Alþýðublaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 2
2 alþýðn- Föstudagur 17. marz 1978 blaóld 10 manna nefnd Alþýðusambands íslands: Efnahagsmálastefnunni verður að breyta — ekkert gert með tillögur samtaka launafólks 10 manna nefnd Alþýðusambands islands sendi i gær frá sér yfir- lýsingu vegna kjaramál- anna og undanfarandi viðræðna við atvinnu- rekendur. Nokkur helztu atriði yfirlýsingarinnar eru: + Röng efnahagsstefna er undirrót veröbólgunnar. + Kauphækkanir hafa hvergi haldið i við verðbólguna. + Verkalýðshreyfingin hefur sett fram ákveðnar tillögur um hvernig auka eigi kaupmátt, en. stjórnvöld ekki sinnt þeim eða svikið gefin loforð þar að lút- andi. + Endurskipuleggja ber efnahagslifið, til þess að stöð- ugu verðlagi, vaxandi kaup- mætti og fullri atvinnu verði náð. + óhjákvæmilegt er að finna lausn á þvi hvernig tryggja megi óskertan kaupmátt sam- kvæmt kjarasamningum siðast- liðins ár. Yfirlýsing 10 manna nefndar- innar hljóðar þannig i heild sinni: ,,í yfirlýsingu sinni á fyrsta viðræðufundi, settu atvinnu- rekendur fram þá skoðun að veröi kaup greitt skv. samning- um muni það leiða til óðaverð- bólgu og atvinnuleysis. Verkalýðshreyfingin hefur margsýnt fram á að afkoma þjóðarbúsins i dag er slik, að fullt tilefni er til að atvinnuveg- irnir standi við gerða samninga. Rekstrarerfiðleikar einstakra atvinnugreina og byggðarlaga verða ekki leystir með almennri kauplækkun. Árið 1975 lækkaði kaupmáttur langt umfram lækkun þjóðar- tekna og árið 1976 hélt kaup- máttur áfram að rýrna, þrátt fyrir aukningu þjóðartekna á þvi ári. Kaupmáttur launa var kominn svo algjörlega úr sam- hengi við allar þjóðhagsstærðir á miöju ári 1977 aö jafnvel ráð- herrar voru þvi sammála að veruleg hækkun væri óhjákvæmileg. Kjarasamning- arnir á sl. sumri gáfu launafólki verulega kauphækkun en þó tókst ekki að vinna upp að fullu kaupmáttarrýrnunina á undan- gengnu timabili. Kjarasamn- ingarnir tóku mið af rikjandi efnahagsaðstæðum, og rikis- stjórnin lýsti þeirri skoðun að niðurstaða samninganna væri innan hins efnahagslega ramma. E f n ah a gsle ga r forsendur hafa batnað frá þvi sem þá var gert ráð fyrir. Röng efnahagsstefna óðaverðbólgan, sem stjórn- völd hafa magnað upp með rangri efnahagsstefnu, hefur gert töluverðar krónutöluhækk- anir kaups óhjákvæmilegar. 40% verðbólga þýðir að kaup verður að hækka um 40% til þess að kaupmáttur rýrni ekki. Verðbólgan á árinu 1975 varð 50% en kauptaxtar hækkuðu innan við 30% að mati Þjóð- hagsstofnunar á sama tima, þannig að raungildi kaupsins féll mikið. Reynslan sýnir að röng efna- hagsstefna er undirrót verð- bólgunnar. Verðbólgan hefur verið aðferð stjórnvalda til þess að rýra kaupmátt. Verkalýðs- hreyfingin gerir sér fulla grein fyrir skaðlegum áhrifum verð- bólgunnar og hefur þvi við samninga undanfarin ár lagt megináherslu á viðnám gegn verðbólgu. Það hefur verið markmið hreyfingarinnar að tryggja kaupmátt. Kauphækk- anir i krónutölu hafa ekki verið henni markmið i sjálfu sér. Þess vegna lagði ASI fram 14 punkt- ana fyrir samningana 1976 og efnahagsmálatillögur sinar við siðustu samningagerð. Þvi var lýst yfir að allar aðgerðir sem leiddu til aukins kaupmáttar yrðu metnar ekki siður en bein- ar kauphækkanir. Stjórnvöld hafa hingað til snú- ist gegn þessari viðleitni sam- takanna. Rikisstjórnin hefur tekið undir einstök atriði og jafnvel gefið loforð um fram- kvæmdir, en þau loforð hafa yfirleitt verið svikin. Máiþvi sambandi nefna: Verðbólgan ógnar atvinnuöryggi Skattalækkunina sl. sumar, sem tekin var aftur og meira en það með skattahækkunum við siðustu fjárlagaafgreiðslu, sem rýrði ráðstöfunartekjur almennings um 2 1/2%. Húsnæðismálafyrirheit sl. sumar, þar sem lofað var að standa við fyrri loforð og enn situr við það sama — engar efndir. Loforð, sem ekki hafa verið efnd um aðgerðir varðandi aðbúnað og hollustuhætti á vinnustöðum. Verðlagsmál þar sem heitið var að veita verðlagsskrifstof- unni fjármagn til viðtækari starfsemi m.a. öflun upplýsinga um innkaupsverðlag erlendis, en fjárveitingarósk verðlags- skrifstofunnar siðan hundsuð við afgreiðslu fjárlaga. Verkalýðshreyfingin hefur viljað fara aðrar leiðir en þær sem stjórnvöld hafa valið. Þannig lagði hreyfingin til nú i febrúar að hamla yrði gegn verðbólgu með verðlækkunar- aðgerðum og þannig treystur rekstrargrundvöllur þeirra fyr- irtækia, sem erfitt eiga með að standa undir launahækkunum án þess að velta þeim út i ver'ð- lagið. Verðbólgan ógnar atvinnu- öryggi og færir verðbólguspeku- löntum ómældan gróða. Verð- bólguna verður þvi að hemja. Stefna verður að samfelldum aðgerðum, sem miða að endur- skipulagningu efnahagslifsins þannig að markmiðinu stöðugu verðlagi, vaxandi kaupmætti og fullri atvinnu verði náð til lengri tima. Bráðabirgðalausn, sem veltir byrði verðbólgunnar á launafólk leysir ekki vandann, heldur magnar hann. Visitölukerfið veitir stjórnvöldum nokkuð að- hald i verðlagsmálum, og þess sjást þegar glögg merki, hvaða afleiðingar það hefur að tak- marka það aðhald. I ljósi framangreindra atriða er það skoðun 10 manna nefndar ASl, að brýna nauðsyn beri til að móta nýja og betri efnahags- stefnu. Umræður um þetta mega þó ekki verða til þess að tefja raunhæfar aðgerðir. Aður en til viðtækari umræðu er gengið er þvi óhjákvæmilegt að finna lausn á þvi hvernig tryggja megi óskertan þann kaupmátt sem samningarnir frá siðastliðnu sumri gera ráð fyrir”. • Blaðamaður og Ijósmyndari Alþýðublaðsins brugðu sér á æfingu á „Kátu ekkjllini” I gær. Hér bregða dansmeyjar á ieik og hvilir á þeim mjög svo góðfúslegt augnaráð aðalborinna höfróða úr samkvæmislifi Parísar nitjándu aldar. „Káta ekkjan” eftir Lehár frumsýnd á midvikudagskvöld A miðvikudagskvöldið verður KATA EKKJAN, hin sigilda og vinsæla Vinaróperetta Franz Le- hárs frumsýnd i Þjóðleikhúsinu. Höfundar handrits eru Victor Lé- on og Leo Stein. Þýðing verksins er eftir Karl tsfeld og Guömund Jónsson, sem þýddi söngtexta. Leikstjóri sýningarinnar erBene- dikt Arnason, leikmynd og bún- inga gerir Alistair Powell, skozk- ur leikmyndateiknari, sem nú er öðrusinni gestur Þjóðleikhússins, áður gerði hann leikmynd og bún- inga i tmyndunarveikina. Páll P. Pálsson er hljómsveitarstjóri, en tónlistin er flutt af hljóðfæraleik- urum úr Sinfóniuhljómsveit ís- lands. Dansarnir i sýningunni eru eftir Yuri Chatal, en Carl Billich hefur annast söngstjórn og æft söngvara og kór. Aðalhlutverkin, ekkjan frú Hanna Glawari og Danilo greifi, eru i höndum Sieglinde Kahmann og Sigurðar Björnssonar. 1 öðrum helztu hlutverkum eru Guðmund- ur Jónsson, Ólöf Harðardóttir, Magnús Jónsson og Árni Tryggvason. Ennfremur söngv- ararnir Sverir Kjartansson, Hjálmar Sverrisson, Árni Sig- hvatsson, Jónas Magnússon, Jón Kjartansson, Sigriður Th. Guð- mundsdóttir, Ingibjörg Marteins- dóttir og Guðrún Guðmundsdótt- ir. Þjóðleikhúskórinn syngur i sýningunni og einnig koma fram ellefu dansarar: Yuri Chatal, Misti McKee, Ásdis Magnúsdótt- ir, Birgitta Heide, Helga Bern- hard, Ingibjörg Pálsdóttir, Guð- rún Pálsdóttir, Ólafia Bjarnleifs- dóttir, Björn Sveinsson, Ólafur Ólafsson og Orn Guðmundsson. Fundur Her stöðvaand- stæðinga í Keflavík á morgun Samtök Herstöövaand- stæðinga munu á morgun klukkan 14 efna til fundar i næsta nágrenni höfuð- f jandans þ.e. í Félagsbíói/ Keflavík. Á dagskrá fund- arins verða ávörp, ræður auk ýmissa skemmtiat- riða. Arnar Jónsson og Gisli Rúnar flytja leikþátt. Þórhallur Sigurðs- son mun lesa úr verkum Jóhann- esar úr Kötlum. Kór Alþýðu- menningar syngur, það mun Megas einnig gera. Ljóðskáldið Sigurður Pálsson kemur fram. Söngsveitin Bóbó ásamt Hjördisi Bergsdóttur trúbador skemmtir. Ræður og ávörp, flytja Jón Böðvarsson, Sigriður Jóhannes- dóttir, Sigurður J. Sigurðsson og Jóhann Geirdal. Kynnir er Pétur Gunnarsson. Sætaferðir munu verða frá Um- ferðarmiðstöðinni klukkan 13, ek- ið verður i gegnum Hafnarfjörð. Borgarstjórn: Framboð Alþýðu bandalagsins í Reykjavík Framboðslisti Alþýðu- bandalagsins við borgar- stjórnarkosninga r i Reykjavík hefur nú verið ákveðinn. 10 efstu sætin skipa: 1. Sigurjón Pétursson, borgarráðsmaður 2. Adda Bára Sigfúsdóttir, veðurfræðingur 3. Þór Vigfússon, kennari 4. Guðrún Helgadóttir, deildarstjóri 5. Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssambands iðnverkafólks. 6. Sigurður G. Tómasson, háskólanemi. 7. Guörún Ágústsdóttir, húsmóðir 8. Þorbjörn Broddason, lektor 9. Alfheiður Ingadóttir. blaðamaður 10. Sigurður Harðarson, arkitekt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.