Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 6
S3S" Laugardagur 4. mars 1978
______________________________Laugardagur 4. mars 1978 ssr
ASÍ-BSRB-FFSf-BHM-INSÍ: SAMNINGANA f GILDI
7
manns á útifundinum
Á miðvikudaginn var
haldinn fjölmennur úti-
fundur launþegasamtak-
annatil að mótmæla kjara-
skerðingarlögum ríkis-
stjórnarinnar. Á fundin-
um, sem haldinn var á
Lækjartorgi, voru ekki
færri en 7 þúsund manns.
Að fundinum stóðu AS(,
BSRB, launamálaráð
BHM, Iðnnemasamband
(slands og Farmanna- og
f iskimannasamband (s-
lands.
Fundurinn fór mjög vel
fram og mikill einhugur
ríkti meðal fundarmanna,
sem flestir voru þátttak-
endur í mótmælaverkfalli
samtaka launafólks.
Lúðrasveit verkalýðsins
lék nokkur lög fyrir fund-
inn, fundarstjórar voru
Jónas Sigurðsson, starfs-
maður Iðnnemasambands-
ins og Jón Hannesson,
formaður launamálaráðs
BHM. Snorri Jónsson,
varaforseti ASI og
Kristján Thorlacius,
formaður BSRB héldu
stuttar ræður.
Fundinum bárust hátt á
þriðja tug baráttukveðja
frá verkalýðsf élögum,
starf smannahópum og
samtökum víðs vegar að af
landinu.
I iok fundarins var ein-
róma samþykkt eftirfar-
andi ávarp útifundarins:
útifundur launþegasam-
takanna, haldinn á Lækj-
artorgi 1. mars 1978, mót-
mælir harðlega árás ríkis-
stjórnarinnar á lífskjör
launafólks og frjálsan
samningsrétt samtakanna.
Með lögum frá Alþingi
stefnir ríkisstjórnin að
stórfelldri kjaraskerðingu,
þótt afkoma þjóðarbúsins
og þjóðartekjur gefi fyllsta
tilefni til umsaminna
kjarabóta.
Riftun löglega gerðra
kjarasamninga hefur vak-
ið réttláta reiði og hefur
alþýða landsins risið upp
til mótmæla með tveggja
daga allsherjar vinnu-
stöðvun. Fagna ber þeirri
víðtæku samstöðu sem tek-
ist hef ur með stærstu laun-
þegasamtökum landsins,
og þeirri einingu sem ríkir
um að hrinda kjaraskerð-
ingunni og tryggja í fram-
tíðinni fullan og óskoraðan
rétt til frjálsra samninga
um kaup og kjör.
Aform rfkisstjórnarinn-
ar um að takmarka samn-
ingsréttinn með skerðingu
á vísitöluákvæðum kjara-
samninganna eru tilræði
við frjálsan samningsrétt
launþegasamtaka íslandi.
Islensk alþýða:
Sýnum órofa samstöðu.
Sameinumst öll undir kröf-
una:
KJARASAMNINGANA I
GILDI!
Samningana ígildi
— ræða Snorra
Við erum hér samankomin til
að mótmæla árásum rikisvalds-
ins á kjör okkar og samningsrétt.
Með sólstöðusamningum á sið-
asta ári náðist nokkur kjarabót,
þótt ekki tækist að ná þeim kaup-
mætti, sem hæstur var á árinu
1974. Allar efnahagslegar
forsendur hafa batnað frá þvi að
samningar voru gerðir, þrátt fyr-
ir þá óstjórn, sem rikt hefur á
efnahagsmálum þjóðarinnar.
Engin nauðsyn knúði því rikis-
stjórnina til að leysa efnahags-
vandann á kostnað launafólks.
Kauplækkun sú sem rikisvaldið
og meirihluti Alþingis hefur
samþykkt að skuli taka gildi i dag
er rúmlega 5%, en á næstu 12
mánuðum eykst kjaraskerðingin
og i á rslok þy rfti kaupið að hækka
um ein 15% til þess að ná því sem
óskertir samningar gefa. A einu
ári á að hirða af fólki rúmlega
mánaðarkaup — ekki bæta við
þrettándu mánaðarlaununum,
heldur láta duga að greiða 11
mánaða kaup fyrir næstu 12 mán-
aða vinnu.
Þessi sama rikisstjórn og nú
vill lækka kaupið, lýsti samþykki
við kjarasamningana á sl. ári, og
taldi tilefni til að lækka skatta.
Hún samdi við BSRB fyrir 3 mán-
uðum og afgreiddi fjárlög fyrir 2
mánuðum — án þess að hún virt-
ist sjá nokkur kreppumerki.
Hvað snertir BSRB er
óhjákvæmilegt að minna á að
rammasamningur var gerður að
loknu hálfsmánaöar verkfalli.
Rikisstjórnin gaf opinberum
starfemönnum ekkert færi á þvi
að fá rétt til samningsendurskoð-
unar með verkfallsrétti ef sett
yrðu lög á samningstimanum
varaforseta ASf
sem breyttu greiðslu verðlags-
bóta. Samningarnir skyldu gilda i
2 ár — þvf rikisstjórnin sagðist
vilja gera varanlega samninga.
— Var ástæðan kannski sú, að þá
þegar hafi þessi kjaraskerðing
verið ákveðin?
Atvinnurekendur hóta nú
starfsfólki sinu. — Rikisstjórnin
hótar opinberum starfsmönnum,
— þeir skulu hræddir til undir-
gefni með sérsmiðuðum hegning-
arreglum.
Launamenn hafa áður mætt
hótunum þegar þeir hafa barist
fyrir kjörum sinum og réttindum
og ekki látið á sig fá.
t þessari réttinda- og hags-
munabaráttu sem nú stendur yfir
veröur að rlkja algjör einhugur. —
Samstaöan er og verður okkar
styrkur.
Kjaraskerðingaraögerðir rikis-
stjórnarinnar mæta andstöðu frá
öllum ærlegum Islendingum.
Ekki ein rödd úr hópi þeirra þús-
unda sem mætt hafa undanfarið á
fundi samtaka launafólks um allt
land hefur mælt bót kjaraskerð-
ingarleið rikisstjórnarinnar og
meirihluta Alþingis.
— Enginn hefur reynt að verja
þessar gerðir rikisstjórnarinnar.
— Fólki ofbýður.
Hámarki nær siðleysisviðhorfið
ef til vill i yfirlýsingu Vinnuveit-
endasambandsins, þar sem allir
þjóðhollir tslendingar eru
áminntir um að kjarasamning-
arnir séu i fullu gildi. — Engu hef-
ur verið breytt nema kaupgjalds-
liðum samninganna, segja
atvinnurekendur.
t samþykkt miðstjórnar
Alþýðusambands tslands frá 10.
febrúar var þvi beint til félag-
anna innan sambandsins, að þau
segðu upp kaupgjaldsákvæðum
kjarasamninganna. — Nú hafa
svo til öll verkalýösfélög innan
ASt tilkynnt atvinnurekendum
uppsögn. — Þessi skjótu viðbrögð
bera þvi ljósan vott, að andstaðan
gegn kjaraskerðingunni er algjör.
Þau samtök sem að þessum
fundi standa hafa starfað náið
saman að öllum undirbúningi
þeirrar baráttu sem nú er hafin,
og er þetta i fyrsta sinn i sögu
samtaka íslensks launafólks, sem
svo breitt samstarf hefur tekist
með samtökunum.
Það er nú sameiginlegt verk-
efni alls launafólks i landinu að
hrinda kjaraskerðingaráformum
rikisstjórnarinnar.
Við látum ekki taka af okkur
mánaðarkaupá næstu 12 mánuð-
um!
Við látum ekki taka af okkur
samningsréttinn!
Aform stjórnvalda eru skýr.
Lögin sem nú hafa verið
samþykkt eru aðeins fyrsta
skrefið.
Verði árásinni ekki hrundið
mun meira fylgja á eftir.
Sameinuð stöndum við að þvi
að mótmæla kjaraskerðingunni.
Sameinuö höfum við staðið aö
uppsögn kjarasamninganna.
Sameinuð stöndum við að þess-
um mótmælaaðgerðum um land
allt í dag og á morgun.
Sameinuð verðum við að standa
i þeirri baráttu sem framundan
er.
Leggjum til hliðar þann skoð-
anaágreining sem kann að vera i
ýmsum málum.
Sameinuð hönd i hönd skulum
við ganga til þeirrar baráttu sem
framundan er, undir kjörorðinu:
SAMNINGANA t GILDI!
„Til baráttu fyrir heiöar-
legra og réftlátara þjóðfélagi”
— ræða Kristjáns Thorlacíusar, formanns BSRB, á útifundinum
t landi okkar á að rikja lýðræði,
og hluti af þvi lýðræði er frjáls
réttur samtaka launafólks til þess
að semja um launakjör félags-
manna sinna við atvinnurekend-
ur. Þetta er einn af þeim horn-
steinum, sem lýöræöi i nútima-
þjóðfélagi byggist á.
Ef þessi frjálsi samningsréttur
er fótum troðinn, kemur mismun-
un þegnanna i staö þess jafnrétt-
is, sem allur þorri manna vill að
riki i okkar fámenna þjóðfélagi.
Sumir telja sér trú um, að jafn-
rétti riki i okkar landi, en það er
þvi miður rangt, og þróunin geng-
ur ört i þá átt á seinni árum að
færa alræðisvald i hendur þeirra,
sem yfir peningamálum þjóð-
félagsins ráða.
1 skjóli bankavaldsins ráða at-
vinnurekendur þessu landi og
hafa gert um langa hrið, hvaða
rikisstjórn sem setið hefur viö
völd.
Samtök launafólks hafa það
hlutverk að gæta hagsmuna
launamanna og heyja baráttu
fyrir þvi að til þeirra komi sá
hlutur þjóöartekna, sem um
semst á hverjum tima.
Á siöastliðnum tveimur áratug-
um hafa 25 sinnum verið gerðar
efnahagsráðstafanir hér á landi,
sem hafa skert þær launagreiðsl-
ur, sem verkalýðssamtökin i
landinu hafa samið um.
Fyrir fáum dögum voru sam-
þykkt á Alþingi lög, sem rifta
þeim samningum, sem gerðir
voru við atvinnurekendur á síðast
ári. Meðal þessara samninga var
kjarasamningur sem rikisstjórn-
in hafði sjálf gert fyrir 4 mánuð-
um.
Þess vegna erum við öll stödd
hér á þessum fundi nú og þess
vegna hefur allur þorri launafólks
lagt niður vinnu á þessum degi til
þess að mótmæla þvi, að stöðugt
sé haldið áfram á þeirri braut að
ógilda gerða kjarasamninga.
Islensk verkalýðshreyfina
stendur á krossgötum.
Varnarbarátta launafólks sið-
ustu tuttugu árin hefur veriö erfið
og þvi aðeins verið þolanleg fólki
fjárhágslega að nóg vinna er þó
kaupið sé lágt.
Nóbelsskáld Islendinga lætur
Pétur Pálsson Þrihross fá verka-
menn til að lýsa þvi yfir skrif-
lega, að þeir kjósi heldur langa
vinnu i sumar en háan kauptaxta
i vor.
Og það er einmitt þetta sama,
sem klingir i eyrum okkar frá
stjórnvöldunum i dag. Þau segja
við ykkur; „Samþykkið það um-
yrðalaust, launamenn góðir, að
við lækkum kaupið ykkar, þá fáið
þið langa vinnu i sumar”!
Hugsjón Péturs Pálssonar Þri-
hross ræður greinilega rikjum hjá
ráðamönnum, ekki siður nú en
fyrr.
Það, sem gerst hefur nú, er
þetta:
Með nýsettum lögum er samn-
ingum breytt og umsamið kaup
skert um meira en eins mánaðar
laun á tólf mánuðum miðað við
35% aukningu verðbólgunnar.
A næstu mánuðum má búast
viö enn meiri kjaraskerðingu með
valdboði. — Þið heyrið hvernig
frystihúsaeigendur hrópa þessa
dagana.
Ekkert nema aukinn máttur
samtaka launafólks — stóraukin
samstaða þess — getur bjargað
frá þvi, að launafólkiö — þorri
þjóðarinnar — verði algerlega
undir, fj&rhagslega, i viðureign
við sterkt vald atvinnurekenda i
landinu.
I dag gnæfir ein krafa fólks yfir
allt annað:
Heiðarleiki i stjórnmálum og
réttlæti komi i stað þess hrá-
skinnaleiks og þeirrar fjármála-
spillingar sem veður uppi meðal
fámennra forréttindahópa, öllum
þorra manna til tjóns.
Við búum við rangláta skatta-
löggjöf, sem fæst ekki breytt.
Taumlaust fjárfestingarbruðl
kyndir verðbólgubálið en ekki
laun almennings.
Vaxtaokrið, sem af verðbólg-
unni leiðir, er að færa menn i kaf.
Góðir fundarmenn.
Ég skora á alla þá, sem hér eru
staddir að standa fast saman og
taka virkan þátt i þeirri baráttu,
sem við heyjum nú og framundan
er til þess að treysta samtök
launafólks til baráttu fyrir
heiðarlegra og réttlátara þjóöfé-
lagi á tslandi.
spékoppurinn
El þu nelur ekki gert góðverk i dag, þá skaltu fara út I
skóg og villast þar!
Nýtt á markaðnum í Noregi
Sængurföt sem
ekki geta brunnid
Iðnþróuna rstofnunin við
Norion kynnti fyrir skömmu
nýja gerð sængurfata, kodda og
sæng sem ekki geta brunnið.
Litlu áður hafði norskur vefnað-
arframleiðandi sent á markað-
inn nýjustu framleiðsluna, sem
var lak, kodda- og sængurver
sem eldur fær ekki grandaö.
1 þessum eldtraustu sængur-
fötum er engin skaðieg efna-
sambönd að finna, auk þess sem
þau valda ekki ofnæmi. Er sá
þáttur taiinn einkar mikiivægur
vegna þess, að næstum einn-
fimmti hluti allra íbúa Noregs
er haldinn einhverri tegund
ofnæmis.
Sængurföt sem þessi hafa all-
lengi verið á óskalista vefnaöar-
framleiðenda I Evrópu, enda
geysimikil þörf fyrir slíka fram-
leiðslu á stærri stofnunum, svo
sem sjúkrahúsum, dvalarheim-
flum, og hótelum svo eitthvað sé
nefnt. Það þarf vart að taka það
fram, að fjöldamargir eldsvoð-
ar eiga upptök sin í eldfimum
sængurfötum, enda eldurinn
oftast óviðráðanlegur, ef hann
keinst i þau.