Alþýðublaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 6
6 Fimmtudagur 16. febrúar 1978Ma^« Frá verksmiöju fsienzka járnblendifélagsins á Grundartanga Ábótasöm stóridja, eda gagnslaust risaeðlubákn? Tuttugu og fimm milljardar króna undir í einu vedmáli Jámklætt stálgrindar- bákn, sem umlykur, meðal annars, ginn- ungagap nógu mikið til að rúma heilan oliutank af Grandanum, verk- stæðishús, einnig stál- grind, á stærð við Háskólabió, mörg hundruð metra löng færibönd, yfirbyggð húsum sem vera eiga manngeng, reyk- hreinsunarhús og reyk- kælingarkerfi, sem undir þarf margra mannhæða háa sökkla, einkahöfn sem sinnt getur stórum flutninga- skipum og hráefna- geymsla að flatarmáli á við tvö Háskólabió eða svo. Járn, stál og stein- steypa fyrir milljarða. Vinnuafl hundraða manna um nokkurra ára skeið. Og loks loforð um kaup á raforku, sem þarf að bætast i reiðufé, ef ekki verður af. An nokkurs vafa er þetta stórkostlegasta undirlag sem nokkru sinni hefur þekkst i einu veðmáli hérlendis. Veðmálið er að sjálf- sögðu þegar skjalfest, frá þvi verður ekki horfið, en ástæða er þó til að muna eðli þess. Við höfum lagt undir tuttugu og fimm milljarða króna, eða svo. Þriðjung fjárlaga okkar. Og veðmálið stendur um það hvort við erum að byggja á Grundartanga i Hvalfirði ábata sama stóriðju, eða gagnslausa risaeðlu. Verum jákvæð Þann þriðja mai árið 1977 voru samþykkt á Alþingi Islendinga lög um járnblendiverksmiðju i Hvalfirði. Meö þeim var veðmáliö staðfest og skjalfest. Gengið hefur verið frá efnis- kaupum til byggingarinnar, byggingin sjálf er nokkuð langt komin, þannig að á fyrsta fjórð- ungi næsta árs fáum við fyrsta ' smekkinn af þvi hvort féð er ávaxtað eða glataö. Milljarðarnir tuttugu og fimm eru að meiri- hluta til, fimmtiu og fimm af hundraði, frá islenska rikinu komnir. Að öðru leyti frá norska stórfyrirtækinu Elkem Spieger- verket a/s, sem hljóp i skarðið,' þegar bandariska fyrirtækið Union Carbide Corporation sveikst undan merkjum. Enda er það mun betra að hleypa inn i landiðfjármagnifrá vinumokkar og frændum, heldur en frá ameriskum auðvaldsseggjum, þótt svo þeir hinir sömu grisir eigi ofurlitla aðild að téðu Norsara- fyrirtæki. Það er litil aðild og fjarlæg. Karbitsmenn eiga sumsé i fyrirtæki sem á i Elkem Spiger- verket a/s nokkurn hlut. Eigin- lega engin tengsl. Þviber okkur að bera jákvæðan hug til stálgrindanna og silóanna og færibandanna, sem þarna ætla máske að mala okkur gull, máske að koma fjármunum i lóg, máske ekki aö gera neitt, til eða frá. Svo segir hann Jón járnblendifor- stjóri i það minnsta. „Hér verður ekki aftur sniiið.Hvort sem það er rétt eða rangt aö reisa hér verk- smiðju, verður þessu ekki hætt tir þvi sem komið er. Þvi veröur að fjalla jákvætt um málið.” Hér skal hins vegar tekinn sá kostur að fjalla sem minnst um það. Einfaldlega þar sem ekki er um neitt aö fjalla að sinni. Viö gerum bara eins og Jón og hinir forstjórarnir, yppum öxlum og segjum með spekingslegum forlagatrúarsvip: „Það kemur i ljós, væni minn, það kemur i ljós”. Einhvernveginn hljómar þaö samt svipað og ,,þú færð að vita pað þegar þú verður stór.” ’ Vandamálið er aöeins það að islenska þjóöin verður aldrei stór og þvi fær hún aldrei að skyggnast i þankahirslur stór- mennanna, sem skammta henni mat á tindiskum og veðja millj- örðum um leiö. Að skoða skessubyggð En hvaö um það. Blaða- mönnum var i siðustu viku boðið að skoða skessubyggðina á Grundartanga. Þar sem maðurinn er maur, stærstu jarö- vinnslutæki og byggingarkranar leikföng. Þvi er ekki að neita að þar getur að lita áhrifamiklar byggingar, með öllum þessum stálstoðum og ginnungagöpum. Ahrifamiklar, en ekki ógrivekj- andi — i það minnsta ekki enn sem komið er. Ef til vill stafar manninum ógn af þessari iðju sem stóriðja nefnist, en á Grund- artanga hafa framkvæmdir yfir sér hlutlausan blæ, líflausan og gráan, sem gerir hvunndagslegan blæ. Þvi er betra að láta flæðirit járnblendimanna og fáeinar myndir sem sendimanni Alþýðu- blaðsins tókst að koma á filmu skýra, heldur en hafa þar mörg orð um. Fyrst flæðiritið Flæðirit það, sem hér fylgir, skýrir vinnslu kisiljárns í verk- smiðjunni á Grundartanga, það er ferli hráefnis frá skipi til skips, ef svo má segja. Eins og sjá má er hráefni fyrst skipað uppúr skipum, sem liggja við einkahöfnina góðu. Þaðan fer það eftir færiböndum upp i hrá- efnageymslu, sundurhólfaöa, svo ekki renni allt saman of fljótt. Úr hráefnageymslu fer hráefnið i hráefnahreinsun, þar sem geypi- legt magn vatns verður notað til aö skola það. Siðan fer þaö i blöndun, þarsem hæfiiegt jafn- vægi næst fram milli einstakra efna og svo i bræðsluofninn. Þar er hjarta verksmiðjunnar. Tvö þúsund gráðu heitt helviti, sem gæti bæði reykt og steikt mann- mauranaervinna við það. Þar er svo brætt og brallað, þar til kisil- járn verður Ur. Þegar svo járnið er Ur helju heimt fer það i mölun, en er að sjálfsögðu kælt fyrst. Úr mölun fer það i pökkun að nokkru leyti, en þó mikið til i siló, til geymslu, þar til þvi er skipað út i skip viö einkahöfnina góðu, og kemst á markað. Svona standa vonir til að þetta fari fram. Nokkuð mun vist að allt verður þaö mögulegt og allt verður það gert, nema hvað nokkur óvissa rikir um siðasta þáttinn. Það er að framleiöslan komist á markað. Hins vegar láta afkomendur vikinga sér ekki vaxa slikt litilræði i augum. Við gætum ef til vill hafið vigaferðir að nýju, i öfugum stil, eða út- hverfum, það vill segja til þess að neyða framleiðslu okkar upp á arma annarra þjóöa, i stað þess að neyða þær til að láta sina framleiðslu af hendi við okkur. Öðinn einn veit hversu stór og ábatasamur atvinnuvegur slikt gæti orðið okkur. Nú, þetta eralltsaman fremur einfalt, ekki svo? Nei, það er ekki einfalt. Hins vegar þýðir ekki fyrir þann er þetta skrifar að reyna að siy:lja annað en barna- skólaútgáfuna og þvikemur hann ekki öðru á framfæri. Aðgát skal höfð Einhvers staöar segir að aðgát skuli höfð i nærveru sálar. Er það góð regla. Einkum þegar tekið er tillit til framkvæmda á borð við Grundartangaævintýrið. Þar er þess ekki gætt að hafa aðgát i nærveruþjóöarsálar. Auk þess að umgengni við þjóöarpyngjuna er ákaflega ódönnuö, svo ekki sé meira sagt. Að vera jákvæður er sjálfsagt. Gagnvart því sem jákvætt er. Jafnvel gagnvart þvi sem er nei- kvætt, en ekki veröur forðast. Hins vegar má ekki gleyma þvi að framtiöin getur borið i skauti sér ákvarðanir um nýja Grundar- tanga, alveg eins og nýjar Kröflur. Þess vegna megum viö ekki i jákvæðri hugsun okkar kæfa með öllu vitund okkar um það hvað er rétt ogsatt i þessutil- viki. Grundartangaverksmiöjan er torfæruævintýri. Hún er neikvæö á flestar hliðar. Þaö var rangt að hefja byggingu hennar og I ósam- ræmi við efnahag okkar. Viö verðum aö muna neikvætt eðli þessa tröllaveðmáls, þannig aö blessuð stórmennin nái ekki að plata okkur aftur. Hvað sem öllu öðru liður. Látum svo þessu röfli lokið. Að sinni i það minnsta. Jón og kump- ánar hans halda sinu striki i um- boði þeirra sem við höfum gefiö umboð til að fara meö sameigin- lega fjármuni okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.