Alþýðublaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 5
sssr Föstudagur 17. marz 1978 5 Skarphéðinri Þórisson skrifar: Vanfar upplýs- ingar um starann — kannar landnámssögu hans hér á landi lýsingar um það eru vel þegnar. Vitað er að stari hefur orpið i Borgarnesi og á Selfossi en litið er vitað um varpið á fyrri staðn- um, einnig er nær vist að hann verpir á Akranesi og i Keflavik. Upplýsingar hafa borizt frá Austfjörðum um varp,en Óskar Ágústsson á Reyðarfirði segir þrjú starapör hafa orpið 1968 i sjávarklettum sunnan i Hólma- nesi við Reyðarfjörð ir.nan um fýl og ritu. Upphaflega var starinn út- breiddur um alla Evrópu nema nyrzt og allra syðst og austur i Siberiu en á siðustu árum hefur útbreiðslusvæðið stækkað en dæmi um þaðerlandnám hans á Islandi og jafnframt hefur hon- um fjölgað. Arið 1890 voru um 100 starar fluttir til Bandarikj- anna og siðan hefur hann dreifzt ört um öll fylki þess og er i dag algengur um mest alla Norður-Ameriku. Hann hefur einnig verið fluttur til Suður-Af- riku, Astraliu, Nýja-Sjálands (1862) og Jamaica (1903-4) og er i dag mjög útbreiddur og al- gengur á öllum þessum stöðum. Starinn hefur þann sið að hópa sig saman á kvöldin yfir vetrar- timann og nátta sig alltaf á sama staðnum. Erlendis hefur hann tekið upp á þvi að nát ta s ig i byggingum og fylgir þvi oft ónæði en þess berað geta að þeir hópar eru oft á bilinu 500000-1000000. t Reykjavik hefur starinn valið hávaxin grenitré i Skógræktarstöðinni i Fossvogi sem náttstað. A haust- in eru þeir flestir þar eða um 2500 og hafa margir bæjarbúar eflaust veitt þvi athygli er stararnir fljúga sem ein heild og leika listir sinar i loftinu nálægt náttstaðnum áður en þeir setj- ast. Aðrir þekktir náttstaðir eru fáir en um 450 starar nátta sig i stúku Laugadalsvallar og eitt- hvað i áburðarverksmiðjunni i Gufunesi en liklega fáir eða inn- an við 50. Af þessu mætti draga þá ályktun að starar á höfuð- borgarsvæðinu séu um 3-4000 og virðist ekki mikil fjölgun hafa átt sér stað núna seinni árin. Eins og m innzt var á i upphafi er tilgangur þessa greinarkorns sáað leitaeftir upplýsingum um starann hjá iandsmönnum al- mennt. Vona ég að menn bregðist vel við þvi allar upp- lýsingar eru vel þegnar. Með fyrirfram þökk fyrir góðar undirtektir. Skarphéðinn Þórisson Grundarlandi 20 Reykjavik. Tilgangur þessa greinarkorns er sá að reyna að fá upplýsing- ar hjá fólki um star- ann. Undirritaður er nemi i liffræði við Há- skóla íslands og hefur valið sér sem hluta af náminu að kanna land- námssögu starans og núverandi útbreiðslu hér á landi undir hand- leiðslu dr. Agnars Ingólfssonar. Vegna þess hversu litið er vit- nðum landnám starans utan Reykjavikur og Hafnar i Hornafirði væri mjög gott ef þeir sem einhverja vit- neskju hefðu þar að lút- andi kæmu henni — helzt bréflega — til undirritaðs. Mestur fengur er i að fá fréttir af varpi en allar aðrar upplýsingar væru einnig vel þegnar. Tæp 43 ár eru nú liðin frá þvi að fyrst varð vart við stara i varphugleiðingum á Islandi en árið 1935 uppgötvaði dr. Finnur Guðmundsson starahjón úti á Laugamesi i Reykjavik sem byggðu sér þar tvö hreiður en verptu i hvorugt. Næst finnst hreiður i eyju á Hornafirði árið 1941 og hafa þeir orpið þar siðan, þó eru litlar upplýsingar til þaðan rúma tvo síðustu ára- tugina. Um landnám staranna á Hornafirði hefur Höskuldur Björnsson ritað fróðlega grein i Náttúrufræðinginn árið 1942. Arin 1950 og 1951 finnur Hálfdán Björnsson frá Kviskerjum eitt hreiður við Fagurhólsmýri i öræfum. Næstu fréttir af stara- varpi eru þær, að Kristján G.eir- mundsson segir frá pari er hafi orpið i sumarbústað rétt inn- an við Akureyri árið 1954. A höfuðborgarsvæðinu byrjar stari að verpa upp úr 1960 en frekar litið er vitað um varp hans fyrstu árin svo allar upp- Þrjár tegundir af nýja íslenska gæðakexinu eru komnar á markaðinn. Biðjið um nýja Holtakexið í næstu búð. KEXVERKSMIÐJAN HOLT REYKJAVÍK SÍMI 85550

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.