Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.03.1978, Blaðsíða 2
2 Auglýsing um aðskoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Reykja- víkur í marsmánuði 1978 Miövikudagur 1. mars R-2801 til R-3200 Fimmtudagur 2. mars R-3201 til R-3600 Föstudagur 3. mars R-3601 til R-4000 Mánudagur 6. mars R-4001 til R-4400 Þriöjudagur 7. mars R-4401 til R-4800 Miövikudagur 8. mars R-4801 til R-5200 Fimmtudagur 9. mars R-5201 til R-5600 Föstudagur 10. mars R-5601 til R-6000 Mánudagur 13. mars R-6001 til R-6400 Þriöjudagur 14. mars R-6401 til R-6800 Miövikudagur 15. mars R-6801 til R-7200 Fimmtudagur 16. mars R-7201 til R-7600 Föstudagur 17. mars R-7601 til R-8000 Mánudagur 20. mars R-8001 til R-8400 Þriöjudagur 21. mars R-8401 til R-8800 Miövikudagur 22. mars R-8801 til R-9200 Þriöjudagur 28. mars R-9201 til R-9600 Miövikudagur 29. mars R-9601 tii R-10000 Fimmtudagur 30. mars R-10001 til R-10400 Föstudagur 31. mars R-10401 til R-10800 Skoöaö veröur aö Bildshöföa 8, alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 8:00 til 16:00. Bifreiöaeigendum ber aö koma meö bifreiöar sinar til bif- reiöaeftirlitsins, Bildshöföa 8 og veröur skoöun fram- kvæmd þar aila virka daga kl. 08:00-16:00. Bifreiöaeftirlitiö er lokaö á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiöum til skoöunar. Viö skoöun skulu ökumenn bifreiöanna leggja fram full- gild ökuskirteini. Sýna ber skilríki fyrir þvi aö bifreiöa- skattur og vátrygging fyrir hverja bifreiö sé I gildi. Athygli skal vakin á þvi aö skráningarnúmer skulu vera læsileg. Vanræki einhver aö koma bifreiö sinni til skoöunar á aug- lýstum tima veröur hann látinn sæta sektum samkvæmt umferöarlögum og bifreiöin tekin úr umferö hvar sem til hennar næst. Þetta tilkynnist öllum sem hlut eiga aö máli. Lögreglustjórinn i Reykjavlk 24. febrúar 1978 Sigurjón Sigurösson L l&XlldiSSIBMld J ðill SÖLVHÓLSGÖTU IOI REYKJAVIK-SÍMI 20680 TELEX 2207 jafnvægisvél ? Fram til þessa hefur ekki verið hægt að gera við skilvindur hér á landi. Hefur það reynst mjög kostnaðarsamt fyrir eigendur skipa og fiskimjöls- verksmiðja að fá þessar viðgerðir. LANDSSMIÐJAN getur nú annast viðgerðir á öllum tegunda skilvinda, blásara og rafmótora. LANDSSMIDJAN hefur fengið jafnvægisvél frá Þýskalandi og sérstök verkfæri tii viðgerðanna. Vélin er mjög fullkomin og fljótvirk. oc ALFA-LAVAL hefur framleitt skilvindur síðan 1883 og I dag framleiðir ALFA-LAVAL yfir 200 gerðir af skilvindum m. a. fyrir fiskimjöls- og lýsisiðnaðinn. Laugardagur 4. mars 1978 æ-- Málarafélag Reykja víkur 50 ára i dag, laugardag minnist Málarafélag Reykjavtkur 50 ára afmælis. Málarasveinafélag Reykjavik- ur var stofnað 4. marz 1928 og voru stofnendur alls 16. Fyrstu stjórnina sátu Albert Erlingsson formaður, August Hakansson, Þorbjörn Þórðarson og Óskar Jó- hannsson. Árið 1933 var fyrsti kaup og kjarasamningurinn undirritaður á milli Málarasveinafélags Reykjavikur og Málarameistara- félags Reykjavikur. Um sama leiti var fyrst rætt um að koma á ákvæðisvinnu. Tveimur árum siðar tilnefnir félagið sinn fyrsta fulltrúa i prófnefnd og var þaö Magnús Hannesson. Arið 1937 fær félagið fulltrúa i Iðnráð og var það Emil Sigurjónsson. Næstu árin færir félagið mjög út starfssemi sina, ekkna og minningarsjóður er stofnaður og félagið gerist aðili að Húsfélagi iðnaðarmanna. Það gengur i Al- þýðusamband Islands árið 1947 og stofnar vinnudeilusjóð árið 1953. Sama ár er samið um ákvæðis- vinnu og kosin verðskrárnefnd. Ólafur Pálsson var fyrsti mæl- ingafulltrúi málarafélaganna. Mælingastofan var rekin sam- eiginlega af sveinum og meistur- um til ársins 1969 en eftir það hef- ur M.F.R. séð um rekstur mæl- ingastofunnar. Einnig á þessu ári þ.e. 1953 var nafni félagsins breytt og heitir það síðan Málara- félag Reykjavikur. Sjúkrasjóður er stofnaður innan félagsins árið 1955 og árið 1958 varð samkomu- lag um að semja eina verðskrá fyrir alla málaravinnu. Sett var á stofn mælingastofa sem var til húsa að Freyjugötu 27 um nokk- urra ára skeið. Arið 1964 gerðizt félagið aðili að stofnun sambands byggingar- manna, en það hafði áður gerzt aðili að Sveinasambandi bygg- ingarmanna, sem starfaði um fárra ára skeið. Arið 1972 má telja eitt hið merkasta i sögu Málarafélags Reykjavikur, þvi þann 1. mai það ár var samið um hóptryggingu, sjúkra- og slysatryggingu fyrir alla félagsmenn undir 65 ára aldri. 1 Málarr félagi Reykjavikur eru nú um 155 félagar og fastir starfs- menn þrir talsins. Stjórn félags- ins skipa nú: Magnús H. Stephen- sen formaður, Sæmundur Bær- ingsson varaformaður, Magnús Sigurðsson ritari, Russell J. Smith gjaldkeri og Jónmundur Gislason ritari stjórnar. Félagar úr Sókn á Kópavogshæli: Sókn hafni ASI-sam flotinu og semji sér — lágmarkslaun verði 145 þús. kr. 50-60 manna fundur fél- aga í Starfsmannafélag- inu Sókn á Kópavogshæli 28. febrúar mótmælti harölega nýsamþykktum lögum um efnahagsráð- stafanir rfkisvaldsins og sagði þau stefna þvert á samningsrétt og sjálf- stæði verkalýðsfélaganna og hafa i för með sér al- varlega kjaraskerðingu fyrir launafólk i landinu. Ennfremur var á fund- inum samþykkt hörð gagnrýni á forystu Al- þýðusambands islands fyrir ólýðræðislegar starf saðf erðir. Hafi skipulagning aðgerða al- gerlega verið skipulögð ofan frá og verkafólk ekkert tækifæri fengið til að ræða baráttuað- ferðirnar. Orðrétt segir síðan í samþykkt Kópa- vogsf undarins: ,,Sú samstaða sem ASÍ-for- ystan hefur byggt upp er sam- staða fárra forystumanna. Baráttuna verður að byggja á samstöðu verkafólksins sjálfs, aðgerðir eiga að vera ákveðnar á félagsfundum og vinnustöð- um. Starfsaðferðir forystu verkalýðshreyfingarinnar eru svik við lýðræðis- og baráttu- hefðir verkalýðshreyfingarinn- ar. Þvi leggur fundurinn til að Sókn hafni starfsaðferðum ASI- forystunnar og hefji á ný bar- áttu fyrir þeirri kröfu sem hún gaf upp á bátinn s.l. vor, 100 þús. kr. lágmarkslaun miðað við kaupmátt i nóv. 1976 (nú kr. 145 þús.) og fullar visitölubætur á laun. Sókn haldi félagsfund i siðasta lagi 15. marz n.k. A þeim fundi verði kaupkröfur og bar- áttuaðferðir mótaðar, verk- fallsheimild gefin til stjórnar og verkfalls- og samninganefnd kosin. Samninganefnd Sóknar hafi ein rétt til að semja fyrir hönd félagsins”. —ARH Fremri röö frá vinstri: Guömundur, Siguröur, Vlöir, Agúst. Aftari röö frá vinstri: Rafn Viggósson, formaður BSt, Aöalsteinn, Broddi, Sif, Kristin, Arna, Reynir og Garöar Alfonsson, þjálfari. 10 á NM í badminton Þriðjudaginn 28. febrúar lagði af stað 10 manna hóp- ur unglinga til að taka þátt í Norðurlandamóti ung- linga i badminton. Mótið verður haldið rétt fyrir ut- an Osló nú um helgina. Fararstjóri og þjálfari hópsins er Garðar Alfons- son. Frá Val: Agúst Sigurðsson. Frá ÍA: Aðalsteinn Huldarsson Fundur á Suðurnesjum um áfengis- vandamálið A morgunn kl. 14. munu Samtök áhugafólks um áfengisvandamál- ið — S.A.A. gangast fyrir fundi i Safnaðarheimili Ytri-Njarðvíkur til kynningar á starfsemi sinni og til að ýta undir umræður um áfengisvandamálið i heild. Fundarstjóri verður Tómas Tómasson, forseti bæjarstjórnar Keflavikur. Meðal framsögu- manna eru Þórdis Skarphéðins- dóttir, húsmóðir, Sigurður Þ. Guðmundsson læknir, Tómas Agnar To'masson framkvæmda- stjóri S.Á.A. og Hilmar Heigason, formaður samtakanna og aðal- hvatamaður að stofnun þeirra. Að loknum framsöguræðum verða frjálsar umræður. Hlutavelta á vegum Lionsklúbbs Badmintonsamband Islands sendi tvo af keppendunum, þá Brodda Kristjánsson og Viði Bragason. Aðrir keppendur fóru á vegum badmintondeilda félags- ins. Þeir eru: Frá TBR: Siguröur Kolbeinsson, Guðmundur Adolfsson og Kristin Magnúsdóttir. Frá KR: Sif Friðleifsdóttir, Arna Steinsen og Reynir Guðmunds- son. Kópavogs Lionsklúbbur Kópavogs mun n.k. sunnudag efna til hlutaveltu i Hamborg i Kópavogi, hefst hún kl. 14. Til hlutaveltunar er efnt til ágóða fyrir viðbyggingu viö sumardvalarheimilið Kópasel i Lækjarbotnum. Kópasel hefur lengt af verið notað sem sumar- dvalarheimili fyrir börn. Undan-. farna vetur hafa einnig skóla- nemar sótt þangað I æ rikara mæli með kennurum sinum um helgar. Húsið er nú orðið alltof lít- ið og byrjuðu Lionsfélagar á við- byggingu i haust. Fjöldi góðra vinninga munu i boði á hlutaveltunni, þar á meðal 60 þúsund króna aðalvinningur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.