Alþýðublaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 5
5 Föstudag ur 3. febrúar 1978 Gfsli Sigurbjörnsson skrifar: SKOPUN______ Kosningar eru í nánd — dómsdagur fyrir marga Um áramót er að venju hor: yfir liðið ár. Minningarnar eru margar, ýmislegt hefur á daga drifið, margs er að minnast og margt er að þakka. A öðrum stað i Heimilispóstinum er sagt frá þvi, sem gerðist mark- verðast á stofnunum okkar, en i þessari grein verður rætt nokkuðum málin.sem okkur öll varða. Verðbolgan er mál málanna i dag. Allir tala um hana, blöðin birta ótal greinar og Utvarp og sjónvarp láta ekki sitt eftir liggja. Forystumenn þjóðar- innar, forseti, biskup og for- sætisráðherra flytja boðskap sinn. Helstu oddvitar stétta og samtaka i landinu skýra frá hvernig komið sé nU um ára- mótin og svo koma þeir, sem ábyrgðina bera fyrst og fremst, foringjar stjórnmálaflokkanna og reyna að skýra málin, allt hinum að kenna. Þeir eru alltaf stikkfri sjálfir — halda þeir. Kosningar eru i ná nd — dóm s- dagur fyrir marga. Arum saman hefur þjóðin lifað um efni fram, segja þeir nú. Fólkið vildi þetta allt. Styttri vinnu- timi, meira fri, fleiri hlunnindi, minni vinnu fyrir meira kaup. Við tókum lán i öllu lSnleysinu. Mestu skipti, að allir hefðu næga atvinnu — of mikla vinnu — menn unnu um 50-60 tima á viku, bæði hjónin og allir krakk- arnir lika, ef unnt var. Kröf- urnar eru svo, miklar, skatt- arnir lika, og svo er það verð- bólgan, sem öllu spillir. Glat- aður er geymdur eyrir, er nú sagt og er svonokkurfurða á, að allt er að komast i eindaga? Skuldasöfnun, innanlands og utan, er hrikaleg. Og svo koma þeir og segja: Fólkið vildi þe'tta — við tókumbaralán á lán ofap. Næst kemur K og L, stafrófin*j er ekki enn lokið — íslendingar slá met i mörgu, eitt af þvi eru öll happdrættin. Þetta gengur allt einhvern veginn og menn snúa sér á hina hliðina og fljóta áfram sofandi að feigðarósimeö hákarl verðbólgunnar i kjölfari þjóðarskútunnar, sem berst óð- fluga að brimgarðinum. Boðskapur blaðanna, og þeirra allra hinna, hefur verið eitthvað þessu líkur um ára- mótin. Nú eru allir sjáandi — nú vita þeir allir, að vágesturinn er verðbólga — hefur reyndar verið i mörg ár. Atvinna handa öllum — allt of mikil atvinna á mörgum sviðum — og fólkið gengur fram af sér i vinnu- þrælkun. Betra er minna en jafnaraog farsælla fýrirlandog þjóð. Sagt er að tilgangslitið sé að tala um orðinn hlut. Þetta er nú ekki alveg rétt. Vítin eru til þess að varast þau og þess vegna verða þessi siðustu verð- bólguár, þegar íslendingar slógu heimsmet á ýmsum sviðum, lengi i minnum hiXð. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð. Er þá ekkirétt að skrifa og tala um öll þessi mál! Jú, auðvitað verða þau rædd, eru aðalumræðuefnið, ásamt alls- konar svika- og óreiðumálum, sem eru ótal mörg. Leiðin út úr þessum ógöngum er einföld, en fæstir vilja hlusta á þann boðskap. Spprnaður, hagsýni, betri og meiri vinnu- afköst, eru forsendan — auk þess verður þjóðin að skilja, að við erum ekki nema 220 þúsund i þessustóra og harðbýla landi og við getum ekki lengur lifað á skuldasöfnun — látið erlendar þjóðir borga fyrir okkur matinn. A öllu er endir — lika á söfnun skulda. Skuldadagar koma — þeir eru þegar komnir. Gjald- traustið? Jú, við fáum lán, til þess að borga vexti og afborg- anir lána, ennþé, en hversu lengi? Fjárhagslegt sjálfstæði fer fyrst — siðan stjórnmálalegt sjálfstæði. Útlitið er ekkigott, en ástæðu- laust er þó að gefast upp og leggja árari'bát. ótal skattar og álögur eru lagðar á þjóðina og margir þeir, sem hafa fengið meira en nóg af öllu saman. Þeir hætta starfsemi sinni — hvers vegna allt þetta strit? Tilgangslaust með öllu. Úr landi fluttu liðlega þúsund manns árið 1976, umfram þá sem komu, tölur um landflótta 1977 hef ég enn ekki séð, en þvi miður held ég, að þær séu slæmar fyrir fámenna þjóð. En barlómur er tilgangslaus. Erfiðleikum verður að mæta með karlmennsku, dugnaði og nýjum leiðum út úr ógöngunum. Látlausum styrkjum, verð- bótum og útflutningsstyrkjum verður að hætta. Atvinnurekst- urinn verður að standa á eigin fótum, ef vel á að fara.Ábyrgð verður aðkoma i stað ábyrgðar- leysis. Hvers vegna eru at- vinnufyrirtæki, sem aldrei bera sig, ekki gerð upp? Menn fá lán á lán ofan, öllu er haldið á floti. Svarið viðþessu er einfalt: póli- tik, frændsemi, kunnings- skapur, og svo er hætta á, að ef hreyft er við kerfinu, þá fari margt að hrynja — og hver verður endirinn? Náttúrlega verður að hreinsa hér til, ef það er dregið lengur, þá verður hrunið ennþá verra en ella. Það þarf sterk bein til að þola góða daga, það kemur fram hjá þjóð okkar um þessar mundir. Við höfum lifað áhyggjulitið undanfarið, safnað skuldum, ráðist fyrirhyggjulitið i margar vafasamar stórframkvæmdir. Hugsunarlaust hefur verið haldið áfram á óheillabraut, en nú erum við að komast á leiðar- enda. Kosningar eru eftir nokkra mánuði. Þá gerir þjóðin upp við þá, sem forystuna hafa haft unfanfarin ár. Hvernig það verður, skal engu spáð — aðeins vonað, að til forystu veljist karlar og konur, sem hafa hag þjóðarinnar allrar að leiðar- ljósi, fyrst og fremst. Ef það verður — þá er engu að kviða. Gisli Sigurbjörnsson Skrá yfir íslenzk skip 1978 komin út: Elzta skip á skrá smíðað — 1905 Út er komin hjá Siglinga- málastofnun ríkisins skrá yfir islenzk skip 1978, sem eins og áöur er miðuð við 1. janúar. I formála bókarinnar er tekið saman yfirlit yfir ís- lenzkan skipastól, svo og samanburður milli ára. tslenzkur skipastóll 1. janúar 1978. Fjöldi og rúmlestatala is- lenzkra skipa 1. janúar 1978 er i töflu, og eru niðurstöður þær, að þilfarsfiskiskip undir 100 brl. að stærð eru 598, samtals 17.804 brl. Fiskiskip 100—499 brl. eru alls 271, samtals 64.176 brl. og fiski- skip 500—999 brl. eru alls 24 sam- tals 19.259 brl. Engin islenzk fiski- skip eru mæld 1000 brl. eða stærri. Islenzk þilfarsfiskiskip eru nú 893 að fjölda til og samtals 101.239 brl. að stærð. Allur islenzki fiski- skipastóllmn var 1. janúar 1977, 882 skip, samtals 97.156 brl. Þil- farsfiskiskipum hefur þvi fjölgað um 11 skip og fiskiskipastóllinn stækkað um 4.083 brl. Skip strikuð út af skipaskrá árið 1977 og ný skip á árinu. Alls voru 21 skip strikuð út af skipaskrá á árinu 1977, samtals 9.413 brl. að stærð. Fiskiskip 100 brl. og stærri, sem strikuð voru út af skipaskrá áárinu 1977 eru þessi: Mai GK-346, Asgeir RE-60, Asberg RE-22 en þessi skip voru öll seld til Noregs. Þá voru 7 flutningaskip seld úr landi, en þau eru, Fjallfoss, Lagarfoss, Her- jólfur, Vega, Saga, Berserk’r og Austri. Arið 1977 bættust hinsvegar við i islenzkan skipastól alls 35 skip, samtals 19.896 brl. Til saman- burðar má geta þess, að árið 1976 bættust 22 skip við, alls 8.796 brl. Aldur islenzkra skipa 1. janúar 1978. Elzta skip á skrá er smiðað árið 1905. Það er 3 brl. þilfarsbátur, sem áður var opinn, en var sett þilfar á 1976 og komst þannig á skrá yfir islenzk þilfarsskip. Skip smiðuð 1945 og fyrr eru nú aðeins 90 skip, samtals 3.182 brl. af alls 1001 skipum samtals 188.544 brl. Af þessum skipum eru 668 skip, alls 160.670 brl. smið- uð árið 1960 og siðar og 319 skip, samtals 75.646 brl, eru smiðuð ár- ið 1970 og siðar. Ekki er þó kunn- ugt um smiðaár 11 litilla fiski- skipa, sem eru 82 brl samtals að stærð og eins annars skips 11 brl. að stærð. Skip i smiðum 1. janúar 1978. Erlendis voru i smiðum um sið- ustu áramót 5 skip, samtals áætl- uð um 3.220 blr. Þetta voru 2 skut- togarar innan við 500 blr. i smið- um i Noregi og 3 nótaveiðiskip (tvö 550 brl. og eitt 1.200 brl.) i Sviþjóð. Innanlands voru um áramótin umsamin og i smiðum 15 skip alls, áætlað samtals um 2.418 brl. að stærð. Af þessum skipum eru 7 stálfiskiskip (minni en 500 brl.), 5 tréskip (50 brl. og minni) og 3 fiskiskip úr trefjaplastefni, um 15 brl. að stærð (i smiðum á Skaga- strönd). Yfirlit yfir islenzk þilfarsskip sl. 31 ár Til frekari fróðleiks er i þessari skipaskrá birt yfirlit yfir islenzk þilfarsskip, sl. 31 ár. Þar er birtur skipafjöldi, brúttórúmlestafjöldi hvers árs samtals og reiknuð út meðalstærð islenzkra þilfarsfiskiskipa. Er sérstaklega fróðlegt og athuga það að meðalstærð fiskiskipanna hefur aukizt jafnt og þétt, þótt stundum hafi meðalstærðin minnkað milli einstakra ára. Arið 1947 var t.d. meöalstærð Islenzkra þilfarsfiskiskipa 45.8 brl. 1957 var hún 80.3 brl. 1967 var meðalstærð- in 97,5 brl. og um sl. áramót. 1. janúar 1978, var meðalstærðin 108,4 brl. Til frekari glöggvunar á þessari þróun er birt linurit yfir meðalstærð islenzkra þilfars- fiskiskipa. Skráning á opnum vél- bátnm. Skrá yf ir opna vélbáta ekki birt opinberlega en fjöldi og stærð þeirra á skrá var 1. janúar 1978, 851 bátar, samtals 2.668 brl. Aðrar töflur I skipaskrá. Aðrar sértöflur i skipaskránni eru flestar þær sömu og verið hafa undanfarin ár. Má þar sér- staklega nefna skrá yfir vélateg- undir i islenzkum skipum og véla- orku á rúmlest. Þá eru upplýsing- ar um meðalaldur islenzkra skipa, fjölda radiobúnaðar og fiskileitartæki o.fl. Eins og fyrr er það enn von Siglingamálastofnunar rlkisins að skipaskráin megi með þeim fjölmörgu upplýsingum, sem fel- ast i sértöflum i skránni, verða að gagni fyrir þá, sem nota þurfa i starfi og einnig til ánægju fyrir þá, sem hafa áhuga á að fylgjast með þróun islenzkra skipa, fisk- veiða, siglinga og skipasmiða.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.