Alþýðublaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 9
sssr Föstudagur 17. marz 1978" Til hvers hef ur verið barizt? Tölurnar tala Fúslega má viðurkenna, að þaðer sjaldan skemmtilestur að lesa talnaskýrslur. Að minnsta kosti þarf nokkuð sérkennilega skapgerð þar til. Þar með er ekki sagt, að tölur séu ekki nauðsynlegar, til þess að átta sig á ýmsum staðreyndum, sem varla verða skildar, nema styðjast við tölur. Hitt er svo annað mál, að stundum eru þær notaðar i, eða af talsverðu frjálsræði, og dæmi hefur fólk áreiðanlega um, að stjórnmálamenn vitni i sömu talnafúlgurnar og komist að gerólikum niðurstöðum! Samt á þetta yfirleitt ekki við um birtingu talna frá Hag- stofunni, enda eru þær yfirleitt settar fram sem blákaldar stað- reyndir, að beztu manna yfir- sýn, og ekki gerð tilraun til neinnar sérlegrar útlistunar á, hvaðþvi valdi að tölurnar leggj- ast svona eða svona. Þetta rifjast trúlega upp við nýútkomnar skýrslur um til- flutninga landsmanna á liðnu ári, sem Hagstofan hefur nýlega sent frá sér. Þegar þessar tölur eru gaum- gæfðar, sérstaklega með hlið- sjón af hreyfingum islenzkra rikisborgara til landsins og frá þvi, kemur i ljós, að tæplega 1170 fleiri rikisborgarar flytjast úr landi, heldur en hingað heim. Þvi miður liggur ekki fyrir, hvað þvi veldur, að landinn hefur leitað héðan i svo miklu stærri stil, heldur en þeir sem heim hafa komið. Nokkrar getur er þó hægt að þvi að leiða, en viðurkenna skal fúslega, að það eru aðeins tilgátur, þó rök megi fyrir þeim færa. Eflaust er hér um að ræða þó nokkra, sem hverfa i bili af landi brott, vegna þess að þeir eru að afla sér framhalds- menntunar, sem ekki er kostur á hér. Við vonum auðvitað, að dvöl þeirra ytra verði aðeins skammvinn — einskonar vikingaferð i nýjum stil, til þess að afla sér aukins frama. Það hlýtur samt að vekja tals- verða athygli hve margir leggja leið sina til Sviþjóðar, framar þeim, sem leita til annarra landa, svo sem Danmerkur til dæmis. En Hafnarháskóli hefur löngum haft meira aðdráttarafl fyrir okkur en háskólar annarra landa. Þess ber lika að gæta, að borið saman við út- og heim- flutning til og frá þessum tveim grannlöndum er langtum hærri hundraðshluti, sem kemur frá Danmörku heim, miðað við út- flutning þangað, heldur en frá Sviþjóð. Hinar bláköldu tölur eru: Til Sviþjóðar 921, þaðan heim 271. Til Danmerkur 547, þaðan heim 331. Varla er hægt að draga af þessu aðrar ályktanir en, að obbinn af þeim, sem til Svi- þjóðar fóru, hafi farið þangað beininis i atvinnuleit. Eftir þvi sem fregnir herma, stendur dæmið þannig i Sviþjóð, að þar virðist ekki beint ljúfur markaður fyrir háskólaborgara — að læknum máske undan- í HREINSKILNI SAGT teknum — ef margir þarlendir háskólaborgarar verða að sætta sig við afgreiðslumannsstöður við benzindælur, að loknu námi. Ekki hafa þó farið neinar sögur af þvi, að Sviar meti háskólanám litils'eða einskis. Enef svo er ekki, mætti ætla, að þröngt yrðifyrir dyrum fyrir út- lendinga, að leita á hinn almenna vinnumarkað. Hér gæti þó vissulega skipt öðru máli um sérhæft fólk, til dæmis i iðnaði. En þvi miður höfum við ekki fullar hendur af sliku fólki, svo skýringin liggur naumast þar. Hér hefur áður verið á það bent, að nokkur þáttur iútflutningi Islendinga til annarra landa, gæti stafað af einskonar ævintýraþrá. Samter fremur trúlegt, að fjölskyldu- fólk flytjist ekki úr landi þess- vegna einvörðungu. Þá er aðeins eftir, að fólkið, sem burt fluttist, hafi talið hag sinum betur borgið erlendis en heima! Aðalskrautblómið i börmum núverandi stjórnarmanna, hefur verið, að hér hefði verið — sem rétt er — næg atvinna á „Geirseyrinni”. Framsóknarmenn hafa einnig viljað hafasina hlutdeild i þessu og alloft borið saman ástandið nú i þessum efnum og ástandið 1968-1969. Fer ekki milli mála, að báðum stjórnarflokkum þykir sinn fugl fagur nú! Þess má lika minnast, að Framsóknarmenn stóðu á fyrr- nefndum kreppuárum bisperrt- ir við hlið kommúnista i þvi að hvetja fólk til að flytja úr landi, jafnhliða þvi sem þessir tvi- burabræður ósköpuðust yfir landflóttanum! Liklegt má telja, að þessi taumlausi áróður hafi haft þó nokkur áhrif, án þess að getið verði tölulega i þær eyður. En mundi það nú ekki koma eins og „þjófur úr heiðskiru lofti”, að ástandið virðist ekki vera stórum betra um útflutning fólks nú en þá var? Ofan á allt þetta er bezt að hafa hugfast, að atvinna á Norðurlöndunum var þá næg. Og dugandi menn, sem fóru þangað i atvinnuleit, gátu gert sérrökstuddar vonirum að hafa erindi sem erfiði. Nú stendur dæmið á allt annan veg. Danir hafa búið við mikið og nokkuð langvarandi atvinnuleysi, langtum meira að hundraðs- hluta — ef miðað er við opin- berar skýrslur þaðan — en nokkru sinni var hér landlægt á þessum vandræðaárum. Þröng á vinnumarkaði i Sviþjóð er vissulega viðar en hjá háskóla- borgurum. Það er einnig viður- kennt, að skattar séu verulega hærri i þvisa landi en jafnvel hér, þó kunna komi eitthvað réttlátlegar niður. Eftir hverju er þá fólk að sælast, þegar það flytur út i stórum stil? Eða er það bein- linis að flýja land án tilefnis? Svar við siðari spurningunni getur varla orðið jákvætt, en þá er aðeins eftir, að fólkið sé að flýja þá ferleguóstjórn, sem hér hefur rikt. Þetta er þá allur smellurinn, allur árangurinn af þvi stanz- lausa puði, sem núverandi rikis- stjórntelur sig hafa framkvæmt við að halda uppi fullri atvinnu! Menn vita nefnilega, að rikis- stjórnin hefur þvi aðeins getað innt þetta af höndum, að sökkva okkur upp fyrir axlir i fen er- lendra skulda, sem nú nema um 700 þúsundum króna á hvert einasta mannsbarn! Liklega væri fjarlægast af öllu, að halda að útflytjendum sé sú ráðabreytni sársaukalaus með öllu. En væri nokkur furða, þótt menn fylltust örvæntingu yfir að sjá, hvernig unnt er að breyta góðæri i hallæri með toppheimskulegum stjórnar- háttum? Ekki að tala um, ef framhald ætti á þvi að vera. Odcjur A. Sigurjónsson Kennslumála- ráðherra Dana í umferðarslysi Svona leit blll ráftherrans út eftir hinn geysiharfta árekstur sem kostafti 18 ára stúlku lifið. Ritt Bjerregaard, kennslu- málaráðherra Danmerkur, slapp ótrúlega vel úr afar alvarlegu umferðarslysi á Fjóni i siðustu viku. I slysinu lést 18 ára stúlka sem var i bil sem ók á bil ráðherr- ans, en bilstjóri ráðherrans slas- aðist talsvert. Ritt Bjerregaard hlaut heilahristing, skurði i and- liti og var einnig rannsökuð á sjúkrahúsi vegna mikils höggs á hrygginn. í bilnum með stúlkunni sem lét lifið i slysinu var einnig vinkona hennar, en hún var i öryggisbelti i farþegasæti og slapp algerlega ómeidd. I danska blaðinu Aktuelt er sagt að árekstrurinn hafi orðið i blind- beygju á vegi, en einnig hafi þar verið um að kenna ógætilegum akstri. Stúlkan sem slapp ómeidd sagði , að hún hefði allt i einu séð bflljós stefna beint á bil þeirra og hefði hrópað upp yfir sig, en i sama bili hefði árekstrurinn orðið að veruleika. Dorethe Block, stúlkan sem lést, og Ritt Bjerregaard köstuðust báðar út úr bilunum og var stúlkan mjög mikið slösuð þegar að var komið. Hún var látin þegar komið var á sjúkrahús. Ilægt er að varna tannskemmd- um, þá þegar barnift er i móftur- kviði, sé rækt lögft við rétt hugar- far. Ef börn eru aftur á móti ekki send til tannlæknis fyrr en þau eru á aldrinum 2-3 ára, reynist það i mörgum tilfellum of seint. Þá er einnig orðið erfitt aft láta af þeim hvimleiftu matarvenjum, sem verfta þess valdandi, aft tenn- urnar skemmast. Tannlæknar hafa að undan- förnu hert mjög á áróðrinum fyrir heilbrigðum tönnum. Hafa m.a. verið haldin námskeið i Danmörku, þar sem rætt hefur verið um hvaða Ieiðir skuli farnar til að ná til verðandi foreldra til að fræða þau um æskilega tann- hirðingu. Ekki þykir minna um Setjið ekki Forcldrar hugsa ekki alitaf fyrir afleiðingunum, þegar barninu er gef- inn sætur ávaxtasafi á peiann. Og þó þaft sé ósköp gaman aö gleftja barnið sitt, meft þvi aft gefa þvi sætindi, er ekki eins gaman þegar þaft fer aft þjást af tannpinu. En því miftur vill sú hlift málsins oft gleymast. ávaxtasafa á pelann vert, að benda verðandi foreldr- um á, hversu skaðsamleg mikil sykurnotkun ss. hunang á snuðið og sætur ávaxtasafi á pelann, geti reynst börnum þeirra er fram i sækir. Þessar aðferðir geta orðið þess valdandi að barnatennurnar hreinlega étist upp, auk þess sem erfitt getur reynst að venja börn- in af sætindunum, hafi þau einu sinni komist á bragðið. Og það eru ekki aðeins barnatennurnar sem eru i hættu — fullorðinstenn- indaneysla vegur meira en tann- urnar endast ekki lengi, ef sæt- hirðingin. Ert þú fólagi í Rauöa krossinum r Deildir fólagsins eru um land allt RAUÐIKROSSfSLANDS I'I.ISÚM lil' ÍÍÍT' \£y; Grensásvegi 7 Simi 32655. MOTOROLA Alternatorar bila og báta 6, 12, 24 og 32 volta. Platinulausar transistor kveikjur i flesta bila. Hobart rafsuftuvélar. Haukur og Ólafur h.'. Armúla 32—Simi 3-77-00. Auc^sencW! AUGLvSiNGASlMI BLADSINS ER 14906 Svefnbekkir á verksmiðjuverði SVEFNBEKKJA Höfðatúni 2 Reykjavik. Simi 15581 2- 50-50 Sendi- bíla- stödin h.f.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.