Alþýðublaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið Útgefandi Alþýöuflokkurinn Ritstjórn Alþýöublaösnins er aö Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er aö Hverfisgötu 10, slmi 14906 — Áskriftarsimi 14900. FIMMTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1978 Rætt vid útflytjendur ferskfisks til Evrópu og Bandaríkjanna Ágætar horfur á árinu 1978 11 tonn flutt út fyrir helgi hjá Eiríki Hjartarsyni í Keflavík 1 Alþýöublaöinu á þriöjudag, var skýrt frá fyrirætlunum Norö- manna um aö gera átak I flutn- ingum á ferskum fiski til Banda- rikjanna flugieiöis. Enn kom fram i fréttinni aö Islenzkir aöiiar hafa stundaö slikan útflutning I nokkrum mæli og ræddi blaöiö I gær og fyrradag viö forstööu- mann Miðness I Sandgeröi, sem flutt hefur út fisk á evrópumark- aö og Eirlk Hjartarson I Keflavik, sem flutt hefur ferskan fisk frá tveim fiskverkendum til Banda- rikjanna. ólafur B. ólafssonhjá Miönesi, sagöist telja góöan grundvöll fyr- ir útflutning sem þennan, en taka yrði strax fram hve hér ræddi um ólika markaöi og verð, en þegar um frystan fisk er aö ræöa. Hann heföi I Þýzkalandi komiö á sinum tima auga á góöa möguleika á þessu sviöi þar og stundaö út- flutning þangaö af og til, en ekki slzt til Luxemburg og Belgiu. Fiskurinn mun aö mestu fara þar til hótela og beinnar neyzlu. Hver farmur væri 1-3 tonn i flugi og hefði samvinna verið góö viö aö- ila erlendis, þótt stundum gæti þaö gert þeim lifiö leitt þegar ógæftir væru og ekki væri unnt aö afla fiskjar af þeim sökum, en hér ræöir eingöngu um bátaafla. Ólafur kvaö vænlega horfa um þessar mundir, eftir aö Þjóöverj- ar fóru af islandsmiöum og væru þeir hjá Miönesi aö senda prufur út um þessar mundir, en útflutn- ingurinn frá slöustu áramótum heföi veriö litill, aöeins nokkur hundruö kiló. Enn kæmi til nokk- ur samkeppni frá Dönum og Norömönnum, sem sendu fisk suöur eftir meö vögnum og heföu þvi ólikt hagstæðari aöstööu þarna. Álíka verö og Norðmenn fá fyrir sinn fisk Eirikur Hjartarson I Keflavík hefur veriö milliliöur viö fersk- fiskútflutning til Bandarikjanna sl. 3 ár og hefur einkum flutt út fyrir tvo fiskverkendur, Ásgeir hf. i Garöi og Bessa Gislason i Hafnarfiröi. Eirikur sagði aö þessi útflutn- ingur væri mestur frá haustdög- um til vors og um þessar mundir horföi blómlega fyrir þessum viö- skiptum, þvi nú fyrir siöustu helgi hefðu veriö flutt út 11 tonn á 4 dögum, og heföu veriö flutt út 40 tonn frá áramótum. Væri varla um aö ræöa aö senda annan fisk en linufisk, þar sem einkum heföi til þessa verið send út ýsa. Hann taldi þó góöar horfur á aö hafinn yröi útlutningur á karfaflökum innan tiöar, sem ekki eru jafn viö- kvæm vara. Magniö sagöi Eirikur nokkuö breytilegt frá ári til árs, 1976 hefðu þeir flutt út 136 tonn en verulega miklu minna 1977. Sem fyrr segir eru horfurnar á þessu ári mjög góðar, þrátt fyrir aö Bandarikjamennirnir hafi tekiö upp á aö fara aö fiska sjálfir eftir útfærslu landhelgi sinnar og verulegan innflutning á fiski frá Kanada. Fiskurinn er sendur til Boston og kvaöst Eirikur hafa skipt viö þrjá aðila á ferli sinum og væri nú um þessar mundir aö hefja viö- skipti viö dreifingarfyrirtæki eitt, en i fyrra heföi útgerðaraöili keypt vöruna. Veröiö kvaö hann vera leyndar- mál, en kannaðist viö aö þaö myndi vera svipað og Norömenn fá fyrir sinn fisk, en til neytenda i Bandarikjunum er norski fiskur- inn seldur fyrir um þaö bil 1400 isl. kr. hvert kiló. Er þess þá að gæta aö innifalin er þóknun bandariskra milliliöa, sem er verulega hærri en til Islenzkra aöila. AM Blaðamannaverkfall á morgun? Árangursrík kjarabar- átta ekki rekin nema með beitingu verkfalls — útgefendur neita að rökstyðja fullyrðingar sínar í samninga- viðræðunum og þvertaka fyrir að láta Kjaradóm meta kjör blaðamanna með tilliti til kjara fréttamanna Blaðamannafélag Islands hefur boðað til verkfalls frá og meö föstudeginum 17. febrúar 1978, en vill af þvi tilefni taka fram, að komi til verkfalis þessa þá er þaö beint framhald þeirrar kjarabar- áttu, sem félagiö hóf meö upp- sögn samnínga á si. sumri. Þá gengu öll félög ASl frá samning- um, en Blaöamannafélagiö gekk aftur á móti frá samkomulagi við viðsemjendur sina um samræm- ingu á kjörum fréttamanna rikis- útvarpsins og blaðamanna blaö- anna. Samkomulag þetta var þess efnis, aö samræming átti aö fara fram á kjörum fréttamanna rikisútvarps og blaöamanna eftir aö Bandalagstarfsmanna rikis og bæja heföi gengið frá kjarasamn- ingi sinum. Skyldi sérstök nefnd, sem fjalla átti um máliö, komast aðsamhljóða niðurstöðu um sam- ræminguna, en tækist það ekki geröi samkomulagiö ráö fyrir aö hvorumaöila um sig væri heimilt aö segja upp samningum. Atti samkomulag aö hafa tekist fyrir 20. janúar 1978. Blaðaútgefendur komust hins vegar aö þeirri niöurstööu hinn 19. janúarsl., aö algjört samræmi væri oröið þá þegar á kjörum fréttamanna og blaöamanna. Þeir rökstuddu ekki frekar þessa niöurstööu sin'a og hafa neitað fulltrúum blaðamanna um aö fá Fjörtiu ára afmælishátiö Alþýöuflokksfélags Reykjavikur veröur haldinn i Þórskaffi næst- komandi sunnudag 26. febrúar og hefst kl. 3.15. Fjölbreytt skemmtiatriði veröa og veitt veröur kaffi og meölæti. Hátiöin veröur sett af Emeliu Samú- elsdóttur formanni Alþýöuflokks- félags Reykjavikur. Benedikt Gröndal mun flytja ræöu, og ávörp flytja Jóhanna Siguröar- að sjá forsendur þeirra útreikn- inga sem þarna liggja aö baki, svo og sáttasemjara rikisins. Ekkert samræmi Blaðamenn hafa meö sökstuön- ingi sýnt fram á að ekki er sam- ræmi milli þessara kjarahópa og m.a. bent á aö byrjunarlaun i blaðamennsku samkvæmt taxta B.l. séu nú 109.990.- kr. en byrj- unarlaun i fréttamennsku hjá Rikisútvarpinu séu 190.911,- krón- ur samkvæmt taxta BSRB. dóttir og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Leikarararnir Arni Tryggvason og Siguröur Sigurjónsson flytja leikþátt og Sigríöur Ella Magnús- dóttir syngur einsöng viö undirleik Karls Billich. Þá mun Guölaugur Tryggvi Karlsson stjórna fjölda- söng. Veizlustjóri veröur Gylfi Þ. Gislason. Miöaverö er kr. 1000 og verða miöar seldir á skrifstofu Alþýöuflokksins Hverfisgötu 8-10. —KIE. Vélskófla stolin í Þýzkalandi seld hér Nú fyrir skömmu var seld hér á landi vélskófla af gerö- inni Caterpillar 966. Ekki þætti þaö i frásögur færandi nema af þvi aö vél þessari var stoliö úti i Hamborg fyrir um þaö bil þremur árum, eöa nánar til- tekiö áriö 1975. Hjólaskófla þessi kostar ný um 38 milljónir króna, en var seld hér á landi fyrir 20 milljónir, þar af haföi kaup- andi borgað 10 milljónir inn á kaupveröið. Fyrirtæki eitt i Reykjavik bauö gröfuna til kaups fyrir hönd umboösmanns þýzkra aöila. Þegar einn af þeim sem áhuga haföi á aö kaupa véiina lét ha nn frá umboöi hennar hér skoöa hana, kom I ljós aö átthaföi verið viö framleiðslu- númer hennar. Rannsókn leiddi siöan i ljós aö þessari sömu gröfu haföi veriö stoliö úti i Hamborg áriö 1975. A meöan verið var aö kanna þessi mál, festi annar maður kaup á vélinni og haföi borgaö 10 milljónir inn á hana, þegar honum var gert viðvart. Pen- ingarnir munu vera komnir i hendur „seljendanna” i Þýzkalandi. Ekki tókst AB aö afla uppiýsinga um hvaöa fyrir- tæki þaö er sem haföi meö höndum sölu gröfunnar. En kunnugt er blaöinu um tvö fyr- irtæki sem stundaö hafa inn- flutning notaöra vinnuvéla og er annaö þeirra i tengslum viö bilainnflutningsmáliö svo- nefnda. Guðmundur G. Þórarinsson: Á ekki krónu — á dönskum bankareikningi 1 gær hringdum viö til Guðmundar G. Þórarinssonar og inntum hann eftir sannleiks- gildi þeirrar kviksögu, sem komist hefur á kreik, aö Guömundur sé meöal þeirra manna, sem uppgötvast hefur aö liggi á sjóöum i bönkum Dana, en eins og ekkihefur fariö fram hjá neinum eru þaö mest spennandi menn I þjóölifinu nú og forvitnilegri en leynigestur- inn i sjónvarpsþættinum, — jafnvei sambærilegir viö „Gregory”, sem var hin óræöa stærö i frægri ieynilögreglusögu útvarpsins fyrir mörgum árum. Guömundur var skjótur til aö svara aö á dönskumbankareikn- ingi ætti hann ekkert og heföi ekki áttfráþvi hann nam verk- fræöi sina i Danmörku fyrir löngu, — en þá mun hann hafa Frh. á 10. siöu Frh. á 10. siðu Fjörutíu ára afmælishátíð

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.