Alþýðublaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 12
alþýðu-
blaðið
Útgefandi Alþýðuflokkurinn
Ritstjórn Alþýöublaðsnins er að Siöumúla 11, simi 81866. Auglýsingadeiid blaðsins er að
Hverfisgötu 10, simi 14906 — Askriftarsimi 14900.
FÖSTUDAGUR
17. MARZ J978
Bauðgreiðslu
samkvæmt
samningum.
ffæru af-
greidslustúlk-
ur í verkfall
Viðbrögð atvinnurek-
enda við lögum Alþingis
um efnahagsráðstafanir
og síðar verkfallsaðgerð-
um launþega 1. og 2. marz
s.l. hafa verið allmisjöfn.
Hafa sumir visað verk-
fallsmönnum úr starfi,
aðrir hafa tekið ákvörðun
um að greíða starfsfólki
sinu í samræmi við taxta
siðustu samninga. Flestir
greiða þó laun samkvæmt
gildandi lögum frá Alþíngi.
Allflestum mun liklega
þykja framangreind við-
brögð atvinnurekenda eðli-
leg og sjálfsögð og mótist
þau af aðstæðum á
hverjum stað. En líklega
myndi mörgum þykja við-
brögð kaupmanns nokkurs
i Keflavík með því undar-
legasta eða í það minnsta
athyglisveröasta móti.
Þannig er mál með vexti að
kaupmaður þessi bauð af-
greiðslustúlkum, þeim er hann
hefur i sinni þjónustu, launa-
greiðslur i samræmi við síðustu
samninga verzlunarfólks, færu
þær i tveggja daga verkfall sem
flestir aðrir launþegar. En sem
kunnugt er tóku verzlunarmenn
almennt ekki þátt i verkfallsað-
gerðunum í byrjun mánaðarins.
En þótt viðbrögð kaupmannsins
kunni að þykja undarleg eru
bó viðbrögð verzlunarmann-
anna viö tilboöi hans kannski með
enn undarlegra móti. Afgreiðslu-
stúlkurnar afþökkuðu nefnilega
tilboð hans um að fara i verkfall.
Telja þær það ekki borga sig að
standa i tveggja daga verkfalli til
þess að vinna upp þann mismun
er reynast mun á launatöxtum
siðustu samninga og þeim er
gilda samkvæmt nýsamþykktum
lögum. En það mun einnig ráða
nokkru um afstöðu þeirra, en af-
greiöslustúlkurnar munu tvær
eða þrjár að tölu, að liklegt er að
þær muni hætta störfum hjá fyr-
irtækinu 1. mai n.k.
JA
Flugfélagið
skipuleggur 58
aukaferðir
á rúmri viku
Páskaannir í innan-
landsflugi Flugfélags is-
lands eru þegar hafnar.
Að sögn Sveins Sæmunds-
sonar blaðafulltrúa fé-
lagsins virðist ferðahug-
ur landsmanna sízt minni
í ár en i fyrra# og ef eitt-
hvað er/ er ösin i ár held-
ur meiri. Aðalstraumur-
inn liggur að þessu sinni/
að sögn Sveins, einkum í
þrjá staði en það eru Ak-
ureyri, Húsavík og Isa-
f jörður.
Nokkuð er nú siðan að fullbók-
að var i allar ferðir félagsins til
þessara staða yfir páskavikuna
og hafa nú verið skipulagðar
hvorki meira né minna en 58
aukaferðir innanlands þennan
tima.
Flestar verða aukaferðirnar
annan dag páska, eöa samtals
15, en þar af eru 9 ferðir áætlað-
ar tíl Akureyrar. Sagði Sveinn
að i bigerð væri að láta eina af
Boeing þotum Flugleiða vera i
ferðum milli Reykjavikur og
Akureyrar annan dag páska,
svo sem gerthefur verið nokkr-
um sinnum undanfarin ár.
—GEK
Munid að kaup-
tryggingardag-
arnir eru fimm
Aí gefnu tilefni vill
Verkamannasamband
íslands minna allt
verkafólk sem vinnur
við fiskvinnslu, á það
ákvæði gr. 16.1.1. i
samningum VMSÍ við
samtök atvinnu-
rekenda, að frá og með
1. mars s.l. fjölgaði
kauptryggingardögum
um einn og eru þeir nú
5 i hverri viku, þ.e. full
vinnuvika.
Þá vill VMSÍ skora
mjög eindregið á allt
verkafólk i fiskvinnslu
að nota þann rétt, sem
samningar veita til
þess að gera ráðning-
arsamning og losna á
þann hátt m.a. við
erfiðleika í sambandi
við atvinnuleysisbætur,
en samkvæmt ákvörð-
un stjórnar atvinnu-
ley s istry ggingas jóðs
ber ekki að greiða
atvinnuleysisbætur
fyrir þá daga sem við-
komandi hefði átt rétt á
launum samkvæmt
kauptryggingarsamn-
ingi.
Umferdin fyrstu tvo mánuði ársins:
Um 300 fleiri umferðarslys en f fyrra
I lok febrúarmánaðar
siðast liðinn höfðu orðið
1143 óhöpp i umferðinni
hér á landi frá áramót-
um. í 63 þessara tilfella
uröu slys á fólki, þar af
þrjú dauðsföll. Hér er um
að ræða um 300 fleiri
óhöpp en urðu í umferð-
inni á sama tíma árið
1977, en þá urðu samtals
842 óhöpp i umferðinni
yfir allt landið. I 52
umferðaróhöppum
þessa fyrstu tvo mánuði í
fyrra, urðu alvarleg slys
á fólki, þar af létust 5
manns i þremur slysum
þennan tíma.
Ofangreindar upplýsingar
fékk blaðið hjá Sigurði Agústs-
syni hjá Umferðarráði. Sagðist
Sigurður telja, að aukningu um-
ferðarslysa i ár, mætti að miklu
leyti kenna þvi að færð hefur
verið verri þessa fyrstu tvo
mánuði ársins en var i fyrra. I
ár hefur verið talsvert meiri
snjór sem legið hefur lengur en i
fyrra og aukið þannig slysa-
hættuna. __GEK