Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 1
4 i \ LAUGARDAGUR 4. MARZ 45. TBL. — 1978 — 59. ÁRG. Ritstjórn bladsins er til húsa í Síðumúla 11 — Sími (91)81866 — Kvöldsími frétta- vaktar (91) 81976 ASÍ-foringjar ánægdir: Nær 30 þús- und manns lögðu nið- ur vinnu — Aðgerðirnar heppn- uðust vel/ að mati Alþýðu- sambandsins# sagði Hauk- ur Már Haraldsson/ blaða- fulltrúi ASI. Kvað hann áætlað að 28-30.000 félagar ASÍ hafi farið í verkfall/ en alls eru 47.000 manns í sambandinu. Vestfirðir voru að mestu út undan í aðgerðunum og einstaka staðir hér og hvar um land. Um framhaldið sagði Haukur Már, að nú færu i hönd fundahöld og settar yrðu fram kröfur um kaupliði kjarasamningsins. Tak- markið væri það að knýja á um að samningarnir tækju gildi á ný. —ARH „Terrorismi fjár- málaráðuneytis- ins hafði áhrif” — segir Kristfán Thorlacíus Kristján Thorlacíus/ for- maður BSRB taldi aðgerð- ir samtaka launafólks hafa tekizt mjög vel, en likur séu til þess að //terrorismi fjármálaráðu- neytisins" hafi haft nokk- ur áhrif á opinbera starfs- menn og af þeim sökum færri lagt niður vinnu en ella. — Mitt mat er að um 50% af þeim félögum samtakanna, sem ekki starfa við heilsugæzlu og öryggisþjónustu, hafi lagt niður vinnu 1. og 2. marz . Þetta hlutfall verður að teljast gott ef miðað er við að fólk bjó við sifelldar hótan- ir af hálfu rikisins. Ég tel úttekt fjármálaráðuneytisins á mætingu rikisstarfsmanna til vinnu 2. marz sé ekki fullkomlega raun- hæfa og álit að þeir ráðuneytis- menn hafi ekki gleggri upplýsing- ar um þátttöku i verkfallinu en við hjá BSRB. Kl. 18 i gær var haldinn stjórnarfundur i BSRB og lá fyrir Kristján Thorlacius honum tillaga um tilnefningu i 60 manna samninganefnd banda- lagsins. Nefndin tekur siðan á- kvörðun um kröfur varðandi end- urskoðun launaliða kjarasamn- ings opinberra starfsmanna og rikisins. — ARH Þessi mynd er tekin á fjöldafundinum á Lækjartorgi 1. marz sl. Hér sést hiuti þeirra 7 þúsunda sem á fundinum voru samþykkja áiyktun þar sem kjaraskerðingu rikisstjórnarinnar er harðlega mótmælt. Alyktunin ásamt með ræðum Snorra Jónssonar og Kristjáns Thorlaciusar eru birtar í opnu blaðsins f dag. Þjóðleikhúsið: Leikarar fá ógild uppsagnarbréf! I fyrradag tók leikur- um Þjóðleikhússins þ.e. þeim sem á svokölluðum B-samningi eru, að berast uppsagnarbréf frá stjórn leikhússins þar sem þeim var sagt upp frá og með l. september n.k. Alls munu þessir leikarar vera u.þ.b. 15 að tölu. Að sögn Sveins Einarssonar leik- hússstjóra munu upp- sagnarbréf þessi vera ógild sakir formgalla. Þannig er mál með vexti að þeir leikarar er ráðnir eru hjá Þjóðleikhúsi sam- kvæmt B-samningi, ráð- ast til eins árs. Upp- sagnarfrestur, á báða bóga, er síðan 6 mánuðir. Þar sem leikárið hefst 1. september verður að segja upp leikurunum fyrir 1. marz þ.e. 6 mán- uðum fyrir upphaf næsta leikárs, sé það ekki gert, endurráðast leikararnir sjálfkrafa næsta leikárið. En nú munu uppsagnar- bréfin ekki hafa verið undirrituð fyrr en þ. 1. marz og fóru ekki að ber- ast leikurum fyrr en í fyrradag. Augljóst má því vera að hér er ekki um 6 mánaða uppsagna- f rest að ræða og því upp- sagnarbréfin ekki gild. Leikararnir munu því aII- ir endurráðnir til starfa á næsta leikári. Sveinn kvað höfuðtilganginn með sendingú uppsagnarbréfa til leikara á B-samningi, vera þann að vekja athygli á vilja Þjóðleikhússstjórnar til breyt- inga á samningi þessum. Það væri ósk stjórnarinnar að upp- sagnarfrestur yrði framvegis 4 mánuðir i stað 6. Sveinn sagði það valda leikhússstjórninni erfiðleikum að taka ákvöröun svo snemma umendurráðaingu leikara og vildi hún þvi lengri ákvörðunarfrest. Annars munu fáir eða engir hópar starfsmanna rikisins búa við slik ráðningarskilyrði sem leikarar á B-samningi Þjóðleik- hússins. Að sögn Steinunnar Jó- hannesdóttir varatrúnaðar- manns leikaranna er atvinnu- öryggi að þeirra áliti ákaflega litið. Um ráðningu þeirra er að- eins að ræða eitt ár i senn, til er i dæminu að margreyndir leikar- ar, er starfað hafa árum saman sem slikir, séu enn á B-samn- ingi. Leikarar þeir sem á A- Frh. á 10. siðu Átti liðlega 25 milljónir kr. í svissneskum bönkum Haukur Heiðar, fyrr- um forstöðumaður ábyrgðadeildar Lands- bankans, átti i sviss- neskum bönkum fjár- muni að upphæð liðlega 25 milljónir islenzkra króna. Þetta kemur fram i sameiginlegri frétt Landsbanka ís- lands og Sveins Snorra- sonar,réttargæzlumanns Hauks. Sveinn fór ásamt Barða Arna- syni, forstöðumanni erlendra við- skipta LB, til Sviss um siðustu helgi til að sannreyna þá staðhæf- ingu Hauks að hann ætti þar f jár- muni geymda. Hafði Haukur ósk- að þess að fjármunir þessir rynnu til Landsbankans upp i væntan- legar kröfur á hendur honum. Samráð var haft við Rannsóknar- lögreglu rikisins og gjaldeyriseft- irlitið um ferð þessa. Fjármunir þessir eru að hluta til i verðbréfum, sem enn hafa ekki verið seld vegna óvissu sem rikir á verðbréfamarkaði i sviss- neskum frönkum. Allt er þetta i sameiginlegri vörzlu Landsbank- ans og Sveins Snorrasonar og Landsbankanum til ráðstöfunar þegar hann æskir þess. Auk þessa hefur Haukur gefið út þinglýstar skuldbindingarþess efnis að hann muni ekki rábstafa eignum sinum i Reykjavík og Grafningi án samráðs við LB og afhent bankanum til vörzlu hluta- bref og verðbréf að verðmæti 6-7 milljónir króna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.