Alþýðublaðið - 03.02.1978, Blaðsíða 7
HaiM Föstudagur 3. febrúar 1978
7
ÓDÝRT
3 DÝRT
Matson, blaðafulltrúa
rlítil hugleiðing ut frá
s
Þvi er sá kosturinn
tekinn að hafa sérstakar
verzlanir, þar sem verð-
lag miðast við það sem
gerist i Bandarikjunum
sjálfum. Verðlagi á vör-
um i verzlunum okkar
hérna er stjórnað frá
Norfolk en ekki af okkur
sjálfum.”
Kindakjötið —
mjólkurvörur.
Matson gaf sér tima til að fara
skoðunarferð um verzlanir innan
vallarins með Alþýðublaðsmönn-
um. 1 viðræðum við starfsmenn
verzlananna kom i ljós, að ekki er
einhlftt að verðlag sé þar lægra en
gerist utan vallar.
Kindakjöt er ódýrara, sem ligg-
ur að mestu leyti i þvi að álagning
er mun lægri og skattar eru ekki
lagðir á. Hins vegar mun mjólk
og ýmsar mjólkurafurðir vera
nokkru dýrari en utan vallarins
og svo er um nokkrar aðrar teg-
undir íslenzkrar framleiðslu.
I sumum tilvikum hefur verð
meira að segja verið hækkað
nokkuð, vegna kvartana um
óeðlilega samkeppni við verzl-
unaraðila utan vallarins. Til
dæmis má þar nefna prjónavörur
og leirmuni, sem selt er i verzlun-
um hersins en verð á slikri vöru
er að fullu miðað við búðarverð i
Reykjavik, jafnvel þannig að þvi
er haldiö ofurlitið ofan við.
Söluskattur — álagning
Fram hjá þvi má þó ekki lita,
að þeir vöruflokkar eru þó nokkr-
ir, sem bandarisku hermennirnir
á Miðnesheiðinni fá við mun væg-
ara verði en tslendingar. Þegar
frá eru taldir ýmsir flokkar mat-
vöru, sem eru allnokkuö ódýrari
til þeirra en islenzks almúga
(minnt er á að þar kemur á móti
aðrir vöruflokkar, sem eru dýr-
ari) þá ber ef til vill hæst ýmis
konar raftæki, útvörp, sjónvörp,
myndavélar og fleira i þeim dúr.
Þegar verðlag á þessum vöru-
flokkum er skoðað, kemur
tvennt, ákaflega athyglis-
vert, i ljós. í fyrsta lagi:
verð á þessum varningi er mun
lægra í verzlunum hersins á
Keflavikurflugvelli, heldur en
það er skráð samkvæmt verðlist-
um, sem smásalar erlendis senda
frá sér. Þar munar tvennu, það er
hagstæðari innkaupum (keypt er
inn fyrir allar verzlanir hersins i
einu, hvar i veröldinni sem þær
eru staðsettar) og lægri álagning.
1 öðru lagi er verðið svo aðeins
brot af þvi sem gerist hjá islenzk-
um smásölum. Þar munar
þrennu, það er söluskatti og öðr-
um gjöldum i hit rikisins, mun
lægri álagningu, og svo téðum
hagstæðari innkaupum.
Mestu virðist breyta, i þessu
sambandi, söluskattur og álagn-
ing, ensöluskatt greiða dátarnir
ekki og álagning mun aöeins vera
þrir eða fjórir af hundraði. Hér
tiðkast hins vegar, eins og kunn-
ugt er, tuttugu prósent söluskatt-
ur og álagning sem nemur tugum
prósenta.
Hvert skal lita?
Það eru ekki miklar, eöa
merkilegar niðurstöður, sem
komast má að á stuttu rölti um
verzlanir Varnarliðsins á Kefla-
vikurflugvelli. Þetta er ódýrara
en það gefst til islenzkra neyt-
enda, annað aftur dulitlu dýrara.
Flest þó ódýrara.
Það sem merkilegast er, er þó
sú staðreynd, að það vöruverð er
tiðkast i verslunum hersins er
ekki til komið með niðurgreiðsl-
um. Það stafar fyrst og fremst af
verzlunarháttum, sem eru mjög
frábrugðnir þvi sem við þekkjum
hér. Tollar eru ekki greiddir hér,
en þess ber að gæta, að af vörum,
sem ekki eru framleiddar i
Bandarikjunum, hefur verið
Howie Matson til aðstoðar er þessi ungi maður, Marshall Thayer (vonandi er nafnið rétt skrifað).
Skritinn fugl, sem kaus að verða um kyrrt á islandi, eftir að hafa gegnt herþjónustu hér. Hann fylgdi
okkur um verzlanirnar og er gjarnan nærstaddur til að túlka, ef á þarf að halda, þvihann skilurog
talar islensku.
greiddur tollur þar. Hins vegar
breytir söluskatturinn og álagn-
ingin öllu dæminu. Þar kemur
mismunurinn fyrst og fremst inn
Þv.i-er-það svo, áð þetta búða-
ráp i Keflávik vakti fyrst og
fremst spurningar um islenzka
verzlanaháttu. Þeirri spurningu
hefur gjarna verið varpað fram
hvort Starfsemi verzlana varnar-
liðsins geti verið eðlileg. Undir-
ritaður verður að segja sem er, að
honum ér ofar i huga sú spurning
hvort verzlanahættir á íslandi
geti talist eðlilegir. Er þaö
hugsanlegt, að það sem okkur of-
býður i verzlunum hersins sé eðli-
legur framgangsmáti verzlunar
og að það sem við búum við sé þá
á móti óeðlilegt?
Hvar er meinsemdin? Er tutt-
ugu prósent söluskattur, háir toll-
ar og tugir prósenta i smásölu-
álagningu eðlilegt? Er fjögur pró-
sent álagning, litill eða enginn
söluskattur og lágmarkstollar
óeðlilegt? Annars vegar kemur til
Jiugsun um neytandann og hags-
munihans, verzlun er rekin þann-
ig að hún stendur undir sér og
starfsliði sinu, en hins vegar virð-
ist stefnan vera sú helst aö láta
sem mest af fjármunum neytand-
ans hverfa niður i einhverja
rekstrarhit, sem til þessa hefur
verið óskilgreind.
Hvort er eðlilegt?
—hv
Howie Matson, blaðafulltrúi, leggur áherslu á orð sin.