Alþýðublaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 1
Gengisfelling um helgina? —adgerdir í gjaldeyrismálum benda til þess að „ráðstafanir” af því tagi taki gildi næstu daga „Þaö er meö sam- komulagi milli Seöla- bankans og gjaldeyris- bankanna, að í dag hefur verið gripið til aðgerða til að hægja á afgreiðslu er- lends gjaldeyris. Þetta sama hefur oft skeð áður, undir svipuðum kringum- stæðum, að hver og ein gjaldeyrisumsókn er tek- in til nánari athugunar, áður en hún er afgreidd. Ég býst við að þetta standi fram að helgi. Ég á ekki von á stórtiðindum i fyrramálið, þótt aldrei sé hægt að segja til um slikt fyrirfram. Hins vegar er ekki hægt aö segja nokkuð með vissu um helgina og dagana eftir morg- undaginn. Það er jú á allra vit- orði að rikisstjórn og allir þeir sem um efnahagsmál fjalla, hafa fundað mikið og rætt hugs- anlegar aðgerðir og einhvern- tima verða þær hafnar, hvenær sem það svo verður”, sagði Davið Ölafsson, seðlabanka- stjóri, i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Davið vildi ekki tjá sig um hvort gengislækkun væri nú yf- irvofandi eða ekki. Það væri ekki á hans færi. Þessi „hægagangur” á gjald- eyrisafgreiðslu, sem um var samið milli Seðlabankans og gjaldeyrisbankanna, var i gær raunar alger lokun, i það minnsta um tima. Alþýðublaðið talaði i gær við viðskiptaaðila, er reyndu að fá afgreiddan gjaldeyri til útleysingar á vör- um, þar á meðal einn, sem þeg- ar hafði fengið gjaldeyrisum- sókn sina samþykkta og frá- gengna að öllu öðru leyti, en fékk samt það svar að gjaldeyr- isafgreiðslan i Landsbankanum væri einfaldlega lokuð. Undanfarið hefur sá orðróm- ur orðið æ sterkari að yfirvof- andi væri gengislækkun krón- unnar, sem upphaf á ráðstöfun- um i efnahagsmálum. Þessi orðrómur hefur getið af sér skriðu spákaupmennsku, i þvi formi að fólk flýtir sér að leysa út þann gjaldeyri sem það kann að fá. til að fá hann á núgild- andi verði. Þessar aðgerðir, að hægja afgreiðslu gjaldeyris, eru að hluta til ætlaðar til að stöðva slika spámennsku og er þeim gefið það yfirskyn frá hendi stjórnvalda. Hins vegar telja margir þeir, sem vel eru kunnugir banka- málum og efnahagsmálum, að Frh. á 10. slðu Greinargerð viðskiptarádherra í Landsbankamálinu: Starfshættir endurskoð- unardeildar bankans endurskoðaðir — sjá baksíðu Dönsku innstæðurnar: Nýjar fréttir af gjaldeyrismálinu væntanlegar — verða nöfnin loks birt „Við erum með fréttatil- kynningu í smiðum um málið og er ekki enn vitað hvort hún verður send út i dag eða á morgun, eða eft- ir helgina," sagði Björn Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri við Seðlabank- ann, þegar Alþýðublaðið innti hann eftir hvernig rannsókn á innstæðum i dönskum bönkum gengi. Spurningin var borin fram vegna þeirra ummæla banka- málaráðherra, Ólafs Jóhannes- sonar, á Alþingi i gær, að til greina kæmi að birta nöfn þeirra, sem berir hefðu orðið að brotum á gjaldeyrislögum, vegna þessara mála. Björn sagði að svör væru farin aö berast við bréfum þeim, sem gjaldeyriseftirlitiö sendi eigend- um reikninganna i dönskum bönkum og væri innstæðunum skipt i þrjá flokka. t fyrsta flokknum er fólk, sem rétt hefur á að eiga fé sitt á þennan hátt á hinum danska reikningi, vegna þess að það hefur einhvern erlendan bakhjarl, eru danskir rikisborgarar o.s.frv. 1 annan flokkinn er þeim skipað, sem gert verður ýmist að selja gjaldeyr- inn, eða leggja hann inn á hinn is- Framhald á bls. 10 Kjaradeila blaðamanna: Kosið um heimild til verkfallsboðunar I gær var haldinn fjöl- mennur félagsfundur í Blaðamannafélagi ís- lands. Á fundinum voru kröfur félagsins á hendur blaðaútgefendum skýrðar félagsmönnum. Á fundinum var kosin þriggja manna kjörstjórn sem hefur nú ákveðið alls- herjaratkvæðagreiðslu fé- lagsmanna B! um heimild stjórnar til verkfallsboð- unar í yfirstandandi kjara- baráttu. Kosið verður í skrifstofu félagsins að Skólavörðu- stig 12, 4. hæð, í dag, föstu- dag frá klukkan 9—24 og á morgun laugardag, frá klukkan 9—18. Þessi gamla bryggja i Keflavik hefur vafalaust þjónað sinum tiigangi og gott betur, en hún er sennilega ein fyrsta bryggjan sem byggð er á Suður- nesjum og þeir eru vist ófáir bátarnii;sem hafa landað þarna afla sinum og fært þjóðarbúskapnum verðmæti. (AB mynd KIE) - ---------------

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.