Alþýðublaðið - 13.04.1978, Page 12

Alþýðublaðið - 13.04.1978, Page 12
fr alþýou- bladiö Útgefandi Alþýðuflokkurinn Ritstjórn Alþýðublaðsins er að Síðumúla 11, sími 81866. Auglýsingadeild blaðsins er að Hverf isgötu 10, sími 14906 — Áskriftarsími 14900. FIMMTUDAGUR 13. APRJL 1978 Ný símaskrá um næstu mánadamót Að sögn Jóns A. Skúla- sonar póst- og sima- málastjóra er gert ráð fyrir að byrjað verði að dreifa nýju simaskránni fyrir árið 1978 um næstu mánaðamót. Lokið er við að prenta skrána og er unnið að þvi að binda hana inn um þessar mundir. Ekki er um neinar breytingar á útliti og efni skrárinnar aö ræöa að þessu sinni, að öðru leyti en þvi, að liturinn á kápu verður blá- leitur i stað þess að vera rauðleit- ur eins og er á gildandi skrá. Magn auglýsinga i skránni hef- ur aukist nokkuð frá fyrra ári, þvi eins og Jón Skúlason orðaði það: — menn eru alltaf að sjá það bet- ur og betur hvert gildi þaö hefur að auglýsa i simaskránni. Þetta er auglýsing sem stendur heilt ár i bók sem er mest lesin á Islandi. —GEK Helgi Ólafsson: Nýr íslenzkur al þjódameistari í skák Þá hafa íslendingar eignast nýjan alþjóða- meistara í skák, svo nú getur þjóðin státað sig af tveimur slíkum. Það er Helgi olafsson skákmaður sem er búinn að tryggja sér þennan titil, en hann hefur teflt á alþjóðlega skákmótinu i Lone Pine í Kaliforníu. Helgi er ekki nema 21 árs að aldri og er einn efnilegasti ungi skák- maður okkar. El. Myndasamkcppni Umferdarfrædslu í skólum „Tillitssemi í umferðinni” A blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í gær tók menntamálaráð- herra á móti vinningshöf- um í samkeppni níu ára skólabarna um beztu teikningu um efnið „Til- litssemi í umferð", en samkeppnin er haldin i tengslum við umferðar- fræðslu í skólum. Alls tóku þátt i keppninni nemendur frá 57 skólum og luku forráðamenn samkeppninnar lofi á þessa góðu þátttöku. Með þessari keppni, sem efnt var til i janúar, skyldi stefnt að upprifj- un og örvun um umferöarfræösl- una. Er þetta i annað sinn, sem til slikrar myndakeppni er efnt, en fyrsta keppnin fór fram fyrir tveimur árum. Dómnefnd skipuðu: Frá Félagi ísl. myndlistarkenn- ara: Margrét Friðbergsdóttir. Frá Menntamálaráðuneyti: Þórir Sigurðsson, námstjóri, Frá Umferöarráði: Eymundur Etunólfsson, verkfræðingur. Verðlaun i keppninni voru 10. 1. verðlaun, Kodak myndavél sem Hans Petersen h/f gaf, hlaut Bryndís Kristjánsdóttir úr Breiðholtsskóla i Reykjavik. 2,- 4. verðlaun, vasareikna frá Skrifstofuvéium, Hverfisgötu 33, hlutu eftirtaldir nemendur: Arnþór Arnarson, Æfinga- og tilraunaskóla K.H.I., Reykja- vik. Hildur Sigrún Guðmunds- dóttir, M ýrar húsask ól a , Seltjarnarnesi. Jóhanna Maria Sigurjónsdóttir, Varmalands- skóla, Mýrasýslu. 5. verðlaun, iþróttabúninga frá Sportval, Hlemmtorgi, hlutu eftirtaldir nemendur: Anna Lisa Sigvaldadóttir, Æfinga-og tilraunaskóla K.H.I., Reykjavik. Arngeir Hauksson, Melaskóla, Reykjavik. Fanný Bjarnadóttir, Oddeyrarskóla, Akureyri. Margrét Blöndal, Melaskóla, Reykjavik. Sigrún Valdimarsdóttir, Breiðholts- skóla, Reykjavik. Sigriöur Asta Eyþórsdóttir, Hvassaleitis- skóla, Reykjavik. Vinningshafar i keppni Umferöarfræðslu i skólum. „Menntaskólanemum gert mishátt undir höfði” menntskælingar á Laugavatni mótmæla breyttum styrkveitingum F ramf araf élag Breiðholts heldur fund með fram. bjóðendum 1 kvöld klukkan 20.30 heldur Framfarafélag Breiðholts fund meö fulltrúum allra þeirra flokka sem bjóða fram við fyrirhugaðar borgarstjórnarkosningar i Reykjavik. Fulltrúi Alþýðu- flokksins á fundinum verður Björgvin Guðmundsson, borgar- fulltrúi. Fundur þessi verður haldinn i Fellahelli og hefst eins og fyrr segir klukkan 20.30 i kvöld. Vafa- iaust munu Breiðhyltingar spyrja frambjóðendurna rækilega út úr um fyrirætlanir þeirra i málefn- um Breiðholts og borgarinnar i heild. — Nemendafélag Menntaskólans að Laug- arvatni mótmælir harð- lega þeirri breytingu sem nýlega var gerð á styrkveitingu til handa menntaskólanemum. Breytingin felst helzt i Um tíuleytið í morgun strandaði sunnan til í ár- mynni árinnar Deildarár, sunnan Raufarhaf nar, togarinn Rauðinúpur ÞH 160. Sveinn Eiðsson sveitarstjóri á Raufarhöfn tjáði blaðamanni að þá er togaranum skyldi siglt út úr mynni Raufarhafnar hefðu vélar skipsins stöðv- ast og það rekið á land í mynni Deildarár, eins og fyrr segir. Á flóði þ.e. milli klukkan 2 og 3 í dag mun hafa verið reynt að losa þvi að áður fengu allir menntaskólanemendur styrk, nema þeir sem áttu kost á sömu mennt- un á heimaslóðum, en i vetur var gerð sú breyt- ing að nemendur fá ekki styrk ef þeir eiga kost á togarann. Var það togarinn Sléttbakur er gerði til- raun til þess, en hún mis- tókst. Var árangurslaust reynt að draga skipið á flot. Rauðinúpur mun hafa rennt upp á klett og vegur þar salt. Reynt verður að nýju, á flóði i nótt, um 3 leytið, að ná togaran- um á flot. Von er á varðskipinu Þór til aðstoðar Sléttbak, en bæði skipin munu reyna að losa Rauöanúp úr strandinu. Sveinn taldi skemmdir á togar- anum nokkrar, en um það væri þó erfitt að dæma enn sem komið væri. Augljóst taldi hann að hætta einhvers konar bóklegu framhaldsnámi. — Svo segir meðal annars í mótmælum sem nemendur við Mennta- skólann á Laugarvatni hafa sent frá sér nýver- ið. væri á, þegar reynt væri aö draga togarann á flot að nýju, að hann ylti á hliðina og yrðu þá skemmd- ir mun meiri en ætla mætti að nú þegar hefðu orðið. Annars sagði Sveinn að veður væri sem stæði allþokkalegt og þvi skilyrði til björgunar ekki sem verst. En hætt væri við þvi að vonir manna um björgun togarans minnkuöu og útlit væri fyrir frekari skemmdir, ef veður versnaði. Sveinn sveitarstjóri sagði tog- arann Rauöanúp aðalatvinnu- tæki þeirra Raufarhafnarbúa og misstu þeir nú skipið myndi það hafa ófyrirsjáanlegar afleiöingar i för með sér fyrir atvinnulif þorpsbúa. Sú atvinna er togarinn hefði skapað hingað til hefði I mótmælum slnum benda þeir einnig á aö nemendur eru allir að einhverju leyti háðir styrknum og að margir neyðist beinlinis til að velja þá skóla sem séu fjár- hagslega hagkvæmir fyrir þá, en að öðru leyti óhagsstæðir. Teljanemendur að breytingin á styrkveitingunni geri nemendum mishátt undir höfði til að velja þann skóla sem þeir sjálfir vilja. —GEK bjargað staðnum, en nú væri hætta á að jafnvel tugir manna yrðu atvinnulausir. Aðspurður kvaðst Sveinn ekki geta, aö svo komnu máli, greint nánar frá tildrögum strandsins, en vélar skipsins hefðu hreinlega drepið á sér og það rekið stjórn- laust. Annars kæmi það mun bet- ur i ljós þá er sjópróf færu fram. Sveitarstjórinn kvað að lokum von þeirra Raufarhafnarbúa að allt færi nú sem bezt væri á kosið og þessu mikilvæga atvinnutæki semtogarinnRauðinúpur erverði bjargað frá frekari skemmdum og þar með atvinnulifi staðarins borgið. J.A. Togari Raufarhafnarbúa strandar „Missum vid togarann mun það hafa ófyrirsjáanlegar afleiðingar”

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.