Alþýðublaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 1
FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚÁR
38/TBL. — 1978 — 59. ÁRG.
Ritstjórn bladsins er
til húsa í Síðumúla 11
— Sími (91)81866
— Kvöldsími frétta-
vaktar (91) 81976
Leiðtogafundir BSRB og ASÍ í Reykjavík:
Sa AS m< ií < BÍ >1 igi l 1 inl 3* lega >RB r a 1. ðge mai rð rz’ ■ 7 ■ r
Ráöstefna formanna
allra aöildarfélaga og
sambanda innan Alþýðu-
sambands islands hófst að
Hótel Loftleiðum f gærdag.
I upphafi fundar flutti
Björn Jónsson, forseti ASi,
ræðu og rakti gang kjara-
málanna undanfarið og þá
einkum gengisfellinguna
og fylgju hennar — kjara-
skerðingarfrumvarp rikis-
stjórnarinnar. A eftir
skiptust menn á skoðunum,
en engar ákvarðanir höfðu
verið teknar um aðgerðir,
þegar blaðið siðast frétti.
Mikill hugur var i mönnum á
fundinum og almenn reiði út i
rikisvaldiö. Háværar raddir voru
uppi um að alþýðusamtökin boö-
uðu til aðgerða strax 1. marz,
þrátt fyrir að lögum samkvæmt
mætti ekki boöa til verkfalls fyrr
en 1. april. Var á það bent aö eftir
riftingu rikisvaldsins á siðustu
kjarasamningum væri spursmál
hvort hægt sé að tala um það sem
lögbrot að boða t.d. verkfall 1.
marz. Töldu sumir ástæöulaust
að verkalýðshreyfingin færi
endalaust eftir leikreglum sem
atvinnurekendur og rikisvaldið
hefðu að engu. Þær raddir heyrð-
ust þó meðal manna, að ekki bæri
að boða verkfall i trássi viö laga-
bókstafinn.
Þá var siðari dagur ráöstefnu
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja á Hótel Sögu i gær, en þar er
um að ræða fund forystumanna
allra aðildarfélaga sambandsins.
Stóðu þingfundir til kl. 22 i fyrra-
kvöld, starfshópar störfuðu fyrir
hádegi i gær og eftir hádegið var
þingfundum haldið áfram. Til
stóð að halda ráðstefnu þessa 1.
marz, en henni var flýtt vegna
efnahagsráðstafana rikisstjórn-
arinnar. Alþýðublaðið hefur
fregnað að á fundi BSRB hafi ver-
ið rætt um boðun allsherjarverk-
falls 1. marz á svipuðum forsend-
um og rætt er um verkfall ASl-
félaganna, en þess er að vænta aö
i dag fáist meiri vitneskja um nið-
urstööur beggja fundanna, sem
teljast verða afar mikilvægir i
stefnumótun og starfi þessara
tveggja langstærstu samtaka
launafólks í landinu fyrir kom-
andi kjaraátök.
Tek að mér
að leysa út vörur fyrir innflytjendur, með
l-2ja mánaða greiðslufresti.
! Þeir sem hafa áhuga, leggi tilboð inn á
afgreiðslu blaðsins, merkt, Fyrirgreiðsla.
Heildsali og bankastjóri:
Hefur lítinn
einkabanka
sem þjónar inn
flytjendum
„Máliðer þannig vaxið,
að okkur skortir verkefni
í heildsölu þá sem við
rekum og því kom þetta
til. Við bjóðumst til að
leysa út vörur, sem aðrir
aðilar hafa pantað, en
hafa ekki f jármagn til að
leysa út, og lánum and-
virði þeirra í tvo mánuði.
Af þessu tökum við enga
vexti, en leggjum heildsölu-
álagningu á og það er okkar
gróöi af þessu. Þeir sem skipta
við okkur fá hins vegar þennan
tveggja mánaða greiðslufrest’,’
sagði maður einn, er rekur
heildverslun hér i borg, i viðtali
viö Alþýðubalðið i gær. Blaðið
hafði samband við hann vegna
auglýsingar, sem hefur birzt i
blöðum undanfariö, þar sem
hann auglýsir að ha' .í taki að
sér að leysa út vörur fyrir inn-
flytjendur, meö l-2ja mánaða
greiðslufresti.
Tekiö skal fram að viðskipti
þessi munu vera að fullu lögleg,
þótt þau séu ef til vill sérkenni-
leg.
,,Það hafa ekki margir haft
samband við okkur”, sagöi
maöurinn, sem er af erlendu
bergi brotinn, en búsettur hér
meö sina fjölskyldu, jafnframt i
gær, „enda eins gott þvi þetta er
Frh. á 10. siðu
HO
KRUPMfíTTUR i>es/77-deS.'7*
£>ÆS.'77 m/OO
’öSKFRT
S% LmCrRt LDSS/77
/Z% LfECrRí ER SKK SRMMM& DKfy
/>.£. þVRFri RÐ W£tfKR UH /3{%
Alþýöusambandið hefur látið reikna út rýrnun kaupmáttar verkafólks út þetta ár, samkvæmt
kjaraskerðingaraðgerðum rikisstjórnarinnar. Beina iinan (100) táknar kaupmáttinn eins og hann
var í desember s.l. Efri brotaiinan sýnir þróun kaupmáttarins samkvæmt þeim samningum sem
nú eru f gildi, en sú neðri þróunina samkvæmt kjaraskerðingariögunum. Strikaða svæðið er
þannig kjaraskerðingin á timabilinu og i iok ársins væri kaupmáttur orðinn heilum 12% lægri en
samkvæmt kjarasamningnum.
Stundarskrárgerd í
Breidholtsskólanum
talin kosta 26.8
millj. á næsta ári
— Það er staðreynd,
að t.d. töfiugerð er dýr-
ari i áfangakerfi en i
bekkjaskólum og þess
vegna er verið að vinna
að þvi að koma þessu
nýja kerfi á, sagði
Guðmundur Sveinsson
skólastjóri Fjölbrautar-
skólans í Breiðholti. En
fyrir skömmu hélt
Fræðsluráð fund þar
sem stjórnunarkostnað
skólans bar m.a. á
góma. Kom þá fram að
ekki væri lengur unnt að
annast stundatöflugerð
skólans með hefðbundn-
um hætti vegna þess hve
kostnaðarsamt það
væri.
Nefndar voru þessu til stuðn-
ings tölur úr greinargerð tölvu-
nefndar Reykjavikurborgar, en
skv. þeim er áætlaður kostnaður
við stundatöflugerð Fjölbrautar-
skólans 26.8 millj. króna fyrir áriö
1978-1979 og 35.5 millj. króna fyrir
skólaárið 1979-1980.
Þvi ákvað Fræðsluráð að skól-
inn taki þátt i undirbúningi að
kerfissetningu og gerð forrita, og
skipulagi gagnavinnslu. Aðrir
skólar er væntanlega munu nota
tölvuúrvinnslu við skipulagningu
eru Menntaskólinn i Hamrahlið,
Fjölbrautarskólarnir i Flensborg,
á Suðurnesjum, á Akranesi og I
Breiðholti, eins og fyrr sagði.
1 viðtaji blaðsins við Guðmund
Sveinsson skólastjóra kom enn
fremur fram, að Fræösluráð við-
komandi skóla þurfa að
samþykkja þetta áður en af getur
orðið.
— Það er almennt álit manna,
að sá aukni kostnaður sem er við
stjórnun áfangakerfis muni koma
verulegu leyti til baka, þegar allir
reikningar hafa verið gerðir upp,
sagði hann. Nemendur geta farið
hraðara í gegnum áfangakerfið
en bekkjakerfið. Þannig sýnir t.d.
athugun sem gerð hefur verið, að
i Hamrahlið verða nemendur
stúdentar á 3.60 árum, meðan
lágmarkið i öðrum menntaskól-
um er 4 ár. Frh. á 10. siðu
Vaxtahækkun
eftir næstu
helgi
Svo sem greint hefur
veriö frá i Alþýðublaö-
inu er nú i ráði að hækka
vexti um sem nemur
3%. Margt bendir til að
vaxtahækkun þessi taki
gildi hinn 20. eða 21.
þessa mánaðar. Fari
svo verða hæstu vextir
34%.