Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 4. mars 1978 SSST alþýðii' Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rekstur: Reykjaprent h.f. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson. Fréttastjóri: Einar Sigurðs- son. Aðsetur ritstjórnar er i Siðumúla 11, simi 81866. Kvöldsimi fréttavaktar: 81976. Auglýsingadeild, Alþýðuhúsinu Hverfisgötu 10 — simi 14906. Áskriftar- og kvartanasimi: 14900. Prentun: Blaðaprent h.f. Áskriftaverð 1500 krónur á mánuði og 80 krónur I lausasölu. Rétturinn til ad setja lög Barátta islenzkra launþega fyrir bættum kjörum, réttlátara og betra þjóðfélagi, tekur aldrei enda. AAikið hefur áunnizt á siðustu áratug- um og baráttan tekið verulegum breytingum. Grundvöllur baráttunnar verður þó ávallt hinn sami, að glata ekki því sem unnizt hefur, að stefna að meiri áhrifum í þjóðfélaginu og að styrkja og efla samtaka- máttinn, öflugasta vopn hins vinnandi manns. AAikið vatn er til sjávar runnið síðan íslenzk verkalýðshreyf ing barð- ist gegn hungurvofunni, braut af sér ok bandingj- ans og snéri ánauð í baráttu fyrir frelsi. Vafalaust er erfitt fyrir ungt og miðaldra fólk að gera sér grein fyrir þeirri baráttu, sem í upphafi var háð. En það er ein- mitt á grundvelli fram- taksog manndóms kjark- mikilla karla og kvenna að islenzk þjóð býr við jafngóð kjör og raun ber vitni, — þótt skipting þessara kjara sé bæði ranglát og siðlaus. AAeð látlausum áróðri um áratuga skeið og völd- um yfir langmestum hluta af blaðakosti íslendinga, hefur íhalds- öflunum í landinu tekist að slæva stéttarvitund launþega. Þeim hefur tekist að dreifa kröftum þeirra og samtakamætti. Ekkert hefur verið til sparað eins og skýrt hef- ur komið fram í þeim átökum, sem verkalýðs- hreyf ingin á nú í við óvin- veitt ríkisvald. þar hafa til dæmis hótanir fjár- málaráðuneytisins verið með slíkum eindæmum, að öllum yhefur ofboðið, ekki siðíir stuðnings- mönnum ríkisstjórnar- innar. Hvaða augum, sem menn líta þær deilur, er nú hafa risið með launþegahreyf ingun- um og ríkisvaldinu, er óvéfengjanlegt, að ríkis- stjórnin hratt þeim af stað. Ekki verður illmennsku hennar kennt um, heldur algjöru skiln- ingsleysi og sambands- leysi við vinnandi stéttir. Af þeim sökum einum saman er núverandi ríkisstjórn ófær um að stjórna þessu landi. Skilningsleysið og sam- bandsleysið kemurfram í fullkominni fyrirlitningu á skoðunum launþega- samtakanna. Þegar við það bætist, að núverandi rikisstjórn er sverð og skjöldur auðvaldsins í þessu landi, verður fram- koma hennar gagnvart launþegum ruddaleg og glannafengin. Auðvalds- þjónkunin kemur i veg fyrir, að hún geti brotið odd af oflæti sínu og boð- að aðila vinnumarkaðar- ins til fundar til að ræða þann vanda, sem steðjar að þjóðinni í heild. Rikis- stjórnin getur aldrei stjórnað með valdboði, sem brýtur í bága við réttlætistilfinningu þjóð- arinnar. Sannleikurinn er sá, að þessi ríkisstjórn hefur engu stjórnað. Þegar hún tekur sig til skal stjórnað með hótunum og ólögum. Engin tilraun er gerð til að ræða málin af skynsemi. Ríkisstjórnin virðist ekki búa yf ir þeim mikilvæga eiginleika að setja niður deilur með samningum. En það er deginum Ijósara, að henni mun ekki takast að ómerkja löglega kjara- samninga. Hún getur með miklum meirihluta sínum á þingi sett lög, hversu heimskuleg sem þau eru. En henni mun ekki takast að hrekja launþega af þeirri leið, sem gengin hefur verið um áratuga skeið í baráttu fyrir bætt- um kjörum. Barátta launþega- hreyfinganna er orðin löng og henni mun aldrei Ijúka. Sú samstaða, sem nú hefur tekist, er mikil- vægur áfangi. Væntan- lega boðar hún betri tíð. Eðli verkalýðsbaráttunn- ar hef ur engum breyting- um tekið, þótt aðstæður hafi stöðugt farið batn- andi. Skilningsleysi á þessari staðreynd getur orðið afdrifaríkt. Núverandi ríkisstjórn hlýtur að skilja þann ein- falda sannleika, að henni mun aldrei takast að stjórna þessu landi af nokkru viti, án samráðs við launþegasamtökin. Hún ætti því að leita samninga og reyna að halda friðinn á alvarleg- um tímum. Á meðan þjóðin óskar þess, mun núverandi ríkisstjórn sitja að völdum. Enginn dregur í efa lagalegan og þingræðislegan rétt henn- ar. En vond lög eru verri en engin lög. Og það er þessum vondu lögum, sem rikisstjórnin verður að breyta. Á sama tima þurfa allir launþegar í landinu að gera sér grein fyrir því, að vond lög, sem rýra kjör þeirra, verða sett á meðan þeir hafa ekki áhrif á landsstjórnina. Baráttan gegn slíkum lögum og ríkisstjórnum, sem þau setja, er af sama meiði og barátta forfeðr- anna gegn hungurvof- unni. Ein meginundir- staða þjóðfélags okkar er virðingin fyrir lögunum. Því þarf að tryggja, að rétturinn til lagasetning- ar sé ekki misnotaður. - AG - Ragnar Bjjörnsson, fyrrum dómorganisti: Ágreiningur um lagaval olli brottrekstrinum Ætlar að sækja aftur um starfid Vegna stöðugra fyrirspurna dagblaða og einstaklinga um ástæðu fyrir þvi að mér var sagt upp störfum sem dómorganisti bvkir mér hvorki fært eða rétt að bíða lengur með að gefa þær upplýsingar sem ég veit þár að lútandi. Þegar ég kom heim úr tón- leikaferð um Sovétrikin i byrj- un febrúar var ég beðinn að koma til fundar i Dómkirkjunni þriðjudaginn 7. febr., en þar voru þá mættir tveir sóknar- nefndarmenn þeir Erling Aspe- lund og Benedikt Blöndal. Tjáðu þeir að mér væri hér með sagt upp störfum við kirkjuna frá og með þeirri stundu, þó á fullum launum i þrjá mánuði. Ég spurði um ástæðu fyrir upp- sögninni og fékk þau svör að ástæður væru þær að það vant- aði söngfólk i Dómkórinn og aö ágreiningur værium lagaval við sálma. Að þessum atriðum kem ég siðar. Formlegt uppsagnar- bréf fékk ég svo dag, 8. febrúar, þar sem engar ástæður fyrir uppsögninni voru tilnefndar. Ég skrifaði sóknarnefndinni bréf bann 12. febr. og bað um skrif- legar ástæður fyrir uppsögninni og lýsti mig jafnframt fúsan til Ragnar Björnsson viðræðna um „hugsanlegar ástæður með áframhaldandi samstarf I huga.” Svarbréf barst mér dags. 22. feb. þar seg- ir: „ástæður fyrir uppsögninni þarf ekki að skýra”. Astæðan sú að söngfólk vanti i Dómkórinn er tæplega næg til uppsagnar, þar að auki vita allir organistar i Reykjavik að erfitt er að fá söngfólk til starfa i kirkjukórum vegna bindingar á sunnudögum. Hin ástæðan, að ágreiningur væri um lagaval við sálma, er mér ókunn, auk þess að venjan er sú að prestur ráði sálmum en organistinn þvi hvaða lög skuli notuð við þá. í samningum stendur: „organistinn ákveður sálmalög —. Organista ber að taka tillit til sérstakra óska prestsins um lagaval við sálma”. í þessu sambandi held ég að ómögulegt sé að finna brottrekstrarsök. Arið 1969 var ég fastráðinn organisti við Dómkirkjuna en hafði áður verið aðstoðarorgan- isti dr. Páls Isólfssonar frá þvi ég kom heim frá námi 1955 og raunar lengur, þvi ég aðstoðaði Pál oft meðan ég var nemandi hans i Tónlistarskólanum i Reykjavik. Hver er þá ástæðan fyrir uppsögninni og hvers vegna er mér sagt aö hætta á stundinni, skila lyklum og gögn- um eins og um afbrot væri að ræða? Og hvers vegna fæ ég ekki að vinna út hinn venjulega uppsagnartima? Svör við þess- um spurningum kann ég ekki og öðrum væri einnig skyldara að svara þeim ef svör eru til. Organistar eru ráðnir af sókn- arnefndum, þeir sitja ekki sökn- amefndarfundi og hafa litil skipti við sóknarnefndir. Sam- starfið er fyrst og fremst við kórinn og presta kirkjunnar. Lengst af hef ég starfað með tveim fyrrverandi dómpróföst- um þeim sr. Jóni Auðuns og sr. Óskari J. Þorlákssyni (sem ég starfaði einnig með i eitt ár á Siglufirði). Ekkilegg ég þessum tveim prestum orð i munn, en beygi mig óhræddur fyrir þeirra mati á samstarfi okkar. Sama er að segja um samstarf okkar sr. Hjalta Guðmundssonar, sem er reyndartiltölulega nýkominn prestur að Dómkirkjunni, en við höfum þ.a.u. unnið mörg ár saman i hópi Fóstbræðra. Sr. Þórir Stephensen er einnig til- tölulega nýorðinn prestur við kirkjuna. Hans eigin orð, við ýmsa þá aðila sem mikið hafa reynt til þess að fá þessum að- gerðum sóknarnefndar breytt eru, að hann geti ekki unnið með mér og við slikum yfirlýsingum á sóknarnefnd vitanlega erfitt með að bregðast nema á einn veg. Þetta þótti mér mjög leitt að frétta, þvi ég treysti mér vel til þess að vinna með sr. Þóri, jafnvel ekki siður eftir þaö sem gerst hefur. Að hætti mins fyrirrennara við kirkjuna hef ég lagt á það áherslu að geta komið fram sem konsertorganleikari bæði hér- lendis og erlendis og tekist þannig að kynna þónokkuð af is- lenskum verkum á þeim vett- fangi, sem að ég veit að hefur orðið bæði islenskum tónskáld- um til gildis og verið um leið kynning á islenskri tónmenn- ingu. Boð berast mér stöðugt um tónleikaferðir og þegar svo erfinnst mér skylda dómorgan- istans að reyna að standa undir þeim kröfum sem slikar ferðir útheimta og ég man ekki betur en að allar sóknanefndir Dóm- kirkjusafnaðarins hafi sýnt full- an skilning á þvi. Dómkirkjan er ekki aðeins safnaðarkirkja, hún er einnig höfuðkirkja lands- manna allra og hvað þar gerist er þvi engum óviðkomandi. Leitt þykir mér að þurfa að telja upp framanskráð en sé mér ekki annað fært vegna sögusagna ýmissa og kem held- ur ekki auga á réttlæti i þvi að þurfa að taka á mig ómaklega byrðar annarra. Égþakka þeim mörgu aðilum innan kirkjunnar sem reyndu allt sem þeir gátu til þess að fá aðra afstöðu upptekna i um- ræddu máli en þvi miður þá án sýnilegs árangurs. Ég hef tekið þá ákvörðun að sækja aftur um starf organista við Dómkirkjuna vegna þess að ég tel að sem tónlistarmaður'á þeim stað geti égorðið kirkjunni og islenskri tónlist að mestu gagni innan lands og utan. Kirkjan er stofnun sem hlýtur að aga sina en ekki forherða og er sáttfýsi þvi ekki minnkunn. Ragnar Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.