Alþýðublaðið - 16.02.1978, Blaðsíða 2
2
Fimmtudagur 16. febrúar 1978
20.000 manns komu
á kvikmyndahátíðina
Yfir 20.000 manns sáu
sýningar á mjög svo
umdeildri kvikmynda-
hátið Listahátíðar i
Reykjavik i þessum
mánuði og segir i frétt
frá aðstendendum hátið-
arinnar að aðsóknin sýni
glöggt þann áhuga sem
íslendingar hafi á
kvikmyndalist.
Ýmsir smáir og stórir örðug-
leikar komu upp i framkvæmd
hátiðarinnar, en mesta athygli
hefur liklega vakið bann yfir-
valda á einni myndinni, sem ætl-
unin var að sýna. Varð það
japanska myndin Á valdi tilfinn-
inga, sem menn greinir á um
hvort sé subbuleg og menningar-
fjandsamleg klámmynd eða hið
mesta listaverk og gersemi. Eina
kvikmynd vantaði á sýninguna.
Var það kúbanska myndin Óður-
inn um Chiie, en Kúbanir sendu
aðra kvikmynd af misgáningi. Þá
seinkaði Frissa ketti og Konu
Akureyrar
frumsýnir
Alfa Beta
Næstkomandi föstudag
frumsýnir Leikfélag
Akureyrar leikritið Alfa
Beta eftir Bretann E.A.
Whitehead. Þýðinguna
gerði Kristrún Eymunds-
dóttir/ leikmynd eftir Þrá-
inn Karlsson, en Brynja
Benediktsdóttir leikstýrir.
Leikritið gerist í Liverpool á 9
ára timabili i lifi hjóna, sem þau
Sigurveig Jónsdóttir og Erlingur
Gislason leika. Verkiö er i þrem-
ur þáttum og er þeim skipt með
sýningu skyggnimynda úr ýms-
um fjölskyldualbúnum, en
Asgrimur Ágústsson ljósm. sá um
þann þátt sýningarinnar.
Verkið verður aðeins sýnt á
Akureyri nú um þessa helgi og
næstu, þar sem það flyzt tii Þjóð-
leikhúss i lok febrúar og verður
sýnt þar i byrjun marz á litla
sviðinu i boði Þjóðleikhúss, sem.
gestaleikur.
—KIE
undir áhrifum af ýmsum orsök-
um, m.a. vegna óveðurs i Banda-
rikjunum og fregnir herma að
spólu hafi vantað aftan á eina
kvikmyndina. Ennfremur kom
upp bilun i hljóðkerfi þegar sýn-
ing á islenzkri kvikmyndafram-
leiðslu stóð yfir. En hvað um það,
hátfðin þótti hafa tekizt bærilega
og þakkar framkvæmdanefnd
hennar undirtektirnar.
Rikisvald og Rúmsend-
ur
Áður en griski leikstjórinn
Pantelis Voulgaris sneri heim til
Grikklands frá kvikmyndahátið-
inni, festi hann á blað nokkra
minnigpunkta varðandi hátiðina,
Isl. kvikmyndagerð aimennt og
einstaka isl. myndir. Þar segir
Voulgaris meðal annars:
„1. Val kvikmynda á hátiðina
var sérlega gott. Þeir sem völdu
kvikmyndirnar bjuggu til dag-
skrá sem speglar unga
kvikmyndágerð i heiminum.
Þetta ágæta myndaval reyndi
rikisvaldið að eyðileggja með
ihlutun sinni. Með þvi að banna
hina stórfenglegu kvikmynd
Nagisas Oshimas Ai no Corrida,
(Á valdi tilfinninga), skapaði það
i hæsta máta ógeðfellt fordæmi.
2. Á engri kvikmyndahátið hef
ég séð jafnmarga fulltrúa ungu
kynslóðarinnar meðal áhorfenda.
Þennan mikilsverða þátt verður
með öllu hugsanlegu móti að örva
og styrkja.
3. Á komandi árum ætti að vera
hægt að efna til umræðna um
kvikmyndagerð með hjálp og
þátttöku kvikmyndagerðar-
manna og gagnrýnenda.
Einnig er nauðsynlegt að þeir
kvikmyndagerðarmenn sem
boðnir eru til slikra hátiða komist
i snertingu við þjóðlif og þjóðfélag
og stofni tii kynna við innlenda
kvikmyndagerðarmenn.
4. Sömuleiðis væri þörf á prent-
uðum upplýsingum um ástand og
kjör kvikmyndagerðar, um
möguleika á samstarfi i
kvikmyndaframleiðslu. Þetta
mætti gera með litlum, hand-
bæklingum. Það mundi bæði
hjálpa og leiðbeina þeim erlendu
kvikmyndagerðarmönnum sem
hingað koma eða áhuga hafa á þvi
sem hér gerist”.
Erllngur og Sigurveig i hlutverkum sinum
310 sóttu um flug-
freyjustörf hjá Fí og
Loftleidum, en 70
um flugmannsstarf
Blaöamaður Alþýðu-
blaðsins átti í gær tal við
Svein Sæmundsson, blaða-
fulltrúa Flugleiða og
spurði um hvað liði
mannaráðningum hjá fél-
aginu, en nýlega var aug-
lýst eftir flugfreyjum fyr-
ir Fi og Loftleiðir og auk
þess flugmönnum fyrir
félögin.
Sveinn sagði að um flugfreyju-
störf hjá FI hefðu sótt 180 manns,
(bæði um störf flugfreyja og flug-
þjóna) en 130 umsóknir bárust
Loftleiðum. Stafar minni fjöldi
umsókna til Loftleiða af þvi, að
auglýsing F1 birtist fyrr, en ekki
kvaðst Sveinn vita hvort sama
fólkið hefði sumt sótt um hjá báð-
um aðilum. Ráðið verður i um 20
störf hjá hvoru félagi og gengustu
226 af umsækjendum F1 undir
próf nýlega, sem verið er að
vinna úr. A mánudag þann 20 nk.
hefst svo námskeiö fyrir þær og
þá sem ráðnir verða. Af
umsækjendum Loftleiða sagði
Sveinn að væru 48 manns, sem
unnið hefðu áður hjá félaginu.
Fjórir flugþjónar starfa nú hjá
FI, en engir hjá Loftleiöum.
Um flugmannsstörf sóttu um
70, en ætlað er að 7-8 verði ráðnir.
Þurfa þeir sem ráðnir veröa, þá
að gangast undir ströng námskeið
i meðferð flugvélanna, sem þeim
er ætlað að fljúga.
Blaðamaður spurði Svein eftir
flugufregn um að Luxemburgar-
ar hefðu nú i hyggju að taka upp
flug yfir Norður-Atlantshaf, en
ætla mætti, ef satt væri, að sllkt
setti ekki litið strik I reikninginn
hjá Flugleiðum. Kvaðst Sveinn
geta fullyrt að ekki væri fótur fyr-
ir þessari sögu , annar en sá, að
áætlanir heföu á sinum tima verið
i gangi um að Luxair, KLM og
Sabena flugfélögin, tækju upp
samvinnu um slikt flug. AM
Getraunaspá Alþýðublaðsins:
Frestanir gera
spárnar marklausar
i> Thu l.o;.ju.í
Leikir 18. febrúar 1978
Arsenal-Walsall ...
Bristol R .-Ipswich
Derby-W.B.A......
Millwall-N. County
Orient-Chelsea ....
Q.P .R .-Nott Forest
Bristol C.-ManýCity
Everton-West Ham
Man. Utd.-Leeds ..
Wolves-Aston Villa
U ull-Sou tha mpton
Luton-Tottenham .
X!2
m
j. í*
8*
wf
p
&
i
vor tekur f ram, að hann
tekur enga ábyrgð á
leikjum, sem frestað er
vegna veðurs. Ja, mikið
getum við islendingar
verið hamingjusamir
með okkar veðurfar.
Spáin féll niður í síð-
ustu viku af óviðráðan-
legum ástæðum. Það
hefði lika verið lítið á
seðlinum að græða, þar
sem flest öllum leikjun-
um var frestað. Sér-
fræðingur vor veigrar
sér við að láta neitt eftir
sér fara um leiki næstu
viku. Ber hann þvi við,
að ástand vallanna,
meiðsli leikmanna og
veðurfar á Bretlands-
eyjum yfirleitt geri það
að verkum, að spár eru
ekki marktækar. Eftir
mikið þref og þras gát-
um við loks talið sér-
fræðing vorn á að gera
eina tilraun enn.
Hér gefur að líta spá
vora en sérfræðingur
Arsenal-Walsall.
Þessi leikur er úr 5. umferð bikarkeppninnar. Hér er heima-
sigur nokkuð öruggur, enda munu „The Gunners” nú einbeita
sér að bikarkeppninni, þvi liðið féll i vikunni úr deildabikar-
keppninni og á sama og enga möguleika á að hreppa efsta sætið í
deildakeppninni. Heimasigur.
Bristol Rovers-Ipswich.
Þó svo árangur Ipswich hafi verið áberandi lélegur á útivelli i
vetur (liðið hefur enn ekki unnið leik að heiman i deildakeppn-
inni), þá höllumst við að þvi að liðinu takist að sigra annarrar
deildarlið Rovers. Útisigur.
Derby-WBA.
Derby er snjallt bikarlið. Það teljum við að muni géra gæfu-
muninn i þessum leik. Liðin eru nokkuð jöfn að styrkleika um
þessar mundir svo að örugglega verður um spennandi leik að
ræða. Við spáum heimasigri en jafntefli til vara. (Fyrsti tvöfaldi
leikurinn).
Millwall-Notts County.
Bæði eru liðin neðarlega i annarri deild og frekar slök. 1 bikar-
leik getur hins vegar allt gerzt og þó svo Millwall hafi gert mörgu
toppliðinu slæma skráveifu i bikarleikjum, veðjum við á Notts
County en jafntefli til vara (Annar tvöfaldi leikurinn).
Orient-Chelsea.
Chelsea ætti að vinna þennan leik nokkuð örugglega, ef að lik-
um lætur. Orient hefur ekki gengið sérlega vel i vetur, er i neðri
hluta annarrar deildar. Chelsea hefur hins vegar náð sér á strik i
fyrstu deildinni, er um miðbik deildarinnar. Útisigur.
QPR-Nottingham Forest.
Þennan leik þarf varla að ræða hér, frekar spurning um það
hvað Forest skorar mörg mörk. Útisigur.
Bristol City-Manchester City.
Bristol City hefur rifið sig upp af botni fyrstu deildar og er ekki
lengur i yfirvofandi fallhættu. Þeir munu vera erfiðir á heima-
velli sinum á laugardaginn en við spáum þvi, að Manchester-lið-
ið hafi vinninginn. Útisigur.
Everton-West Ham.
Nú vindum við okkur i deildakeppnina. Úrslitin i þessum leik
eru nokkuð augljóst. Everton vinnur sannfærandi sigur.
Manchester United-Leeds.
Þetta verður leikur vikunnar. Hér verður geysihart barizt og
útkoman ekki minni en þrjú til fjögur mörk. Við spáum þvi að
heimavöllurinn verði Manchester-liðinu drjúgur i þessum leik og
að leikmönnum takist að knýja fram sigur hvattir af tugþúsund
aðdáendum. Til vara spáum við jafntefli (Þriðji tvöfaldi leikur-
inn).
Wolwes-Aston Villa.
Það var með tárvot augu, sem sérfræðingur vor spáði heima-
sigr ’Hlla hefur brugðizt vonum hans og með þessari spá er
hann <. refsa liðinu. Heimasigur.
Hull-Southampton.
Southampton tapaði óvænt fyrir neðsta liði annarrar deildar
um siðustu helgi og ósjálfrátt misstu menn trú á liðinu. Við spá-
um þvi jafntefli en útisigri til vara (Fjórði og siðasti tvöfaldi
leikurinn)
Luton-Tottenham.
Tottenham er eitthvað að fatast flugið þessa dagana. Liðið er
ekki eins öruggt og það var. Liðið hefur gert mörg jafntefli að
undanförnu og spá vor er sú, að þannig ljúki þessum leik einnig.
— ATA.