Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.06.1978, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. júní 1978 3 Hörður Zophaniasson. um myndun meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar: Eðlilegasta niðurstaðan að þeir sem hlutu traustsyfirlýsingu myndi meirihluta — en engar viðræður hafa farið fram „Mér vitanlega hafa ekki varið fram við- ræður um meirihluta- myndun”, sagði Hörð- ur Zóphaníasson bæj- arfulltrúi Alþýðu- flokksins i Hafnarfirði. ( „Árni Grétar nefndi þann möguleika i Morgunblaðinu 30. mai að það verði óbreytt meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokksins og óháðra, en ekki er vitað hvort þetta er raun- veruleikinn eða ósk- hyggja”- 1 gærkvöld var boöaöur fund- ur hjá fulltrúaráöi Alþýöu- flokksins í Hafnarfiröi, en auk þeirra voru á fundinum allir sem skipuöu listann viö bæjar- stjórnarkosningarnar.og þar voru þessi mál rædd. „Maöur hefur heyrt þá skoöun aö eölilegasta niöurstaöan af kosningaúrslitunum og i sam- ræmi viö lýöræöislegar venjur aö þeir sem fengju traustsyfir- lýsingu frá kjósendum eigi aö reyna að mynda meirihluta þ.e.a.s. Alþýðuflokkurinn, Alþýöubandalagiö, og flokkur óháðra kjósenda”. „Alþýöu- flokkurinn mun hvort sem hann verður i meirihluta eöa minni- hluta láta málefnin ráða og vinna i samræmi viö þá stefnu sem fram kom hjá honum i kosningabaráttunni”. gbk. Stefán Jóhann Stefánsson um úrslit sveitarstjórnarkosninganna: „Nýr dagur að renna upp fyrir verkalýðshreyfinguna” „Ég er mjög ánægður með úrslit kosninganna. Alþýöuf lokkurinn hefur bætt stórlega við sig sem og Alþýðubandalagið og er því eðlilegt að þeir, á- samt Framsókn myndi meirihluta, sagði Stefán Jóhann Stefánsson fyrr- verandi forsætisráð- herra, þegar blaðið hafði tal af honum i gær. „Ég tel, aö nú sé aö renna upp nýr dagur fyrir verkalýöshreyf- inguna svo og Alþýöuflokkinn sem hefur ávallt beitt sér fyrir þvi á Alþingi, að sett yröu lög um bætt kjör til handa verka- fólki. Vigi Sjálfstæðisflokksins er falliö hér i Reykjavik, og þvi fagnar fjöldi fólks. Til þessa hefur borgin veriö óvinur verkalýöshreyfingarinnar i staö þess aö vera henni til aðstoöar og styrktar. Ég lit á þessar kosningar sem mikinn sigur fyrir verkalýöshreyfinguna og vona, aö f komandi þingkosn- ingum veröi sigurinn enn stærri. Ég held, að þetta hljóti að vera skynsamlega ályktaö en ekki óskhyggja miðaö við aöstæöur, þvi sjaldan hefur maður heyrt jafn illa talað um nokkra rikis- stjórn. gbk. í tilefni Listahátíðar Bók um Það er ekki á hverjum degi sem Islendingum gefst kostur á að sjá verk Errós, hann lifir út í hinum stóra heimi, iangt frá föðurlandinu. I tiiefni sýn- ingar hans á Kjarvalsstöö- um nú á Listahátíð, gefur AB út bók um Erró í sam- vinnu við lceland Review. Gefst nú mönnum sem Eigendur álverksmiðj- unnar i Straumsvík, Alusuisse, héldu hluthafa- fund um miðjan apríl síðastliðinn. Þar flótti Emanuel R. Meyer, stjórnarformaður, skýrslu um afkomu félagsins. Hagnaður varð verulegur á síðasta ári og bjart virðist Erró geta ekki einu sinni látið sig dreyma um að eignast verk eftir meistarann, kostur á að eignast bók með 59 litprentunum af verkum hans, fyrir 5,940 kr. íslenzka upplagið af bókinni er 4500 eintök, þau eru ekki enn komin til landsins en eru þó upp- seld. Er þaö algjört met i sögu AB aö bók seljist upp á svo skömm- Meyer gat þess sérstaklega, að verksmiöjur félagsins á Noröur- löndum, þ.e. i Noregi og á Islandi, heföu gengiö áfallalaust. Afköst verksmiöjunnar i Noregi, miöaö viö afkastagetu, heföu veriö 90% og á íslandi 97%.Hagnaður heföi orðiö af rekstri beggja verk- smiðjanna. um tima. Iceland Review er meö enska upplagiö á sinum snærum og mun gera ráöstafanir til aö koma þvi á markaöi erlendis. Á blaðamannafundi sem hald- inn var i gær til þess aö kynna bókina lýsti Erró þvi yfir aö hann væri mjög ánægður meö hana, sérstaklega þótti honum uppsetn- ingin góð en það er Edda Sig- uröardóttir á Auglýsingastofunni h.f., sem á heiöurinn að henni. Sagöi Erró aö þetta væri ein stærsta bók sem gefin hefur veriö út um hann i lit. Inngangsorö að bókinni skrifar Bragi Asgeirsson, en Matthias Johannessen skrifar einnig um listamanninn og list hans. EI Meyer tók fram, að nú væri nauðsynlegt að fjárfesta i báöum verksmiðjum til aö koma I veg framundan um söluáhrááli. fyrir umhverfismengun. Afköst Alusuisse-verksmiðjanna Stúdentaráð krefst þess að: Menntamálaráðherra ógildi skipan fulltrúa sinna í stjóm Lánasjóðs Stjórn Stúdentaráðs Há- skóla Islands hefur með bréfi dagsettu þann 25. mai beint þeirri áskorun til menntamálaráðherra, að hann ógildi skipan núver- andi fulltrúa menntamála- ráðuneytisins í stjórn Lánasjóðs islenzkra náms- manna. Þessari áskorun fylgja þeir eft- ir meö röksemdafærslu, þar sem þess er meöal annars getiö, að samkvæmt dómi, sem féll i máli sem ungur námsmaöur höföaöi gegn Lánasjóönum, séu ýmis veigamikil atriöi núverandi út- hlutunarreglna um námslán i andstööu viö gildandi lög og reglugerðir um þessi efni. Þrátt fyrir þessa niðurstööu dómsins hafi fulltrúar menntamálaráöu- neytisins lagt fram tillögur viö hina árlegu endurskoöun á úthlut- unarreglum, sem nú stendur yfir og megi af þessum tillögum marka að þeir ætli sér ekki aö taka hiö minnsta tillit til niður- stööu dómsins. Af þessari ástæöu telur stjórn Stúdentaráös þá van- hæfa til áframhaldandi setu i stjórn LIN og skorar á mennta- málaráðherra aö skipa nýja i þeirra stað. Sameiginlegir fram- boðsfundir í Vesturlandskjördæmi Flokkar þeir sem bjóða fram í þingkosningunum i Vesturlandskjördæmi munu eins og venjulega standa fyrir sameiginleg- um framboðsfundum fyrir kosningarnar. Á fundum þessum komafram fram- bjóðendur allra flokkanna. Ætlunin er að fundirnir verði 8 talsins og þar koma fram fulltrúar allra flokk- anna. Fyrsti fundurinn að þessu sinni verður í Búðar- dal, miðvikudaginn 7. júní. Siðan verður röð fund- anna sem hér segir: 8. júni i Stykkishólmi 9. júni i Grundarfirði 10. jún: á Hellissandi 15. júni i félagsheimilinu Breiöa- bliki á Snæfellsnesi 19. júni aö Logalandi i Borgarfiröi 20. júni i Borgarnesi 22. júni á Akranesi. Ætlunin er aö útvarpa frá fund- unum i Búðardal, Hellissandi, Borgarnesi og á Akranesi. Ræðuumferöir verða 3, 20,15 og 10 minútna langar. Fundirnir hefjast allir kl. 21.00 nema fund- urinn á Hellissandi laugardaginn 10. júni, en hann hefst kl. 14.00. Trúnaðarfólk og væntanlegt starfsfólk í komandi alþingiskosningum Trúnaðarfólk og annað væntanlegt starfsfólk A- listans f komandi Alþingiskosningum er boðað til fundar í Kristalssal Hótels Loftleiða fimmtudaginn 8. júní klukkan 20:30. Kosningastarfið undirbúið. Fjallað um skipulag kosninganna. Kosningastjórn A-listans í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.