Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 12
alþýðu- blaðið Otgefandi Alþýðuflokkurinn Kitstjórn Alþýðublaösnins er að Siðumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeild blaösins er að Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900. LAUGARDAGUR 4. MARZ 1978 Mikil alþjódleg bílasýning f apríl Dagana 14.-23. apríl verður haldin fyrsta al- þjóðlega bílasýningin á islandi, en þetta verður jafnframt stærsta vöru- sýningin sem haldin hef- ur verið innan húss hér- lendis. Sýningin mun nef nast AUTO 78 og verð- ur í húsi Sýningarha llar- innar við Bildshöf öa 20 og að Tangarhöfða 8-12. Sýningarflötur verður tæp- lega 9000 fermetrar og þar verða meira en 150bifreiðar auk sýningardeilda, þar sem sjá má varahluti og verkfæri. t anddyri Sýningarhallarinnar verður svo yfirlit yfir sögu bifreiðarinnar og sýndir verða gamlir bilar. 1 húsi Sýningarhallarinnar að Bildshöfða 20 verða á tveimur hæðum sýndar flestar gerðir fólksbila, varahlutir, verkfæri og fylgibúnaður. Að Tangar- höfða 8-12 verða sýndir vörubil- ar, sendibilar, jeppar, hjólhýsi og stærri verkstæðisbúnaður. Eru Ellidaámar í afvarlegri hætftu? ,,Höfum mótmælt framkvæmdunum” segir Ragnar Náttúruverndarmenn, veiðimenn og aðrir hafa haft af þvi verulegar á- hyggjur, að Elliðaárnar og umhverfi þeirra verði eyðilagt vegna vaxandi byggðar. Mjög hefur verið þrýst á um gerð smábáta- hafnarvið Elliðavog, þar á að gera dráttarbraut og smíða bryggjur. Veiði- og fiskirækstarráð Reykjavikurborgar hefur gengið harðast fram í því að mótmæla hverskonar röskun á umhverfi ánna. I viötali við Alþýðublaðið sagði Ragnar Júliusson, formaður ráðsins, að um smábátahöfnina væru skiptar skoðanir í borgar- stjórn. Hins vegar væri al- Julíusson Ragnar Júliusson gjör samstaða i Veiði- og fiskirætarráði gegn gerð smábátahafnar, en i ráð- inu ættu sæti fulltrúar allra stjórnmálaf lokka. Ragnar benti á, að samfara gerð smábátahafnar væri hættaaf oliumengun, hávaða og hverskon- ar truflunum á göngu lax i árnar. En smábátahöfn væri ekki það eina, sem ógnaði ánum. Menn hefðu miklar áhyggjur vegna stöðugt vaxandi byggðar og hverskonar atvinnurekstrar i nágrenni Elliðaánna. Ragnar sagði, að Veiði- og fiskiræktarráðheföi margoft bent á það, að Elliðaárnar væru ein dýrasta perla Reykjavikur. Fáar eða engar borgir gætu státað af þvi, að fengsæl veiðiá rynni nán- ast um borgarmiðju. Þúsundir Reykvikinga hefðu notið göngu- ferða við árnar og að veiða i þeim. Menn yrðu þvi að vera vel á varðbergi til að koma i veg fyrir, að þær yrðu að liflausu skolp- vatni. Ekki tókst Alþýðublaðinu i gær að afla upplýsinga um hvar i borgarkerfinu mál smábátahafn- ar, dráttarbrautar og fleiri fyrir- hugaðra framkvæmdu lægju. Það er hins vegar ljcfst, að sá at- vinnurekstur og framkvæmdir, örn Eiðsson Örn Eiðsson í 1. sæti í Garðabæ Framboðsfrestur vegna fyrirhugaðs prófkjörs Al- þýðuflokksins um l.sætió lista hans við bæjar- stjórnarkosningar i Garða- bæ, er útrunninn. örn Eiðsson, fulltrúi, Hörgs- lundi 8, gaf kost á sér og fleiri ekki. Hann er því sjálfkjörinn í fyrsta sæti listans. sem fyrirhugaðar eru við Elliöa- gdfa þessu máli meiri gaum en vog, eru betur komnar annars- gert hefur verið, ekki siður en staðar. Reykvikingar þyrftu að gömlum húsum i miðbænum. Fjármálaráduneytid kannar mætingar 2. marz: Ánægjukurr í herbúöum at- vinnurekenda: Mest skrópað hjá Halldóri E. Fjármálaráðuneytið sendi frá sér tilkynningu i gær, þar sem greint er frá könnun á mætingu rikisstarfsmanna til vinnu 2. marz. Er þvi haldið fram, að þátttaka rikisstarfsmanna i verk- fallsaðgerðum þann dag hafi verið minni en dag- inn áður, ,,en þá var hún óveruleg” segir í til- kynningunni. Síðan er rakin mæting starfs- manna I mörgum skólum, stofn- unum og stjórneiningum hins op- inbera og virðist ljóst að kennar- ar hafi verið sá hópur opinberra starfsmanna sem flestar f jarvist- ir hafa. Utanrikisráðuneytið var eina ráðuneytið sem hafði „fullt hús” 2. marz, þ.e. allir starfs- menn mættu, en oinnig mættu all- ir til vinnu hjá rikisendurskoðun og Fjárlaga- og hagsýslustofnun. Mest var skróp i einni stofnun landbúnaðarráöuneytisins, en þar mættu 13% starfsmanna, en að öðru leyti var þokkaleg mæt- ing hjá Halldóri E. Félag isl. iðnrekenda gekkst fyrir könnun á mætingu iðnverka- fólks i iðnfyrirtækjum 1. og 2. marz og leiddi könnun i ljós að meðaltal ólöglegra fjarvista var 20% hjá verkafólkinu. Könnunin tók til 30 iðnfyrirtækja af um 200, sem aöild eiga að Félagi Isl. iðn- 1 lok tilkynningar fjármála- ráðuneytisins segir siðan: „Vegna ummæla Kristjáns Thor- lacius, formanns BSRB i hádegis- útvarpi i dag, um að helmingur rikisstarfsmanna annarra en þeirra er starfa að heilbrigðis- og öryggismálum hafi tekið þátt i verkfalli um ráöuneytið birta skrá yfir mætingu starfsmanna hjá stofnunum rikisins. Eins og fram kemur i upplýsingum þeim sem hér aö framan eru raktar hefur þátttaka I verkfallinu verið mjög óveruleg.” ARH rekenda. Segir i frétt frá iðnrek- endum að „sýnt sé að hinar ólög- legu aðgerðir hafi mistekizt og aðeins einn af hverjum fimm starfsmönnum hlýtt kalli um þátttöku i ólöglegum verkfallsað- gerðum”. , —ARH „Aðgerðirnar mistókust” — segja idnrekendur „Áhugi fólks var ekki mikill” Baldur Guðlaugsson hjá Vinnuveitendasambandi islands sagði við AB, að svo virtist í fljótu bragði sem aðgerðir samtaka launafólks hafi ekki verið eins víðtækar og að hafi verið stefnt. Hinu sé hins vegar ekki að neita að tölu- verðar truflanir hafi orðið í atvinnurekstri vegna þessa, en greinilegt sé að það hafi einkum verið verkafólk innan ASi og kennarar í BSRB sem lagt hafi niður vinnu. Baldur taldi sérstaklega greinilegt að aðgerðir BSRB hafi mistekizt að nokkru, og væri það ánægjulegur vott- ur um að þvi væru einhver takmörk sett hvað hægt væri að „tefla með fólk". — Þessar aðgerðir voru mjög svo miðstýrðar af forystumönn- unum og mitt mat er að áhugi fólks á þeim hafi ekki verið mik- ill. Við höfum margoft lýst þvi yf- ir, að við teljum aðgerðirnar lög- brot og mótmæltum sérstaklega ógeðfelldum hótunum verkfalls- varða og jafnvel ofbeldi sem við höfum fregnað að beitt hafi verið i verkfallinu, sagði Baldur Guð- laugsson. —ARH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.