Alþýðublaðið - 04.02.1978, Blaðsíða 12
alþýðu-
blaðiö
Útgefandi Alþýöuflokkurinn I lAIJGARDAGUR
Ritstjórn Alþýöublaðsnins er aö Slðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaðsins er aö , ------
Hverfisgötu 10, sfmi 14906 — Áskriftarsfmi 14900. 4. FEBRUAR 1978
Mál Páls Líndals, fyrrverandi borgarlögmanns til rannsóknarlögreglu:
Hafnadi að vera viðstaddur
rannsókn á hirzlum sínum
— segir í greinargerð borgaryfirvalda og borgarendurskoðanda
i gær barst fjölmiölum
í Ijósriti greinargerð frá
skrifstofu borgarstjóra,
varðandi rannsókn end-
urskoðunardeildar á skil-
um Páls LíndalS/ fyrr-
verandi borgarlögmanns,
á innheimtum bifreiðar-
stæðagjöldum og sam-
þykkt borgarráðs um
meðferð málsins. Jafn-
framt skýrsla stjórnar
endurskoðunardeildar og
bréf borgarendurskoö-
anda með áritun kjörinna
endurskoðenda. Kemur
f ram í greinargerðinni að
í gær var ákveðið að visa
málinu til frekari með-
ferðar rannsóknarlög-
reglu ríkisins.
Greinargerö skrifstofu borg-
arstjóra er á þessa leiö:
1 byrjun desember 1977 kom
upp grunur um, aö i ákveönum
tilvikum hafi ekki verið gerö
skil til borgarsjóðs á innheimt-
um bifreiðastæöagjöldum, sem
Páll Lindal, þáv. borgarlög-
maður, haföi veitt móttöku i
marz og október 1977. Eftir aö
hafa i fyrstu neitaö vanskilum
greiddi Páll Lindal föstudaginn
9. desember umræddar fjár-
hæöir til borgarsjóös og sagöi
jafnframt aö af hans hálfu væri
ekki um frekari vanskil aö
ræða. Endurskoöunardeild
haföi þá hafiö nánari athugun
þessara mála og strax mánu-
daginn 12. desember kom fram
grunur um frekari vanskil.
bann dag sagöi Páll Lindal
starfi sinu lausu.Var honum þá
jafnframt tjáö af borgarstjóra,
aö endurskoöunardeild óskaöi
eftir að gera leit að skjölum i
herbergi hans og honum gefinn
kostur á aö vera viöstaddur,
sem hann afþakkaöi. Um þetta
efni fylgir skýrsla borgarendur-
skoðanda.
Hefur ekki gert grein fyr-
ir málinu af sinni hálfu
Rannsókn endurskoöunar-
deildar sem nær allt aftur til
ársins 1965 hefur leitt i ljós, aö á
árunum 1971-1977 hefur Páll
Lindal veitt móttöku bifreiöa-
stæðagjöldum aö fjárhæö sam-
tals kr. 5.069.729, sem ekki verö-
ur séö aö skilaö hafi veriö i
borgarsjóö. Inn á þessa fjárhæö
greiddi Páll Lindal 9., 14. og 15.
desember s.l. samtals kr.
1.973.704. Skýrslu endurskoðun-
ardeildar fékk Páll Lindal 31.
janúar, en hefur siöan ekki sinnt
tilmælum endurskoðunardeild-
ar um aö koma og gera grein
fyrir málinu af sinni hálfu.
Hafði verið spurður um
vanskilin áður
Ekki veröur hjá þvi komizt að
vekja athygli á, að i bréfi til
borgarráös 31.1. 1978, sem birt
var i dagblöðum 2. þ.m., lætur
Páll Lindal aö þvi liggja, aö á
fundi borgarstjóra 12. desember
s.l. hafi honum fyrst verið sagt,
að hann „væri borinn alvarleg-
um sökum af borgarendurskoð-
anda”. Þremur dögum áöur, 9.
desember s.l., hafði Páll Lindal
þó greitt tæpl. kr. 774 þús., sem
hann veitti viötöku i marz og
október 1977. Aöur hafði starfs-
maöur endurskoöunardeildar
rætt nokkrum sinnum viö Pál
Lindal um þessi vanskil og leit-
aö eftir skýringum hans.
Samtaliö 12. desember s.l.
getur þvi ekki hafa komiö Páli
Lindal á óvart.
1 fyrrgreindu bréfi til borgar-
ráös og i blaöaskrifum undan-
farna daga hefur Páll Lindal
itrekaö fundið aö rannsókn end-
urskoöunardeildar og jafnframt
haft I frammi óljósar aödróttan-
ir I garö borgaryfirvalda.
Borgarráð hefur i dag ákveöið
aö visa málinu til frekari meö-
feröar rannsóknarlögreglu-
stjóra rikisins.
Vanskil á greiðslum frá
11 greiðendum bifreiða-
stæðagjalda
1 skýrslu stjórnar endurskoð-
unardeildar kemur fram aö
samkv. 25. gr. byggingasam-
þykktarinnar, geti borgarstjórn
heimilað, i þeim tilvikum, þar
sem ekki verður komiö fyrir á
lóö nægum bifreiöastæöum aö
leysa lóðarhafa undan þeirri
kvöö, ef hann greiðir andvirði
þess lóöarhluta, sem á vantar.
Skal andviröiö miöaö viö verö-
mæti þeirrar lóöar sem byggt er
á. Voru það greiðslur samkv.
þessari heimild, sem borgarlög-
maður missá sig á.
Eru i skýrslunni tilteknir 11
aöilar, sem inntu þessar
greiðslur af hendi, en ekki voru
gerö full skil á i borgarsjóð og
nam upphæðin, svo sem segir i
greinargerö borgarstjóra,
5.069.729. Páll hefur nú greitt
hluta upphæöarinnar, svo eftir
standa 3.096.025.
Kemur fram að stjórn endur-
skoðunardeildar hefur haldiö
átta fundi vegna þessa máls.
Er oftast um aö ræöa ávisan-
ir, sem Páll hefur tekiö við sem
greiöslu á gjöldunum og svo
framvisað, án framsals borgar-
gjaldkera.
Hafnaði að vera
viðstaddur rannsókn í
hirzlum skrifstofu
sinnar.
„1 bréfi Bergs Tómassonar,
borgarendurskoðanda, segir
svo um rannsóknina á skrifstofu
Páls Lindals, sem Páll hefur
fordæmtopinberlega hvernig að
var staðiö:
1 byrjun rannsóknar á máli
Páls Lindals, varöandi meöferö
innheimts fjár vegna bifreiöa-
stæðagjalda, kom fram, að ekki
voru nein gögn fyrir hendi um
greiöslumáta, samkomulag eöa
útreikninga á þvi tilviki, sem
varö upphaf aö rannsókn þess-
ari, svo og siöari mála, sem upp
komu. Páll Lindal haföi veriö
inntur eftir gögnum i málum
þessum oftar en einu sinni og
kvaö hann engin gögn um þetta
vera I sinum fórum og gæti hann
engar upplýsingar gefið.
Þegar svo Páll segir starfi
sinu lausu 12.12. 1977, skýröi
borgarstjóri Páli frá þvi, að
borgarendurskoðandi teldi
nauðsynlegt að hirzlur Páls
yrðu skoöaöar til þess aö ganga
úr skugga um aö ekki væru þar
gögn til upplýsingar i málinu.
Borgarstjóri spuröi Pál hvort
hann vildi vera viðstaddur, en
hann kvaö nei við. Að svo búnu
fór Páll af skrifstofu sinni en
borgarendurskoöandi ásamt
Birni Kristjánssyni, starfs-
manni endurskoöunardeildar,
og skrifstofustjóra deildarinn-
ar, Kjartani Gunnarssyni,
könnuöu gögn i skrifboröi Páls
meö vitund borgarstjóra og
skrifstofustjóra borgarstjóra.
Teknir voru úr skrifboröinu
fjórir vlxlar varðandi bifreiöa-
stæöagjöld samkvæmt
meðfylgjandi kvittun
i n n h e i m t u d e ild a r , en
innheimtudeild voru afhentir
vixlarnir til varöveizlu og
innheimtu. Ennfremtir gögn um
þær greiðslur er þeir þrir aðil-
ar, sem samþ. vlxlana, áttu aö
- greiöa fyrir bifreiðastæöagjöld.
Aö ööru leyti varöandi atvik
þennan dag vegna þessa máls,
visast til minnisblaðs Björns
Kristjánssonar, sem fylgir hér
meö.
Þaö er rangt, að ég hafi nokk-
urn tima sakfellt Pál Lindal i
blaðaviðtölum, en ég get ekki
borið ábyrgð á uppslætti orða og
fyrirsögnum blaða.1*
Minnisblað Björns
Mánudag 12. desember 1977,
kl. 14.30 til 15.00 afhenti ég
borgarstjóra ný gögn i máli
borgarlögmanns og ræddi þá
um það, aö endurskoöunardeild
þyrfti aö sjá öll þau gögn, sem
Páll hefði undir höndum eöa i
skrifborði sinu, um mál þetta.
Borgarendurskoöandi var
fjarverandi vegna jaröarfarar.
Um kl. 16.00 hringdi borgar-
stjóri og sagði aö borgarlög-
maöur hefði sagt upp starfi sinu
og aðspurður af borgarstjóra
kvaöst Páll ekki vilja vera
viöstaddur, þegar endur-
skoöunardeild færi i skrifborð
hans. Borgarstjóri taldi bezt, að
i skrifborð Páls yrði skoöað eftir
vinnutima. Kl\16.15 mætti ég á
skrifstofu borgarstjóra og þar
voru mættir auk\borgarstjóra,
borgarritari og skrifstofustjóri.
Nokkru siðar mætti borgar-
endurskoðandi og skrifstofu-
stjóri hans. Um kl. 17.00 rædd-
ust þeir við borgarstjóri og
borgarendurskoðandi og var þá
rætt um leit i skrifboröi borgar-
lögmanns. Lyklar að skrif-
boröinu voru á staönum, nema
aö einni skúffu, sem hægt var að
opna á auöveldan hátt, án þess
þó aö sprengja upp lásinn og i
þeirri skúffu voru þau plögg,
sem leitað var aö.
Véfengja útgáfurétt Braga hf.
á verkum Einars Benedikiss.
— Magnús Víglundsson eini núlifandi stjórnarmaður Braga hf.
Mái erfingja
Einars Bene-
diktssonar
gegn Braga hf.
þingfest
í fyrradag:
1 fyrradag var þingfest mál
fyrir bæjarþingi, sem erfingjar
Einars Benediktssonar skálds,
höföa gegn hlutafélaginu Braga.
Fyrir bæjarþinginu kveöast
stefnendur munu gera þær dóm-
kröfur aöallega, aö viöurkennt
veröi meö dómi aö Bragi hf. hafi
ekki öölast eignarrétt og höfund-
arrétt að verkum Einars Bene-
diktssonar, skálds, en til vara aö
eignarréttursá og höfundarréttur
aö verkum Einars Benediktsson-
ar, sem félagið telur sig hafa ööl-
ast meö samningi viö Einar
Benediktsson 17. janúar 1938, sé
niöur fallinn. Þá er og krafist
málskostnaöar úr hendi stefnda,
Braga hf.
Hlutafélagið Bragi
Málavextir eru þeir, aö hinn 13.
janúar 1938 var stofnað I Reykja-
vik hlutafélagiö Bragi. I stofn-
' samningi og lögum félagsins seg-
ir, aö tilgangur félagsins sé sá aö
kaupa af fyrrverandi sýslumanni,
Einari Benediktssyni i Herdisar-
vik, eignarrétt aö öllu þvi, sem
hann hefur samiö, meö þeim tak-
mörkunum, sem leiöir af áöur-
geröum ráöstöfunum hans, svo og
að birta ritin á hvern hátt sem
vera skal eöa ráöstafa þeim á
annan hátt.
Greint félag telur sig hafa gert
samning viö Einar Benediktsson
hinn 17. janúar 1938, þar sem
hann hafi selt og afsalaö Braga
hf. eignarrétti á öllu þvi, sem
hann hafi samið og hafi andvirði
hins selda verið kr. 7000. Einar
Benediktsson lézt i Herdisarvik
hinn 12. janúar 1940.
Málshöfðun 1944
Hinsvegar höfðuöu erfingjar
Einars Benediktssonar mál á
hendur Braga hf., meö stefnu út-
gefinni 11. sept. 1944 til ógildingar
á „samningi” frá 17. janúar 1938.
Mál þetta var hafið meö dómi
bæjarþings Reykjavikur aö kröfu
erfingjanna hinn 5. mars 1947, en
Bragi hf. hafði ekki uppi gagn-
kröfur um efnisdóm til viöur-
kenningar á meintum rétti sinum.
Véfengja undirritun Ein-
ars
Stefnendur kveöast byggja aö-
alkröfugerö i máli þessu á hendur
Braga hf. á þeim málsástæöum,
að samningur sá frá 17. janúar
1938, sem stefndi mun byggja rétt
sinn á, hafi ekki verið undirritaö-
ur af Einari Benediktssyni. Telji
dómurinn hinsvegar að stefnend-
um beri aö sanna aö Einar Bene-
diktsson hafi ekki undirritað
samninginn og komist aö þeirri
niöurstööu aö slik sönnun hafi
ekki tekist, þá kveöast erfingj-
arnir byggja á þvi aö Einar Bene-
diktsson hafi ekki verið svo heill
heilsu, andlega og likamlega i
ársbyrjun 1938, aö hann hafi verið
fær um aö ráöstafa fjárhagsleg-
um og persónulegum hagsmun-
um sinum, og samningurinn sé
þvi ekki bindandi. Fleira færa
stefnendur fram, m.a. aö réttur-
inn, sem Bragi telur sig eiga, sé
úr gildi fallin sökum vanrækslu
félagsins á útgáfuskyldu sinni og
dreifingarskyldu, og að samning-
ur þess gangi I berhögg viö góöar
venjur i höfundaréttarmálum.
Allir núlifandi
erfingjar höfða málið
Stefnendur skýra aöild sina
þannig aö Hrefna Benediktsson
og Benedikt örn Benediktsson
séu börn Einars Benediktssonar,
en aörir stefnendur séu börn Stef-
áns Más Benediktssonar, sonar
Frh. á 10. slöu