSrUICXllll leikari hlaut verðlaun ú Minningarsjóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur Að lokinni sýningu Þjóð- leikhússins á leikritinu „Stalin er ekki hér" á sunnudagskvöldið var af- hentur styrkur úr Minningars jóði frú Stefaníu Guðmundsdóttur leikkonu. Sjóður þessi hefur það markmið að styrkja islenzka leikara til utanferða og var stofnaður árið 1965. Þetta er i 7. skipti, sem úthlutað er úr sjóðnum. Sjóðurinn var á sinum tíma stofnaður af önnu Borg, dóttur frú Stefaniu, og Poul Reumert, manni hennar: Styrkinn hlaut að þessu sinni Sigurður Sigurjónsson leikari, en .Framhald á bls. 10 Kvikmyndahátíð sett í gær: Frumvarp um kvik- myndasjóð lagt fram — stofnframlag ríkisins nemi 30 milljónum króna Kvikmyndahátíð Listahátiðar ’78 var sett við hátiðlega athöfn I Háskólabiói i gær kl. 15.30. Birg- ir Isleifur Gunnarsson borgar- stjóri setti hátiðina og gat þess meðal annars i ræðu sinni að gera þyrfti kvikmyndalistinni jafn hátt undir höfði og öðrum listgreinum. Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, sagði frá þvi, að þá umdaginn hefði verið dreift á þingi frumvarpi um stofnun kvikmyndasafns og kvikmyndasjóðs. Áætlað er að til safnsins verði varið um 5 milljónum króna á þessu ári. Tilgangur safnsins er að safna og varðveita islenzkar kvik- myndir og kvikmyndir sem hafa kvikmyndasögulegt gildi. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir aö i ár verði veitt 30 milljónum króna i kvikmyndasjóð. Hlut- verk sjóðsins er að styrkja is- lenzka kvikmyndagerðarmenn með lánum, — eða beinum styrkjum. Menntamálaráðherra gat þess i ræðu sinni að börn Lofts Guðmundssonar, ljósmyndara, hefðu ánafnað safninu myndir Lofts „Milli fjalls og fjöru” og , ,N iðursetningurinn”. Svo var að heyra á mörgum þeirra kvikmyndagerðarmanna sem viðstaddir voru, að þeir væru ánægðir með þetta frum- varp og teldu sinn hlut nokkuð góðan. Kvikmyndastyrkur Við setningu hátiðarinnar var greint frá styrkveitingu menntamálaráðs til handa ein- um kvikmyndagerðarmanni. Styrkinn hlaut Agúst Guð- mundsson til þess að gera mynd sem hann nefnir „Litil þúfa”. Upphæð styrksins nemur tveim milljónum króna. Agúst var einn af sjö umsækjendum. Wim Wenders Hinn heimsfrægi þýzki kvik- my ndagerðarma ður Wim Wenders var viðstaddur opnun- ina og hélt þar ræðu. Hann ræddi um að kvikmyndin túlk- aði samtimann meira og betur en nokkur önnur listgrein. Hann taldi kvikmyndasjóðinn gott og þarft framtak og benti á að kvikmyndagerð i Þýzkalandi hefði verið rikisstyrkt i 5 ár, en þar eru nú margir af þekktustu kvikmyndagerðarmönnum samtimans. Hann benti ráða- mönnum á að þeir skyldu ekki gefast upp þótt útkoman fyrstu árin yrði ekki sem bezt. Reynsl- an frá Þýzkalandi sýndi að þrátt fyrir slaka byrjun hefði rætzt úr hlutunum. Stjórn BSRB mótmælir Kugmyndum um skerð- ingu kjarasamninga — kaupmáttaraukning opinberra starfsmanna sízt meiri en aukning þjódartekna og þjóðarframleidslu undanfarin ár Eftirfarandi tillaga var samþykkt einróma og með öllum greiddum atkvæðum á stjórnar- fundi Bandalags starfs- manna rikis og bæja, þriðjudaginn 1. febrúar 1978: „Stjórn BSRB mótmælir harð- lega öllum hugmyndum um að skerða nýgerða kjarasamninga opinberra starfsmanna eða af- nema vísitöluákvæði samning- anna. Vill stjórnin i þvi sambandi vekja athygli á þvi, að meginhluti hækkunar á kauptöxtum félags- manna BSRB eru verðlagsbætur vegna hinnar stórfelldu dýrtiðar hér á landi og auka þvi alls ekki kaupmátt launa. Grunnkaupshækkun sú, sem BSRB og bæjarstarfsmannafé- lögin sömdu um við fjármálaráð- herra og sveitarstjórnir, miðaði að þvi að bæta opinberum starfs- mönnum þá gifurlegu kjara- skerðingu, sem þeir urðu fyrir á árunum 1974-1977, svo og að leið- rétta launakjör opinberra starfs- manna miðað við sambærilega starfshópa. Kaupmáttaraukning opinberra starfsmanna i siðustu kjara- samningum er sizt meiri en aukn- ing þjóðartekna og þjóðarfram- leiðslu undanfarin ár.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.